Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 9 Uppáhaldsuppskrift: Uppáhaldsmatur á simnudegi Léttsteiktur Valgerður seglr að sér flnnlst ofl aðal- réttlr kœfðir í með- lætl en með hvit- laukshumrinum vlll hún einungis gott vel kælt hvftvfn. DV-mynd BG I - að hætti Valgerðar Matthíasdóttur „Minn uppáhaldsmatur er humar í öllum mögulegum útfærslum og flestallur skelfiskur," sagöi Valgerö- ur Matthíasdóttir á Stöð 2, er við báðum hana um uppáhaldsuppskrift fyrir lesendur. „Humar er það besta sem ég get hugsað mérbætti hún við. Þá sagði Valgerður að gellur, sigin grásleppa og graflax væru einn- ig í miklu uppáhaldi. „Þegar ég borða á veitingastöðum panta ég mér oft graflax eða humar í aðalrétt. Núna þegar fer að vora er líka frábært að grilla humarinn á útigrilli. Humar er hægt að matreiða á marga vegu, t.d. á grilli, einnig er gott að snöggsjóða hann. Best þykir mér að léttsteikja humarinn og það er sú uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur,“ sagði Valgerður. „Fyrst er humarinn klofinn í tvennt eftir endilöngu. Síðan hræri ég snyör með hvítlauk og steinselju og set á pönnu. Humarinn er settur á pönnuna og léttsteiktur í hvítlauks- smjörinu. Einnig er gott að strá ör- litlu raspi á humarinn og fá húð á hann. Þegar humarinn er steiktur er hann borinn strax á borð og gott er að hafa smjörsósuna með og smyrja á ristað brauð. Mér finnst alveg óþarfi að bera meðlæti með humrinum, aðeins vel kælt hvítvín. Yfirleitt er ég á móti alls kyns meðlæti með mat og þegar ég er með grásleppu vil ég eingöngu hafa nýjar kartöflur og smjör með. Að mínu mati er aðalréttur oft kæfð- ur með alls kyns meðlæti," sagði Valgerður ennfremur. „Humar í hvítlaukssmjöri er ákaf- lega ljúffengur og það er ofsalega gaman að borða hann. Maður situr lengi við og verður þægilega saddur á eftir.“ Valgerður sagði að henni þætti mjög gaman að matbúa þegar gestir væru og sannarlega er humar- inn veislumatur. -ELA BROSUMÍ og * allt gengur betur u MÉUMFERÐAR Uráð STARTARAR Yfirleitt fyrirliggjandi fyrir flestar teg. disilvéla. Ifólksbila: M. Benz200,220,240,300. Oldsmobile, GM 6.2, Land-Rovero.fl. í sendibila: M. Benz 307,309, kálfa o.fl. í vörubíla & rútur: M. Benz, Volvo, Scania, Man, Bedford.Trader o.fl. i vinnuvélar: Broyt, Caterpillar, Payloader, Clark, Ursus, Ferguson, Zetor, Same, Hyster, Deutz o.fl. i bátavélar: Lister, Volvo Penta, Scania, Cummings, Cat, Ford, Mercruisero.fi. Mjög hagstætt verö. Einnig tilheyrandi varahl., s.s anker, segulrofar, bendixar o.fl. 1964 1989 BUARAFHF. BORGARTÖNI 19. SÍMI 24700. í SUMARSKAPI Fyrir sumardaginn fyrsta Jogginggallar á börnin Verð frá 1.690,- Sportlegir skór \/orA fró o idn. SPORTBÚÐIN Sendum I póstkröfu Ármúla 30, Rvík, sími 83555 Eiðistorgi 11,2 hæð, Seltj., sími 611055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.