Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Popp________________________ Við strippuðum bara tvisvar Sæltveri fóEkið!.. .Bráðum - Stutt spjall við „Dr. Hook sjálfan'', Ray Sawyer Hljómsveitin Dr. Hook staldraði við hér á landi á dögunum. Hélt þrenna tónleika viö gífurlegan fógn- uð á Hótel íslandi og var síöan flogin heim til Ameríku eftir stutta Evrópu- ferð. Síðan hljómsveitin var hvað vin- sælust hér upp úr 1970 og fram yfir 1980 hefur hún breyst mikið. Sannast sagna eru þeir aðeins tveir eftir sem gerðu garðinn frægan á áttunda ára- tugnum og Krókur sjálfur, Ray Sawyer, er annar þeirra. Hann hætti reyndar í hljómsveitinni um tíma. Hún lagði síðan upp laupana og þá gerði Sawyer sér lítið fyrir og endur- reisti hana. Enda var hann alla tíð vörumerki hljómsveitarinnar eða kannski öllu heldur leppurinn fyrir öðru auga hans. „Við flytjum aðallega gamla smelli af plötunum okkar þrettán," sagði Ray Sawyer í stuttu spjalli. „Það er gamla músíkin sem fólk vill fyrst og fremst heyra. Auðvitað verðum við að sleppa miklu. Við værum að í eina þrjá daga ef við ættum að spila allt sem við sendum frá okkur í gamla daga. Síðan bætum við öðru nýrra við.“ - Dr. Hook tekur þá upp plöt- ur ennþá? „Já, já,“ svaraði Ray Sawyer. „Við eigum einmitt eina háífkláraða í New Orleans. Músíkin er í sjálfu sér ekki svo mjög frábrugðin því sem við vor- um að gera í gamla daga. - Það heyr- ist að hér er Dr. Hook á ferð. - En við erum nær rótum rokksins núna. Það er meiri ryþmablús í tónhstinni en áður. Þá vorum við nær kántrí- tónlist. Þar af leiðandi höfum við þurft að breyta nokkuð hljóðfæra- skipaninni. í staðinn fyrir fiðlur og stálgítara eru komin blásturshljóð- færi.“ Á bar í Nashville Ray Sawyer vildi lítið ræða um gamla hðsmenn Dr. Hook. „Ég held engu sambandi við þá,“ sagði hann þurrlega. Viðurkenndi þó að hann vissi hvar Dennis Locorri- ere, fyrrum aðalsöngvari hljómsveit- arinnar, væri. „Hann vinnur á bar í Nashvihe núna. Selur kúrekunum viskí og bjór. Dennis er alveg hættur í músíkinni. Ég hef þó heyrt að hann taki einstaka sinnum lagið með hijómsveit hússins og hafi eitthvað aðstoðað vini sína í bakröddum þeg- ar þeir hafa verið að taka upp plöt- ur.“ - I eina tíð voruð þið manna villtastir á sviði. Er svo enn? „Við hreyfum okkur," svaraði gamfa kempan og brosti. Tók svo niður sól- gleraugun og pússaði þau. Ray Sawy- er gengur ekki með leppinn fræga fyrir auganu dags daglega heldur er plástrað fyrir tóftina. Sólgleraugun hylja plásturinn. „Djöfull eru sólgleraugu dýr hér á landi," sagði hann loks. „Ég ætlaði að kaupa mér ný. Ég fer ekki að borga hundrað dohara fyrir gleraugu sem ég get fengið á tíu heima. Ann- ars .er frábært að vera kominn th íslands. Mig hefur lengi langað. Það er gott að vera loksins kominn.“ - Meira um sviðsframkom- una. Þið voruð þekktir fyrir að strippa á sviðinu í eina tíð. „Fréttist það aha leið hingað?“ Ray Sawyer skehti upp úr. „Já, það veit það sjálfsagt ahur heimurinn að við skehtum okkur úr fótunum á sviði. En við gerum það ekki á Hótel ís- landi. - Það máttu bóka! Þetta stripp í gamla daga lá eigin- lega beint viö. Það voru allir aö þessu. Maður las fréttir af því í blöð- unum daglega að hinir og þessir væru að strippa á ólíklegustu stöð- um. Jafnvel á fótboltavöllum. Nú, við vorum á leið til Kaupmannahafnar eitt sinn með flugvél. Attum aö halda þar hljómleika. Þá rakst ég á frásögn í blaði um að 1500 nemar í háskóla í Atlanta hafi strippað í bænum. Okk- ur fannst öUúm þetta fáránlegt en þó ekki verra en svo að þegar við vorum klappaðir upp á hljómleikun- um hlupum við á svið kviknaktir nema við vorum í sokkum og skóm og ég með hattinn og leppinn! Heim- urinn frétti af þessu á augabragði. Ég veit ekki hver var í salnum ... kannski útsendari AP fréttastofunn- ar.