Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
21
Vísnaþáttur
Skáld á aldahvörfum
TheodóraThoroddsen, ekkja Skúla
Thoroddsen sýslumanns og þjóð-
málaskörungs-, var sjálf engin meðal-
manneskja. Skáld var hún og mikil
frásagnarkona og kunni að lifa langa
ævi án þess að láta sér leiðast. Eina
af góðum vinkonum hennar dreymdi
hana þegar Theodóra var horfm af
þessum heimi. Síðan er þessi draum-
vísa:
Yfir um álinn bátinn bar,
blikaði sól um fold og mar.
Ég ýtti um hlein og eygði þar
ástina og lífið hvar sem var.
Ekkert segi ég frekar um þessa
vísu. Ég hef oft áður minnst Theod-
óru í pistlum mínum, met hana mik-
ils, eina og heyra má. Hafði af henni
nokkur persónuleg kynni. Hér kem
ég svo með stöku úr ritsafni hennar,
læt menn um að dæma, hvort hún
yrkir betur eða verr í draumum ann-
arra eða eigin vöku: Til Arnar Arnar-
sonar:
Ekki drakk ég áfengt vín,
ekki skein mér sólin,
en Stjáni blái barst til mín
og bjargaði mér um jóhn.
Kvæðiö um Stjána er eftir Öm
Amarson og kom fyrst á prent í Eim-
reiðinni 1935. Theodóra og Magnús
Stefánsson, sem var hið rétta nafn
Amar, tilheyrðu sömu kynslóð. Fæð-
ingar- og dánarár þeirra vom: Henn-
ar 1863-1954, hans 1884-1942. Hennar
ævi varð svona miklu lengri og varð
hka um margt viðburðaríkari og
hans um flest ólík. En margt áttu þau
sameiginlegt. Bæði unnu þau skáld-
skap og fógmm listum og vom rót-
tæk í skoðunum. Þessar þrjár vísur
orti hann til Theodóru:
Nú er sumar um sæ og lönd,
sól er á hverjum ljóra.
Rétti ég þér hrjúfa hönd.
Heill þér, Theodóra.
Þú ert söngvið sumarbarn,
sólmánuði borin.
Stundum yfir hrím og hjam
hafa legið sporin.
Sumarrómi sólskinslag
söngstu í hríðarbylnum.
Fram á lífsins lokadag
lumar þú á ylnum.
Upphaf Stjána bláa
Hann var alinn upp við slark,
útlegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.
Sextíu ára svaðilfor
setur mark á brá og vör,
ýrir hæmm skegg og skör,
skapið herðir, eggjar svör.
Þegar vínið vermdi sál,
vom ei svörin myrk né hál,
ekkert tæpitungumál
talað yfir fyhtri skál.
Þá var stundum hlegið hátt,
hnútum kastað, leikið grátt,
hnefar látnir semja sátt,
sýnt, hver átti í kögglmn mátt.
Kæmi Stjáni í krappan dans,
kostir birtust fuhhugans.
Betri þóttu handtök hans
heldur en nokkúrs annars manns.
Norðanfjúkið, frosti remmt,
fáum hefur betur skemmt,
sýldi hárið, salti stemmt,
sævi þvegið, stormi kemmt.
Sunnanrok og austanátt
eldu við hann silfur grátt.
Þá var Stjána dillað dátt,
dansaði skeið um hafið blátt.
Sló af lagi sérhvem sjó,
sat við stýri, kvað og hló,
upp í hleypti, undan sló,
eftir gaf og strengdi kló.
Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla ævi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó.
Kvæðið er í tveimur hlutum og
þetta er sá fyrri. Framhaldið er átta
sexlínu erindi og lýsir þeim móttök-
um sem skáldið telur að Stjáni hafi
fengið, er hann lenti báti sínum á
himnaströnd. Þar stóð Drottinn sjálf-
ur og ávarpaði hann:
Stýra kannt þú, sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
Hér er ekki rúm fyrir mikið úr þeim
hluta kvæðisins, en við bætum þó
þessu við:
Heill til stranda, Stjáni blái,
stíg á land og kom tíl mín,
hér er nóg að stríða og starfa.
Stundaðu sjó og drekktu vín,...
Þetta er frjálslyndisleg guðfræði.
