Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Kvikmyndir Ein öld liðin frá fæðingu Charlie Chaplin: Talið er að þegar Chaplin var upp á sitt besta hafi hann státað af þekkt- asta andliti í heiminum. Enginn, stór eða smár, gamall eða ungur, þekkti ekki umrenninginn litla sem fékk fólk til að gráta og hlæja á víxl. Nafn hans var sveipað dýrðarljóma sem enn þann dag í dag skín skært. Eiginlega er ómögulegt að líkja Chaplin við einhvem núlifandi eða látinn listamann. Hann var einstak- ur listamaður sem skapaði sinn eigin stíl, stíl sem engum hefur tekist að líkjaeftir. Chaplin var með listamannsblóð í æðum frá fyrstu tíð en hann fæddist 16. apríl 1889 í London. Foreldrar hans voru revíuleikarar er slitu sam- vistum þegar hann var eins árs. Hann fylgdi í æsku móður sinni á ferðum hennar milh leiksviða og varð fljótt sviðsvanur. Hann var fimm ára þegar hann kom fyrst opin- berlega fram. Hann hljóp þá fram á sviöið þegar rödd móður hans bilaöi og hélt áfram að syngja lagið sem hún hafði verið að syngja. Móðir hans fékk taugaáfall þegar röddin brast og gat ekki sinnt Chapl- in og hálfbróður hans, Sidney. Ekki batnað ástandið þegar faðir hans lést stuttu síðar. Drengimir tveir vom allt í einu orðnir einstæðingar þegar flest böm eiga heimiii og eru í skóla. Til að hafa ofan í sig æfðu drengim- ir dans- og leikatriði sem þeir sýndu á götuhomum í von um að fólk léti eitthvað af aurum til þeirra falla. Það var vegna sambanda sem móð- ir Chaplins hafði að hann komst í hóp bamadansarar er kölluðust The Eight Lancashire Lads. Hann var nú orðinn atvinnuleikari aðeins átta ára að aldri. Seinna meir lék hann barna- hlutverk í leikritum í London. Má þar nefna að hann lék í leikriti við opnunina á hinu fræga leikhúsi Hippodrome árið 1900 og í frumút- gáfu af Peter Pan 1904. Þegar Charlie Chaplin var orðinn sautján ára tók hann sitt fyrsta skref í þá átt sem átti eftir að gera hann að vinsælasta gamanleikara allra tíma. Hann tekur boði um að ganga í gamanleikflokk Fred Camo þar sem bróðir hans, Sidney, var þegar fyrir og var búinn að geta sér orð sem góður gamanleikari. Það var með leikflokki þessum sem hann fór fyrst til Bandaríkjanna 1910. í sinni annarri ferö þangað 1912 sá Mack Sennett, er stjómaði þekktu kvikmyndaveri sem framleiddi gam- anmyndir, Chaplin leika drukkinn róna og bauð honum starf í kvik- myndum. Ekki gaf fyrsta hlutverk Chaplins nein sérstök fyrirheit. Það var þó strax í annarri kvikmyndinni, Kid Auto Races at Venice, að Umrenning- urinn fékk á sig fyrsta svipmótið. Á þremur mánuöum lék Chaplin í ellefu stuttum kvikmyndum, oftast í aukahlutverkum með stjömum á borð við Fatty Arbuckle og Mabel Normand. Að þessum tíma liðnum vildi hann fá að leikstýra sínum myndum sjálfur. Sennet gaf honum nokkuð fijálsar hendur næstu mánuði og smám sam- an fór að koma mynd á umrenning- inn. Chaplin lék á þessum tíma í þrjá- tíu og fimm stuttum myndum fyrir Mack Sennet og leikstýrði hann þeim flestum. Hann notaði þjálfun sína sem rev- íuleikari til að slípa persónu sína og gera hana aðlaðandi í augum áhorf- andans. Stóra stökkiö kom svo 1915 þegar Chaplin lét fara frá sér Umrenningin (The Tramp) sem flestir telja fyrsta meistarverk Chaplins. Umrenning- rninn varð mjög vinsæl kvikmynd og gat Chaplin nú farið að gera kröf- ur. Hann hafði hætt hjá Sennet og gert samning við annað fyrirtæki um tólf kvikmyndir á ári. Hann stóð við þann samning og eru nokkrar þess- ara kvikmynda einstaklega skemmtilegar, kvikmyndir eins og The Ring, Easy Street og The Advent- urer. Chaplinframleiddijafntogþétt færri og lengri myndir. Það var svo 1921 sem Charlie Chaplin