Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4 FlMMTUDÁCrUlt Í5i bÉÖMÖtíÉ • Íítes. Viðskipti DV Hátt fiskverð er ennþá í Englandi og Þýskalandi Aö undanfórnu hefur fengist gott verö fyrir ferskfisk í Englandi og Þýskalandi. Þegar framreiknað er verð það sem fékkst fyrir ferskan fisk sem seldur var um miðjan desember- mánuð, var verðið í fyrra nánast það sama og nú hefur fengist í erlendri mynt talið. Að undanförnu hafa eftir- talin skip selt aíla sinn í Englandi: Bv. Björgúlfur seldi afla sinn í Hull 12.12. '88. alls-169 lestir, fyrir 14,1 millj. kr„ meðalverð 91,82 kr. kg. þorskur 90,96 kr. kg. Ýsa 103,44 kr. kg. Flatfiskur 113,66 kr. kg. Bv. Þorlákur seldi afla sinn í Grimsby 13.12. ’88. alls 103 lestir, fyr- ir 8,3 millj. kr. Þorskur seldist á 84,75 kr. kg. Ýsa 111,76 kr. kg. Grálúða 100,17 kr. kg. Bv. Gjafar seldi í Hull 8.12., alls 81 lest, fyrir 5,9 millj. kr., meðalverð 72,39 kr. kg. Bv. Hauka- fell seldi afla sinn í Hull 8.12., alls 42 lestir, fyrir 3 millj. kr., meðalverð 74,82 kr. kg. Bv. Ólafur bekkur seldi í Grimsby alls 101 lest fyrir 10 millj. kr„ meðalverð 99,32 kr. kg. Fiskur seldur úr gámum 9.12 ’88 meðalverð 100,15 kr. kg. þorskur 94,96 kr. kg. Ýsa 115,53 kr. kg. Koli 105,57 kr. kg. Fiskur seldur úr gámum 12.12 '88, alls 204 lestir, fyrir 21,9 millj. kr. Þorskur 100,54 kr. kg. Ýsa 127,83 kr. kg. Koli 115,49 kr. kg. Annar flat- fiskur 112,57 kr. kg. Gott útlit á þýska markaðnum Þýskaland Bv. Snæfugl seldi í Bremerhaven 12.12 ’88, alls 194,8 lestir, fyrir 13,252 millj., kr„ meðalverð 67,33 kr. kg. Bv. Birtingur seldi aíla sinn 12.12 '88, alls 137 lestir, fyrir 11,1 millj. kr„ meðalverð 81,39 kr. kg. Þorskur 79,07 kr. kg. Ýsa 74,65 kr. kg. Ufsi 80,90 kr. kg. Karfi 81,29 kr. kg. Grá- lúða 78,29 kr. kg. Flatfiskur 90,68 kr. kg. Gott útlit er á markaöi þessa viku í Þýskalandi. Eins er gott útlit á breska markaðnum fram undir jól. Enskir bátar veiða minna England Ensk fiskiskip hafa landað frá ára- mótum til ágúst alls 439.474 tonnum af fiski en á sama tíma 1987 lönduðu ensk fiskiskip alls 464.026 tonnum. Verðmæti aflans var 4% minna en það var á sama tíma 1987, en þá var verðmæti aflans 273,4 millj. sterl- ingspunda. Landanir á fiski frá hringnótaveiðiskipum og flottrolls- skipum jukust um 4% en verðmætis- aukning um 7%. Landanir á botnfiski voru 6% minni en verðmæti jókst um 7%. Landanir á þorski voru 19% rninni en 1987 á sama tíma, sem voru 66.546 tonn 1987 en voru á sama tíma í ár 54.016 tonn. Verðmæti þessa afla var 13% minna í ár. Samkvæmt sam- þykktum EEC ríkjanna verður minna framboö af fiski á Evrópu- markaðnum, af skipum þeirra ríkja, en það er ekki þar með sagt að ekki fáist fiskur annars staðar frá Ferskur fiskur til Mílanó Milanó Svo virðist sem Norðmenn leggi aukna áherslu á að selja ferskan fisk til Mílanó, enda fá þeir gott verð fyr- ir hann á markaðnum þar. Verð á þorskflökum hefur verið gott og selj- ast þau á 290-300 kr. kg. Rauð- sprettuflök seljast á 357-442 kr. kg. Skötuselshalar eru á 656-749 kr. kg. og lax frá 500-630 kr. kg. Auðvitað er erfiðara fyrir íslensk fyrirtæki að komast með þorskflök á markaðinn í Mílanó, enda mikill kostnaður við að koma fiski þangað. Verðið virðist gott á þorski, rauösprettu, skötusels- hölum, laxi og íleiri tegundum og ekki má gleyma rækjum, sem seljast að virðist á mjög góðu verði. Fiskur er vinsæll á jólaborð Norður- landaþjóða. Nú óttast Norðmenn að minna verði um hinn vinsæla stór- þorsk um jólin þar sem sífellt minna