Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER' 1988.
Sérstæð sakamál
Ótrúlegt ólán
Brian Jennings var hamingjusam-
ur maður þegar hann kvaentist Sylv-
íu Whitlock. Fjölskyldum unga fólks-
ins kom vel saman en hjónabandið
varö upphaf mikillar ólánssögu. Ætt-
ingjarnir tóku að deyja hver á eftir
öðrum en það var ekki síðasti kaflinn
i þessari skelfilegu og einstæðu sögu.
Brúðkaup
Brians Jennings og Sylvíu Whitlock
var haldið i bænum Reading á Eng-
landi og daginn sem það fór fram. 23.
júlí 1963, varð ekki annaö séð en
hamingjan brosti við brúðhjónun-
um. Það gerði hún þó ekki lengi og
næstu tuttugu og tvö árin gerðust svo
þeir atburðir sem greint verður frá
hér á eftir.
Sá fyrsti
sem lést var faðir Brians, Frank.
Hann var strætisvagnabílstjóri og
dag einn féll hann fram á stýrið.
Hann hafði fengið hjartaáfall en var
þó enn á lífl þegar komið var meö
hann í sjúkrahúsið í Reading. Þar
reyndu læknar að gera allt sem þeir
gátu til þess að bjarga lífi hans en
án árangurs.
Frank Jennings
lést í nóvember
1963.20mánuðum
síðar
lést Alice Jennings, ekkja Franks og
móðir Brians. Skoðun lækna var i
fyrstu sú að hún þjáðist af söknuöi
og sorg. Nánari skoðun leiddi hins
vegar í ljós að hún var með krabba-
mein. Ljóst var þó að lífslíkur hennar
hefðu verið miklar ef hún hefði feng-
ið meðferð í tæka tíð. Alice lést í
sama sjúkrahúsi og maður hennar
eftir að hafa legið þar í sjö mánuði.
Næsta
dauðsfalliö
varð 1966. Þá komst Sylvía að því að
hún var ólétt. Hún og Brian urðu
mjög glöð er þau uppgötvuðu að hún
var með barni en hamingja þeirra
stóð ekki lengi. Er hún hafði gengið
með í nokkra mánuði var hún dag
einn að koma úr sturtu en datt fram
yfir sig. Hún lenti á maganum og
skömmu síöar fór henni að blæða.
Brian ók henni í skyndi í sjúkrahús-
ið en þar missti Sylvía fóstrið um
nóttina.
Næstu ár
fylgdi hvert dauðsfallið á eftir öðru
og í mars 1973 fékkst enn ein stað-
festingin á því að ill örlög fylgdu
Jennings og Whitlockættunum. Þá
voru Jack Whitlock og Susan, for-
eldrar Sylvíu, myrt.
Óþekktir menn brutust inn til
þeirra, bundu þau en hófu síðan leit
að verömætum í húsinu. Er inn-
brotsþjófarnir gátu ekkert fundið
sem þeim fannst þess virði aö taka
tóku þeir aö berja Jack Whitlock og
skömmu síðar lést hann.
Nágrannar, sem urðu varir við að
eitthvað óvenjulegt var á seyöi í hús-
inu, kölluðu á lögregluna. Þá var
Susan einnig látin. Mikil leit var gerö
að morðingjunum en þeir fundust
aldrei.
Aðeins
þrjú eftir
Nú voru þau aðeins þrjú eftir af
fjölskyldunum báðum, Brian, Sylvía
og systir Brians, Dawn. Hún hafði
aldrei gifst og kom sjaldan í heim-
sókn til bróður sins og mágkonu.
Helst var það á jólum eða ef eitt-
hvert sérstakt tilefni gafst til heim-
sóknar.
Dawn kunni best við sig ein en ein-
veran varð til þess að hún fór að til-
einka sér einkennilega hegðan.
Þannig kom það fyrir að hún fór í
kápu þegar hún fór að hátta en nátt-
kjól þegar hún fór út að versla.
