Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15-. .APRÍL 1989. QHP Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Húsnæðismál alþingis Allir viðurkenna að húsnæðismál alþingis eru óvið- unandi. Skrifstofur alþingismanna eru í mörgum húsum og í þinghúsinu sjálfu er þröngt um set og léleg starfsað- staða. Á undanfórnum árum hafa verið uppi hugmynd- ir um nýja byggingu á vegum þingsins, sem yrði sam- tengd gamla þinghúsinu við Kirkjustræti. Teikningar hggja fyrir og alþingi hefur þegar greitt umtalsvert fé til hönnunar og undirbúnings. Þessi nýja bygging hefur verið þyrnir í augum margra sem bera hag gamla mið- bæjarins fyrir brjósti. Hún yrði mikið klessuverk við hliðina á látlausu þinghúsinu fyrir utan þann gífurlega kostnað sem byggingin hefði í fór með sér. Miðað við umræðumar undanfarna daga virðist sem alþingi hafi lagt hugmyndir um þessa nýbyggingu til hhðar og er það vel. Nú hefur athyglin beinst að kaupum á Hótel Borg. Sagt er að meirihluti þingmanna sé hlynntur þeim kaup- um enda eru ýmis rök sem mæla með hagkvæmni þess að alþingi fái inni í þessu gamla og fornfræga hóteh. Sú lausn er aha vega ódýrari en nýbyggingin og kostar minna rask og minni tíma heldur en umrótið og biðin eftir bákninu við Kirkjustræti. En ekki er aht sem sýnist. Borg„ ^áð hefur brugðist hart við, svo og nokkrir þingmenn R^ykvíkinga sem vara mjög við þessum kaupum. Helstu rök þeirra eru þau að miðbæjarhfið þurfi á hóteh að halda og það sé th skaða að breyta vinsælu kaffi- og veitingahúsi í skrif- stofur á vegum hins opinbera. Bæjarbragurinn breytist og stuðh enn og aftur að fábrotnara mannhfi í hjarta borgarinnar. Bent er á að margar skrifstofubyggingar standi þing- inu til boða í næsta nágrenni og við Austurvöh. Sjálf flytur borgin skrifstofur sínar í nýtt ráðhús innan skamms og rýmir fyrir nýjum leigjendum eða eigendum í Pósthússtrætinu. Póstur og sími, Oddfehowbyggingin og skrifstofuhúsnæði á homi Pósthússtrætis og Austur- strætis eru einnig fýsilegir kostir. Hver borg, sem vill standa undir nafni, þarf á miðbæ að halda sem laðar að, býður upp á þjónustu og iðar af hfi og leik. Hótel Borg hefur um langan aldur verið vin- sæh skemmtistaður, þar ér nú aðlaðandi kaffihús og eina hótehð í hjarta borgarinnar. Það er eftirsjá ef þessi klassíski staður breytist í skrifstofur og mötuneyti fyrir eina stofnun og starfshð hennar. Lengi vel var talað um að flytja alþingi til Þingvaha. Sú hugmynd virðist úr sögunni enda er Alþingishúsið við AusturvöU, í öUum sínum einfaldleika og takmörk- unum, virðuleg og söguleg bygging sem gegnir sínu hlut- verki. Þar á þingið að vera. Hvar alþingi hefur skrifstof- ur sínar eða hvar alþingismenn hafa aðstöðu á milli funda er algjört aukaatriði. Það er ástæðulaust að eyði- leggja bæjarlífið og miðbæinn til að leysa það mál. Al- þingi hefur búið við núverandi húsakost í langan tíma. Það er ekki hundrað í hættunni þótt það ástand vari um sinn, meðan lausn er fundin sem aUir geta verið sáttir við. Alþingismenn verða einnig að hafa í huga að Reykvík- ingar og raunar þjóðin öU hefur sitt að segja um alþingi og staðsetningu þess. Þingið hefur aðsetur í Reykjavík og það ber að taka tillit til hagsmuna og viðhorfa borgar- yfirvalda þegar raska á þeirri umgjörð sem myndast hefur i hjarta borgarinnar. Nóg