Um Stjána bláa er þáttur eftir séra
Jón Thorarensen í Rauðskinnu, 3.
bindi 1971. Stjáni hét fullu nafni
Kristján Sveinsson og kynntist séra
Jón honum á æskuheimili sínu, Kot-
vogi á Suðumesjum. Jón lýsir honrnn
sem glettnum, bamgóðum manni,
nokkuð vínhneigðum, og þá mun
honum hafa verið laus höndin, en
frægustum sem afburða sjómanni og
stjómanda, þegar hættur bar að
höndum. Kynni munu hafa verið
milli Kristjáns og skáldsins, sem
eflaust hefur farið frjálslega með efni
sitt.
Mig minnir að ég hafi áður sagt frá
æviferli Magnúsar og ætla ekki að
endurtaka neitt af því. Hann var síð-
ustu ár sín búsettur í Hafnarfriði og
var um skeið forstöðumaður bóka-
safnsins þar. En sökum heilsubilunar
varð hann að láta af störfum. Á stríðs-
árunum heimsótti ég Magnús og birti
þá viðtal við hann. Hann bjó í litlu
þakherbergi einsamall, því hann
hafði aldrei verið fjölskyldumaður.
Innanstokksmunir vora fáir. Hann
var yfirlætislaus maður og hygg ég
að þetta hafi verið í fyrsta og síöasta
sinn sem viðtal var birt við hann.
Hann sagði mér þá nokkuð af högum
sínum, einkum frá uppeldisárum sín-
um á Langanesströnd, en snemma
missti hann foður sinn og móðir hans
giftist aftur.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi.
Þeir voru vígalegir, síðustu dorgararnir á isnum í Hvammsvík í Kjós fyrir
nokkrum dögum, rétt áður en isinn fór að gefa sig. Veiðin hjá þeim varfín.
DV-mynd G.Bender
Veiðieyrað
Betri veiði spáð í
Norðurá og Þverá
í Borgarfirði
Sigurður Már Einarsson, fiski-
fræðingur og deildarstjóri Veiði-
málastofnunar í Borgamesi, flutti
stórfróðlegt erindi hjá Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur um síðustu helgi.
Ræddi Sigurður mn áhrif flökku-
fisks, netaveiði og veiðihorfur í
borgfirskum veiðiám á sumri kom-
anda. Kom þar fram að Norðurá og
Þverá munu bæta töluverðu af laxi
við sig frá fyrra sumri. Þóttu veiði-
mönnum það góð tíðindi og þá sérs-
taklega hvað varðar Norðurá.
Nýtt veiðisvæði hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
Stangaveiðifélag Reykjavíkur læt-
ur ekki sitt eftir liggja við að útvega
félagsmönnum sínum ný veiðisvæði.
Á þessu ári hafa bæst við Laxá í Leir-
ársveit, Flekkudalsá og núna það
nýjasta, Langá fyrir löndum Litla-
fjalls og Grenja. Fróðir menn segja
að þetta sé feikna skemmtilegt veiði-
svæði og vel þess virði að renna
þama. Veiðileyfi kosta líklega frá
3000 kr. til 13.000 kr.
Flottfélagsblað
Stangaveiðifélag Keflavíkur kallar
ekki allt ömmu sína í veiðinni og
hefur gert marga laglega hluti. Fyrir
nokkra kom út félagsblað og kennir
þar ýmissa grasa. A síðasta ári varð
félagið 30 ára og blaðið því hið veg-
legasta í alla staði. Margar skemmti-
legar greinar era í því. Nefna má
greinamar Um veiðisvæði félagsins
í 30 ár, Mál að vakna eftir Sigurð
Pálsson, Ást við fyrstu kynni eftir
Óskar Bjarnasson og í blaðinu er
nyög góð veiðisaga eftir Sigurð Páls-
Það hefur verið heldur kuldalegt i
sjóbirtingsveiðinni en veiðimenn
láta sig hafa það og á myndinni er
Benedikt Ólafsson með einn úr
Rangánum fyrir skömmu.
DV-mynd Jón
Auglýsing frá
Orlofssjóði VR
ORLOFSHUS VR
Dvalarleyfi
Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1989. Umsóknir á þar til gerðum
eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 21. apríl 1989.
Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: \
að Ölfusborgum
að Húsafelli í Borgarfirði
að Svignaskarði í Borgarfirði
að lllugastöðum í Fnjóskadal
í Vatnsfirði, Barðaströnd
að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu
íbúðir á Akureyri
að Flúðum
Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma-
bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir
19. maí n k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt
er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 6. maí n k. kl. 14 og hafa umsækj-
endur rétt til að vera viðstaddir.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR
í síðasta lagi föstudaginn 21. apríl nk.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti
umsóknum símleiðis.