“ - Og var þetta í eina skiptið sem þið fækkuðuð fötum á sviði? „Já. - Nei annars. Á Hróarskeldu- Ray Sawyer: Við yrðum í þrjá daga á sviðinu ef við ættum að spila alla gömlu smellina. popphátíðinni daginn eftir fórrnn við líka úr. Þar var steikjandi hiti og all- ir voru nálfnaktir eða alnaktir á há- tíðinni. Hátíðin hafði staðið í þrjá daga og við vorum síðasta hljóm- sveitin á svið síðasta daginn. Einhver kaUaði: Farið úr! Nú, við fórum úr, spUuðum eitt lag og fórum svo í aft- ur. Þetta var allt og sumt.“ Gott í bland - Ray, eftir öU þessi ár, er alltaf jafn - gaman að vera poppari? Taka upp plötur og spUa á tónleikum? „Ja... já, eiginlega. Þetta er skemmti- legt líf. Að vísu vUdi ég ekki vera lokaður inni í stúdíói alla daga árið um kring og taka upp plötur. Og ég vUdi heldur ekki þeytast um heiminn sýknt og heUagt og halda hljómleika. Hæfileg blanda af hvoru tveggja er ágætt. Maður kynnist mörgu bráð- skemmtilegu fólki, og reyndar einum og einum drepleiðinlegum innan um. En þegar á heUdina er litið er þetta ágætis líf sem ég lifi.“ -ÁT- Alltbúið hjá Iloyd Cole And The Commotíons Sómi Glasgow, sverð og skjöldur, hljómsveitin Lloyd Cole And The Commotions, er hætt. Það var til- kynnt í marslok um leið og safnplata hljómsveitarinnar 1984-1989 kom út. Cole sjálfur, sá þurrmannlegi Skoti, er kominn til New York þar sem hann vinnur að sólóplötu. Law- rence Donnegan bassaleikari hefur fengið starf sem blaðamaður og Step- hen Irvine trommuleikari og gítar- leikarinn NeU Clark hafa fundið sér nýja leikfélaga. Blair Cowan, sem lék á hljómborð með hljómsveitinni er hún kom hingað til lands á sínum tíma, vinnur nú að plötu með Alison Moyet. Jafnvel er reiknað með að hann spUi á nýju plötunni sem Cole er að taka upp. Og vel á minnst: Á 1984-1989 eru öh þekktustu lög Lloyd Cole And The Commotions. Má þar nefna Jennifer She Said, Lost Weekend og Perfect Skin meðal annarra gamaha og góðra gáfumannaslagara. -ÁT- leikar sveitarinnar um ára- bil... Og flsiri fréttir af Roli- ingunum. Doobie Brothers sýna lífsmark að nýju. Spennandi verður að sjá hvort ein- hvcrjir muna enn eftir gömlu mönnunum. lifsmark með Doobie Brothers Hópurinn sem upphaflega stofnaði The Doobie Brothers kom saman fyr- ir nokkru og hljóðritaði plötu með nýju efni að mestu leyti. Platan, sem heíúr hlotið nafhiö Cycles, kemur út vestanhafs þann 17. maí. í júní leggur hljómsveitin síðan af stað í hljómleikaferð um víða veröld. Ferð- in hefst reyndar í Denver 1 Colorado. Á Cycles eru tíu lög. Átta eftir hðs- menn Doobie Brothers. Tvö eru göm- ul; One Chain (Don’t Make No Pri- son) sem Four Tops gerðu frægt og gamla Isley Brothers-lagið Need A Little Taste Of Love. Doobie Brothers sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 1972. Hún flutti fjöl- mörg þekkt lög á áttunda áratugnum. Meðal þeirra voru Long Train Runn- ing, Listen To The Music og China Grove. Þá ferðaðist hljómsveitin mjög mikið og hélt hljómleika. Nokkrir hðsmenn Doobie Brothers komu eitt sinn til íslands. Ekki til að spila heldur hafði Jumboþota, sem þeir voru farþegar með, bhað og þeir þurftu að gista á Hótel Loftleiðum eina nótt! - Hljómsveitin var lögð nið- ur árið 1981. -ÁT- Commotions eru liöin tiö en Lloyd Cole er sagður byrjaöur á nýrri sólóplötu I New Yoric. um. Féldt söngvarinn bágt fyrir bless...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.