Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1989, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989. Kristján Ólafsson er framsóknarmaður en þó ekki í náðinni hjá Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Ul áhugamaður um neytendamál og sinnir þeim núna af alefli. Hvað hann tekur sér fyrir hendur næst er ómögulegt að segja. Ég hef þó ekki trú á að hann setjist í helgan stein.“ Ekki rétta týpan í pólitík Kristján ólst upp í Kópavoginum og hefur búið þar aUa tíð. Ungur gekk hann í Samvinnuskólann á Bifröst og hefur jafnan síðan mælt með þeim skóla við ungmenni. Hann er framsóknarmaður aö upp- lagi eins og öU hans ætt þótt hann skipti sér ekki mikið af póltiík opin- berlega. „Ég er ekki týpan í það,“ sagði hann eitt sinn á góðri stundu norður í Svarfaðardal. „Hann er aUs ekki fráhverfur póhtík og aldrei að vita nema hann birtist í næstu kosningum þrátt fyrir feimninasegir Sigurður vin- ur hans. „En neytendamáhn eru hans ær og kýr og ég get fuUyrt að honum er ekkert óviðkomandi á þeim vett- vangi.“ Upphafið að áhuga Kristjáns á málefnum neytenda er raídð til þess að hann vann við pylsugerð hjá SS að loknu prófi frá Sam- vinnuskólanum. Það átti ekki vel við hann og hann hætti fljótiega. Eftir það hefur hann verið sinn eig- in herra, enda lætur honum best að vinna í einrúmi. „Kristján er heimakær maður og berst ekki á í daglegu lífi,“ segir Sigurður. „Hann horfir töluvert á sjónvarp og les mikið. Smekkur hans á bókmenntir er mjög sér- kennUegur því hann les mest ró- mantískar bækur og ástarsögur. Þetta kom mér á óvart þegar ég kynntist honum fyrst. Hann les einnig mikið aUs lags bækUnga og fylgist vel með öUum nýjungum en hann hefur sagt mér að hann slappi af yfir ástarsögunum." Vandamál frá æskuárunum Kristján er fæddur rétt í stríðs- lok, þann 5. júU árið 1945. Þótt hann ferðir í Kópavoginum. Hann er virkur Lions-maður og ötuU við að selja rauðar fjaðrir. Þeir eru saman í Lions hann og Sigurður, frétta- maður á Stöðinni, og það átti sinn þátt í að talað var um klíkuskap þegar Kristján var ráðinn til Stöðv- arinnar. Þeir eru mikUr félagar og nokkuð sér á báti á Stöðinni. Ráðherra treystir ekki Kristjáni Þeir sem þekkja til Kristjáns segja að hann hafi töluverðan áhuga á að sinna heUbrigðis- og neytendamálum fyrir hið opinbera. Hann hefur mikið dálæti á Guð- mundi Bjamasyni heilbrigðisráð- herra sem þarf ekki að koma á óvart því báðir eru framsóknar- menn. Kristján hefur þó ekkert unnið fyrir Guðmund og aldrei komist í nefnd á hans vegum, ekki einu sinni á reyklausa deginum þegar nóg úrval var af nefndum. HeimUdir innan Framsóknar- flokksins segja að Guðmundur treysti Kristjáni ekki til mikUla verka. „Undir niðri er Kristján sár vegna þess að heUbrigðisráöherra hefur ekki leitaö til hans um ráð- gjöf eða aðstoð,“ segir Sigurður sem hefur rætt þetta mál í einrúmi með Kristjáni. „Honum finnst að ráðherra hafi svikið sig en samt held ég aö hann sé mjög sáttur við lífið. Þetta er maður sem ekki þarf mikUs með. Hann er afskaplega nýtinn og sparsamur. Veikleiki hans er feimnin. Hann á ákaflega erfitt með að blanda geði við fólk og gerir það ekki nema í ítrustu neyð. Ég veit að mikið hefur verið leitaö til hans bæði um viötöl og vinnu fyrir fjölmiðla en hann hefur neitað öUu nema vinnunni fyrir Stöðina enda kom þar til mág- semdin við fréttastjórann og sam- starfið í Lions með Sigurði frétta- manni.“ Fer norður í réttimar í haust Kristján sér nú fyrir endann á þessu starfi hjá Stöðinni í bili. Kristján Ólafsson, neytendafrömuður Stöðvarinnar, í nærmynd: Háttprúður maður 02 oatinn að sínu Sumir menn eru svokallaðar týp- ur. Það eru aldrei dæmigerðir menn - heldur nyög sérstakir - þótt þeir hafi gert datýpisk verk að ævistarfi. Kristján Ólafsson, neyt- endafrömuður Stöðvarinnar, er einn þessara manna. Hann fiaUar þar um týpísk neytendamál af alúö og útsjónarsemi en er óvenjulegur maður, háttprúður, penn og natinn aö sínu. Þessi maður hefur um árabil sinnt hugðarefnum sínum af kost- gæfni en þó ekki hlotið almennar þakkir fyrir þjóðþrifastörf sín fyrr en í vetur. Þá réðst hann til Stöðv- arinnar og tók að vinna íslenskum neytendum gagn í augsýn alþjóðar í fréttaþættinum ’89 á Stöðinni. Traustar ættir úr Svarfaðardalnum Krisfján lifir hæglátu lífi í Kópa- voginum þar sem hann býr í íbúð sem móðir hans, Sigurbjörg heitin Kristjánsdóttir, ættuð úr Svarfað- ardaínum, eftirlét