Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 26
42 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Handknattleikur imglinga Drengjalandsliðið: ísland sigraði Beneluxis annað árið í röð í lok mars fór Beneluxiskeppnin fram í annað sinn og var hún núna haldin í Hollandi. í mótinu taka þátt unglingalandslið Beneluxlandanna auk íslands og var nú mótið haldið í fyrsta skipti fyrir bæði drengi og stúlkur í stað aðeins drengjamóts í fyrra. íslensku hðin eru skipuð leik- mönnum 16. ára og yngri en Bene- luxlöndin senda eldri keppendur. Leikir íslenska piltalandshðsins í Lúxemborg og Hohandi vöktu mikla athygh enda voru yfirburðir strák- anna mikhr. Drengjalandshðið lék sex leiki og vaxm þá alla nokkuð ör- ugglega. Áður en haldið var til Hol- lands voru leiknir þrír vináttuleikir í Lúxemborg bæði gegn félagshði og landshðum Lúxemborgar. ísland 33 - Echternach 20 Fyrsti leikur íslenska piltalands- hðsins var gegn félagshði frá Ech- temach, sem er bær stutt frá Lúxem- borg. Byrjuðu íslendingar leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega und- irtökunum í leiknum. í hálfleik hafði ísland náð sex marka forustu, 13-7, í seinni hálfleik héldu þeir upptekn- um hætti og í leikslok varð munur- inn mestur, 33-20. Gunnar Kvaran var bestur í þess- um leik og sýndi geysilegt öryggi í skotum sínum og þá áttu markverð- imir Ásgeir Baldursson og Ingvar Ragnarsson ásamt Patreki Jóhann- essyni ágætan leik. Mörk Islands: Patrekur 7, Gunnar 6, Jason Ólafsson 5, Ríkharöur Daða- son 4, Karl Karlsson 3, Leó Hauksson 2, Halldór Eyjólfsson 2, Andri V. Sig- urðsson 2, Ragnar Kristjánsson 1 og Páh Þórólfsson 1. Ásgeir varði 8 skot og Ingvar 6. Þrír leikmenn íslands gátu ekki leikið fyrstu leiki hðsins vegna veik- inda én það vom þeir Sigurður Þor- valdsson, Dagur Sigurðsson og Óskar Óskarsson. ísland 27 - Lúxemborg 16 Næsti leikur íslands var gegn jafn- öldmm frá Lúxemborg og var hann svipaður leiknum frá deginum áður. Staðan í hálfleik var 12-6 og þrátt fyrir að andstæðingarnir gerðu aht hvað þeir gátu til að minnka muninn varð ehefu marka sigur íslendinga staðreynd, 27-16. Ríkharður og Jason áttu góðan leik ásamt Ásgeiri sem varði 11 skot í leiknum. Ingvar varði 6 skot. Mörk íslands: Ríkharður 7, Jason 5, Patrekur 5, Karl 4, Gunnar 3, Ragn- ar 1, Andri 1 og Páll 1. ísland 32 - Lúxemborg 23 Þriðji leikur phtanna var gegn landsliði Lúxemborgar, skipuðu 20 ára leikmönnum, og náðu íslending- ar að sýna sinn besta leik til þessa og bera sigurorð af andstæðingum sínum þrátt fyrir að vera nokkuð yngri. íslensku pUtamir náðu að leika sterka 6-0 vöm aUan leiktímann og einnig var sóknarleikurinn góður. Bak við sterka, íslenska vöm var Sigurður Þorvaldsson og varði hann oft vel. AUt íslenska hðið átti góðan leik að þessu sinni, bæði í vörn og sókn. Mörk íslands: Jason 7, Patrekur 7, Gunnar 6, Karl 5, Leó 3, Ríkharður 2, Ragnar 1 og Andri 1. Sigurður varði 10 skot og Ingvar 5. Að loknum þessum undirbúnings- leikjum í Lúxemborg var haldið til HoUands ásamt stúlknaliði íslands og pUtahði Lúxemborgar og var fyrsti leikur drengjanna á mótinu gegn Belgíu sem urðu í öðru sæti mótsins á síðasta ári. ísland 28 - Belgía 16 Nokkur skrekkur var í íslensku leikmönnunum fyrir þennan leik þar sem Belgar höfðu veitt íslendingum mestu mótspyrnuna á síðasta ári en viðureign þessara þjóða í fyrra end- aði með tveggja marka sigri íslands. íslenska hðið byrjaði leikinn með miklum látum og áttu Belgar ekkert svar við kröftugum leik okkar manna sem léku sterkan varnarleik, með Ásgeir góðan í