Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 40
mi .1U3/, f Tir,,,.Tf MÍA LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 56 Kvikmyndir______________ Fjórir óskarar Regnmaöurinn (Rain Man) Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Tom Cru- ise Leikstjóri: Barry Levinson Handrlt: Ronald Bass, Barry Morrow Sýnd i Bfóborginni. Charlie Babbitt (Tom Cruise) sel- ur rándýra sportbOa í Los Angeles, en er í fjárhagsvandræðum. Hann er ráðríkur eiginhagsmunaseggur sem lætur aðra sig litlu varða, hvort sem það er kærastan eða samstarfsmenn. Faðir hans deyr og Charlie fer til Connecticut í jarð- arforina, en einkum tii að sækja arfínn sem hann á von á. Þaö verða honúm því mikO vonbrigði þegar hann kemst að því aö hann erfir aðeins gamlan Buick og nokkrar rósir. Þrjár miOjónir dala renna í ákveðinn sjóð til handa ákveðnum aðOa. Charlie unir þessu Ola og viO komast að því hver fær alla peningana. Fyrir slysni kynnist hann Raymond (Dustin Hoffman) sem er innhverfur bróðir hans. í neyð sinni „stelur" Charlie bróður sínum og viO fá helming arfsins í staðinn fyrir hann. Bræðumir leggja af stað til Los Angeles og á leiöinni kynnast þeir betur hvor Kvikmyndir Hjalfti Þór Kristjánsson öðrum og augu CharOe opnast fyrir hlutum sem hann hafði áður aldrei hugsað mikið um. Dustin Hoffman (Midnight Cow- boy, Tootsie) vinnur enn einn frá- bæran leiksigur sem Raymond. Það er ekki undarlegt þótt hann hafi haldið fast í það að gera þessa mynd, því hlutverkið er sniðið fyr- ir hann og það er erfitt að ímynda sér annan leika það. Hoffman er hreint út sagt frábær og á öll þau verðlaun skihð sem hann fær fyrir hlutverkið. Tom Cruise (Top Gun, The Colour of Money) sýnir hér að hann er ekki bara sætur strákur, heldur að hann getur tekist á við skapgerðarleik og skilað honum frá sér með sóma. Saman mynda þeir eftirminnOega bræður. Valeria Gohno leikur vinkonu Charlie og stendur sig mjög vel. Barry Levinson (Diner, Tin Men) sýndi það strax að hann var mjög góður leikstjóri og hafa myndir hans verið hver annarri betri. Öll efnismeðferð og stjóm á leikurum er vel af hendi leyst og vonandi eigum við eftir að sjá margar myndir frá honum í framtíðinni. Handritið var lengi í smíöum og það gekk á ýmsu við undirbúning myndarinnar. Handritið var end- urbætt ótal sinnum og nýir leik- stjórar voru valdir. Að lokum var Dustin Hoffman sáttur við handrit og leikstjóra og tökur hófust. Hand- ritið er virkOega vel skrifað, mynd- in hefur boðskap fram að færa og er bráðskemmtileg. Efnið er alvar- legt en það er sett fram á kómískan hátt og áhorfandinn skemmtir sér konunglega yfir tOsvömm Raym- onds. ÖO tæknivinna og fram- leiðsla er fyrsta flokks, og vert er að benda á athyghsverða kvik- myndatöku Johns Seale en hann notar oft óvanalegar tökur og sjón- arhom í myndinni. Það er óhætt að mæla með Regn- manninum sem virkilega vandaðri og góðri skemmtun. Stjömugjöf: ★ ★ ★ ★ Hjalti Þór Kristjánsson Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Stórglæsileg Toyota Corolla Twin Cam ’84, skoðuð '89. sumar- og vetrardekk, álfelgur + segulband. Uppl. hjá Tov- ota-bílasölunni í síma 44144 eða í hs. 91-675417. Þessi glæsilegi Benz 280 S árg. '68 er til sölu, ekinn 170.000 frá upphafi, nýsprautaður, ljósblár. Uppl. í síma 46511. M.Benz árg. 1975, 2626 6x6. Uppl. í síma 94-7732 og 985-27132. Til sölu Dodge Power Wagon 200, árg. 1972, grind árg. 1975-1979, 5 manna hús, nýtt plasthús á skúffu, vé! 352 Benz, 6 cyl. + túrbína, 5 gira Benz gírkassi, N.