Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
17
Nýjarplötur
Fine Young Cannibals
- The Raw and the Cooked
Sitt lítið
af hverju
Á meðan sumar filjómsveitir detta
írá fyrstu plötu niður á ákveðinn stíl
og ákveðna stefhu eru aðrar sem
annaðhvort hafa enga fastmótaða
stefnu eða eru endalaust að leita að
hinum eina og sanna tóni. Oftast nær
hafa þær síðastnefndu mátt búa við
að standa í skugga hinna fyrmefndu
en á þessu eru þó undantekningar
eins og öðru.
Fine Young Cannibals verða að
teljast til flokks þeirra sem ekki hafa
fastmótaðan stíl né fastmótaöa
stefnu. Engu að síður hefur hljóm-
sveitin verið í ffamvarðasveit
breskra poppsveita aUt frá stofnun
hljómsveitarinnar fyrir einum fimm
árum eða svo.
Styrkleiki hljómsveitarinnar hefiu-
að mestu legið í nokkrum virkilega
góðum lögum, sem tekist hefur að
dreifa jafnt yfir árin, þannig að
hljómsveitin hefur ekki náð að
gleymast á milh. Breiðskífur sveitar-
innar hafa síður trekkt enda misjafn-
ar að gæöum.
Og nú er þriðja plata FYC komin á
markaðinn og enn sem fyrr er efhið
sitt úr hverri áttinni. En ég er ekki
frá því að þetta sé samt besta verk
sveitarinnar hingað til og þá fyrst og
fremst vegna þess að þrátt fyrir stfl-
sveiflumar eru lagasmíðar nokkuð
jafnar að gæðum.
Svo má ekki gleyma einu trompi
sem hljómsveitin getur óspart hamp-
að en það er einn besti og skemmti-
legasti söngvarinn í Bretlandi í dag,
Roland Gift. Hann hefur fyrir það
fyrsta afskaplega sérstaka rödd, sem
myndi þekkjast úr í hundrað manna
kór, og beitir henni af mikifli tflfinn-
ingu og hefur eiginlega komið sér
upp ákveðnum söngstfl, stfl sem
hljómsveitina sárlega vantar í tón-
smíðar sínar.
En vflji menn fá vandaða tónlist
með ýmsum stflbrigðum, rokki,
tölvupoppi, soul, fonki, jassi og blús
er The Raw and the Cooked rétta
platan.
^SþS-
Melissa Etheridge
Reynt án árangurs
Meflssa Etheridge er sjálfsagt jafn-
óþekkt nafn fyrir lesendum sem og
þeim er skrifar þessar línur. Eftir að
hafa hlustað á frumsmíð hennar sem
heitir einfaldlega nafni hennar er
maður litlu nær um stöðu hennar
sem söngkonu.
Undanfarið hefur verið mikifl upp-
gangur góðra söngkvenna sem hafa
barið að dyrum frægðarinnar og hafa
fáar fengið inngöngu. Þær aftur á
móti sem hafa staðið upp úr hafa
vakið mikla athygli og hafa komið
sterkar út í samkeppninni við karl-
peninginn, söngkonur á borð við
Tracy Chapman og Tony Chflds svo
einhveijar séu nefndar.
Melissu Etyheridge vantar nokkuð
upp á að ná að vekja verulega at-
hygli. Hún semur lög sín og texta
sjáif og er miður að ekki skuli fylgja
textablað plötunni því greinflegt er
að hún leggur nokkuð upp úr texta-
gerð.
Lög hennar aftur á móti eru í hefld
aðeins miðlungsframleiðsla þar sem
þó örlar fyrir góðum tflþrifum. Rödd
hennar, sem er í rámari kantinum
og minnir stimdum á Bonnie Tyler,
gerir lögimum ágæt skil þótt fljótt
verði vart við nokkra tflgerð í radd-
beitingu.
Fyrri hluti plötunnar er mun betur
heppnaður en bakhliðin. Þar flytur
hún melódísk lög þar sem einfald-
leikinn er í fyrirrúmi, léttrokkuð þar
sem bestu lög eru Similar Feature
og Don’t You Need, lög sem skera sig
nokkuð úr heildinni. Á bakhliðinni
er meira um pælingar og verður að
segjast eins og er að frunfleikinn er
ekki fyrir hendi og í lagi á borð viö
The Late September Dogs, sem er
lengsta lagið og greinilega er mikið
lagt í, verður þreytandi þegar til
lengdar lætur.