gerði sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Drenginn (The Kid). Hrifningin af henni var gífurleg og varð hún á augabragöi geysivinsæl. Drengurinn var að mörgu leyti tímamótaverk á ferli Chaplins. Ekki aðeins að myndin var í fullri lengd heldur kemur þar fyrst fram sú til- hneiging til tilfinningasemi sem braust út í sársaukafullum atriðum. Þessi tilhneiging hans er af öllum talin til komin vegna sárra æsku- minninga. Hvaö um það, þrátt fyrir tilfinn- ingasemina skildi Chaplin aldrei viö áhorfandann niðurdreginn. Fólk fór grátandi út af Drengnum. Það var þó alveg ekki síður fegurðin í list- sköpun Chaplins en söguþráðurinn sem gerði áhorfendur viökvæma. Nokkru áður en Cfíaplin gerði Drenginn hafði hann stofnað United Artist Corporation ásamt Mary Pick- ford.Douglas Fairbanks og D. W. Griffith. í Kjölfarið fór hann í mikla ferð um Evrópu og kom honum á óvart hversu vel honum var tekið og hversu vinsælar kvikmyndir hans voru. Þegar komið var aftur til Holly- wood tók hann til við að leikstýra einu þöglu kvikmynd sinni sem hann lék ekki í, A Woman Of Paris. Þó kvikmyndin sýndi að Chaplin var hæfur leikstjóri þá vantaði neistann, sem sagt hann sjálfan fyrir framan kvikmyndavélina. Gullæðið (The Gold Rush), er Chaplin gerði 1925, er af mörgum talin besta kvikmynd hans. Þessi heillandi kvikmynd sýnir kannski best hversu óhemjumikla vinnu Chaplin lagði á sig tO að koma boð- skap sínum fram. Líkami hans líður um tjaldið eins og vel smurð vél, hvert einasta atriði er úthugsað og er Gullæðiö hápunktur sköpunar- listar í þöglum kvikmyndum. Sirkusinn (The Cirkus) fyldi á eftir og þótt sú mynd sé uppfull af brellum og prakkaraskap þá er hún langt frá að vera jafngóð og Gullæðið. Um sama leyti voru honum veitt óskars- verðlaun fyrir framtak sitt í þágu kvikmyndgerðar. Þess má geta að Chaplin fékk aldrei óskarsverðlaun fyrir eina sérstaka kvikmynd. Aldrei fékk hann óskarsVerðlaun sem besti leikstjóri eða leikari og engin mynda hans fékk óskarsverðlaun sem besta kvikmynd. Nú tóku við breytingatímar í kvik- myndagerð sem Chaplin átti erfitt með að sætta sig við, hljóð- og tal- setning. Hann lét hafa eftir sér að talmyndir myndu endast sem tísku- fyrirbrigði í þijú ár og síðan myndi almenningur halla sér að þöglu myndunum aftur. Og til aö mótmæla talmyndum gerði hann enn eina þögla kvikmynd, Borgarljós (City Light) 1931, og setti aðeins tónlist við sem hann samdi sjálfur. Þrátt fyrir varnaðarorð vina innan kvikmynda- iðnaðarins sló Borgarljós í gegn hjá almenningi sem og gagrýnendum. Og fram kom tónskáldið Chaplin. Fimm ár liðu nú þar til næsta kvi- mynd, Nútíminn (Modem Times), leit dagsins ljós og enn þijóskaðist Chaplin við að tala inn á mynd eftir sig. Tónlistin var þó fyrir hendi og rödd hans heyrðist í fyrsta skipti. Hann söng nefnilega eitt lag í eftir- minnilegu atriði og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Stórhrifinn al- menningur flykktist á myndina og gagnrýnendur áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Þrátt fyrir vinsældir mynda Chapl- in fann hann að ekki þýddi að andæfa lengur gegn talmyndum og 1940 kem- ur hann með Einræðisherrann (The Great Dictator) þar sem hann gerir stólpagrín að fasismanum. í þessari kvikmynd sjáum við umrenninginn ísíðastaskiptið. Sjö ár líða áður en Chaplin sendi frá sér Monsier Verdoux og kom þar greinilega fram biturleiki og sú slæma rey nsla af fj ölmiðlum sem hann hafði orðið fyrir og það er tregi en ekki hlátur sem er einkenni næstu myndar, Sviðsljóss (Limelight), er hann gerði 1952. ÞráttfyriraöChaplinhafiverið - stjama og dáður af almenningi allt frá því hann