Þ. 205 millikassi, Benz drifsköft, Benz Unimog hásingar, ný 1000x20 Michelin radial dekk, nýjar fjaðrir ásamt F1 og F2. Bíllinn er rúm- lega hálfuppgerður. Alhr varahlutir fylgja. Uppl. gefur Guðmundur í sím- um 98-11827, 98-11282 og 985-29610. Willys CJ 5 ’66 til sölu, 8 cy!„ 350 Chevy, 38" Mudderar, 15" felgur, vökvastýri, læstur framan og aftan, ný blæja. Úppl. í síma 45565. Tilboð óskast i Volvo F610 árg. 1979, bifreiðin er ekin 205 þús. km, með 5,1 m löngum kassa. Bifreiðin þarfnast viðgerðar. Uppl. gefur Helgi Jóhann- esson í síma 91-25355. Toyota Corolla GTI-16 liftback, árg. '88, ekinn 28.000, svartur. Einn með öllu. Toppgræjur! Uppl. í síma 91-673842 á sunnudag og næstu kvöld. ■ Þjónusta NÝJUNG l Vy-7 ^ "EERGVÍK Bergvík, Eddufelli 4, Reykjavik, kynnir nýjung í markaðstækni með aukinni notkun myndbanda. Hér á Islandi sem og annars staðar færist það í vöxt að fyrirtæki notfæri sér myndbandið til kynningar á vörum og þjónustu ýmiss konar. Við hjá Bergvík höfum full- komnustu tæki sem völ er á til fjölföld- unar og framleiðslu myndbanda á Is- landi. Við hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að hafa samband við okkur og við munum kappkosta að veita ykkur allar upplýsingar varðandi fjöl- földun og gerð slíkra myndbanda. Við hjá Bergvík höfum bæði reynslu og þekkingu á þessu sviði og okkar markmið er að veita sem fjölþættasta þjónustu á sviði myndbanda. Bergvík, Eddufelli 4,111 Reykjavík, s. 91-79966. M Benz Joncheere 1619 árg. ’82 til sölu, 41 sæti, sjónvarp og video. Uppl. í síma 97-81121 og hs. 97-81367. Til sölu Ford Bronco Ranger XLT, árg. ’79, ekinn 97 þús., 36" radial, króm- felgur, kastarar, cruisecontrol, centr- allæsingar, 120 rása talstöð, út- varp/segulband. „Gullstykki”, verð 730 þús., ath. skipti. Uppl. í síma 98-21530. Fortjöld á hjólhýsi. Glæsileg hústjöld. 5 manna tjöld m/fortjaldi. Ótrúleg gæði. 100% vatnsþétt. Hagstætt verð. Sendum myndabækhnga. Sportleigan, gegnt Umferðarmiðstöð- inni, sími 19800. Gröfuþjónusta, sími 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-670260 og 641557. Tek að mér alla almenna gröfuvinnu, allan sólarhringinn. Uppl. í síma 75576 eða 985-31030. Til sölu Scania 81 árg. ’80, nýupptekin vél, nýl. fjaðrir, ryðlaus og lítur vel út. Vörubílar sf„ sími 652727. Afrnæli Kristján Gestsson Kristján Gestsson, fyrrv. bifreiða- stjóri og síðar afgreiðslumaður Olís í Borgamesi, Gunnlaugsgötu 6, Borgamesi, er áttræður í dag. Kristján er fæddur á Hóli í Norður- árdal og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla (farskóla), vann almenn sveitastörf fram yfir fermingarald- ur og síðar vegavinnu á sumrin. Kristján hóf bifreiðaakstur 1930 og hafði fastar ferðir úr Borgamesi í Hreðavatn og Norðurárdal að Fomahvammi. Hann annaðist fólks- og vöruflutninga um árabil, gerðist síðan afgreiöslumaður hjá Ohu- verslun íslands í Borgamesi og vann þar í tæp þrjátíu og sex ár. Kristján fluttist í Borgames 1936 og hefur búið þar síðan. Kristján kvæntist 16. maí 1936 Olgu Guðrúnu Þorbjamardóttm-, f. 8. ágúst 1914. Foreldrar Olgu vom Þorbjöm Ól- afsson, b. í