Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Fréttir Matarskatt fyrir langtímasamning? Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði á Alþingi í gær að afnám matarskatts komi ekki til greina í tengslum við skammtíma- samning við launþega. Annað ætti hins vegar við ef um langtímasamn- ing yrði að ræða. Þá gæti afnám matarskatts vel orðið möguieiki og auk þess kæmi hækkun persónuaf- sláttar einnig til greina. Forsætisráð- herra sagði þó aö hvoru tveggja kost- aði ríkissjóð miklar fjárhæðir. Þá lét Steingrímur áð því liggja að það hefðu verið mikil mistök í síðustu ríkisstjóm að setja matarskattinn á. Um gengismál sagði forsætisráð- herra að engar stórar kollsteypur væm á leiðinni og túlkaði Halldór Blöndal það á þann veg að forsætis- ráðherra væri að boða gengissig á næstunni. Steingrímur sagði að frá sjónarhóh iðnaðarins þá væri raun- gengi krónunnar tvímælalaust of hátt. Síðar í umræðunni fullyrti síðan forsætisráðherra að gengisfelling væri ekki tímabær nú. Hann sagði hins vegar að, „ef allt færi á versta veg“ í útflutningsmálum þá gæti vel þurft að breyta gengi krónunnar. Einnig ræddi forsætisráðherra um upptöku virðisaukaskatts um næstu áramót og hann sagði að mjög væri nú til umræðu í ríkisstjóminni að hafa tvö þrep á þeim skatti. -SMJ The Econoraist: lækkar seinna á árinu í nýlegu hefti af tímaritinu The Economist er spáö aö heims- markaðsverð á olíu eigi eftir að lækka þegar fer að líöa á áriö. Vegna minnkandi framleiðslu stökk veröiö upp úr tæpum 10 dollurum tunnan í október og allt upp í rúma 17 dollara í apríl. Það hafði þá ekki veriö hærra i 20 mánuði. Sérfræðingar The Ec- onomist spá hins vegar að fram- leiðslan eigi eftír að aukast aftur og veröiö að siga samhliða því. Astæðuna fyrir veröhækkun- inni á undanfömum mánuöum má aðallega rekja tU þriggja þátta. OPEC-ríkin hafa dregið framleiðslu sína saman um 3 Snjó ekið frá Fellaskóla. Fjöldi manna á stórvirkum tækjum unnu endurgjaldslaust aö snjóhreinsun i gær. Breió- hyltingar fengu þar góða sumargjöf. DV-mynd BG Frumvarp um breytingar á hegningarlögum: Lágmarksrefsing vegna nauðgunar felld niður - nema ef hættulegum aðferðum er beitt Snjómokstur viö FelIaheUi: Að skreppa í snjóinn Á milli tuttugu og þrjátíu vörabflar frá Þrótti, tveir bflar frá ístaki, hjóla- skóflur frá Hagvirki og Steypustöö- inni voru mestan hluta gærdagsins við snjóhreinsun á hlaði Fellaskóla. Öll tækin og mennimir, sem á þeim vom, unnu þama í sjálfboðaliðs- vinnu. Það var Hjálmar Jónsson, starfs- maður Fellahellis, sem óskaði eftir aðstoð þessara aðfla til að hreinsa snjó af hlaðinu. Sumardaginn fyrsta á að vera hátíð við skólann, á vegum Fellaheflis, en vegna þess hversu mikill snjór var á hlaðinu þótti sýnt að ekki yrði hægt að halda hátíðina nema að losna við snjóinn. Reykjavíkurborg fékkst ekki tfl að aka snjónum nema gegn endurgjaldi - sem var hærra en Fellaheflir réð við. Hjálmar gafst ekki upp og leitaði því tfl aðila út í bæ. Viðbrögðin vora framar öllum vonum. „Við erum mjög þakklát öllum þeim góðu mönnum sem aðstoðuðu okkur. Ég held að sumir bflstjóramir hafi farið yfir tuttugu ferðir. Ég fór með einum þeirra í einni ferðinni. Þá heyrði ég í talstöðinni að bílstjór- ar vom að tala saman og annar þeirra sagðist ætla að skreppa nokkr- ar ferðir í snjóinn. Þetta er búið að vera algjört ævintýri og maður fyllist bjartsýni á samborgarana og mann- kynið allt,“ sagði Hjálmar Jónsson. -sme Framleiðnisjóöur: Fjölgað í stjórn Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum um Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins. Er þar kveðið á um aö í stjóm sjóðsins verði sjö menn en ekki fimm eins og nú er. Þrir verða kosnir af Alþingi, Bún- aðarfélag íslands tilnefnir einn, Stéttasambandið einn og Stofnlána- deildin einn. Landbúnaðarráðherra skipar svo formann. Þá er í frumvarpinu kveðið á um að Byggðastofnun hafi umsjón með sjóðnum og verður hann þá alveg kominníhennarhendur. -SMJ Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanrikisráðherra stendur ekki til, aö svo stöddu, að leggja nið- ur eða fiölga sendiherraembættum. Hins vegar væri í undirbúningi ræki- leg og alvarleg könnun á því hvenær nauðsynlegt teldist að opna sendiráð í Japan. Jóin Baldvin sagði einnig að ekki stöi til að stofna sérstakt sendiherra- embætti við Efnahagsbandalagið. Fyrir Alþingi hggur frumvarp um breytingar á almennum hegningar- lögum - það er þeim hluta þeirra sem snýr að kynferðisafbrotum. Lög- menn, sem DV ræddi við, segjast vera undrandi á nokkrum þeirra breytinga sem fyrirhugaðar em. Til dæmis er felld niður lágmarksrefsing vegna nauðgunarafbrota - nema hættiflegar aðferðir hafi verið notað- ar við verknaðinn eða sakir em mikl- ar að öðm leyti. Þá em einnig breyt- ingar á hámarksrefsingu. Hún er nú Hann sagðist hins vegar telja að hér á íslandi þyrfti að styrkja þaö starfs- liðið í utanríkisráðuneytinu sem um máleíni Efnahagsbandalagsins fjall- ar. Að öðm leyti vildi utanríkisráð- herra lítið um hugsanlega embætt- isveitingu Kjartans Jóhannssonar fjalla. Sagði hins vegar að það væri rangt að gera ætti breytingu á emb- ætti sendiherrans í Brussel. 