Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
23
pv______________________________ Sérstæð sakamál
Ein kona og tveir menn
Brigitte Kapfer lifði vemduðu lífi
með manni sínum og bömunum
tveimur nærri Bonn, höfuðborg
Sambandslýðveldisins þýska. Þau
hjónin höfðu af efnislegum gæðum
nóg og á ytra borðinu var ekki annað
að sjá en þau lifðu hamingjusömu
lífi. En eitt skyggði þó á og þegar
Brigitte kynntist öðram manni og
varð ástfangin af honum fór að síga
á ógæfuhliðina fyrir þeim hjónum.
Hvomgt gruhaði þó hvemig fara
myndi.
Tæplega fertug
Brigitte Kapfer var orðin þijátíu
og sjö ára þegar örlögin gerbreyttu
lífi hennar. Hún bjó þá ásamt manni
sínum og börnum í stóm og fallegu
einbýlishúsi í Rheinbach sem er um
fimmtán kílómetra fyrir utan Bonn.
Nágrannarnir vora þeirrar skoð-
unar að allt gengi vel hjá þeim hjón-
um og þau skorti fátt. Thorsten Kap-
fer gekk vel í starfi. Hann var for-
stjóri í stóm fyrirtæki og þeir sem
fylgst höfðu með honum sögðu að
hann ætti sér bjarta framtíð þar. Þá
var konan hans lagleg. í raun var
hún dálítið sérstök í úthti og vakti
því eftirtekt hvar sem hún fór. Per-
sónuleiki hennar vakti einnig athygli
og hún þótti gædd vissum töfmrn auk
þess sem orð fór af henni fyrir góðar
gáfur. Þá var vitað að hún var ka-
þólsk og var hún almennt talin mjög
trúuð.
Thorsten Kafper
var fjörutíu og þriggja ára er hér
var komið sögu eða sex áram eldri
en kona hans. Þau áttu tvö böm,
Gunnar, 9 ára, og Christu, 13 ára, og
voru þau bæði kurteis og vel upp
alin og báðum gekk vel í skóla.
Hvað var það þá sem varpaði
skugga á hjónabandið?
Það var hjartveiki Thorstens sem
fáir vissu um. Hann hafði fundið til
lasleika og leitað læknis sem sagði
honum að hann væri með veikt
hjarta og yrði aö varast að gefa sig
sterkum tilfinningum á vald og eink-
um og sér í lagi var honum tekinn
vari fyrir ástarleikjum. Samlífi
þeirra hjóna var því áfátt og það átti
eför að hafa alvarlegar afleiðingar.
Gestur
til kvöldverðar
Kvöld eitt kom Thorsten með mann
í kvöldmat. Sá hét Franz Schwarz og
var þrjátíu og fimm ára gamall bók-
haldari. Er Thorsten hafði kynnt
hann fyrir konu sinni tók hann hana
afsíðis og sagði henni að hún yrði að
gæta sín á því að hlæja ekki að því
hve Franz væri klaufskur. Hann
væri stöðugt í vandræðum með sig
og kæmist oft klaufalega að orði.
Brigitte hét því að koma vel fram við
gestinn.
Hún sá fljótt hvað maður hennar
hafði átt við. Franz Schwarz hafði
ekki lengi setið í stofunni er hann
velti um glasi sínu og rann innihald-
ið á teppið. Þá roðnaði hann í hvert
skipti sem Brigitte talaði við hann
og að auki komst hann undarlega að
orði viö hana. Þannig talaði hann um
hana sem miðaldra konu og þegar
honum varð ljóst hvað honum hafði
orðið á fór hann að stama. Brigitte
sá að maður hennar átti í vandræð-
um með sig og reyndi að leyna því
að hann var að því kominn að hlæja
að gestinum.
Brigite Kapfer.
