Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989.
Þegar flestir hafa sætt sig viö að
sorpflokkunarstöðinni umdeildu
verði komið fyrir í Hafnarfirði, eftir
miklar deilur íbúa í Árbæ, hafa eig-
endur Álfsness á Kjalamesi gengið
manna á meðal til að fá samþykkt
að urðun sorps verði komið fyrir á
landareign þeirra og að stöðin fái að
rísa í Gufunesi. Þeir segja aö sam-
þykki allra sé komið, nema hrepps-
nefndar Kjalamess, sem standi í
hreppapólitík, vegna málsins.
„Við emm hlynntir þvi að fá að
urða sorpbaggana, sem fyrirhugað
er að vinna í nýrri sorpflokkunar-
stöð, í Álfsnesi," sagði Ragnar Guð-
mundsson, eigandi Texta og fyrrum
eigandi Myndversins, Stöð 2, í sam-
tali við DV, en hann er eigandi Álfs-
ness-landsins, ásamt Valdimar Stef-
ánssyni. „Fyrirhugað er að reisa
sorpböggunarstöð sem flokkar allt
sorp frá höfuðborgarsvæðinu og set-
ur það í bagga. Átta sveitarfélög
standa að flokkunarstöðinni sem
ekki hefur ennþá fengið ákveðna
staðsetningu. Komið hefur til tals að
hún fari suður fyrir Hafnarfjörð en
ég er á því að stöðin fan í Gufunesið
og verði við hhðina á Áburðarverk-
smiðjunni, þar sem hún truflar
hvorki næstu byggð né mengar um-
hverfið," sagði Ragnar.
Þannig hefur Vífill Magnússon teiknað Álfsnesið. Þar sem örin bendir færi uröunin fram. Áætlaö er að átján holu golfvöllur verði viö hliðina en nokkru
fyrir ofan risi ný byggð.
Eigendur Álfsness á Kjalamesi:
Vilja urða sorp í landi sínu
- nei, segir hreppsnefndin
„Það sem ég hef veriö að vinna í
undanfarið er að sorpiö verði urðaö
í Álfsnesi. Sérfræðingar telja að það
svæði sé einn heppilegasti staðurinn
til uröunar. Bergiö á svæðinu er þétt
og lítil hætta á mengun. Mjög auð-
þannig aö hún skipi nefnd í málið.
Heppilegast er ef flokkunarstöð-
inni verður komið fyrir í Gufunesi
því daglega aka í kringum 200 bílar
á sorphaugana. Af þeim em aöeins
um fimmtíu sorpbílar, hitt em sendi-
Ragnar Guðmundsson og Valdimar Stefánsson telja Álfsnes á Kjalarnesi
heppilegasta staðinn fyrir urðun sorps af höfuðborgarsvæðinu.
DV-mynd GVA
velt verður að greina allt frárennslis-
vatn á svæðinu."
Gróöursvæöi og golfvellir
Vífill Magnússon arkitekt hefur
hannað Álfsnesið fyrir landeigendur
og gert teikningar. „Við ætlum aö
byggja upp landið sem notað verður
undir gojfvöll, trárækt og gróður-
stöðvar. í þessu landi verður íviö
meiri varmi í jörðinni en undir eðli-
legum kringumstæðum. Slík svæði
em ipjög eftirsótt erlendis, bæði fyrir
urðun og einnig eftir að henni er lok-
ið, því gott er að rækta jörðina. Einn-
ig er algengt að byggt sé yfir urðun-
arsvæði t.d. er flugvöllurinn í Tokyo
byggöur á uröunarsvæði."
Ragnar sagði að allir þeir aðilar
sem rætt hafi verið við séu meðmælt-
ir því að Álfsnesið verði notaö sem
urðunarstaður nema hreppsnefndin
á Kjalamesi. „Við höfum sýnt
hreppsnefndinni teikningar af svæð-
inu sem Vífill hefur gert og látið hana
hafa greinargerð um hvemig staöiö
verður að þessu. Einnig viijum við
bjóða hreppsnefndinni þátttöku,
bílar, sem koma með sorp frá fyrir-
tækjvun, og einkabílar. Mjög langt
væri fyrir þessa bíla að aka alla leið
í Hafnarfiörð.
Hafnarfjöröur ekki heppilegur
Ég tel að Hafnarfjarðarsvæðið sé
ekki nógu gott vegna jarðvegsins.
Þar undir era bestu grunnvatns-
svæðin og urðunarsvæðiö sem þeir
tala um í Krísuvík er friðað náttúm-
vemdarsvæði. Þaö yrði því að gera
lagabreytingar til að úr þessu geti
orðiö. Auk þess kostar á annaö
hundrað milljónir að búa til nýjan
veg aö sorpflokkunarstöðinni í Hafn-
arfirði og sá vegur yrði eingöngu fyr-
ir sorpbíla. Þá peninga væri hægt að
spara ef sorpflokkunarstöðin væri í
Gufunesi og urðunin í Álfsnesi,"
sagði Ragnar.
