Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. 15 Þegar forsætisráðherrann okkar kallaði heræfingarnar hjá Atlants- hafsbandalaginu tímaskekkju rifj- uðust upp fyrir mér þessar ljóðlín- ur eftir Stein Steinarr: Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól / í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: / Hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól. / Og öllum er ijóst að þessi maður er galinn. Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn / og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn. / Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn, / og þess vegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn. Nú má auðvitað hafa um það lærðar umræður hvort Atlants- hafsbandalagið er tímaskekkja eða þá Steingrímur sjálfur. Bæði eru að reyna'að frelsa heiminn. Bæði segja: hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól. Því var lengi haldið fram af hernámsandstæðingum að stofnun Atlantshafsbandalagsins væri al- varleg tímaskekkja og ögrun við friðinn. En mikið vatn hefur runn- ið til sjávar og smám saman hefur komið í ljós að andstæðingar Nató voru meiri tímaskekkjur en banda- lagið. Sovétmenn eru önnum kafn- ir að bæta sér það upp að hafa fall- ið á tíma og nú hafa menn mestar áhyggjur af þvi að Gorbatsjov fari of hratt. Sé á undan sjálfum sér og þjóðinni. Það er enginn leikur að vera samferða sjáifum sér. ...... 1,1 "'""■’tWWiy ítaktvið tímaskekkjuna Ef Steingrímur er tímaskekkja, þá verður að segja það honum til huggunar að þær eru margar tíma- skekkjurnar í íslenskum stjórn- málum. Hann er ekki einn um það að lýsa eftir stúlkunni í þrönga kjólnum. Það verður því miður ekki sagt um pólitíkina hér á landi að hún sé samferða tímanum. Hér sitjum við uppi með eilífa togstreitu manna sem kalla sig framsóknar- menn og krata og sjálfstæðismenn og hvað þeir nú heita en hafa sjaldnast nokkra aðra sérstöðu en þá að bera mismunandi flokksskír- teini. Ekki þekkjast þeir í sundur á almannafæri, ekki er hægt að greina þá að í ræðustól, ekki er mismunur á vinnubrögðum eða hagsmunapoti og ekki þvælast hugsjónimar fyrir þeim þegar þeir frelsa heiminn í nafni flokksins. Og svo sitjum við uppi með það böl að búa við sljómarkreppur eða fjöl- flokkastjómir, þar sem hver togar í sína spotta af því flokkamir ganga fyrir þegar mikið liggur við. Flokk- ar sem ganga í erfðir, flokkar sem lifa sjálfa sig, flokkar sem einfald- lega em til af gömlum vana. Stöku sinnum bijótast einhveijir ein- staklingar út úr þessu flokka- munstri þegar flokkurinn þeirra gengur ekki í takt við tímaskekkj- una og þá era þeir samstundis sendir í pólitíska útlegð. Og svo er það kvenfólkið sem ætlar að frelsa heiminn með að- skilnaðarstefnu í framboðsmálum. Þær era tímanna tákn. Þær æpa hæst út í salinn: Hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól. Þetta undarlega flokkamunstur, sem tröllríður pólitíkinni og er á góðri leið með að fara með okkur til andskotans, náði sennilega há- marki þegar skólastjórinn var rek- inn úr starfi af því hún gekk með vitlaust flokksskírteini upp á vas- ann. Aldrei verða flokksforingjam- ir alvarlegri í framan en einmitt þegar flokkssystkini era misrétti beitt af öðrum flokkum. Eða halda menn að skólastjórinn í Ölduseli hefði verið rekin ef hún hefði verið í réttum