hefur miðbærinn sett niður samt. EUert B. Schram Wojciech Jaruzelski flokksforingi greiðir atkvæði á pólska þinginu á föstudag í fyrri viku með löggildingu niðurstaða af hringborðsumræðunum við Samstöðu. Polverjar og Ungverjar stefna að fjölflokkakerfi Polverjar og Ungverjar eru hvorir með sínum hætti að leggja út á ókannaða stigu. Viðfangsefni beggja þjóða er að fikra sig stig af stigi frá valdeinokun eins flokks og miðstýrðu hagkerfi eftir sov- éskri fyrirmynd til fjölflokkakerfis í stjómmálum og samkeppnishæfs atvinnulífs á markaðsgrundvelli. í Varsjá stigu Pólverjar úrslita- skref á þessari braut í fyrri viku. Þá komust fulltrúar stjómvalda og stjómarandstöðu að samkomulagj í hringborðsumræðum. Þar er kveðið á um breytingar á stjómar- fari og atvinnulífi sem hafa að markmiði að þoka Póllandi út úr sjálfheldu í stjómmálum og ófremdarástandi í efnahagsmálum. í Búdapest var á miðvikudag haldinn fundur í miðstjóm komm- únistaflokksins til að búa í haginn fyrir viðræður við stjómarand- stöðuna til undirbúnings stjóm- kerfisbreytingum fyrir kosningar á næsta ári. Karol Grosz flokksfor- ingi lagði til á fundinum að allir ellefu fulltrúar í æöstu valdastofn- un flokksins, stjómmálanefnd mið- stjómar, legðu niður umboð sitt á þessum fundi og ný yrði kjörin. í því kíöri féllu fjórir stjómmála- nefndarmenn sem gerst höfðu dragbítar á framkvæmd stefnunn- ar um breytingar í frjálsræðisátt. Kunnastur þeirra fjórmenninga er Janos Berecz, flokksritari með hugmyndafræðileg málefni á sinni könnu. Hann hafði nýlega lagst gegn nýrri skilgreiningu af flokks- ins hálfu á uppreisninni í Búdapest árið 1956. Vildi Berecz halda fast við að þar hefði gagnbylting verið á ferðinni en niðurstaða meirihlut- ans varð að um hefði verið að ræða alþýðuuppreisn gegn óþolandi stjómarháttum. Sovéskar hersveitir bældu niður frelsisbaráttu Ungverja 1956. Nú- orðið draga samstarfsmenn Woj- ciech Jaruzelski hershöfðingja og flokksleiðtoga í Póllandi ekki dul á að hann hafi beitt sér fyrir setningu herlaga 1981 og banni við starfi frjálsu verkalýðssamtakanna Sam- stöðu í því skyni fyrst og fremst að afstýra yfirvofandi hemaöaríhlut- un af hálfu Sovétstjómarinnar. Þar með, segja þeir sem þessu halda fram við vestræna fréttamenn, hélt hann opnum möguleikanum til breytinga við hagstæðari ytri skil- yrði. Og þau skapar innbótastefna Gorbatsjovs í Moskvu. Czeslaw Kiszczak, hershöfðingi og innanríkisráðherra, var fyrir viðræðunefnd sfjómvalda í hring- borðsumræðunum viö Lech Wa- lesa Samstöðuieiðtoga og menn hans. í lokaræðu við undirritunar- athöfnina komst Kiszczak svo að Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson orði að samkomulagið, sem náðist, væri „þrungið af pólsku innihaldi og formi.“ Þar er gert ráð fyrir að starfsemi Samstöðu verði lögleg á ný. í júní verður kosið þing í tveim deildum. Kosningar til löggjafar- deildarinnar Sejm verða „árekstra- lausar“, það er að segja sætum í deildinni er skipt fyrirfram. Stjóm- arandstaðan undir fomstu Sam- stöðu fær 35% sæta í Sejm, Samein- aði pólski verkamannaflokkurinn (valdaflokkurinn) fær 38%, samtök og flokkanefnur á bandi SPV fá 22% og kaþólskir sama marki brenndir 5%. Aftur á móti verður 100 manna Öldungadeild kosin í frjálsum kosningum. Eina skilyrðið fyrir framboði er að safna 5000 