Brigitte
verður ástfangin
Þetta kvöld varð upphafið að því
sem átti eftir að gerbreyta öllu lífi
Brigitte. Hún varð ástfangin af þess-
um kaufska og lítt orðheppna manni,
bókhaldaranum Franz Schwarz.
Hluti skýringarinnar kann að vera
sá að hún virtist eiga erfitt með aö
elska nokkum þarfnaðist hann ekki
vemdar og samúðar.
Hálfum mánuði síðar var Kapfers-
hjónunum boðiö til veislu. Þangað
var Franz Schwarz einnig boðið. Þar
var dmkkið talsvert og svo fór að
Brigitte fór með Franz út á svalir þar
sem hún leyföi honum að kyssa sig.
Tveim dögum síðar, er Thorsten
var í einni af mörgum viðskiptaferð-
um sínum, heimsótti hún Franz en
hann bjó í piparsveinsíbúð. Þar varö
hún ástkona hans.
Franz Schwarz
hélt áfram að vera jafnklaufskur
og fyrr þótt hann væri búinn að eign-
ast ástkonu. En það var eins og það
hefði þveröfug áhrif á Brigitte miðað
Thorsten Kapfer.
við það sem ætla hefði mátt. Hún
varð stöðugt ástfangnari af honum.
Að vísu var hún með afar mikið sam-
viskubit yfir því að hafa farið á bak
við mann sinn því hann elskaði hún
enn. En mennirnir í lífi hennar voru
orðnir tveir og hún vissi ekki hvom
þeira hún átti að velja. Það olli henni
miklu hugarangri.
Kvöld nokkurt bað Franz hennar.
Hann lagði að henni að skilja við
Thorsten og giftast sér því hann gæti
ekki lifað án hennar. Síðan fór hann
að segja Brigitte að hún væri einasta
manneskjan sem hefði nokkru sinni
tekið hann alvarlega því allir hlæðu
að honum.
Brigitte
tekur bónorðinu
Brigitte hlustaði á Franz segja frá
því hve míög hann hefði oft þjáðst
vegna þess hvernig fólk kom fram
við hann og eftir nokkra stund var
ást hennar og samúð orðin svo mikil
að hún fór að gráta. Og áöur en hún
gat hugsaö málið til enda hét hún
Franz því að hún myndi skilja við
Thorsten og giftast honum.
Þaö var þó ekki fyrr en hún var
farin frá honum þetta kvöld að henni
varð Ijóst hver mistök henni höfðu
orðið á. Hún var kaþólsk og kaþólska
kirkjan leyfði ekki skilnað. Þar að
auki gerði Brigitte sér grein fyrir því
að hún var enn ástfangin af manni
sínum og myndi sennilega aldrei geta
skilið við hann. Þá var henni líka
ljóst að hann gæti ekki verið án
hennar. Hann var nógu vansæll
vegna hjartveikinnar og aðvarana
læknisins þótt hún færi ekki frá hon-
um. Þá myndi allt fara út um þúfur
hjá honum og hann sennilega missa
starfið. Það gæti meira aö segja svo
farið að hann veiktist og dæi. Og
hvað yrði þá um bömin?
Nýmistök
Er Brigitte kom heim til sín var
hún lengi mjög hugsi en síðan gekk
hún til manns síns og gerði þau mis-
tök að segja honum að hún hefði
verið honum ótrú. Jafnframt bað
hún hann um fyrirgefningu.
Thorsten féll alveg saman og fór
að gráta. Hann bað hana um að fara
ekki frá sér og í annað skipti á einu
og sama kvöldinu náði samúðin svo
sterkum tökum á Brigitte aö hún lét
hana ráða gerðum sínum. Hún lofaði
manni sínum að segja skilið við elsk-
hugann.
Morguninn eftir varð Brigitte fyrst
fullljóst í hve skelfúega aðstöðu hún
var komin. Og brátt fann hún svo
ekki varð um villst að hún elskaði
bæði Thorsten og Franz en gat ekki
með nokkm móti valið á milli þeirra.
