Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Síða 42
54
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988;
LífsstQI_____________________________________dv
Lappland:
Jólasveinninn gerir klárt
- búist við miklum ferðamannastraumi til norðurhéraða Finnlands um jólin
Finnar hafa náö einokunaraðstöðu á jólasveinamarkaðinum og þessi fríði sonur Grýlu og Leppalúða dregur að
sér ferðamenn í stórum stil, með tilheyrandi gjaldeyristekjum.
Jólasveinninn er oröinn aö stórfyrir-
tæki í Finnlandi og dregur að sér
ferðamenn, sjónvarpsmyndavélar og
aödáendabréf sem flestar popp-
stjörnur mvndu öfunda hann af.
Höfuðstöðvarjólasveinaiðnaðarins
eru í Rovaniemi, litlum bæ í norður-
hluta Finnlands, og þar búa menn
sig nú undir jólavertiðina. Einnig eru
uppi áform um að gera þorpið að
mikilli ferðamannamiðstöð.
„Áhuginn á jólasveininum og
heimkynnum hans evkst með hverju
árinu sem líður. Á síðasta ári komu
hingað tjórtán sjónvarpsgengi, og
þau verða fleiri á þessu ári," segir
Taina Torvela, framkvæmdastjóri
Jólas veinalandsins.
Sjónvarpsmyndatökumenn hvað-
anæva úr heiminum. þar á meðal sex
gengi frá Japan, hafa verið að kvik-
mynda þessa dimmu desemberdaga
til þess að sýna um einum milljarði
sjónvarpsáhorfenda stdpmyndir frá
Lapplandi um jólin.
Concorde
til sveinka
Finnar segja að krafa Rovaniemi um
vera aðalstöðvar jólasveinsins bygg-
ist á sjö glda gömlum munnmælasög-
um og hefð. Nú ætla þeir líka að
uppskera ríkulega.
Ferðamannastraumurinn til Finn-
lands jókst um sjö prósent á síðasta
ári og um þrettán prósent til Lapp-
lands. Búist er við að aukningin verði
fimmtán af hundraði á þessu ári.
Farþegaþotan liljóðfráa, Concorde,
fer þrjár ferðir til Rovaniemi á þessu
ári, þar af eina á sjálfan jóladag, með
Englendinga í dagsferð á jólasveina-
slóðir.
Pósthús jólasveinsins, sem er á
sjálfum heimskautsbaugr.um, átta
kílómetra noröan viö Rovaniemi, fær
um hálfa milijón bréfa á þessu ári
og er það met. Flest eru bréfin frá
Jóhanna Kristjónsdóttir, blaöa-
maöur á Morgunblaðinu, hefur sent
frá sér bók sem hún kallar Fíladans
og framandi fólk - á ferð með augna-
blikinu um íjarlæg lönd. í bókinni
eru frásagnir af feröalögum höfund-
ar um lönd sem íslenskir ferðalangar
koma sjaldan eða aldrei til, Óman,
Djibuti, Burma, Sýrland, Kýpur,
Tyrkland, Jórdanía, Sri Lanka, Ma-
rokkó, Taiwan, Norður-Jemen og
Bangladesh.
Ferðalögin, sem Jóhanna segir frá,
eru farin á síðastliðnum átta árum
og frásagnirnar byggja aö miklu leyti
á dagbókum sem hún hélt.
í formála bókarinnar segir Jó-
hanna m.a. þetta: „Þegar ég fór að
vinna aö þessari bók komu sum lönd
aftur og aftur upp í hugskotiö, önnur
hopuðu um hríð. Þar með er ekki
sagt - svo ég svari óspurð spurninga-
leiknum - að þetta séu uppáhalds-
löndin mín umfram ýmis önnur.
Þessar ferðir eru farnar á síðustu
átta árum. Ég hef hvorki dagsett þær
né merkt þær allar ártali, enda eru
þetta ekki ferðasögur í þeim skilningi
heldur fyrst og fremst mín eigin
skynjun og upplifun á fólki og stöð-
um.