Hraunsnefi, og kona hans, Guðný Bjamadóttir. Böm Kristjáns og Olgu em Ásdís, f. 17. júlí 1940, gift Sævari Þórjónssyni, málarameistara í Ólafsvík, og eiga þau þrjú böm og Gunnar, f. 1. maí 1942, bakarameistari, kvæntur Auð- björgu Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn. Systkini Kristjáns vom fimm, þrjú dóu í bemsku en tvö komust til fullorðinsára, Halldór, f. 1. maí 1905, d. 30. ágúst 1963, og Halldóra, f. 1. september 1912, d. 11. október 1943, gift Gissuri Þorsteins- syni, b. í Akurey í Landeyjum, og áttu þau eina dóttur, Sigrúnu, f. 18. október 1942, gifta Sigurdóri Sigur- dórssyni, blaðamanni á DV. Foreldrar Kristjáns voru Gestur Halldórsson, b. á Hóh í Norðurárd- al, og kona hans, Guðríður Guö- laugsdóttir. Gestur var sonur Hah- dórs, b„ smiðs og skálds í Heyholti, Bjamasonar, b. í Litiu-Gröf í Borg- arhreppi, Þórðarsonar, b. á Ferju- Kristján Gestsson. bakka, Snorrasonar. Móðir Gests var Guðríður Jónsdóttir, b. í Áma- koti, Þórðarsonar og konu hans, Kristbj argar Jónsdóttur, lausa- manns á Grímsstöðum í Álftanes- hreppi, Jónssonar. Móðir Krist- bjargar var Antónetta Gunnlaugs- dóttir, kaupmanns í Rvík, Sveins- sonar, bróður Sigríðar, langömmu Sveins, afa Hauks Helgasonar, að- stoðaritstjóra DV. Sigríður var einnig langamma Þórðar, afa Meg- asar. Guðríður var dóttir Guðlaugs, b. á Sleggjulæk í Stafholtstungum, Guömundssonar, b. á Kohslæk í Hálsasveit, Jónssonar, b. og hrepp- stjóra á Fróðastöðum, Brandssonar. Móðir Guðlaugs var Ingibjörg Guð- laugsdóttir, b. í GUjum í Hálasveit, Bjarnasonar, b. í Nesi við Seltjöm, Þorvaldssonar. Móðir Guðríðar var Hallfríður Bjamadóttir, b. og hrepp- stjóra á Stóraási í Hálsasveit, Jóns- sonar, b. á Stóraási, Þórólfssonar, langafa Bjöms, afa HaUdórs H. Jónssonar arkitekts, fóður Garðars, húsameistara ríkisins. 95 ára Sigurður Sigurðsson, Kjarrhólma 24, KópavogL 85 ára Guðmundur Ástráðsson, Ljósheimum 16b, Reykjavík. 80 ára ---------?---------------- Ehsabet Hjálmarsdóttir, Háaleitisbraut 50, Reykjavik. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Rauðagerði 24, Reykjavík Ljótunn Jónsdóttir, Holtsgötu 37, Reykjavik. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Reynimel 53, Reykjavík. 70 ára Hlöðver Sigurðsson, Höfðavegi 11, Hafiiarhreppi. Ingibjörg Karlsdóttir, HaUdórshúsi, Blönduósi. Bergþór Bjarnason, Hjarðarhhð, Skriödalssýslu. 60 ára Guðfinnur H. Pétursson, Uröarbakka 10, Reykjavik. Magnea Stefania Guðiaugsdóttir, Hnotubergi 31, Hafnarfiröi. Dagbjört Hafiiðadóttir, Sjafhargötu 6, Reykjavik. Kristín Guðmundsdóttir, Hringbraut 72, Hainarfirði. 50 ára Sigurður Gunnar Bogason, StífluseU li, Reykjavik. Guðmundur Gestsson, Brekkustig 21, Njarðvík. Sjöfn Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 80, Vestmannaeyjum. Áslaug Halldórsdóttir, Grenimel 45, Reykjavík. 40 ára Michael Francis Duff, Hverfisgötu lOOb, Reykjavfk. Stormur Þór Þorvarðarson, Víöivangi 3, Hafnarfirði. Magnús Theodórsson, Jörfabakka 2, Reykjavik. Helgi Sigfússon, Munkaþverárstræti 30, Akureyri. Þórður Sigurðsson, Háengi 10, Selfossi. Elin Þorsteinsdóttir, Hólavöllum 15, Grindavík. Helga Níelsdóttir, Bjarmalandi 20, Miðneshreppi. Tómas Már Kjartansson, Nönnugötu 10, Reykjavík. Einar Þórólfsson, Meðalfehi, Nesjahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.