markinu. íslend- ingar höfðu átta marka forustu í hálfleik, 15-7, og í seinni hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og stór- sigur drengjanna var staðreynd. Mörk íslands: Patrekur 8, Jason 8, Ríkharður 7, Ragnar 2, Karl 2 og HaUdór 1. Ásgeir varði 8 skot. Island 24- Lúxemborg 17 Á Beneluxismótinu að þessu sinni kom Uð Lúxemborgar mest á óvart en allt annað var að sjá til hðsins á mótinu heldur en í vináttuleiknum gegn íslandi í Lúxemborg nokkrum dögum áður. Mikil barátta var í lið- inu í öUum leikjum þeirra og þar sem þeir unnu HoUand í fyrstu umferð- inni var ljóst að íslenska liöið varð að sigra í leiknum til að halda efsta sætinu. Þrátt fyrir að íslenska Uðinu tækist ekki að sýna sínar bestu hhðar að þessu sinni sigraði ísland eftir mikla baráttu, 24-17. Þessar tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem Lúx- emborgarar sýndu mikla yfirvegun í leik sínum og hleyptu íslendingum aldrei langt frá sér. Staðan í hálfleik var 12-8 íslandi í vU en er tíu mínút- ur voru til leiksloka var aðeins tveggja marka munur á liðunum og aUt gat gerst. Þá leit besti leikkafli íslands dagsins ljós og breyttu þeir stöðunni úr 17-15 í 24-17 sem urðu lokatölur leiksins. Vörn íslenska hðsins var slök í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálf- leik er íslendingar fengu á sig mörg ódýr mörk. Mörk íslands: Jason 8, Ríkarður 5, PáU 3, Gunnar 2, Patrekur 2, Andri 2, Dagur 1 og Karl 1. Ingvar varði 2 skot og Sigurður 11. ísland 35 - Holland 20 Síðasti leikur íslands í mótinu var gegn HoUandi og var allt annað að sjá tU leikmanna íslenska hösins að þessu sinrn en í leiknum gegn Lúx- emborg. Jafnt var aðeins á fyrstu mínútunum en síðan skUdi á mUli liðanna og í leikslók var 15 marka sigur staðreynd, 35-20, eftir að staðan í hálfleik hafði veriö 18-10. Sigurður í markinu ásamt þeim Páh, Patreki og Karh áttu bestan leik að þessu sinni en allt liðið átti ann- ars góðan dag. Mörk íslands: Patrekur 7, Karl 7, Ríkharður 6, Jason 5, Páll 4, Andri 2, Gunnar 2, Ragnar 1 og Óskar 1. íslendingar Beneluxis- meistarar íslendingar urðu því í efsta sæti mótsins, annað árið í röð, með fullt hús stig en Lúxemborg, er varð í neðsta sæti sl. ár, tryggði sér annað sætið með sigri á HoUandi og jafn- tefli við Belgiu. Holland bar sigurorð af Belgíu og tryggði sér þar með þriðja sætið. Óskar Óskarsson, sem gat litið leikið með íslenska landsliðinu i fyrstu leikj- unum vegna meiðsla, sést hér skora gott mark gegn Hollandi í síðasta leik liðsins. ingar hlutu Patrekur Jóhannesson, sem var valinn besti varnarleik- maður mótsins, sést hér skora eitt marka sinna á mótinu en hann var einnig mjög atkvæðamikill í sókn- inni. viðurkennmgu Að lokinni keppni á Beneluxismót- inu voru ásamt verðlaunaafhend- ingu fyrir efstu sætin á mótinu veitt- ar viðurkenningar til ýmissa ein- staklinga. Jason Ólafsson var markahæstur á mótinu að þessu sinni en hann skor- aði 21 mark. Jason var einnig kosinn besti sóknarleikmaðurinn. Kosinn var besti vamarleikmaður- inn í báöum flokkunum kom sú við- urkenning í hlut íslands. Besti varn- arleikmaðurinn hjá piltum var kos- inn Patrekur Jóhannesson en Kristín Blöndal hjá stúlkum. Belgar voru taldir prúðasta liðið á velhnum í bæði drengja- og stúlkna- flokki og þá var besti sóknarleikmað- urinn og markahæsti leikmaðurinn í stúlknaflokki Belgi. Jason Olafsson, sem var markahæsti leikmaður mótsins að þessu sinni, hlaut einnig viðurkenningu sem besti sóknarleikmaður Beneluxismótsins. Beneluxismótið: Þrír íslend-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.