Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 41 Bara glóðvolgar fréttír - segir Sigurður Sigurjónsson, einn fréttamanna á '89 á Stöðinni „Þetta byrjaði á því að við vorum beðnir að gera eitthvað fyrir Sjón- varpið og sú hugmynd varð ofan á að stofna sjónvarpsstöð innan stöðvarinnar og senda út frétta- þáttinn ’89 á Stöðinni,“ segir Sig- urður Sigurjónsson, einn Spaug- stofumanna sem skemmt hafa landsmönnum með óborganlegu gríni á hveiju laugardagskvöldi imdanfamar vikur. „Verkefnið var að vera vikulega með gamanþátt og þá lá beinast við að vera alltaf með dægurmál og flytja helst ekkert annað en glóð- volgar fréttir. Þetta kostar mikla og skemmti- lega pressu sem á ágætlega við okkur. Við þurfum að vinna hratt en sannarlega er þetta ekki bara okkar höfuðverkur, þótt við semj- um efnið, því starfslið Sjónvarpsins leggur ekki svo lítið af mörkum.“ Alltá seinustu stundu „Við tökum upp allt sem gerist utandyra á föstudögum frá því skömmu fyrir hádegi og fram eftir degi. Innitökumar em teknar á laugardagsmorgnum og unnið úr efninu eftir hádegið. ’89 á Stöðinni er því nánast í beinni útsendingu. Stundum koma upp fréttir á fostudögum eða laugardögum og þá reynum við að semja þaö á staðnum um leið og það er tekið upp. Vinnu við þættina lýkur yfir- leitt hálfum öðrum klukkutíma fyrir útsendingu þannig að oft má ekki tæpara standa.“ Spaugstofan hefur starfað frá því aö Öm Ámason, Sigurður Sigur- jónsson og Karl Ágúst Úlfsson sáu um áramótaskaup um áranótin 1985/86. Þá var Laddi einnig með þeim en hann vinnur nú með keppinautunum í Gríniðjunni. Núna standa fimm menn að Spaug- stofunni því þeir Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson hafa bæst í hópinn. Síðustu mánuðina hefur ’89 á Stöðinni verði full vinna fyrír þá félaga ef frá er tahð að allir vinna þeir meira og minna í leikhúsun- um. Sigurður og Pálmi em núna t.d. að leika í Óveðrinu eftir Shake- speare sem frumsýnt var í Þjóöleik- húsinu í gærkvöldi, Það snjóar alltaf í upptökum Stöðvarinnar. Hér er verið að taka upp viðtal við Guðrúnu Helgadóttur um kaupin ó Hótel Borg. Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson eru í aðalhlutverkunum. DV-mynd Brynjar Gauti Unnið 'allavikuna Undirbúningur fyrir ’89 á Stöð- inni stendur aila vikuna hjá Spaug- stofunni. „Vikan byrjar þannig hjá okkur að við hittumst á mánudög- um og köstum hugmyndum okkar á milli,“ segir Sigurður. „Við hitt- umst aftur á þriðjudegi og þá em yfirleitt einhveijar góðar fréttir komnar fram. Það er þó auðvitað breytilegt frá viku til viku hvað mikið er að gerast og stundum er gúrkutíð. Við horfum á allar sjónvarps- fréttir af bandi hér á Spaugstofunni og lesum öll blöð. Þegar líður á vik- una förum við í að semja atriðin endanlega og það sem fer á blað lendir í höndunum á Karh Ágústi sem gengur endanlega frá handrit- inu. Hann er ritstjóri handrits og fréttastjóri Stöðvarinnar. Húmorinn, sem kemur fram í þáttunum, er eitthvert samkruh úr húmor okkar allra. Okkur gengur vel að vinna sem hópur, enda höf- um við fimmmenningamir unnið mikið saman. Eftir á er engin leið að segja hver á hvað í þáttunum." Kristján