Til skrifta
í örvæntingu sinni leitaði Brigitte
Kafper til skriftaföðurins. Hún sagöi
honum hvað gerst hefði og þegar
kaþólski presturinn hafði heyrt frá-
sögn hennar sagði hann henni að
snúa bakinu við elskhuganum. En
þá fór Brigitte að malda í móinn. Hún
kvaðst ekki geta sagt skilið við Franz.
Hún elskaði hann og hefði gefið hon-
um loforð sem hún gæti ekki svikið.
Og hún kvaðst ekki sjá eftir því að
hafa heitið að giftast honum.
„Þá get ég ekki veitt þér syndafyrir-
gefningu," sagði presturinn. „Fmm-
skilyrði þess að þú fáir fyrirgefningu
er að þú iðrist gjörða þinna. Komdu
aftur þegar iðrunin fer að segja til
sín.“
Þegar Brigitte fór úr kirkjunni var
hún óhamingjusamari en nokkru
sinni fyrr. Henni fannst sem hún
myndi aldrei framar finna neinn sál-
arfrið. Engin lausn væri til á vanda
hennar.
Snýrbaki við
Franz en...
Kvöld eitt skömmu síðar er Brigitte
var heima hjá Franz sagði hún hon-
um að hún væri hætt við að biðja
Thorsten um skilnað. Franz leit á
hana furðu lostinn. Hún herti sig þá
upp, gerði sig alvarlega á svip, kvaddi
og gekk til dyra. Er hún var í þann
mund að ganga út leit hún við og sá
þá að Franz hágrét. Þá hljóp hún til
hans og kastaði sér um hálsinn á
honum.
„Ég skal fá skilnað við Thorsten,“
sagði hún grátandi.
Þegar Thorsten kom svo heim úr
ferðalagi seint þetta kvöld sagði Brig-
itte honum hvað gerst hefði. Eftir
hálftíma samræður er bæði grétu
snerist Brigitte nú enn hugur og
sagði hún nú manni sínum í annað
sinn að hún myndi snúa bakinu við
Franz.
Hugarvíl
Er Brigitte var háttuð lá hún lengi
vakandi. Og smám saman fannst
henni að hún yrði að gera eitthvað
til að binda enda á þjáningar Thorst-
ens og Franz. „Ég get ekki séð þá
svona vansæla," sagði hún við sjálfa
sig, „og þar að auki er það ég sem
veld þeim þessari óhamingju. En ég
get frá hvorugum farið því þeir hafa
báðir svo mikla þörf fyrir mig. Myndi
þetta ekki allt lagast ef ég dæi? Þá
væru þeir báðir lausir við mig.“
En Brigitte fannst hún ekki geta
gert bömum sínum það að svipta sig
lífi. Hvað yrði þá um þau?“
Með skamm-
byssu í hendi
Kvöldið eftir sat Brigitte ein heima
með skammbyssu í hendi. Þá hafði
hún íhugað að svipta sig og börn sín
lífi en hafði komist að þeirri niður-
stöðu að henniþætti allt of vænt um
Gunnar og Christu til að geta gert
þeim mein.
Þar sem hún sat með skammbyss-
una í kjöltunni fannst Brigitte sem
hún ætti erfitt með að hugsá ög hend-
ur hennar skulfu. Hún reyndi að
hugsa skýrt en það tókst ekki. Svo
varð henni ljóst að hún gat ekki þol-
að þetta ástand lengur.
Hún heyrði ekki er Thorsten gekk
inn í stofuna og sá hann fyrst er han
stóð beint fyrir framan hana og
beygði sig niður að henni. Þá rétti
hún, eins og í leiðslu, fram höndina
með skammbyssunni og augnabliki
síðar tók hún tvívegis í gikkinn.
Brigitte Kapfer hringdi sjálf í lög-
regluna. Hún var dæmd í sex ára
fangelsi. Franz Schwarz hét því að
bíða eftir henni.