flokki á réttum tíma? Tímaskekkjan varð henni að falli. Fædd í gær En enginn hefur neitt við þessar tímaskekkjur að athuga og ég verð að játa aö ég fæ þaö stundum á til- flnninguna að ég hljóti sjálfur að vera tímaskekkja. Tímaskyn mitt og dómgreind hafa gjörsamlega ruglast að undanfórnu. Ég fæ eng- an botn í það hvernig þjóðin upplif- ir kreppu á sama tíma og tekjur hennar era meiri en áður hefur þekkst. Ég fæ ekki skilið hvemig Islendingar fara að því, að reka rík- issjóð með halla, fyrirtækin með halla og heimilin með halla en eiga þó nóg til að bíta og brenna. Ekki síst þegar kemur að bflakaupun- um, utanferðunum og skemmtun- unum. Við stígum villtan dans í bjórþambinu, forum í verkfóll í miðju atvinnuleysinu og högum okkur í flestu eins og við séum fædd í gær. Sem er kannske skýr- ingin á tímaskekkjunni. En það er fleira sem ég ekki skil. Hvernig í veröldinni er hægt að skflja þau endaskipti þegar hægt er að semja um launahækkanir til opinberra starfsmanna meðan at- vinnulífið étur það sem úti frýs? Eða þá að háskólamenntað fólk fari í verkfall til að halda upp á at- vinnuleysi annarra stétta? Rétt eins og þetta sé annar þjóðflokkur sem varði ekki nokkurn skapaðan hlut um hver kjörin era í landinu. Ef þetta er samtíminn þá er þeim vorkunn sem fylgjast ekki lengur með tímanum. Áundan samtíð sinni Maður verður hálfringlaður í svona umhverfl og þar að auki er ég auðtrúa og hef tilhneigingu til að trúa síðasta ræðumanni. Fyrir vikið hringsnýst ég í skoðunum og á fullt í fangi með að muna hvaða skoðun ég hafði síðast eftir að hafa heyrt þá nýjustu. Það getur verið kostur undir slíkum kringumstæð- um að bresta mimú eins og Stein- grím og sletta í góm eins og Ólafur þegar þeir eru áminntir um sann- sögh. Spumingin er hins vegar þessi: er maður á undan sinni samtíð eða er maður bara afturgenginn draug- ur frá fyrri tíð sem hefur dagað uppi og orðið að nátttrölli á þeirri tækniöld sem gerir hvítt að svörtu og svart að hvítu? Og rangt að réttu og rétt að röngu. Auðvitað kysi maður fyrra hlutskiptið, enda eru flest mikilmenni á undan sinni samtíð og lifa af verkum sínum. Það eina sem kann að vera athuga- vert við að vera á undan sinni sam- tíð er sá galli að fá aldrei viður- kenningu fyrr en löngu eftir dauða sinn. Þá er það orðið of seint. í stað þess að játa þeirri stað- reynd að maður sé uppi á vitlaus- um tíma er það útbreiddur ávani hér á landi að streitast gegn tíma- skekkjunni og gera tilraun til að aðlagast umhverflnu. Þannig era miðaldra mann að eltast við ung- píur löngu eftir að þeir eiga „sjens“ og menn era að rembast við að halda sér ungum eftir að ellimörk- in segja til sín. Unglingar vflja vera eldri en þeir era og böm bíða spennt eftir því að verða stór. Kon- ur fara í andlitslyftingar og fegr- unarböð og láta ekki sjá sig á al- mannafæri ef þær líta út eins og þær era. Fyrst þarf að búa til and- litið og útlitið sem má sjást. Tíma- skekkjan má ekki koma í Ijós. Fyrirtækin streitast við að lifa mörgum skuldum eftir að þau eru gjaldþrota. Stjómmálamennirnir ríghalda í sæti sín, ár og daga eftir að þeir era útbrannir. Eintijáning- amir standa fastir á roðinu, hversu úreltar sem skoðanir þeirra eru. Menn eru jafnvel að telja brenni- vínsflöskurnar ofan í hæstaréttar- dómarana af einhveiju misskildu siðferði sem er