„Ef Gufunessvæðið yrði notað und-
ir sorpflokkunarstöðina yrði vega-
lengdin tiltölulega stutt fyrir hinn
almenna neytanda. Væntanleg byggð
þróast nú frá Grafarvogi upp aö
Korpúlfsstöðum og upp í Álfsnes.
Fyrirhuguð vegagerð sem á að koma
upp eftír, yfir Grafarvoginn og fram
hjá Geldingamesinu og yfir í Álfs-
nesiö og Kjalamesið, yrði mjög hag-
kvæm að þessum stöðum og myndi
gera leiðina bæði stutta og greiða að
sorpurðuninni. Síðan stendur til að
gera göng undir Hvalfjörð og ég
myndi segja að það væri skynsam-
legra að eyða fjármunum í þessar
framkvæmdir en að gera veg suður
í Krísuvík.
Áætlaö er að það fari á bilinu 75-100
milljónir í kostnað við aö urða sorpið
á ári þannig að hagur Kjalames-
hrepps er gífurlegur. Við teljum að
þama skapist ný fimmtán heilsárs-
störf.“
Byltingarkennd lausn
Sex ár era frá því fyrst var farið
aö ræða um urðun sorps í Álfsnesi
en þá vom aðrir eigendur af Álfsnes-
landinu. „Gerðar vom margar tillög-
iu- en síðan beindist athyglin að urð-
uninni en það er míög byltingar-
kennd lausn frá því sem áður hefur
veriö.
Sorpflokkunarstöðin sér rnn að
flokka öll eiturefni úr sorpinu og
þegar baggamir koma í Álfsnesið em
þeir tiltölulega hreinir. Baggamir
em pressaðir þannig að lítíð fer fyrir
þeim og síðan er þeim raðað í stafla
í jarðveginn. Til að koma í veg fyrir
mengun verða settir upp brunnar,
þar sem fylgst verður með vatninu.
Hollustuvemd ríkisins mælir með
þessum stað og segir reyndar að þetta
sé eini staðurinn á svæðinu sem sé
heppilegur," sagði Ragnar.
Hann bætti við aö nú stæði ein-
göngu á hreppsnefnd Kjalames-
hrepps sem virtíst vera komin út í
hreppapólitík og alls kyns vitleysu,
eins og Ragnar orðaði þaö. „Flestir
sérfræðingar sem ég hef rætt við em
sammála um að Álfsnesið sé mjög
heppilegur staður. Ég held að
hreppsnefndin hafi tekið afstöðu að
óathuguðu máli,“ sagði Ragnar Guð-
mundsson.
Veröur aldrei samþykkt
Jón Ólafsson, oddvití á Kjalamesi,
er ósammála Ragnari. Hann sagði að
máliö hafi fyrst verið tekið upp árið
1983 og sjö sinnum hafnað og hafi
einhugur ríkt meðal sveitunga. „Við
viijum ekki urðun sorps í byggð,
enda teljum við lausn málsins vera
komna, þar sem er Krísuvíkursvæð-
ið. Reyndar höfðum við staðið lengi
í málþófi við fyrri eigendur Álfsness.
Kjalames átti forkaupsrétt að
landinu en Ragnar Guðmundsson og
Valdimar Stefánsson sögðust ætla að
vera með búskap á jörðinni, þannig
að sveitarfélagið setti kaup þeirra
ekki fyrir sig. Mánuði síðar vom
þeir komnir á fulla ferð og vildu þá
urðun sorps á nýjan leik, vitandi aö
andstaða íbúa hér væri algjör. Þeir
vissu alveg hvemig þessi mái höfðu
þróast og því verður ekki breytt,"
sagði Jón.
„Þó að byggð hér sé dreifð þá er
hér fullt af fólki en það er oft eins
og Reykvíkingar telji sig vera komna
í einhveija auðn er þeir koma rétt
út fyrir bæinn.“
Guðmundur Ámi Stefánsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfiröi, sagði að nú
væri beðið eftir skýrslum um landið,
þar sem sorpflokkunarstöðinni er
fyrirhugað land, á móts við Álverið.
„ Við getum sagt að komið sé gult ljós,
viö bíðum eftir því græna. Ef það
fáest verður hafist handa við bygg-
inguna í sumar, enda veröur sorp-
stöðin í Gufunesi oröin full um mitt
næsta ár.“
Þannlg er urðunin fyrlrhuguð. Böggunum er staflað eftir endilöngu og siðan er staflaö ofan ó. Aætlað er að urðun
geti farið fram á þessu svæði næstu tuttugu árin. Þegar hverjum renningi hefur verið iokað er torf sett yfir og
áætlaö að trjárækt geti hafist.