Draumur bernskunnar um að
verða sunddrottning, búðarkona eöa
kvikmyndastjama rættust ekki.
Andinn í glasinu spáði mér engum
börnum og koma frá meirp en eitt
hundrað löndum. Vegna sífellt fieiri
bréfa hafa þrjú ný póstútibú verið
opnuö í Lapplandi.
Forsetaekkja
í heimsókn
Miklar breytingar og endurbætur
eru fyrirhugaöar á þorpi jólasveins-
ins á næstu árum. Þeim á að vera
lokið 1992 og áætlaður kostnaður er
um hálfur milljaröur króna. Byggður
verður sérstakur jólasveina-
skemmtigarður og ferðamannastöð-
um, tengdum. Grýlusyni, verður
fjölgað úr níu í fimmtán. Hugmyndin
JÓHANNA KRISTJÓNSDOmR
„Fyrst og fremst mín eigin skynjun
og upplifun á fólki og stööum," seg-
ir Jóhanna Kristjónsdottir um nýja
ferðabók sína.
börnum - en ég eignaöist þó þessa
íjóra gleðigjafa.
Og svo lenti ég í ferðalögum! Ég get
ekki hugsað mér ljúfara hlutskipti."
Bók Jóhönnu prýöir mikill fjöldi
mynda frá þeim stöðum sem sagt er
frá og af fólki sem höfundur hitti þar
fyrir.
Utgefandi: Vaka-Helgafell
153 síður
Verð: 2480 kr.
að þessu er komin frá héraðsstjórn-
inni á Lapplandi og fmnska ferða-
málaráðinu. Tilgangurinn er að
hleypa nýju blóði í ferðamannaiðn-
aðinn og annan iðnað á þessu svæði
sem býr við eitthvert mesta atvinnu-
leysi í Finnlandi. Landstjórinn í Lap-
plandi fór fram á það árið 1984 að
Ferðir
héraðið yrði kallað Jólasveinaland.
Kynningarherferðin hófst svo árið
eftir.
Peking:
Takmarkanir
á ferðamenn
Kínversk stjórnvöld ætla að
takmarka þann fjöida gesta sem
fær aö heimsækja Forboðnu
borgina í Peking, einn helsta
ferðamannastað landsins, til að
vemda hana frá því álagi sem
fylgir meira en 11 milljón gestum
á ári.
Embættismenn í Hallarsafninu
segja að múrsteinar og tröppur í
görðum fornu keisarahallarinnar
séu að brotna undan þunga rúm-
lega 30.000 gesta sem streyma
þangað á degi hverjum. Tak-
markanirnar munu taka gildi
þann 1. janúar næstkomandi.
Gestum í Forboönu borginni
hefur ljölgað mjög síðan Berardo
Bertolucci gerði óskarsverö-
launamynd sína Síðasta keisar-
ann og veitti almenningi um allan
heim innsýn í þessar stórkostlegu
byggingar. Á frídögum koma allt
að 100.000 gestir í þessa 15. aldar
höll i hjarta Peking en yfirvöld
ætla aö takmarka fiöldann við
25.000 á dag.
„Margir múrsteinanna eru að
molna niöur og viö viljum varð-
veita þessa þjóöargersemi," segir
Zhang Yuyan, embættismaöur
við safnið.
Einnig kemur til tals að hækka
aðgangseyrinn. Hann er allt að
55 krónur fyrir Kínverja en um
100 krónur fyrir útlendinga.
Miðpunktur Jólasveinalandsins er
„þorpið". Elsta byggingin þar er
bjálkakofi sem byggöur var fyrir
Eleanor Roosevelt, ekkju Franklins
D. Roosevelt Bandaríkjaforseta og
formann mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, þegar hún kom að
heimskautsbaugnum 1950. Þar eru
nú seldir listmunir af ýmsu tagi.