honum á dánar- beðinum. Kristján heitir eftir afa . sínum, gildum bústólpa og hagyrð- ingi fyrir norðan. Einn ríkasti eðlisþátturinn í skapgerð Kristjáns er feimnin, sem rakin er til æskuára hans. Feimnin varð til þess að Kristján neitaði helgarblaði DV staðfastiega um viðtal þótt vel væri leitaö eftir. Hann svaraði þó jafnan kurteislega og sagði að sér væri þetta mjög óljúft þótt hann vildi engan styggja. „Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði Siguröur Siguijóns- son, leikari og góðkunningi Kristj- áns, þegar DV leitaði til hans um upplýsingar um neytendafrömuö- inn. „Feimnin hefur háð honum alla tíð og ég sé ekki fram á að það breytist í bráð.“ Sigurður hefur þekkt Kristján frá vorinu 1987 þegar leiðir þeirra lágu saman í Kosningasjónvarpi Stöðv- ar 2. Kristján vann sem sölumaður við kosningasjónvarpiö en ,sölu- mennska hefur lengst af veriö at- vinna hans. Sölumennska liggur reyndar í ættinni og náfrændi Kristjáns er m.a. kunnur af að selja upptakara fyrir gospela. Þeir frændur eru um margt líkir. Klíkuskapur viðráðninguna Kristján var sölumaður þegar hann tók að sér umfjöllun um mál- efni neytenda á Stöðinni. Ráðning hans var umdeild og er talið að frændsemi hafi ráðið mestu um að Stöðin fékk hann til liðs við sig. Ekki er vitað til að póhtík hafi ver- ið með í spihnu og enn hefur ekki heyrst að menntamálaráðherra ætli að láta reka hann. Kristján er mágm- Péturs, frétta- stjóra Stöðvarinnar, og var látið svo heita aö Kristján hefði tekið að sér starfið fyrir þrábeiðni hans. Sigurður Siguijónsson upplýsir þó að Kristjáni hafi verið ljúft að taka að sér starfið - jafhvel verið óðfús til þess - því þrátt fyrir feimnina vfiji hann láta á sér bera. Eftir að Kristján var ráðinn hefur enginn hreyft mótmælum við veru hans á Stöðinni. „Þetta er nákvæmnismaöur, hann er penn og vandur að virð- ingu sinni," segir Sigurður um þennan vin .sinn. „Hann býr nú einn en bjó lengi með aldraðri móð- ur sinni í Kópavoginum. Ég veit ekki hvort hann hefur nokkru sinni verið við kvennmann kennd- ur og viö skulum láta það hggja milh hluta. Kristjáni er iha við að slík mál séu rædd opinberlega. Hann er ákaflega týpiskm- pipar- sveinn og hefur helgaö sig sölu- mennskunni og öhum málum henni tengdum. Hann er líka mik- sé skrifaður Ólafsson þá er ýmis- legt á huldu um faöemi hans og heima í Kópavoginum var getinn að því leitt að hann væri ástands- bam. Hann ólst upp hjá móður sinni sem var alla tíð einstæð. Ólaf- ur, sem tahnn er faðir hans, er enn á lífi en kynni Kristjáns af þessum föður sínum hafa aldrei verið mikil og er hægt að tala um fullkomið sambandsleysi hin síðari ár. „Þetta vandamál með föður Kristjáns er nokkuð sem aldrei hefur verið rætt í fjölskyldunni. Það plagar hann svohtið að ýmis mál úr uppvexti hans em óupp- gerð,“ segir Sigurður. „Það er kannski þess vegna sem hann er svona samanherptur eins og hann er stundum greyið." Sigurbjörg Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns, var ættuð úr Svarfaðar- dalnum og þangað fer Kristján gjaman á haustin og fer í réttimar. Hann smakkar ekki vín nema í réttunum fyrir norðan. Þá á hann það til að vera svohtið rakur en annars er hann alger bindindis- maður á tóbak og vín. Þrátt fyrir að Kristján gefi mikið fyrir heilsusamlegt lífemi kemiu- hann hvergi nærri íþróttum og hefur að sögn andstyggð á öhu slíku. Hann fer þó í stuttar göngu- Hann hefur lagt fyrir nokkuð fé til að komast í sumarfrí. Draumur hans er að fara á reiðhjóh um landið því hann fer ekki til út- landa. Sigurður segir að Kristján æth sér að ljúka ferðinni í réttun- um í Svarfaðardalnum í haust og eyöa þar nokkrum dögum við íjár- leysi með öðrum fjölmiðlamönn- um. „Næsta vetur skilst mér á honum að aht sé óráðið með vinnu," segir Sigurður. „Ég veit að hann vonast eftir að fá meiri vinnu við fiölmiðla því hann nýtur sín í því starfi. Hann hefur líka í vetur náö góðum árangri við að bæta hag neytenda. Hann hefur bent fólki á ýmislegt sem betur mætti fara og ég held að gerlum í kjötfarsi fækki nú óð- um. Kristján er að vonum ánægður með þennan árangur. Hann trúir á það sem hann er að gera og af við- brögðunum að dæma veröur að segjast eins og er að þetta er maður sem nær árangri. Þeir hjá Stöðinni eru, skhst mér, ánægðir með Kristján og hann hefur ekki verið rekinn ennþá," sagði Sigurður Sig- uijónsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.