Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Side 60
FFS É T T /V S KOTIÐ
______________________________________
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritsfjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjáíst, óháÖ dagblaö
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988.
Glíman fær
2 milljónir
Fjárveitinganefnd Alþingis leggur
til aö tveimur milljónum króna verðr
veitt til sýnikennslu og kynningar á
íslensku þjóðaríþróttinni, glímunni,
i skólum landsins. Sagði Sighvatur
Björgvinsson, formaður nefndarinn-
ar, þegar hann mælti fyrir breyting-
artillögum hennar aö full ástæða
væri til þess að auka veg og virðingu
þessarar þjóðaríþróttar okkar sem til
þessa hefði lítill sómi verið sýndur.
Sagði hann að þegar hefði verið rætt
við glímumenn um samráð í þessu
máli. -SMJ
ASKASLEIKIR
/ dag kemur hann
ASKASLEIKIR askvaðandi,
alla leið heim að
mannabústöðum.
fíú á dögum getur orðið
erfitt fyrir karlgreyið að
finna ask til að sleikja.
7
DAGAR
TIL JÓLA
LOKI
Hófí verður að láta
sér þetta lynda!
Stöð 2 í skattrannsókn
fundur með starísmönnum í gær
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri íslenska sjónvarpsfélagsins,
boðaði starfsmenn Stöðvar 2 á fund
í gærmorgun. Þar tilkynnti hann
að skattrannsóknastjóri hefði hafið
rannsókn á bókhaldi fyrirtækisins.
Á fundinum fullvissaði Jón Sig-
urðsson starfsmenn um að ekkert
væri óeðlilegt við bókhald fyrir-
tækisins. Það sagðist hann sjálfur
hafa athugað.
Samkvæmt þeim heimildum, sem
DV hefur aflað sér, beinist rann-
sóknin fyrst og fremst að vöru-
skiptum sem Stöð 2 hefur tíðkað,
það er hvort þau eru færð á eðlileg-
an máta í bókhaldi og eins hvort
greiddur hefur verið söluskattur
af þeim viðskiptum.
Hjá rannsóknarnefnd ríkisskatt-
stjóra fengust þær upplýsingar að
ef rannsókn er framkvæmd á bók-
haldi fyrirtækja sé það gert vegna
grunsemda um að þar sé eitthvað
rangt að finna. Ekki er miklum
tíma eytt í rannsóknir ef ekki þyk-
ir ástæða til. Eins kom fram að al-
gengt er að upplýsinga sé óskað frá
fyrirtækjum þegar viðskiptaaðilar
þeirra sæta rannsóknum. Heimild-
ir DV herma að nokkrum stórum
viðskiptaaðilum Stöðvar 2 hafi ver-
ið send bréf þar sém krafist er upp-
lýsinga um viðskipti við fyrirtækið.
Þar sem mannafli er í lágmarki
hjá rannsóknardeildinni er reynt
að ná sem bestri nýtingu úr starfs-
fólkinu. Þvi ráða tilriljanir sjaldn-
ast hvar borið er niður hverju
smm.
Jón Sigurðsson framkvæmda-
stjóri, Jón Óttar Ragnarsson, Ólaf-
ur H. Jónsson og Hans Kristján
Árnason voru ekki við í gær þar
sem þeir voru alhr saman á fundi
í einhverju öðru húsi. Eiríkur Tóm-
asson, lögfræðingur Islenska sjón-
varpsfélagsins, gat ekki svarað í
sima í gær végna anna.
-sme
Ungfrú heimur komin heim:
Gott að vera
komin aftur
„Þetta hefur verið góður tími en
það er gott að vera komin aftur
heim,“ sagði Linda Pétursdóttir, hin
íslenska ungfrú heimur, er hún kom
til Keflavíkur í gær.
Fjölmargir voru mættir í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar til að fagna Lindu
við heimkomuna, þar á meðal unn-
usti hennar, Eyþór Guðjónsson, og
foreldrar hennar, Ása Hólmgeirs-
dóttir og Pétur Olgeirsson. Fyrri
heimsfegurðardrottning, Hólmfríður
Karlsdóttir, tók einnig á móti Lindu.
Það fór vel á með heimsfegurðar-
drottningunum tveim, þeim Hólm-
fríði Karlsdóttur og Lindu Péturs-
dóttur, er sú síðarnefnda kom til
landsins i gær. Linda sagði einmitt
þegar hún vann Miss World-keppn-
ina að eitt það fyrsta sem hún myndi
gera þegar hún kæmi heim væri að
leita ráða hjá Hólmfríði sem búin
er að ganga í gegnum eldraunina.
DV-mynd GVA
Það er ekki þar með sagt að fegurð-
ardrottningin sé komin í jólafrí þótt
hún sé komin heim. í morgun var
fyrirhugað að hún heimsækti Barna-
spítala Hringsins. í kvöld býður hún
svo í jólaglögg á Hótel íslandi. Eftir
helgina heldur hún til foreldra sinna
á Vopnafirði þar sem hún dvelur yfir
jólin.
Eftir þriggja vikna dvöl hér fer hún
til Sviss og líklega þaðan til E1
Salvador. -JSS
ÞRÖSTUR
68-50-60
VANIR MENN
Veðrið um helgina
Á sunnudag eru horfur á vestan- og suðvestanátt, víðast kalda eða stinningskalda. Búist er við éljum um vestanvert landið, á annesjum norðanlands
og léttskýjuðu á Austfjörðum og Suðausturlandi.
Á mánudag er spáð noröan- og norðvestanátt um allt land, sums staðar allhvössu austanlands en annars staðar kalda. Búist er við éljum eða snjó-
komu norðanlands en víða léttir til syðra.