Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 31
8801 J}3HM333(] .VI HIJOAdHAOUAJ '* St ' CAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988.''' ........................—..........................—— ----------------------■.------ ' Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri erfitt fyrir flokkinn. Ekki vegna þess að hann stæði frammi fyrir gleymsku, það er alröng fullyrðing. Þetta var tækifæri til að setja hina grimmu frjálshyggju utan garðs. Þá urðum við að vega á móti göllunum sem voru tengdir samn- ingsrétti launafólks og stöðu verka- lýðshreyfmgarinnar. Það var tilviljun að þetta tækifæri kom upp og það er oftast þannig í sögunnar rás. Við ákváðum að stíga þetta skref á fáum dögum og þrátt fyrir skiptar skoðanir hefur skapast góður vinnuandi í flokknum og hann stendur heilshugar á bak við stjórn- ina.“ - Samt hefur Skúli Alexandersson fyrirvara á stuðningi við stjórnina vegna persónulegra deilna við sjáv- arútvegsráðherra. „Skúli er ekki Alþýðubandalagið. En það er rétt að Skúli hefur um nokkurt skeið verið í alvarlegum deilum við sjávarútvegsráðuneytið. Afstaða hans hefur komið skýrt fram og er óháð flokkslegri afstöðu Al- þýðubandalagsins. Eg tel ekki að stjórnin sé í vanda vegna afstöðu Skúla og það er rangtúlkun á orðum hans að hann sé hættur að styðja stjórnina." Stefán félagi Jóns forseta - Stefán Valgeirsson hefur sagst ætla að gefa stjórninni líf fram undir voriö ef hún nær ekki skjótum ár- angri. Verðið þið búnir að ná þeim árangri fyrir vorið að Stefán verði ánægður og styðji stjórnina áfram? „Þaö getur enginn fullyrt það en við ætlum okkur það. En það er skilj- anlegt að Stefán, sem er gamaíl bóndi, vilji meta að vori hvernig bú- stofninn lítur út. En það er röng mynd af Stefáni sem hefur verið dregin upp í fjölmiðlum. Hann er fyrst og fremst baráttumaður fyrir sitt heimahérað. Hann er fyrirgreiðslupólitíkus en menn mega ekki gleyma því að fyrsti stóri fyrirgreiðslupólitíkusinn á ís- landi var Jón Sigurðsson forseti. Hann var kannski meiri fyrir- greiðslupólitíkus en nútíma stjórn- málamenn. Hann var líka í aðstöðu til að annast innkaup fyrir sýslu- mennina og prestmaddömurnar. Hann fékk stuöning í staðinn fyrir að útvega tunnu af varningi eða tó- baksdósir. Sögulega séð er Stefán því í góðum félagsskap. Mér finnst Stefán mjög málefnaleg- ur og efnislegur. Ég á oft við hann ítarlegar viðræöur. Stefán er harður baráttumaður og fuíltrúi síns fólks. Snýst ekki lýðræðið um að gæta hagsmuna umbjóðendanna? Þess vegna var Stefán kosinn á þing gegn vilja framsóknarveldisins. Ég þekki það vel og veit að það er hvergi sterk- ara en á Norðurlandi eystra. Það er mikið afrek að vinna sigur í glím- unni við veldið. Það sýnir að í Stef- áni eru miklir burðir og sumir ný- græðingar í íjölmiðlaheiminum ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir tala um hann af fyrirlitningu. Það þarf stóran mann til að sigra slíkt ofurefli." Biðlaðávíxl - Veltur þá líf stjórnarinnar á end- anum á því að henni takist að semja á víxl við Borgaraflokkinn og Kvennalistann um stuðning í ein- stökum málum? „Það er erfitt að fullyrða um slíkt á þessu stigi. Þessi stjórn er tilraun, m.a. til að þróa íslenskt stjórnkerfi í sama farveg og það er í sumum ná- grannalöndunum. Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar hafi um of rígbundið sig við þá hugsun að hér verði að vera afgerandi meirihluta- stjórnir sem binda sig saman í upp- hafi og loka þingflokkunum. Svo á að vera einhver stjórnarandstaða sem engin samræða er við. Ég held að þetta sé óhollt fyrir lýð- ræðið og stjórnmálin í landinu. Árið 1978 fengu Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag 28 þingmenn. Ég taldi þá að þeir ættu að mynda minni- hlutastjórn en það varð ekki og kost- aði okkur mörg ár í pólitískum erflð- leikum milli flokkanna. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort það tekst að vinna málum stjórnarinnar framgang í samvinnu við einstaka flokka í stjórnarand- stöðunni eða verða áfram í sömu holunum. Það er of snemmt að dæma um þetta. Kvennalistin ætti t.d. að hafa samleið með okkur í mörgum málum. Það hefur verið mín hugsjón að ná saman íslenskum félagshyggju- mönnum í sterka breiðfylkingu. Það var sú hugsjón sem gerði það að verkum að ég fór úr Framsóknar- flokknum á sínum tíma. Ef menn halda að ég stjórnist aðeins af metn- aði þá hefði það verið auðveldasta verk í heimi að vera áfram í Fram- sóknarflokknum og fara í ekki í slag við Ólaf Jóhannesson og í vonlaust framboð á Austurlandi eftir viðskiln- aðinn.“ Ekki lengurmerkilegt - Þér er þó oft lýst sem hugsjóna- lausum atvinnumanni í stjórnmál- unum. „Ég neita því ekki að þegar ég var yngri þá fannst mér merkilegt að menn væru alþingismenn og ráð- herrar. Það finnst mér ekki lengur og hefur ekki fundist í langan tíma. Þegar menn fara að kynnast þessum starfsvettvangi hverfa hylhngarnar og menn sjá að þetta er fyrst og fremst erfið vinna sem kostar fórnir. Þetta gera menn ekki nema þeir séu reknir áfram af einhvers konar hug- sjón, einhvers konar löngun til að breyta þjóðfélaginu. Þær hugsjónir geta verið draumórar og blekking. Við Jón Baldvin segjum stundum í gantaskap að við séum báðir ísa- íjarðarkratar og erum þar að vísa til feðra okkar og samstarfsmanna þeirra í því litla bæjarfélagi. Þeir byggðu upp það sem íhaldið kallaði Rauða bæinn. Þetta var haröur hóp- ur sem ekki vann til að afla sjálfum sér frama heldur vegna löngunar til að bæta bæjarfélagið. Að vissu leyti erum við í sömu sporum. Við höfum farið víða í stjórnmálunum og mér varð einu sinni hugsað til þess þegar ég leit yfir ríkisstjómarborðið aö ég hafði verið í stjórnmálaflokki með sjö af þessum átta ráðherrum sem sitja með mér. Ef menn halda að ég hafi verið rek- inn áfram af draumum um frama þá er það rangt. Þau spor, þegar ég steig út úr Framsóknarflokknum og gekk síðar í Alþýðubandalagið, vora ekki spor manns sem ætlaði sér mikil völd eöa frama heldur manns sem var að taka afstöðu á hugsjónalegum grundvelli hvort sem menn trúa því eða ekki. í lýðræðisþjóðfélagi eiga menn að efast,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson. -GK Olafur Ragnar Grímsson hefur verið flokksbróðir sjö af samráðherrum sínum. DV-mynd Brynjar Gaufi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.