meðmæl- endum. Talið er að stjómarand- staðan eigi visan meirihluta í Öld- ungadeildinni. Lagasetning getur ekki átt þar upptök sín en deildin getur breytt lagafrumvörpum sem koma frá Sejm eða fellt þau. Þingið kýs valdamikinn forseta sem talið er víst að verði Jaruzelski hershöfðingi. Hann fær vald til að tilnefna forsætisráðherra og víkja honum frá, getur beitt neitunar- valdi við lagasetningu og rofið þing telji hann þaö bregðast hlutverki sínu. Jafnframt þessum breytingum á skipan ríkisstjómar er gert ráð fyr- ir stórauknum völdum og lýðræð- islegu kjöri stjóma héraöa og sveit- arfélaga. Létt verður hömlum af ráðstöfunarrétti bænda á afurðum búa sinna og bújörðum. Réttur stjómarandstöðu tÚ blaðaútgáfu og aðgangs að útvarpi og sjónvarpi er tryggður. Kveðið er á um ráðstaf- anir til að efla sjálfstæði dómstóla, sér í lagi Hæstaréttar Póllands. Gert er ráð fyrir tveggja ára stórá- taki til að hemja umhverfismengun sem orðin er skaðvænleg í stómm hlutum Póllands. I sérstökum viðræðum kaþólsku kirkjunnar og fulltrúa ríkisstjóm- arinnar varð samkomulag um lagasetningu til að lögfesta stöðu kirkjunnar í pólsku þjóðfélagi. Að því búnu er gert ráð fyrir að komið verði á stjómmálasambandi milli Vatíkansins og Póllands. Svo mætti lengi telja einstakar umbótaáætlanir sem um samdist við hringborðið í Varsjá en í heild miðar samkomulagið að alhliða átaki til að bjarga pólsku þjóðinni úr kröggum sem þegar hafa bakað miklum fjölda volæði og vonleysi. Erlendar skuldir nema 39 milljörð- um Bandaríkjadollara og Samstaða og stjómvöld ætla aö leggjast á eitt að fá vestræna lánardrottna til stuðnings við framkvæmd endur- reisnaráætlunar pólsks atvinnu- lífs. Ungverjar riðu á vaðið í Austur- Evrópu um fráhvarf frá miðstýrðu hagkerfi. Nú hefur meirihluti í for- ustu valdaflokksins þar eins og í Póllandi komist að þeirri niður- stöðu að forsenda úrræða við stöðnun og erfiðleikum sé að efla pólitískt frjálsræði með fjölflokka- kerfi. Fyrir þingkosningar að ári á að setja nýja stjómarskrá. Þar verða afnumin ákvæði um sérstakt hlut- verk kommúnistaflokksins, greinir ríkisvaldsins á að skilja sundur, stjómlagadómstóli verður komið á stofn, gert ráð fyrir þjóðaratkvæða- greiðslum, tryggt tjáningarfrelsi og frjáls aðgangur að fjölmiölum. Við- ræður stjómvalda og nýstofnaðra stjómarandstöðuflokka um þessi efni em á döfinni. í viðtali við International Herald Tribune skýrir Imre Pozsgay úr stjómmálanefnd kommúnista- flokksins svo frá að hann telji að lýðræðislegir stjómarhættir verði komnir á að fullu í Ungverjalandi um miðjan næsta áratug, í næstnæstu þingkosningum. Pozs- gay er kunnur að því aö hafa for- göngu fyrir róttækum umbótasinn- um í flokksforustunni. Meinið er, segir hann, að í Ung- verjalandi er ekki við lýði raun- verulegt hagkerfi heldur „hálfhag- kerfi, þar sem sfjómmál éta upp athafnasemi og atorku í atvinnulíf- inu. Við verðum að reisa við sjálf- stæði landsmanna, gera þá eigend- ur með bættum eignarhaldsregl- um. Ella verða réttindin, sem nýja stjómarskráin okkar veitir, innan- tóm.“ Von Pozsgay og skoðanasystkina hans er að brátt skapist skilyrði fyrir þátttöku Ungveijalands í Evr- ópustofnunum þegar fjölræðið er orðið slíkt „að Vestur-Evrópa vill hafa Ungverjaland með“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.