Ástand Dawn
fór síversnandi. Fortölur dugöu ekki
og höfðu þau Brian og Sylvía veru-
legar áhyggjur af heilsufari hennar.
Er kom fram í marsmánuð 1978 var
ástand Dawn orðið svo slæmt að ekki
var lengur talið óhætt að láta hana
búa eina. Lét Brian málið til sín taka
og eftir margar tilraunir, sem tóku
langan tima, tókst honum loks að fá
henni komið fyrir á stofnun fyrir þá
sem eru ekki andlega heilir.
Frank Jennings.
Brian og Sylvía
voru, er hér var komið sögu, fyrir
löngu farin aö bera merki þess hve
hart lífið haföi leikið þau. Enn sem
fyrr voru þau barnlaus og vonir
þeirra um börn orðnar litlar en höfðu
þau nú verið gift í fimmtán ár. Þá
voru þau haldin ótta við ill örlög og
það ekki að ástæðulausu eins og átti
eftir aö koma í ljós.
Er 20 ár
voru liðin frá því að Frank Jennings
féll fram á stýrið í strætisvagninum
fór Sylvía aö finna til í hálsi og leit-
aði hún til læknis. Þá var komið fram
í nóvember 1983. Ekki var henni til-
kynnt um að neitt alvarlegt hefði
komið í ljós. Liðu svo tvö ár en þá
fór henni að versna i hálsinum og fór
þá aftur í skoðun. Kom þá í ljós að
hún var með krabbamein í hálsi.
Frekari athugun leiddi í ljós að
meinsins hafði orðið vart tveimur
árum áður en fyrir mistök hafði
rannsóknarstofan ekki sent frá sér
þau gögn til læknisins sem henni bar
að gera og því höfðu tvö ár liðið án
þess að Sylvía fengi meöferð.
Krabbameinið var nú komið á svo
hátt stig að það var ólæknandi.
Sjálfsmorð
var eina leiðin sem Sylvía sá til þess
að binda enda á þjáningar sínar.
Hálfum öörum mánuði eftir aö henni
var sagt hvernig komið var var hún
orðin mjög þjáð og þá svipti hún sig
lífi.
Er Brian kom heim miðvikudaginn
19. júní 1985 fann hann Sylvíu látna
í sófanum í setustofunni.
Mikil biturleiki náöi nú tökum á
Brian Jennings og skömmu síðar
virðist sem álagið, sem hann var
lengi búinn að vera undir, hafi orðið
honum um megn og andleg heilsa
hans hafi tekið að bila.
Hefnd
var það sem hann tók að þrá. í eymd
sinni fannst honum sem allt það fólk,
sem koma ætti öðrum til hjálpar í
neyö, hefði brugðist, ekki síst læknar
og hjúkrunarfólk.
Janet Hughes var fimmtíu og fjög-
urra ára aðstoðarhjúkrunarkona á
slysadeild sjúkrahússins í Reading.
Kvöld eitt var hún á heimleið eftir
að hafa veriö kölluð út vegna slyss.
Mary Walsh.
Hún komst aldrei nema út að runn-
um í nágrenni sjúkrahússins.
í tvo sólarhringa var hennar sakn-
að en þá fannst lík hennar, með
slæma áverka, í runnunum.
Annað morð
Á meðan rannsókn á morði Janet
Hughes stóð yfir fannst Mary Walsh,
fiörutíu og níu ára, hjúkrunarkona á
röntgendeild sjúkrahússins í Read-
ing, myrt skammt frá því. Hún hafði
verið kölluð út um tíuleytið að kvöldi
því aö taka þurfti myndir af fólki sem
lent hafði í slysi. Var hún á heimleiö
er á hana var ráðist. Áverkarnir á
líki hennar voru svipaðir og á líki
Janet Hughes. Þótti ljóst.aö þær
heföu báðar verið slegnar margsinn-
is í höfuðið með röri af þeirri gerð
sém notuð eru í vinnupalla.