veiðist af honum. Það eru þó greini- lega enn nokkrir vænir gulir til í sjón- um eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Stór þorskur á jólaborðið Norðmenn óttast að jólaþorskur- inn sé að líða undir lok þar sem ekki fáist nú eins og áður stór þorskur sem menn töldu ómissandi á jóla- borðið. Matarvenjur .hinna ýmsu Norður- landaþjóða um jól Noregur Það hefur verið venja í Noregi frá ómunatíð að hafa soðinn stórþorsk á jólaborðinu. Nú er svo komið fyrir þorskstofninum, segja Norðmenn, að ekki fæst lengur stór þorskur til að hafa í jólamatinn. Norðmenn hafa þó úr fleiru að velja á jólaborðið hvað fiskmeti varðar. Þeir nota hertan þorsk og bleyta hann upp. Kallast hann lútfiskur og er herramanns- Fiskmarkadir Ingólfur Stefánsson matur að þeirra dómi. Svo er ein teg- undinn enn, svonefndur pressufisk- ur, en hann er verkaður á eftirfar- andi máta: Fiskurinn er geymdur einn sólar- hring eftir að hann er veiddur, þá er hann flakaður og saltaður með fínu salti, sem sykur er settur saman við, síðan settur í pressu og pressað úr honum vatnið og þykir lostæti eftir þessa meðhöndlun. Svíþjóð í Svíþjóð hefur sú venja verið frá fornu fari að fiskur er etinn á jólum. Er hér um svonefndan lútfisk að ræða, sem þykir afbragðs matur. Hér er um að ræða fisk-^em ís- lenskar húsmæöur hafa ekki lagt sér eða sínum til munns, en hér er um stórlöngu að ræða, er hún ýmist sölt- uð eða hert. Þegar á að njóta þessa lostætis er fiskurinn lagður í lút en ekki kann ég að leiðbeina um hvern- ig hann er saman settur. Norðmenn munu notfæra sér sænska markað- inn og eins og kunnugt er hafa þeir veiðileyfi hér við land og veiða mikið af löngu sem þeir selja á góðu verði til Svíþjóðar. Veiðileyfi þeirra hafa stundum verið varin og sagt að þeir veiði aðeins fisk, sem við leggjum lít- ið upp úr að veiða, enda er verð á löngu hér svo lágt að ekki nær nok- kurri átt. Danmörk Danir eru heimsfrægir fyrir matar- gerð og þykir fatt jafnast á við „fro- kostborð“ þeirra. A jóladagsmorgun er fram borið mikið af góðum mat, en aðalréttimir eru búnir til úr físki, þá sérstaklega síld, og eru þá gjaman fleiri tegundir af síldarréttum bornar fram við þetta tækifæri. Með þessum réttum er borið fram snafs og öl og þykir ómissandi, enda gerast danir kátir við slíkar veitingar. Finnland Það er eins með Finna og aðrar Norðurlandaþjóðir, að nokkru fyrir jól er farið að bera á borð lútfisk og þykir sjálfsagt að hafa hann á borð- um um hátíðarnar. Færeyjar Hjá Færeyingum hefur sú venja haldist lengi að siginn fiskur er þar þjóðarréttur, ásamt skerpukjöti. ísland Flestir íslendingar kannast við þá venju að hafa á borðum kæsta skötu á Þorláksmessu og þykir mörgum manninum ekki vera að koma jól nema skatan sé framreidd og margir láta það vel í pottinn að hægt er að búa til skötustöppu til þess að bragða á fram yfir áramótin. í dag mælir Dagfari Töfrabrögð Steingríms Fyrir sjö mánuðum setti þáverandi ríkisstjórn bráöabirgðalög þar sem samningsrétturinn var afnuminn og verkfóll bönnuö. Nýja ríkis- stjórnin sá ekki ástæðu til að breyta út frá þessum lögum og hef- ur svo verið síðan að launin hafa verið fryst og verkfoll bönnuð allt til fimmtánda febrúar á næsta ári. Máttur verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki verið meiri en svo að hún hefur setiö auðum höndum en klagaði hins vegar þessi bráöa- birgðalög til alþjóðavinnumála- stofnunar hjá Sameinuöu þjóðun- um. Á viðhafnarstundum hafa verkalýðsleiðtogar borið sig aum- lega