16 ára fangelsi eða ævilangt. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir aö hámarksrefsing vegna nauðgunar verði 10 ár nema sérstaklega hættu- legum aðferðum hafi verið beitt - þá á hámarksrefsing að vera 16 ár. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þyngsta refsing verði tveimur árum skemmri en er í núgildandi lögum við því að hafa samræði með því að notfæra sér geðveiki eða aðra and- lega annmarka manneskju utan hjónabands eða óvígðrar sambúöar. Undanfamar vikur hefur utanrík- isráðherra ásamt aðstoðarmönnum sínum unnið að skýrslu til Alþingis þar sem koma fram tfllögur hans til breytinga á utanríkisþjónustunni: „Það er ekki kveðiö á um mikila uppstokkun á utanríkisþjónustunni í þessari skýrslu en vissulega verða þar mikilvægar skipulagsbreyting- ar,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var spurður um efni skýrslunnar. í núgildandi lögum er hámarksrefs- ing átta ár en er sex ár í frumvarp- inu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að refsingjn nái yfir samræði og önn- ur kynferðisafbrot. Núverandi refsi- mörk em einimgis um samræði en ekki önnur kynferðismök. „Þaö er engin trygging fyrir því að þessar breytingar hafi nokkur áhrif á dómstólana," sagði reyndur hæsta- réttarlögmaður sem var undrandi á hluta þeirra breytinga sem getið er umífrumvarpinu. -sme Utanríkisráðherra sagði að tillögur hans tækju miö af margvíslegum breytingum sem orðið hefðu að und- anfómu á utanríkisþjónustunni í kjölfar þess að utanríkisviðskipti hefðu færst þangaö. Þá sagði hann að samstarf Islendinga innan EFTA og viðræður við Efnahagsbandalagið kölluðu á styrkingu á þeim þætti í störfum ráðuneytisins. -SMJ miHjónir tunna á sólarhring. Önnur oliuriki hafa einnig dregið úr sinni framleiðslu um sem nemur 5 prósentum. Vegna erf- iðleika við kjamorku- og vatns- aflsvirkjanir hefur eftirspura eft- ir olíu aukist Til viðbótar við þetta minnkaöi síðan olíuútflutn- ingur frá Alaska um U milljónir tunna á sólarhring í kjölfar skips- strandsins við Valdez. Sérfræðingar The Economist spá því hins vegar að nokkur OECD-ríki muni sprengja kvóta sína síðar á árinu. Þeir benda meðal annars á að írak hafi ein- ungis kvóta fyrir framleiðslu á 2.6 mifljónum tunnum á sólar- hring þegar framleiðslugetan er 5.6 milljómr lítra. Þá eru áhrif af olíulekanum við Alaska að fiara út á markaönum og einnig er spáð framleiösluaukningu í Norðursjónum. -gse Háskólamenn: um að hefjast Verkfall háskólamanna hefur nú staðiö í 10 daga og að sögn Gísla Þórs Sigurþórssonar, stjómanda á verkfallsvaktinni, em greiðslur úr verkfallssjóðum að heflast. Hið íslenska kennara- félag er byrjað að greiöa út og náttúrufræðingar hefja greiðslur strax eftii' helgina. Þetta era tvö stærstu félögin sem em í verk- falli. Gísli sagðist ekki vita hve- nær minni félög hæfu greiöslur úr verkfallssjóðum sínum. Að sögn Gísla em verkfallssjóð- imir ekki digrir. Kennarasam- band íslands gaf eina miUjón króna í verkfallssjóðinn og kenn- arar viö Tækniskóla íslands gáfu 200 þúsund krónur. Það sem af er verkfalli háskóla- manna hefur ekkert verið um verkfallsbrot að sögn Gísla Þórs. Safór Evrópukeppni í skák: Tefla við Anderiecht Taflfélag Reykjavíkur tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í skák sem hefst um helgina. Þá mætir sveit TR öfiugri sveit frá Belgíu og verður teflt í Brussel. Það eru félagar Amórs Guöjo- hnsen þvi að liöiö er frá S.K. Anderlecht Það liö æm sigrar heldur áfram í keppninni. Teflt er á sex boröum og er Jón L. Ámason á 1. borði. Aörir í sveitinni era Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stef- ánsson, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson. Elvar Guömunds- son er varamaður. Á fyrsta borði Anderlecht teflir Jan Timman en aðrir í sveitinni em Sosonko, Winants, Jadoul, Meulders og Roofthooft. -SMJ Utanríkisráðherra: Sendiráðum ekki fækkað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.