Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR ÍS.'AÍ’RÍL 1989. Breiðsíðan Þeir eru söngelskir í Prentbergi í Kópavoginum þar sem hann Ari Jónsson söngvari vinnur. Líklegast taka þeir gömlu Bítlalögin á meöan prentvélin leikur undir. DV-mynd GVA Alltaf verið Bítlaaðdáandi - segir Ari Jónsson sem leikur Paul McCartney í nýrri sýningu um Bítlana Ari Jónsson söngvari, best þekktur sem Ari í Roof Tops, sló í gegn á nýjan leik um síö- ustu helgi á Hótel íslandi í hlutverki Pauls McCartney í nýrri sýningu um The Beatles. Ari þótti standa sig frábærlega í hlutverkinu enda hefur McCartney alltaf verið hans mað- ur eins og hann sjálfur segir. „Mér leist strax vel á þessa hugmynd þegar Birgir Hrafnsson bað mig að syngja í þessari sýningu," sagði Ari í samtali við Breiðsíðuna. „í gegnum árin hef ég sungið Bítlalögin meira eða minna, ailt frá árinu 1967. Undanfarin ár hef ég sungið með hljómsveitinni Pónik en við höfum aðallega verið á einkaböllum í vet- ur,“ sagði Ari. Ekki hefur farið mikið fyrir Ara þrátt fyrir að hann hafi aldrei lagt sönginn á hilluna. „Ég er lítið fyrir að láta á mér bera,“ sagði hann. Ari hefur ekki sungið inn á hljómplötu í mörg ár en lagið hans Söknuður er enn jafn vin- sælt ogþað var þegar platan kom út á sínum tíma. „Eg er ekki lagahöfundur og það er ein ástæða fyrir því að engin plata hefur komið út, enda er söngurinn fremur áhugamál en atvinna," sagði hann. Ari er prentari að mennt og starfar hjá Prentbergi í Kópavogi ásamt öörum söngelsk- um prenturum enda segir hann að mikið sé sungið í vinnunni. í sýningunni á Hótel íslandi syngur Ari í öllum atriðunum. „Ég kem fram sem Paul McCartney eins og ég hef upplifað hann í gegnum árin. Maður sá allar bíómyndir Bítl- anna en ég hef ekkert skoðað af þeim núna fyrir sýninguna. Æfingatíminn var mjög stuttur, við byrjuðum um páska, þannig að ekki gafst tími til að skoða myndbönd með Bítlunum." Ari sagði að honum litist vel á uppröðunina á sýningunni en erfitt væri að taka mörg.lög á einni klukkustund. „Það er farið í söguna í grófum dráttum og tekin út ákveðin tíma- bil. Sum lög heföu kannski átt að koma inn og önnur að fara út en það er bara smekksat- riði. Það er ekki gott að dæma það eftir eina sýningu en ég reikna með að hún eigi eftir að þróast þegar æfingin verður meiri.“ Mikið er lagt í búninga en þeir voru flestir saumaðir fyrir sýninguna. Bítlaskómir voru þó keyptir eriendis. „Sgt. Peppers búningarn- ir eru mjög vel heppnaðir," sagði Ari. Dansarar setja einnig svip á sýninguna og þá klæddir tísku hvers tíma. Mörgum fannst sprenghlægilegt þegar blómabömin, hipparn- ir, komu fram á gólfið, enda klæðnaðurinn vakiö minningar í brjóstum margra. Ari sagðist hafa mjög gaman af að taka þátt í sýningunni. „Ég hef alla tíð verið Bítlaaðdá- andi og hef því mikla ánægju af að vera með,“ sagði Ari. - En er ekki erfitt að hlaupa úr vinnu í aðra á kvöldin árum saman? „Stundum, annars verður þetta eins og hver önnur rútína. Á meðan maður er ekkert að sulla og eyðileggja sjálfan sig þá er þetta í góðu lagi,“ sagði Ari sem er kvæntur Hólm- fríði Edwardsdóttur og þriggja barna faðir. -ELA Þú ert 2000 krónum ríkaii! Það þótti víst ekki dýrt að versla í Kolaportinu um síðustu helgi og margir gerðu reyfarakaup. Hér eru nokkrir að fjárfesta í sólgleraugum fyrir sumarið og eru þau ekki bara ágæt þessi sem konan hefur mátað? Við verðlaunum unga manninn að þessu sinni vegna þess hversu sposkur hann er á svip. Peninganna má vitja á ritstjórn DV, Þverholti 11. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.