og sagt að ríkistjórnir væru vondar við sig. Aö öðru leyti hefur verið friður um þessi bráðabirgöa- lög enda þykir fólki betra aö hafa vinnu heldur en að hafa ekki vinnu og því þykir betra að fá einhver laun heldur en engin laun. Samkvæmt stjórnarskrá verður að staðfesta bráðabirgöalög á al- þingi sem er auövitaö til mála- mynda því lögin hafa verið í gildi í sjö mánuði og tími þeirra rennur út eftir rétt rúman mánuð. Stjórn- arandstaðan, sem var í ríkisstjóm fyrir sjö mánuðum og raunar allt fram á haustdaga, var að búa sig undir aö brúka munn út af þessum bráðbirgðalögum, sem hún var höf- undur af, og stjórnarandstaðan frá því í vor, sem nú er komin í stjórn, var að undirbúa sig fyrir að verja þessi bráðabirgðalög sem hún hafði verið á móti í yor. Kemur þá ekki allt í einu Steingrímur töframaður Hermannsson frá útlöndum, dettur inn í þingið og lýsir því yfir að hann hafi ákveöið fyrr um daginn að fella niður eitt ákvæði bráða- birgðalaganna um að verkfoll séu bönnuð. Steingrímur tók að vísu fram aö ekki mætti hreyfa við laun- um fram til fimmtánda febrúar eins og lögin gera ráð fyrir en sín vegna megi menn fara í verkfóll fyrr og verkalýðshreyfmgunni er frjálst að hefja samninga um hvaða laun skuli gilda frá þeim tíma sem bráðabirgðalögin ganga úr gildi. Stjórnarandstaðan, sem samdi lögin og setti þau í vor, brást æva- reið við og heimtaði þinghlé til að bregðast við þessum óvæntu tíð- indum. Hún ætlaði að vera á móti því sem hún hafði verið meðmælt áður en nú þurfti hún að snúa blað- inu við og verja það sem hún hafði ætlað að vera á móti, eftir að hafa áður verið með því. Þetta er alltof flókin staða fyrir stjórnarandstöðu sem er búin að ákveða að vera á móti því sem hún er með og þurfa svo að vera með því sem hún ætlar að vera á móti. Það er hins vegar af verkalýðs- leiðtogum að segja að sumjr þeirra stukku í loft upp af fógnuði og sögðu að þeir hefðu unnið glæsileg- an sigur þótt enginn vissi til þess að þeir hefðu komið nálægt þessari ákvörðun Steingríms. Ásmundur Stefánsson skildi hins vegar ekki þennan sigur sem hann hafði unnið og kallaði á lögfræðing til að skilja sigurinn. Verkalýðsleiðtogarnir ætluðu vitaskuld aö vera á móti lögunum sem þeir höfðu veriö á móti frá fyrstu tíö en vildu nú fá lögfræðilegar ráöleggingar um það hvort þeir ættu að vera með því sem þeir höfðu verið á móti. Það er von að bæði stjórnarand- staða og verkalýðshreyfing þurfi bæði tíma og lögfræöinga til að skilja þessa kúvendingu Stein- gríms. Þeir mega semja um laun, eftir að samningstíminn rennur út, þeir mega fara í verkföll eftir að samningstíminn rennur út en þeir verða að sætta sig við að launin verði áfram óbreytt þangað til þau breytast. Steingrímur er sem sagt að fella niður ákvæði úr bráða- birgðalögunum sem ekki hefur neina þýðingu lengur enda eru þessi bráðabirgöalög löngu búin að þjóna tilgangi sínum og eiga ekki annaö eftir en að renna út. Og þangað til þau renna út verða laun- in áfram óbreytt. Tillaga Steingríms töframanns gengur út á það eitt að vera góður við litlu börnin í verkalýðshreyf- ingunni eftir að búið er að geyma þau í skammarkróknum nógu lengi til að láta þau taka út refsinguna. Nú þarf Steingrímur ekki lengur að hafa þau í skammarkróknum vegna þess aö hann er búinn að gera allt sem gera þarf á meðan. Breytingartillagan er allt í plati og tlokkast undir töfrabrögð. En þannig eiga töfrabrögð einmitt að vera. Aö enginn skilji þau. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.