gerði fyrstu kvikmynd- irnar var hann alla tíð fórnarlamb hægrisinnaöaðra öfgahópa og æsi- fréttamanna. Fyrsta reynsla hans af þessu var meðan fyrri heimsstyijöld- in geisaði. Hann var ásakaður um að lifa sældarlífi meðan landar hans áttu í stríði. Staðreyndin var samt sú að hann bauð sig fram en var hafnað vegna heilsubrests. Ekki bætti um fyrir honum að ganga í hjónaband með komungum stúlkum. Hann giftist með stuttu millibili tveimur sextán ára stúlkum, Mildred Harris og Lita Grey, og end- uðu bæöi hjónaböndin með miklum látum. Þriðja hjónaband hans entist ekki mikið lengur. Það var með leik- konunni Paulette Goddard, sem var nítján ára, en Chaplin fjörutíu og fjögurra ára þegar hann giftist henni. Eftir að þau skildu lenti hann í miklu hneykshsmáh þegar bamung leik- kona, Joan Barry, sagði hann fóður að bami sem hún átti. Var hann ákærður fyrir mök við stúlku undir lögaldri. Blöðin gerðu að sjálfsögðu mikið úr þessu hneykslismáh og vom þau flest á bandi stúlkunnar. Frið í einkalífinu öðlast Chaphn svo 1943 þegar hann giftist hinni átj- án ára gömlu Oona O’Neih þrátt fyr- ir áköf mótmæh foöur hennar, leik- ritaskáldsins Eugene O’Neih. Chaphn átti sér marga óvini og nú notfærðu þeir sér að þrátt fyrir að Chaplin hefði verið fjörutíu og fjögur ár í Bandaríkjunum hafði hann aldr- ei sótt um ríkisborgararétt. Komið var á kreik þeim orðrómi að hann væri kommúnisti og þóttust stjórn- málamenn sjá í kvikmyndum hans áróður með kommúnistum. Þing- nefnd á vegum hins ihræmda komm- únistaveiðara McCarthy sá ástæðu til að boöa hann á sinn fund. Chaplin mætti ekki en sendi skeyti sér th málsvamar þar sem hann sagði: „Ég hef aldrei verið kommúnisti og hef aldrei verið félagi í póhtískum sam- tökum. Ég get aðeins játað að vera friðarsinni." Chaplin var aldrei rekinn beint úr landi, en þegar hann var á sighngu yfir hafið með skipi til Englands kom tilkynning um að vegabréfsáritun hans yrði ekki endurnýjuð nema hann bætti ráö sitt. Chaplin hét þá að stíga aldrei framar fæti á banda- ríska grand. Hann settist aö í Sviss og bjó þar th æviloka ásamt fjöl- skyldu sinn en hann átti átta böm með Oonu. Sársauki er þema næstu myndar hans, Kóngur í New York (King In New York). Horfinn er krafturinn og tilraun hans th að gera grín að bandarísku líferni nær aldrei þeim broddi er einkenndi fyrri myndir hans. Mynd þessi ohi aðdáendum hans vonbrigðum, þó ekki nándar nærri eins miklum og síðasta kvik- mynd meistarans Greifaynjan frá Hong Kong (The Countess From Hong Kong) sem var gerð í Englandi fyrir ameríska dollara. Þrátt fyrir að Marlon Brando og Sophia Loren væru í aðalhlutverkum var hér um misheppnaða mynd að ræða. Ekki hélt Chaplin heit sitt um að stíga ekki á ameríska grand framár. 1972 fór hann aftur th Bandaríkjanna til að taka við sérstökum óskarsverð- launum. Móttökur voru stórkostleg- ar og var hann hylltur sem meistari meistaranna og sagði hann við þetta tækifæri. „Þetta er upprisa mín. Ég heffæðstaftur.” 1975 aðlaði Ehsabet Bretadrottning hann og síðustu tvö æviárin var hann Sir Charles Spencer Chaplin. Hann lést 1977 áttatíu og átta ára gamall. Á aldarafmæli eins mesta hsta- manns sem uppi hefur verið kemur margt í huga manns. Orð megna lítið th að lýsa hæfileikum hans. Hæfi- leikar hans eru slíkir að þá þarf að sjá og hrífast. Skáldið og sérvitring- urinn George Bemhard Shaw kallaði hann eina snilhnginn sem komið hefur fram í kvikmyndum og Mack Sennett sagði hann mesta listamann allra tíma. Eitt er víst að meðan kvik- myndir verða við lýði og fólk getur brosað verður nafn Charhe Chaphns ódauðlegt. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.