Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 11 Breiðsíðan DV-mynd- brot vikunnar DV-mynd KAE ' ' 's : 1 ' Nýstárleg námskeið fyrir verðandi foreldra: Sængurkonur eru ekki sjúklingar - segja ljósmæðumar Guðrún Jónsdóttir og Hrefna Einarsdóttir Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Hrefna Einarsdóttir Ijósmæður eru að fara af stað með námskeið fyrir verðandi foreldra, byggð á bandarískri og franskri fyrirmynd. DV-mynd GVA kvætt á sig á meögöngunni. Oft er litiö á bams- „Viö höfum heyrt óánægjuraddir meðal barns- hafandi kvenna yfir aö fá ekki foreldrafræðslu á sumrin. í síöasta mánuöi var ég á fundi meö brj óstagj afarfélagin u í Kópavogi og þá kom þetta m.a. fram. Þess vegna ætlum við aö mæta þessari þörf. Konur vilja fræðslu, þær eru meðvitaðri um sig en áður,“ sagði Hrefna Einarsdóttir ljósmóöir en hún ásamt Guðrúnu Ólöfu Jónsdóttur, ljósmóður, eru að fara af stað með nýstárleg námskeið fyrir verðandi foreldra, byggð á bandarískri fyrirmynd. Upphaílega stóð til að þær yrðu með nám- skeiðin í heilsugæslustöövunum, en þá kom í ljós að ekkert pláss er fyrir slík námskeið, þannig að þaer stöllur hafa fengið inni í þremur félagsmiðstöðvum. Það er í Gerðubergi í Breið- holti, Árseli í Árbæjarhverfi og Fjörgyn í Graf- arvogi. Námskeiðin hefjast síðari hluta apríl- mánaðar og verða tvíþætt, annars vegar fyrir konur á átjándu til tuttugustu viku meðgöngu og hins vegar fyrir konur sem eru komnar á tuttugustu og flórðu viku. „Með því að hafa námskeiðin í úthverfum færum við þau nær fólkinu," sagði Hrefna. „Þar sem þau eru tvíþætt gefst okkur kostur á að leggja meiri áherslu á t.d. brjóstagjöf í seinni hluta námskeiðsins en það hefur sýnt sig að á fyrri hluta meðgöngu eru konur ekki famar að huga að þeim málum. Auk þess ætl- um við að vera með námskeið um bijóstagjöf fyrir konur eftir fæðingu. í fyrri hluta námskeiðsins tökum við fyrir fósturþróun, mataræði, meðgöngukvilla og fleira sem tengist meðgöngunni. í seinna nám- skeiðinu ræðum við um undirbúning fæðing- arinnar, sængurleguna og heimkomuna. Við verðum með margvíslegan fróðleik og höfum látið þýða fyrir okkur greinar eftir Sheilu Kitz- inger og Michel Odent, sem halda bæði fram gildi náttúrlegrar fæðingar. Stefna okkar með þessum námskeiðum er m.a. að virkja foreldrana meira í sambandi við fæðinguna og hvað þau geta gert sjálf, þegar aö henni er komið. Einnig að konan líti já- hafandi konu sem sjúkling sem hún er aUs ekki. Sheila Kitzinger hefur geflð út margar góðar bækur. Hér á landi hefur komið út bókin Kona og kynreynsla kvenna. Hún hefur skrifað um meðgöngu og fæðingu og slökun. Einnig skrif- aði hún formála í bók sem franski fæðingar- læknirinn Michel Odent gaf út. Odent hefur rekið fæðingarheimili í Tithivirs í Frakklandi frá árinu 1962. Stefna hans er að konan fái að ráða sér sjálf í fæðingunni. Hann er t.d. ekki með sérstaka fæðingarstofu heldur stórt og gott herbergi sem konur geta legið á fyrsta stigi fæðingarinnar. Þær mega fæða í þeirri stell- ingu, sem þær vilja t.d. sitja á hækjum sér eða vera á fjórum fótum. Manni finnst hann miklu mannlegri varðandi fæðinguna en margir aðr- ir læknar." - Áttu von á að konur fái einhvemtíma að fæða hér á landi í slíkum stellingum? „Já, það voru karlmenn sem fengu konur á sínum tíma til að hggja í rúmi í fæðingu, það var betra fyrir þá að taka á móti þannig. Á fimmtándu og sextándu öld fæddu konur í stól- um, sitjandi. Það hefur reyndar verið dálítið erfitt að fá konur til aö breyta þessu, þeim finnst óviðeigandi að vera á fjórum fótum. Ég held að það eigi eftir að breytast. í Keflavík hefur ein kona fætt standandi og önnur sitjandi. í Svíþjóð em starfandi nokkur fæðingarheimili á vegum Signi Jönsson sem öll eru í þessum heimilislega stíl. Sólveig Þórð- ardóttir yfirljósmóðir í Keflavík, sem starfaði hjá Signi, hefur tekið upp þá starfshætti, t.d. með því að mála allar stofur á fæðingarheimil- inu í ljósum pastellitum og sett upp fallegar rúff-gardínur. Við emm að vonast til að hægt verði að breyta fæðingardeildinxú í heimilislegra um- hverfi. Það þarf ekki að vera kostnaðarsamt," sagði Hrefna. „Einnig að hægt væri að nýta Fæðingarheimilið við Eiriksgötu betur og gera það að htlu vistlegu og heimihslegu fæðingar- heimih. Við viljum sem sagt breyta þeirri ímynd að farið sé með sængurkonur sem sjúkl- inga. Við teljum að góð fræðsla til verðandi foreldr- a sé ekki síður mikilvæg en mæðravemd," sagði Hrefna Einarsdóttir. „Alhr meðlimir námskeiðsins fá upplýsingamöppu með marg- víslegu efni um meðgöngu og fæðingu." Þær Hrefna og Guðrún Ólöf hafa undirbúið sig um langan tíma og hafa báðar haldiö nám- skeið áður. Hrefna á Heilsuverndarstöðinni og Guðrún í Vestmannaeyjum. Þær útskrifuðust úr ljósmæðraskólanum árið 1981. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.