Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 15. APRlL 1989. 13 Hínhliðin Jón Ásgeirsson hefur enn ekki séð fallegri konu en konuna sína. Bjami Fel. ætti að fá fálkaorðuna - segir Jón Ásgeirsson fréttastjóii Jón Ásgeirsson var öllum að óvörum ráðinn fréttastjóri fyrir sameinaðar fréttastofur Stjöm- unnar og Bylgjunnar nú í vikunni. Hann er því aftur orðinn fjölmiðla- maður eftir að hafa sinnt öðrum störfum í nærri áratug. Á síðasta áratug var Jón frægur fyrir æsispennandi lýsingar á handboltaleikjum í útvarpinu. „Við erum með ágætan mann í lýs- ingum hér og ég reikna ekki meö aö taka upp þráðinn," sagöi Jón í spjalli við DV. Jón var um skeið framkvæmda- stjóri Rauða krossins eftir að hann hætti á útvarpinu. Hann var einnig þijú ár í Kanada og ritstýrði Lög- bergi/Heimskringlu. „Þetta starf togar alltaf í og ég hef reyndar aldrei losnað úr tengsl- um við þaö,“ sagöi Jón. „Breyting- amar em miklar frá því að ég hætti á útvarpinu en starflð ekki síöur spennandi nú en þá.“ Jón sýnir á sér lúna hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jón Ásgeirsson. Fæðingardagur og ár: 1. 2. 1937. Maki: Anna Norðfíörð. Börn: Við eigum fimm böm til samans. Bifreið: Mazda 626, árgerð 1985. Starf: Fréttastjóri. Laun: Já, ég fæ laun. Áhugamál: Vinnan núna, íþróttir og konan mín. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í Lottóinu? Mest þijár en ég er sjaldan með. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Fara fyrirvaralaust í ferö út í blá- inn með konunni minni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Eg veit það ekki. Uppáhaldsmatur: Jólaijúpumar og soðin ýsa. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Jóhann Jónsson í Garði. Uppáhaldstimarit: Ekkert, ég les lítið af þeim. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Hana hef ég ekki séð ennþá. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Mér er sama um hana. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Páfann. Uppáhaldsleikari: Þeir era margir. Uppáhaldsleikkona: Þær era líka margar. Uppáhaldssöngvari: Ég sjálfur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég man ekki eftir neinum sérstök- um. Hlynntur eða andvigur hvalveiðum tslendinga: Ég er frekar á móti þeim eins og þær eru stundaðar núna. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Mér er nokk sama um hann en þó frekar hlynntur. Hlynntur eöa andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Ég er hlynntur aðildinni að NATO og þá fylgir herinn með. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Það er engin spuming: Bylgj- an/Sfíaman. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jóhannes Arason. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi nokkuö jafnt á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjami Fel. Hann ætti að fá Fálka- orðuna. Uppáhaldsskemmtistaður: Stofan heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þróttur. Ég var einu sinni formað- ur þar. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ekki öðra en því að reyna að standa mig eins og allir aðrir. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég býst við að fara til Kanada. -GK IBR KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA Sunnudag kl. 20.30 KR - ÞRÓTTUR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL EINKENNISFÖT LÖGREGLU Tilboð óskast í framleiðslu á einkennisjökkum fyrir lögreglu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 11.00. f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 - SÍMI 26844 Körfuboltaskór Tilboðsverð Verð áður kr. 4.365, nú kr. 3.360. Póstsendum Opið til 4 laugardaga Síml 13508 Byggdqstofnun SMÁBÁTAEIGENDUR Rikisstjórnin hefur fallð Byggðastofnun að kanna þörf smá- bátaeigenda fyrir stofnlán. Því er nauðsynlegt að þeir eig- endur smábáta, sem hug hafa á að sækja um lán, gerl það fyrir 1. maf nk. Skilyrði fyrir lánveitingu eru m.a. eftirfarandi: 1. að báturinn sé minni en 10 brl. 2. að hann hafi verið keyptur eða smíðaður á árunum 1987 eða 1988. 3. að umsækjandi sýni fram á getu sína til að endurgreiða lánið. Athygli umsækjenda er vakin á því að lánin verða verð- eða gengistryggð með markaðsvöxtum. Lánin verða einungis veitt gegn 1. veðrétti í viðkomandi báti. Ekki hefur verið ákveðið hvert hámarkslán verður en það verður þó ekki hærra hlutfall en 'A af verðmæti bátsins. Þeir eigendur smábáta, sem óska eftir láni, eru beðnir um að senda bréf til Byggðastofnunar Akureyri, Geislagötu 5, 600 Akureyri, sími 96-21210, fax 96-27569. Tilgreina þarf ástæður umsóknar og umbeðna fjárhæð. Ljósrit af kaup- samningi skal fylgja með. Þeir sem hafa nú þegar sent um- sóknir til Byggðastofnunar þurfa ekki að endurnýja þær. Þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin um upphæðir lána og útlánareglur verður haft samband við umsækjendur og þeir beðnir um frekari upplýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.