Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 14
PIMMfUOÁCURi 15/ ÐESRMBÉRÍggði 14 r Spumingin Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu? Örn Jóhannsson bílstjóri: Já, ætli þaö ekki. Við höfum nú ekki alltaf gert þaö en mér finnst skata góð. Viðar Garðarsson kvikmyndagerðar- maður: Nei, það geri ég aldrei. Ég hef ekki smakkað hana og líst ekkert á hana. Sigurmunda Guðmundsdóttir hús- móðir: Já,.það er fastur liður. Ég er alin upp við þann sið vestur á fjörð- um. Sveinn Þorláksson verkamaður: Já, það er alltaf gert á mínu heimili. Ég ólst upp við skötuát norður á Siglu- firði. Helga Ragnarsdóttir skrifstofumað- ur: Já, þótt mér þyki lyktin ekki góö þá verður skata hjá okkur á Þorlák. Linda Oddsdóttir húsmóðir: Já, það geri ég alltaf. Mamma er að vestan svo ég er vön þessu. Þetta er skemmtilegur siður. Lesendur Fiskveiðar við Kínastrendur: Það sem mönnum dettur í hug! Helgi Gíslason skrifar: íslendingar eru sólgnir í hvers konar ráðstefnur og sitja margir um að komast á þær sem oftast og er þá ekki alltaf spurt um tilgang viðkomandi ráðstefnu eða hvort menn eigi þangað erindi eða ekki. Oft má þekkja sömu ráðstefnugest- ina á myndum frá þeim aftur og aftur. Dæmigerðar eru ráðstefnur um verslun og viðskipti svo og öll fiskiþingin oglandssambandaþing- in hjá útvegi og hinum ýmsu sam- tökum þeirra. Og svo eru það allir aðalfundirn- ir. Þarna eru mikið til sömu menn- irnir fastagestir svo manni verður á að spyrja hvar þessir menn vinni ef þeir þá vinna eitthvað einhvers staðar, svo mikið sem þeir hljóta að vera frá verki! Nýlega er lokið einum merkisað- alfundinum, fundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins. Nafnið sjálft er rannsóknarefni sem marg- an myndí fýsa að fá nánari skil- greiningu á. En frá þessum fundi er það fréttnæmast að þar var bor- in fram fyrirspum frá forstjóra Sölumiðstöövar hraðfrystihús- anna þess eðlis hvort ekki væri tími til kominn að nýta of stóran togara- flota okkar á arðbæran hátt í stað þess að setja peninga í úreldingu fiskiskipa með því að taka upp sam- Frá fiskmarkaði í Peking. - Eiga Islendingar eftir að landa aflanum beint á söluborð Kinverja? starf við Asíubúa, t.d. Kínverja, um veiðar og vinnslu á fiski þar eystra! Því miður erum við Islendingar víst of skammsýnir til þess að bera gæfu til að stofna til samstarfs- fyrirtækja af þessu tagi, eins og sami fyrirspyrjandi svaraði svo sjálfum sér. - Og bætti því við að við teldum okkur sennilega ekki hafa efni á því, við værum ennþá íslendingar dálítið hræddir við að reka fyrirtæki í útlöndum. - Fyrir- spyrjandinn sagðist þó vonast til þess aö við ættum eftir að sjá þessa hluti gerast. Það er eins og menn verði bjart- sýnni og bjartsýnni með hverri ráðstefnunni sem haldin er - en aðeins meðan á henni stendur. Þá fá menn alls kyns stórmennsku- köst og flytja langar og merkilegar ræður um lausn vandamálanna. En þegar gengið er út í veruleik- ann, koðnar allt niður. Kannski er það þessi hræðsla sem okkar mað- ur, fyrirspyijandinn, minntist á. Eöa kannski er ástæðan einfald- lega sú að ríkisstjórnir hér hafa ekki „skapaö nógu góðan grund- völl“ eða „rekstrarskilyrði" fyrir allar okkar atvinnugreinar? Já, miklar eru ráðstefnurnar, miklir eru ráðstefnugestimir í orði og mikil eru verkin þeirra handa. Jólaglögg, dansleikir og feluleikir Ein glögg hringdi: Ég heyrði fyrir nokkru af því að hið opinbera, minnir að þaö hafi ver- ið eitt ráðuneytanna, hafi verið að fara fram á eina ferðina enn að fara í „feluleik“ með orðið jólaglögg. Ekki skyldi minnast á þetta ógurlega orð í fjölmiðlum og a.m.k. alls ekki í hljóðvarpi og sjónvarpi hjá hinu op- inbera! Hver er nú tilgangurinn með þvi aö banna orðið, jólaglögg“?, hugsaöi ég. Jú, skýringin var sú, að ef orðið heyrist ekki í útvarpi eða annars staðar á opinberum vettvangi, þá viti enginn af fyrirbærinu og jólaglögg verði hvergi framleidd eða fram bor- in fyrir þessi jól! Minnir þetta nú ekki dálítið á fjaðrafokið, sem oröið „dansleikur" olli fyrir mörgum árum. Það var bannorð í útvarpi um margra ára skeið. Aldrei mátti