tekur völdin „Leikurinn verður líka léttari eft- ir því sem karakteramir mótast. Við erum famir að þekkja þessa menn vel og eigum með hveijum þætti auðveldara með að semja fyr- ir þá. Neytendafrömuðurinn Kristján Ólafsson tekur t.d. af mér völdin þegar ég er kominn í gervið og ég er farinn að geta talað um hann eins og mann sem ég þekki. Við ákváðum í upphafi að vera ekki mikið með beinar eftirherm- ur. Gísh Sigurgeirsson og Sigmar B. Hauksson em þó orönir fastir gestir og Guðrún Helgadóttir kem- ur oft fyrir. Að öðra leyti era þetta að öhu leyti tilbúnar persón- ur. Yfirleitt tekur fólk því vel þótt haft sé eftir því. Við reynum lika að fara ekki yfir strikið því það er hægt að gera aht ósmekklega. Það hafa, held ég, ekki komiö fram ærumeiðingar ennþá. Það er þó aldrei hægt aö komast hjá því að einhveijir verði fúlir.“ Mennimir á götunni „Viö ákváðum líka að draga sem mest úr ýktum gervum og hafa þau öh einföld. Þetta eiga að vera menn eins og ganga hér um götumar og þvi ekki með gervinef og annað þess háttar. Við látum líka einstaka stjómmálamenn að mestu í friði nema hvað verk þeirra era tekin fyrir. Það er búið aö gera svo mikiö grín að stjómmálamönnum að okkur fannst nóg komið. Þegar stjómmálamenn koma fyrir þá er- um við ekki að eltast við nákvæm- ar eftirhermur því það er ekki grín- ið okkar. Jóhannes Kristjánsson er sér- fræðingurinn í að herma eftir stjónmálamönnum og tekst aldeihs bærilega upp í þvi. Við tökum hann ekki þar á heimavelh heldur gerum þetta á okkar hátt.“ Spaugstofumenn hafa ekki verið lausir við kvartanir vegna þátt- anna. þeir hafa fengið glósur um að vera ósmekklegir og grófir. „Þetta kemur fyrir og við reiknuð- um með því frá upphafi," segir Sig- urður. „Það er stefiian að taka svo- htið hressUega á málum jafiivel þótt einhveijir móðgist. Það væri eins gott að sleppa þáttunum ef við fær- um að hugsa um að móðga engan. Það vora ekki allir sáttir við út- færslur okkar á lögunum í Söngva- keppninni, án þess aö ég nefni nokkur nöfn. Kynnirinn tók grín- inu þó vel enda útgáfan ýkt en það hefur enginn beinlínis orðið æva- reiður. Fram að þessu finnst mér að okk- ur hafi tekist þaö sem við ætluðum okkur. Við fáum góðan útsending- artíma og ég held að viö höfum náð til áhorfenda. Fólk viU hafa svona efhi í sjónvarpinu oftar en bara um áramót," sagði Sigurður Siguijóns- son. -GK Randver Þorláksson Fæðingardagur og ár: 7.10.1949. Hæð: 178 sentímetrar. Maki: Guðrún Þórðardóttir. Áhugamál: Veiöar, tónhst og knatt- spyma þegar Víkingur leikur. Sigurður Sigurjónsson Fæðingardagur og ár: 6.7. 1955. Hæð: 174 sentímetrar. Maki: Lisa C. Harðardóttir. Áhugamál: SUungs- og laxveiði og ’89 á Stöðinni. Öm Ámason Fæðingardagur og ár: 19.6.1959. Hæð: 181,2 sentímetrar. Maki: Jóhanna Óskarsdóttir. Áhugamál: Almennt grín og golf. Matargerð í frístimdum. Karl Ágúst Úlfsson Fæðingardagur og ár: 14.11.1955. Hæð: 170 sentímetrar. Maki: Ásdís Ólsen. Áhugamál: Gamanmál og skíöi. Pálmi Gestsson Fæðingardagur og ár: 2.10.1957. Hæð: 186 sentímetrar. Maki: í stöðugri leit. Áhugamál: Hestamennska og maki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.