Skelfing á
sjúkrahúsinu
Moröin á Janet og Mary vöktu
mikla hræðslu meðal starfsfólks
sjúkrahússins. Rannsóknarlögregl-
an kom á vettvang til þess aö kanna
hvort eithvað óvenjulegt hefði gerst,
eitthvað sem gefið gæti vísbendingu
um hver morðinginn væri. Ekki var
Brían og Sylvia.
hægt að benda á neitt einstakt atvik
og því var ákveðið að kanna hverjir
hefðu misst ættingja sem lagðir
hefðu verið á sjúkrahúsið undan-
farna tvo mánuði ef vera kynni að
einhver teldi sig eiga harma aö hefna
vegna láts þeirra.
Rétt kenning
Það sýndi sig síðar aö kenning
rannsóknarlögreglunnar var rétt
þótt fara yröi mun lengra aftur en
tvo mánuði til þess aö gera sér grein
fyrir því hvað um var að vera. Áður
en kom aö síðasta kaflanum í þessari
óvenjulegu og skelfilegu sögu leið þó
hálfur annar mánuður frá morðinu
á Mary Walsh. Þá höföu lögreglunni
borist ýmsar ábendingar en engin
þeirra leiddi til handtöku morðingj-
ans. Meðal annars höfðu ýmsir talið
sig hafa séð til ferða dularfulls
manns við sjúkrahúsið.
Ernest Philpott
ók sjúkrabíl og skömmu eftir klukk-
an fimm morgun einn kom hann að
sjúkrahúsinu í Reading með sjúkling
og fór síðan inn í kaffistofuna til að
fá sér hressingu. Hálftíma síðar fór
hann aftur út í bílinn og ók af staö
til sjúkrabílastöðvarinnar sem var í
þriggja kílómetra fiarlægð.
Ernest hafði ekki farið langt þegar
honum varð ljóst að ekki var allt
með felldu.
Ókunnur maður
í bílnum
Allt í einu heyrði Ernest að einhver
var fyrir aftan hann í bílnum. Skip-
aði maöurinn honum að aka út af
aðalveginum og inn á fáfarna götu.
Ernest gerði sér strax ljóst að í bíln-
um með honum væri maðurinn sem
myrt hafði tvær af starfskonum
sjúkrahússins. Hann yrði því að
grípa til sinna ráða og það tafarlaust
ætti hann að halda lífi.
Gamall hermaður
Ernest Philpott var gamall her-
maður og hafði hlotið sérþjálfun.
Hann gerði því í skyndi áætlun um
hvernig hann gæti ráðið niðurlögum
þessa hættulega farþega. Fyrsta ráð-
stöfun hans var aö auka feröina.
Nokkrum augnablikum síðar var
bíllinn kominn á níutíu kílómetra
ferð. Þá snarhemlaði Ernest og um
leið kastaðist maðurinn fyrir aftan
hann í framrúðuna af miklu afli. Á
sama augnabliki réðst Ernest á hann
og sló höfði hans tvívegis við. Augna-
bliki síðar varö honum ljóst að
ókunni maðurinn var látinn. Hjá
honum lá þungur rörbútur.
Rannsókn leiddi í ljós að rörið var
það sama og Janet Hughes og Mary
Walsh höfðu verið myrtar með. Og
ókunni maðurinn reyndist vera
Brian Jennings.
Réttur komst að þeirri niðurstöðu
að Ernest Philpot heföi verið að verja
líf sitt er hann varð Brian að bana
og fékk því ekki dóm.
Nú var aðeins ein manneskja eftir
af fiölskyldunum tveimur sem veriö
höfðu við brúökaupið í júlí 1963. Það
var Dawn Jennings en hún var svo
langt leidd að hún vissi ekki hvað
gerðist umhverfis hana. Og ekki var
annað að sjá en henni stæði á sama.
Jack og Susan Whitlock, Sylvia og Brian Jennings, Alice og Dawn Jennings.