t.d. auglýsa; „Dansleikur verður í kvöld í Ara- tungu“. - Segja átti; „Dúmbó og Steini leika í Aratungu í kvöld. Skemmtinefndin“. Eða eitthvað í þessa átt! Síðan var þetta bann um orðið „dansleik“ afnumið, enda mátti prenta orðið, þótt ekki mætti nefna orðið „dans“ í hljóðvarpi. Og nú er allt í lagi með dansinn, en annað orð skyndilega komið á bannlistann. Það er orðið, jólaglögg"! - Hvaða tilgangi þjónar nú svona afdalaháttur og sveitamennska hjá hinu opinbera? Er þetta ekki dæmigert fyrir þaö sem kallað er „ofvernd" Stóra bróður? Alveg tilvalið- til að gera fólk frá- hverft öllu sem tilheyrir hinu opin- bera og því sem þaðan kemur. - Það er enginn sem hlustar á þetta nema þá útvarpsráð sem er skipað eins konar afsteypum af Stóra bróður. Einu sinni var það „dansleikur" vernd Stóra bróður? sem var bannað, nú „jólaglögg". - Of- Hringiö í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið Jolagjafir o< aðrar gjafir ekjartorgiiittast ráö- —■ Kjallarinn Niöri við Lækjartorg hittast róö- iSíliö°!i.in0kkru'n éinnum f iku ttl aö ráöslaga meö Kvaöa jóla- r,. °í aörar ®afir i*ir eigi aö [æra þjoötnni annars vegar og viid &"0?1 S!"Um hins vegar- Þessar ra®afir koma iil meö aö hafa Bhnr a næsta ári, annaöhvort til tagnaðar eöa taps. I ?nnan hvent dag kemur opinber aismaður rikisstjórnarinnar. Ól- ifur Ragnar Crimsson fjármála- aöheira, og tilkynnir fyrirætlanir áöherranna 9 um aukna skatta á irtnu 1989 og aukin gjöld sem stór- lækka vöruverð. Ménaöarlega til- tynmr þessi ráðherra síöan aö fiár- agahafhnn, þegar hann tók viö lemt I milljaröi hærri tölu en þeg-' (náhö"" <ÍÍÖ' S‘g raánuðí áður um halli segir Ólafur aö sé ollum öörum aö kenna en rynrrennafa sfnum í starfi, Jóni 3®£vln> Hannibalssyni, og sú SS “m nuverandi fjármála- „Frábær grein og einkar timabær," segir hér um kjallaragrein Jóns Magnús- sonar sl. mánudag. Jón Magnusson lögmaöur Spilling Það er misjafnt r og þess vegna finr vera spilJing og vald, um finnst ailt í Jagi. Þannig finnst féla félaga Olafi allt í lagj Kristjánssyni penin skattgreiðenda, Þetfi koma höggi á pólitís ing. Máliö í einfaldleik pað að þessi Sturla r vald sem honum varfi berum embættismam stóraukinn kostnað greiðendur. Þess vegn Hermannsson hann úi sagt má deiia um h hefði átt að standa r* tneð bessum Tekið undir með kjallaragrein: Sparið, skattleggið ekki Sigurður Helgason hringdi: Ég var að lesa kjallaragrein í DV í dag undir fyrirsögninni „Jólagjafir og aðrar gjafir“ eftir Jón Magnússon lögmann. Þetta er að mínu mati frá- bær grein og einkar tímabær. Hún fiallar, eins og menn sem hana lesa sjá, um fyrirhugaðar skattahækkan- ir ríkisstjórnarinnar og þá einkenni- legu pólitík að íslenskir stjórnmála- menn skuli yfirleitt taka til við veru- legar skattahækkanir þegar harðnar á dalnum - en ekki þegar vel árar! Einnig er minnst á í greininni hið svokallaöa Sturlu-mál og segir að menntamálaráðherra sé að gefa þessum fyrrum fræðslufulltrúa pen- inga á kostnað skattgreiðenda til að koma höggi á pólitískan andstæðing. Ég er ekki frá því að þarna geti veriö rétt meö farið, a.m.k. lítur þetta svona út í augum margra okkar al- mennu þjóðfélagsþegna. - Skaöabæt- urnar eru a.m.k. langt umfram það sem heilbrigð dómgreind segir manni að geti verið eðhleg. Greinarhöfundur talar líka um ferðalög ráðherranna og segir að ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar gætu gefið þjóðinni virkilega góöa jólagjöf með því að afnema allan flottræfils- hátt og bruðl, þ.m.t. utanlandsferöir þeirra sjálfra og annarra embættis- manna í tíma og ótíma, leggja niður ónauðsynlegar stofnanir og störf, og í kjölfar þess - að lækka skatta. En, eins og segir í þessum frábæra kjallara, er þaö kaldhæðni örlaganna að eftir síðasta góðæri skuli þjóðin standa uppi með óleystan Qárlaga- halla sem' nemur tugum milljarða króna og boða samdrátt í öllum greinum þegar þrengist um vinnu á markaðinum. - Þetta er boðskapur ráðherranna. Boðskapur almenn- ings er hins vegar annar, hann er þessi: Sparið sjálfir, en skattleggið ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.