Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Side 9
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. 9 Þessi mynd vartekin af Elisabethu nokkru eftir að hún kom til Reykjavíkur. í að fá giftingarleyfið og fékk það strax enda hátt settur í sínu ráðu- neyti. Að öðrum kosti hefði leyfið aldrei fengist. Við giftum okkur 23. desember árið 1942 í Berlín. Hann vann áfram á teiknistofu og reyndi að grípa allt til að aila fjár fyrir áframhaldandi námi. Hann ætl- aði að verða verkfræðingur. Meðal þess sem hann vann í hjáverkum var að lesa fréttir á íslensku í þýska út- varpinu. Helgi, sonur okkar, fæddist sumarið 1943 og um svipað leyti hóf- ust loftárásir á Berlín. Þá var ráðu- neyti föður mín flutt til Slésíu. Ég fór einnig og sonur okkar líka en Óskar varð eftir i Berlín. Við bjuggum á herragarði og þar var ráðuneytið. Tilboð um njósnir á íslandi Ég veit lítiö um hvað gerðist þann tíma sem Óskar var einn í Berlín. Hann hringdi stöku sinnum en kom aldrei. Ég frétti það í byrjun febrúar árið 1944, gegnum sambönd sem fað- ir minn hafði, að Óskar hefði verið settur í fangabúðir. Við vissum það áður en hann var fangelsaður að hann var beðinn um að njósna fyrir Þjóðverja á íslandi. Það átti að flytja hann með kafbáti til Austfjarða og hann átti að senda héðan veðurfréttir. Hann vildi ekki fara án konu og sonar. Það fékk hann ekki enda hefur trúlega átt að halda honum við efnið með því að geta hótað því að eitthvaö kæmi fyrir fjöl- skylduna ef hann sinnti ekki verk- inu. En neitunin við tilboðinu var ein sér nóg tii að setja hann inn. Það var alltaf möguleiki á að hann segði frá. Bæði faðir minn og ég vissum einn- ig um að Óskar hafði verið óvarkár í útsendingum í útvarpinu. Mér fannst á föður mínum að það gæti reynst stórhættulegt. Öfundin er alls staðar og nóg af fólki sem gat komið upp um hann enda var íslenska kennd í Þýskalandi. Hann var vissu- lega að leika sér að eldinum. Oft gera menn líka ýmislegt sem þeir sjá eftir á að betur hefði verið látið ógert. Svo Bogfimin er áhugamál Elisabethar. Þessi mynd var tekin þegar hún vann til íslandsmeistaratitils árið 1980. er of seint að taka orðin aftur. LeifurMuller sá Óskar síðast Ég fékk tvö bréf frá Óskari í-febrúar úr fangabúðunum í Sachenhausen. Þessi bréf voru ritskoðuð og ég komst að því síðar að það sem strikað var út var ábending um að ég.ætti að snúna mér til Vilhjálms Finsen, ræð- ismanns íslands í Svíþjóð, um fram- færslueyri meðan hann var í fangels- inu. Eg gerði þetta aldrei enda faðir minn enn vel stæður. En þetta smá- atriði var strikað út. Eftir stríðið fundust engin skjöl um Óskar í fangabúöunum og ekki held- ur af hverju honum var stungið inn. Ég veit það frá Leif heitnum Muller, sem var í sömu fangabúðum, að Óskar hefur veikst seint í febrúar. Bréfin frá Óskari eru dagsett þegar nokkuð var liðið á mánuöinn og ég fékk síöar dánarvottorð Óskars þar sem sagt var að hann heföi látist 1. mars. Hann hefur því ekki verið nema fjórar vikur í fangabúðunum í mesta lagi. Leifur hitti hann daginn áður en hann dó. Það hefur trúlega verið á hlaupársdaginn, 29. febrúar. Ég skrifaði Óskari í fangabúðimar og fékk síðasta bréfið sent aftur með árituninni „látinn“. Það var í byrjun mars. Ég vildi ekki trúa því. Faðir minn leitaði eftir staðfestingu og þá fengum við aftur dánarvottorð Óskars, gefið út fyrsta mars. Meira veit ég ekki um afdrif hans. Leifur hefur hitt hann eftir að hann skrifaði mér síðasta bréfið." Til íslands með herflutninga- vél Eftir aö þessi tíðindi voru ljós fylgdi Elísabeth foreldrum sínum gegnum hildarleik lokamánaða stríðsins. Fjölskyldan lagði á flótta undan sókn Rússa og staðnæmdist að lokum í þorpi í Mið-Þýskalandi. Þorpið her- námu Bandaríkjamenn í stríðslok. Þá átti fjölskyldan ekkert eftir nema fótin sem hún stóð í. Við tóku erfið ár fyrst eftir stíðið með skömmtun, fátækt og niðurlægingu. Fljótlega eftir stríðiö ákvað Elísa- beth að komast til íslands og naut til þess stuðnings tengdafólks síns hér á landi. Heimferðin tók þó þrjú ár og það var ekki fyrr en sumarið 1948 að hún lagði upp með herflutninga- vél frá Kaupmannahöfn til Keflavík- ur með Helga, syni sínum. Á íslandi virtist ástandið vera lítið skárra en í Þýskalandi. Hér var einnig skömmtun og vöruskortur. Og Elísa- beth segir að syni sínum hafi þótt allt of mikið grjót á íslandi. Hér hélt lífsbaráttan áfram með vinnu viö ýmis störf. Elísabet giftist aftur og eignaðist tvær dætur. Nú er hún orðin ekkja í annað sinn. Nú kennir hún bogfimi hjá íþróttafélagi fatlaðara og vinnur að félagsmálum þeirra af krafti. -GK Við teikniborðið í Berlín árið 1943. Þetta er ein síðasta myndin sem tekin var af Óskari. Sófasett í háum gæðaflokki Skrifborð og skrifborðs- stóll með leðri. Litlar kommóður, skatthol 11 U$G0GI\ á 800 m2 sýningarsvæði Yfir 50 gerðir áf speglum í trérömmum Hnattbarir, ýmsar gerðir. Þetta er aðeins smáhugmynd um úrvalið. Það er til miklu, miklu meira. gSlýja^ JBólsturgGrðin Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.