Bygging aðal verslunarhússins var
hafin 1965.
Ástalífinu
tilbjargar
Utandyra í snjónum er hefðbundið
íslendingar þurfa ekki lengur aó fá
áritun í vegabréfið sitt viiji þeir
skreppa til Frakklands. Franska rík-
isstjórnin hefur afnumið umdeilda
áritunarskyldu fyrir ferðamenn frá
Evrópuráðslöndunum 21, að undan-
skyldu Tyrklandi. Ástæðan er sögð
bætt samvinna í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum.
Norðurlöndin mótmæltu harðlega
þeirri ákvörðun franskra stjórn-
vaida í september 1986 aö krefiast
vegabréfsáritana fyrir alla aðra en
þegna Evrópubandalagslandanna 12.
Þegnar Sviss og Liechtenstein voru
einnig undanskildir. Reglurnar voru
settar af Charles Pasqua, þáverandi
innanríkisráðherra, í kjölfar
sprengjuherferðar hryðjuverka-
manna frá Mið-Austurlöndum sem
varð 11 manns að bana.
Finnar verða einnig undanþegnir
vegabréfsáritunum þó svo að landið
sé ekki í Evrópuráöinu. Það er Tyrk-
land aftur á móti en þegnar þess falla
ekki undir hinar nýju reglur þar sém
vegabréfsáritana var krafist af þeim
fyrir 1986. í tilkynningu stjórnvalda
í París var ekki minnst á lönd utan
Evrópu.
Lappatjald með snarkandi eldi innan
við skörina og ungri stúlku í Lappa-
búningi sem býður gestum og gang-
andi upp á hressandi hreindýra-
mjólk. Þeir sem eru farnir að slapp-
ast aðeins í ástalífmu geta fengiö
mulið hreindýrshorn til að kippa því
í lag.
Hreindýr eru á hverju strái á Lapp-
landi og í jólasveinaþorpinu koma
þau hlaupandi svo gestir geti fengið
að klappa þeim. í búðunum er svo
hægt að kaupa hreindýrakjöt, steikt
og niðursneitt.
Rauðklæddir álfar leiða gestina um
svæðið. Meðal þeirra eru 70 ung-
menni sem gengu um atvinnulaus
þangaö til þau voru ráðin til aö að-
stoða við að svara í síma og svara
bréfum til jólasveinsins yfir jólin.
Notuðu frímerkin eru seld til styrkt-
ar Barnahjálp SÞ og reynt er aö svara
hverju einasta bréfi sem á annað
borð er hægt að svara. En það vill
verða misbrestur á því að börnin riti
fullt nafn og heimilisfang undir bréf-
in sín. Meira að segja jólasveinninn
getur ekkert án slíkra upplýsinga.
Japönsku börnin, sem skrifa jóla-
sveininum, óska öðrum börnum frið-
ar en ensku börnin biðja um leik-
fóng.
Leitið og...
Jólasveinalandið gegnir þó ekki því
hlutverki einu að hafa fé af ferða-
mönnum. Á hverju ári er flogið með
tuttugu alvarlega veik börn heiman
frá sér í Kaliforníu alla leið til Lapp-
lands.
„Það er stórkostlegt aö sjá börnin
leika sér í snjónum," segir Taina
Torvela. Hún er sannfærð um að
Jólasveinalandið búi yfir einstæðum
töfrum. „Ég er viss um að fólkið, sem
býr úti í hinum stóra heimi, hefur
glatað einhverju og kemur hingað til
að finna það.“
íslendingar þurfa ekki lengur vega-
bréfsáritun, vilji þeir fara og skoða
Eiffelturninn og önnur merk mann-
virki í Frakklandi.
Ferðir um
fjarlæg lönd
Frakkland:
Vegabréfsáritanir
fyrir Evrópubúa
afnumdar