Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 28
44 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Skák x»i Heimsbikarmótíð í Barcelona: Kasparov er að ná sér á strik Heimsmeistarinn, Garrí Ka- sparov, fór hægt af staö á heims- bikarmóti Stöðvar 2 í Reykjavík í október en í lok mótsins komst hann á skriö og á endanum tókst honum að sigra. Skákunnendur velta því nú fyrir sér hvort sagan æth að endurtaka sig á heimsbikar- mótinu í Barcelona. Kasparov tap- aði í þriðju umferð gegn landa sín- um Jusupov og fram undir mitt mót mátti sjá nafn hans í neðri helmingi töflunnar. En nú er hann að rétta úr kútnum. Þrír sigrar í síöustu fjórum skákum hafa fleytt honum upp í þriðja sæti og hann virðist í mikium ham. Að loknum ellefu umferðum eru Ljubomir Ljubojevic og Nigel Short efstir og jafnir með 7,5 v. Þeir eiga eftir að sifja yfir - keppendur móts- ins eru 17 - og hafa teflt einni skák meira en helstu keppinautamir. Kasparov hefur vinningi minna en á eina skák til góða. Síðan kemur Hubner með 6 v. og skák til góða; Kortsnoj og Jusupov hafa 5,5 v. og báðir skák til góða. Jóhann Hjart- arson er í 9. sæti ásamt góðkunn- ingja okkar, Boris Spassky, með 5 v. úr ellefu skákum. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvemig Jóhanni Hjartarsyni hefur hðið við upphaf mótsins, eftir vægast sagt afleitan kafla á skák- ferlinum. Tíu tapskákir í striklotu á mótunum í Linares og Amsterd- am sviptu hann 45 stigum og ugg- laust stærri hluta sjálfstraustsins. En hann lagði ekki árar í bát. í fyrstu tveimur umferðunum í Barcelóna gerði hann sér htið fyrir og vann sovésku stórmeistarana Salov og Vaganjan! í fjórðu umferð kom bakslag í seglin er hann beið lægri hlut fyrir Jesus Nogueiras, en ef mig mis- minnir ekki hafa þeir þrívegis teflt og Kúbumaðurinn ávcúlt borið sig- ur úr býtum. Síðan gerði Jóhann fimm jafntefli en nú í síðustu um- en Jóhann hefur misst flugið Skák Jón L. Árnason ferðunum virðist gamla meinið, skákþreytan, hafa tekið sig upp að nýju. Tap fyrir bandaríska stór- meistaranum Yasser Seirawan og í eheftu umferð tapaði Jóhann síð- an fyrir Viktor Kortsnoj. Lék sterka leiki veikur Garrí Kasparov fékk skák sinni við Jonathan Speelman í 10. um- ferð frestað vegna veikinda. Ekki dugði minna en tvo lækna th að hta á heimsmeistarann og þeir komust að þeirri sameiginlegu nið- urstöðu að kvefpest herjaði á hann. Skákinni var þó aöeins frestað um einn dag. Þá var heimsmeistarinn orðinn nógu brattur til að geta teflt. Hann hefur verið fljótur að ná sér eftir veikindin, því að taflmönnum sínum stýrði hann styrkri hendi og eftir aðeins 25 leiki varð Speel- man að gefast upp. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jonathan Speelman Tískuvöm 1. d4 d6 2. e4 g6 3. c4 e5 4. Rf3 exd4 5. Rxd4 Bg7 6. Rc3 Rc6 7. Be3 Rge7 8. h4!? Strax er blásið í herlúðra! Hefð- bundið framhald er 8. Be2 0-0 9.0-0 f5 en þetta afbrigöi gefur svörtum prýðileg mótfæri. Leikur Ka- sparovs er óvenjulegur en dæmi Kasparov, Short og Ljubojevic berjast um sigurinn á heimsbikarmótinu í Barcelona. Bridge íslandsmótíð 1 sveitakeppni: Alls hafa 59 einstaklingar 4. Ólafur Lárusson- Þórður Sigfússon 5. Rúnar Lárusson- Anton R. Gunnarsson 6. Alfreð Alfreðsson- Bjöm Þorvaldsson 175 171 170 unnið titilinn á 39 íslandsmótið í sveitakeppni, sem