löngu fyrir bí! Enda kemur í Ijós við nánari athugun að brennivínsflöskur hafa aldrei verið taldar ofan í opinbera starfsmenn og þessi sparðatíningur er ekki annað en tímaskekkja siðapostula sem era uppi á rönguhi tíma. Nú er að vísu búið að loka fyrir áfeng- isstreymi til ríkisstarfsmanna en þeir eru menn síns tíma og fá um- bun f staðinn í launasamningum sem era venjulegu vinnandi fólki óviðkomandi. Aðfrelsaheiminn Til að átta mig á staðsetningu minni í tilverunni og mannkyns- sögunni kíki ég stöku sinnum í bækur um fyrri tíð eða fylgist með nýjustu tækni og vísindum og einu sinni settist ég á þing til að fræðast um það hvort ég væri á undan eða eftir samtíð minni. Ég er eiginlega engu nær, nema um það eitt að tímamir era breyttir. Hér á árum áður var það áber- andi að mannkynið gerði tilraun til að taka tæknina í þjónustu sína en nú era allar líkur á því að tækn- in sé að taka mannkynið í sína þjónustu. Tölvan geymir hugsanir okkar, símsvarinn skflaboðin okk- ar og fjarstýringin á sjónvarpinu stjómar viðmælendum okkar. Þeir tala, við hlustum. Þeir sýna, við horfum. Og til að vera algjörlega öragg um að geta ekki haft hugsan- ir okkar í einrúmi hefur bílasíminn ratt sér tfl rúms tfl að raska ró okkar í einverunni. Einvera sálar er ekki lengur í tísku, hvað þá nærvera hennar, og þeir sem era gamaldags eins og ég skynja sig eins og fiska á þurra landi og ráðast alltaf á það sem þeim er um megn. Þess vegna tekst þeim aldrei að frelsa heiminn. Já, ég gerði stans á þingi og var þar auðvitað eins og álfur út úr hól. Þar kepptust menn hver um annan þveran við að frelsa heiminn með því að kalla út í salinn: hér inni er stúlka í allt of þröngum kjól. Ef maður flutti þingmál, þá voru þar alltaf einhveijir sem vissu bet- ur og höfðu vit fyrir þér. Ef maður hugði á frama fundust þar ætíð menn sem vora betur til þess falln- ir. Þama voru þeir samankomnir, mennirnir, sem Steinn orti um forðum, yfrið nóg af góðum mönn- um og gegnum, mönnum síns tíma, þar var staður og stund þeirra verka og vitsmuna sem knýr menn upp á stól í stóra veitingahúsi. Þar frelsuðu menn heiminn. Strandaglópar Fílósófla mín gengur sem sagt út á þaö að sannfæra lesendur um þá staðreynd að tímaskekkjur eru af- stæðar. Eftir því hver á í hlut. Þannig er Atlantshafsbandalagið ekki tímaskekkja með hliðsjón af tilgangi þess og störfum heldur vegna þess að minni Steingríms Hermannssonar brast þegar Nató barst í tal. Vandi atvinnuveganna er sá að vandinn er uppi á röngum tíma. Hann passar ekki inn í sam- tímann. Tímaskekkjumar fara ekki eftir tímanum og aldarfarinu heldur hinu, hveijir era uppi á sama tíma. Bflasíminn er ekki tímaskekkja heldur ég sem neita að nota hann. Við sem erum svo vitlaus að vflja varðveita skynsem- ina og sálina erum tímaskekkjum- ar. Það erum við sem erum galin, við sem sitjum uppi eins og strandaglópar með úrelt lífsviðhorf og þá gamaldags kenningu að jörð- in snúist um sjálfa sig. Hún snýst um persónumar sem era uppi á réttiun tíma. Það er heimurinn sem er ein allshetjar tímaskekkja. Og þá einkum fyrir þá sem era böm síns tíma. Af því stafar raglingurinn. Sá sem reynir að frelsa heiminn frá samtíð sinni, hann er galinn. Það var þetta sem Steinn átti við þegar Steingrímur talaði um tímaskekkjuna. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.