Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Side 57

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Side 57
.88* g;j69 Svidsljós Tvíburar en hálfsystkini: Faðerni annars barnsins er hulin ráðgáta Þau fæddust meö nokkurra mín- útna millibili, Pétur og María, og eru tvíburar. Samt eru þau hálfsystkini. Það Irefur verið staðfest að tvíbur- arnir eiga sinn föðurinn hvor. Spurningin er bara hveijir séu feður þeirra. Það eina sem menn vita fyrir víst er að eiginmaður móður þeirra er það ekki. Þetta mál hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð og menn hafa furðað sig á því. Aðeins er vitað um íjögur tilfelli í heiminum þar sem tvíburar voru ekki samfeðra. Teknar hafa verið blóðprufur bæði í Svíþjóð og Danmörku og menn eru ráðþrota. Allt frá því tvíburarnir voru tveggja ára gamlir hafa félagsmálastofnanir og önnur opinber fyrirtæki haft stöð- ug afskipti af fjölskyldunni. Reyndar er það orðið svo að fjölskyldan hefur flutt sig um set og er ekki með síma til að fá frið. Eiginmaöurinn, Sten Háljeskog, hefur tekið börnin sem sín eigin. Sten og Irja, kona hans, giftu sig árið 1979 eftir að hafa þekkst í nokkur ár. Eft- ir nokkurra mánaða hjónaband komu upp hin ýmsu vandamál sem urðu til þess að Sten flutti að heiman í desember 1979. Þau voru skilin fram í júlí árið 1980. í millitíðinni kynntist Irja öðrum manni, Hans, og voru þau saman í ljóra mánuði. Þegar Irja uppgötvaöi að hún var barnshafandi varð hún talsvert óró- leg því báðir þessir menn gátu verið faðirinn. Tvíburarnir fæddust níu vikum fyrir tímann, í ágúst 1980. Þeim voru gefin nöfnin Pétur og María. Pétur fæddist fyrst og stuttu seinna kom María í heiminn. Hans vildi að Irja léti Sten vita af því að hugsanlega væri hann faðir- inn. Hans og Irja hættu saman og Sten flutti til Irju. Sten og Hans vildu báðir að börnin færu í blóðprufu til að rannsaka faðernið. Rannsóknin leiddi í ljós að Sten var ekki faðir að' börnunum. Greinilega kom í ljós að Hans er faðir Péturs en ekki Maríu. Irja sver fyrir að hún hafl verið með öðrum mönnum en þeim tveim- ur. Hins vegar heldur Hans því fram að þriðji maðurinn hljóti að vera til. Hann segist hafa séð mann bíða í bíl fyrir utan hús þeirra er hann var hjá Irju. Enginn getur gefið skýringu á því hver er faðir Maríu. Sérfræðingar hafa velt einni skýr- ingu fyrir sér og segja að hún geti verið raunsönn. Hugsanlegt er að maður beri með sér lifandi sæði frá konu, sem hefur nýlega haft sam- farir við annan mann, til annarrar konu. Ef svo hefur verið í þessu til- felli hefur Irja aíið barn manns sem Hans er faðir Péturs en ekki Maríu. Hjónin Sten og Irja ásamt fimm ára gömlum syni þeirra og tviburunum Maríu og Pétri. Tvíburarnir Pétur og Maria eru átta ára. Faðerni Péturs er vitað en sérfræðingum er faðerni Mariu hulin ráðgáta. ■* hún hefur aldrei verið með. Ekki hefur verið gert neitt til að styðja þessa kenningu frekar en yfirvöld í Svíþjóð telja að faðir barnsins verði að finnast. Barnið á rétt á að vita um faðerni sitt, segja þau. Árið 1982 var óskað eftir því að börnin, Sten, Hans og Irja kæmu til blóðrannsóknar á nýjan leik. Rann- sóknin tók þrjú ár og niðurstaðan varð sú sama. Fremstu sérfræðingar í Svíþjóð voru kallaðir til en þeir gátu ekki heldur leyst gátuna. Þá var ákveðiö að íjölskyldan og Hans myndu mæta hjá Hans Gurtler, prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla, til að gangast undir frekari rannsóknir. Fyrir ári gerði danski prófessorinn rannsóknir sínar. Hann staðfesti að 99,8% líkur væru á að Hans væri faðir Péturs. Hann gat ekki frekar en aðrir gefið skýringar á föður Maríu. Engin skýring og nú er fjölskyldan orðin þreytt á enda- lausum prófum sem öll sýna sömu niðurstöðu. Sten og Irja telja að allar þessar rannsóknir hafi slæm áhrif á tvíburana. María og Pétur, sem eru átta ára, vita allan sannleikann í málinu. Þau láta föðurgátuna ekki hafa áhrif á daglegt líf sitt. Irja er hins vegar orð- in þreytt á kerflnu sem nánast dæm- ir hana lausláta. Hún vonast til að einhvern tíma komi svar viö spurn- ingunni um hvernig þetta gat gerst, bæði sjálfrar sín vegna en ekki síður vegna almennings. John Huston á að vera svart-hvítur Franskur dómstóll hefur lagt bann við sýningum á endurgerð kvikmyndarinnar Malbiksskógur- inn sem John Huston gerði á sjötta áratugnum. Huston skilaði mynd- inni frá sér í sauðalitunum. Það hefur mörgum þótt miður því þetta er mikiö listaverk. Til aö auka litadýrðina var mynd- inni breytt i litmynd með aðstoö tölvu. Dómstólhnn komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ólöglegt nema erfmgjar Hustons sam- þykktu. Þaö vilja þeir ekki gera frekar en gamU maðurinn meöan hann var á Ufi þvi hann halði oft hafnað óskum um aö gamlar myndir eftir Iiann væru litaðar með þessari tækni. John Huston barðist alla tíð gegn litun mynda sinna. Dukakis úthýst Vaxmyndasafn Madame Tussaud í Lundúnum hefur ákveðið að taka niður vaxmynd af Michael Dukakis eftir að hún hafði verið þar til sýnis í rúman mánuð. Þegar kosningabar- áttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst var vaxmyndum af honum og Bush komið fyrir í safninu. í sögu safnsins hefur engin vax- mynd verið höfð svo stuttan tíma til sýnis. Frægðarsól Dukakis er því hnigin til viðar eftir að hafa verið skamma stund á lofti. Þeir Bush og Dukakis eru fyrstu bandarísku forsetaframbjóðend- urnir sem fá myndir sínar á stalla safnsins fyrir kosningar. Til þessa hefur þótt nóg að hýsa vaxmynd for- setans. Michael Dukakis er ekki lengur i náðinni hjá Tussauds í Lundúnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.