haldið var um páskana, var hið 39. í röðinni en ahs hafa 59 einstaklingar unnið íslandsmeistaratitihnn á þessu tímabih. Eftirtaldir einstakl- ingar hafa unnið tithinn oftast: Stefán Guðjohnsen 12 sinnum Einar Þorfinnsson 10 sinniun Símon Símonarson 10 sinnum Eggert Benónýsson 9 sinnum Ásmundur Páísson 9 siimum Hjalti Ehasson 9 sinnum Lárus Karlsson 7 sinnum Hahur Símonarson 7 sinnum Guðmundur Páh Amarson og Þor- lákur Jónsson í sveit Pólaris náðu góðri slemmu gegn sveit Delta. N/Allir ♦ K5 ¥ Á82 ♦ K5 + ÁDG987 ♦ D 10 7 4 V 964 ♦ D 8 4 2 + 10 2 ♦ ÁG32 V K 10 7 ♦ Á G 10 6 3 + 3 Sagnir þeirra félaga vom þannig, a-v sögðu ahtaf pass: Guðmundur Þorlákur Norður Suður 1 lauf 1 tíguh 2 grönd 3 spaðar 6 lauf pass Tveggja granda sögnin lofaði 18-19 punktum og þrír spaðamir sýndu „reverse". Eftir það var vandamáhð einungis að velja réttu slemmuna. Sexlaufasögn Guðmundar er ágæt og Þorlákur gerði vel þegar hann sagði pass. Austur var ekki á skotskónum, þegar hann valdi að spila út tígulníu. Þar með var tólfti slagurinn í höfn og Guðmundur var fljótur að renna hinum 11 heim. Á hinu borðinu sphuðu Deltamenn sex tígla, sem þeir töpuðu eftir ranga tígulíferð. Sveit Pólaris græddi því vel á spihnu. Jónas P. Erhngsson náði einnig sex laufum, en fékk spaða út. Þar með er spilið miklu erfiðara og Jónas tap- aði því. Leikur Flugleiða og Samvinnu- Bridge Stefán Guðjonhsen ferða-Landsýn var sýndur á sýning- artöflunni og þar höfnuðu Ragnar Magnússon og Áðalsteinn Jörgensen í sex gröndum. Hjalti Ehasson valdi hlu heilh að spha út hjartadrottn- ingu. Ragnar drap heima á ásinn og tók sér góðan umhugsunartíma. Síð- an spilaði hann meiri hjarta, svinaði tíunni og síðan var spihð aðeins handavinna eftir að búið var að gefa slag á laufkónginn. Stefán Guðjohnsen Frá Bridgedeild Skagfiröinga, Rvk: Dehdin heimsótti Skagfirðinga norðan heiða um síðustu helgi. Yfir 30 manna hópur tók þátt í ferðinni. Spilaður var tvímenningur á föstu- deginum með þátttöku 32 para og sveitakeppni á laugardegimnn. Um kvöldiö var svo prufukeyrsla á sælu- árum vikugleði með borðhaldi og dansleik á Hótel Mælifelh. Sl. þriðjudag var sphaður eins kvölds tvímenningur hjá dehdinni með þátttöku 24 para. Úrsht urðu (efstu pör): A) 1. Hjálmar S. Pálss- Jörundur Þórðarson 193 2. Dúa Ólafsdóttir- Ólína Kjartansdóttir 178 3. Lárus Hermannsson- Óskar Karlsson 175 B) 1. Jón Viðar Jónmundsson- Sveinbjöm Eyjólfsson 133 2. Guðjón Jónsson- Óh Kristinsson 126 3. Aron Njáh Þorfinnsson- Þorfinnuf Karlsson 120 4. Jóhannes Guðmannsson- Sigurður ívarsson 116 5. Sigmar Jónsson- Vilhjálmur Einarsson 115 Næsta þriðjudag (og trúlega fram á vor) er á dagskrá eins kvölds tví- menningur. Sphað er í Drangey, Síð- umúla 35, og hefst sphamennska kl. 19.30. Aht sphaáhugafólk velkomið. AJls hafa 144 spharar hlotið stig hjá Skagfirðingum það sem af er spha- Bridgefélagið Tálknafiröi Lokið er fyrsta kvöldi af þrem í firmaeinmenningi. No. Firma Spilari Stig 1. Vélsmiðja Tálknafjarðar Eghl Sigurðsson 108 2. Þórsberg Þórður Reimers 103 3. Esso-Nesti Bima Benediktsdóttir 100 4. Trésmiðjan Eik Jón H. Gíslason 96 5-6. Hraðfrystihús Tálknafjarðar Guðmundur S. Guðmundsson 94 5-6. Vélaverkstæði Gunnars Lhja Magnúsdóttir 94 16 spharar og fyrirtæki taka þátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.