Melissa Etheridge hefur hæfileik-
ana en neistann vantar. Það er lítið
sem er eftírminnflegt á plötu hennar.
Helst að grunur læðist að manni að
hún geti gert betur ef hún heldur
einfaldleikanum sem er fyrir hendi
í einstaka lögum.
-HK
Guns 'n' Roses - Iies
Gamalt efni
Það er ég viss um að strákamir í
Guns ’n’ Roses hefðu lagst gegn út-
gáfu þesarar plötu af alefli hefðu
þeir nokkru um það ráðið. Lies er
dæmigert „trikk“ plötufyrirtækis tfl
þess að mala gull á meðan viðkom-
andi tónflstarmaður/hljómsveit bað-
ar sig í sviðsljósinu.
Fyrri hlið Lies hefur að geyma
þriggja ára gamlar tónleikaupptök-
ur, sem hefðu vafafltið aldrei séð
dagsins ljós á plötu ef Guns ’n’ Roses
væri ekki risi í rokkinu í dag. Guns
’n’ Roses er ekki tfltakanlega sterk á
sviði í þessum lögum og raunar vart
enn í dag, sbr. Donington í fyrra.
Ekkert laganna fiögurra á þeirri hlið
er nokkurs virði nema ef vera skyldi
Mama Kin, gamall Aerosmith-slag-
ari. Guns ’n’ Roses á þeirri sveit
nefnflega mikið að þakka og tónlistin
er afar keinflík á köflum.
Síðari hflðin, sem hefur að geyma
fjögur róleg (en þó nýleg) lög, situr
kannski eitthvað betur í minninu.
Þó er langur vegur frá því að þama
sé á ferðinni eitthvað ferskt frá þess-
ari sveit.
í raun er ástæðulaust að andskot-
ast meira út í þessa plötu. Það versta
við hana er að hún hefur engan veg-
inn raunsanna mynd af Guns ’n’
Roses í dag þótt eflaust hafi gall-
harðir áhangendur fimmmenning-
anna gaman af þessum átta lögum.
Mér finnst þessi plata afar lítíð
spennandi en bíð eftir næsta „al-
vöm“ grip.
Sigurður Sverrisson
Fine Young Cannibals
Ben’s - hrísgrjónin sem ekki klessast saman.
Uncle Berís og DV
Hrísgrjón allan ársins hríng
Hrísgrjón eru ekki árstímabundin, hvorki í gæðum né
verði. Þau eru jafn góð og jafn ódýr hvenær árs sem er.
Og nú er alveg tilvalinn tími til þess að bregða sér
inn í eldhús, taka út Uncle Ben’s hrísgrjónapakkann, gefa
hugarfluginu lausan fauminn og byrja að elda.
Hrísgrjón í aiia rétti
Aðalréttir, forréttir, eftirréttir; sendu okkur eftir-
lætisuppskriftina þína. Uppskriftasamkeppnin er
öllum opin og við höfum áhuga á alls konar
uppskriftum. Þriggja manna dómnefnd velur
síðan verðlaunaréttina 10.
FYRSTU VERÐLAUN
Ferð fyrir tvo til Florida í sex
daga, með gistingu á fyrsta flokks hóteli.
2—10, VERÐLAUN
Við bjóðum 9 aukaverðlaun; níu hágæða
finnsk pottasett frá Hackmann. Eitthvað
sem allir kokkar vilja eiga.
Þátttökureglur:
Nota skal Uncle Ben's hrísgrjón í uppskriftina.
Nákvæm mál skulu gefin upp og uppskriftin skýrt uppsett, helst vélrituð.
Merkið með dulnefni og látið nafn, síma og heimilisfang fylgja í lokuðu umslagi, merkt dulnefninu.
Verðlaunauppskriftir verða birtar í DV og framleiðendur Uncle Ben's áskilja sér rétt til frekari birt-
inga. Ennfremur að hætta við keppnina ef ekki berast uppskriftir sem uppfylla kröfur dómnefndar.
Uppskriftir skulu sendar til DV. Utanáskriftin er „Hrísgrjónasamkeppni“ DV
Þverholti 11, 105 Rvk. SÍÐASTI SKILADAGUR ER 7. MAÍ.