Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Page 2
e 2
Sd.
Fréttir
Mótmæli hundraða unglinga á Suðumesjum:
Andvökunótt þúsunda íbúa
er bílflautur voru þeyttar
- óánægja með að lögreglan í Keflavík lokaði rúntinum
„Það hvein og söng í bænum. Ég
hef aldrei heyrt önnur eins yfir-
þyrmandi læti. Þetta eru furðuleg-
ustu aðgerðir sem ég hef séö þótt ég
hafi verið í tengslum við umferðina
í áratugi. Fyrst hélt ég að einhveijar
stórframkvæmdir væru í gangi en
komst svo aðþví að verið var að loka
rúntinum. Eins og raun bar vitni
þýddi nú lítið að beina umferð krakk-
anna út í íbúðarhverfin. Krakkamir
náðu sér heldur betur á strik og allt-
af lengdist flautandi bílalestin,“ sagði
Steindór Sigurðsson, bæjarfulltrúi í
Njarðvík, í samtali við DV í gær eftir
minnisstæða vökunótt flestra bæj-
arbúa í Keflavík og Njarðvík aðfara-
nótt sunnudagsins.
Ungt fólk í hundraðatali, víða af
Suðumesjum, þandi bílflautur og
fylkti liði á tugum bíla fyrir utan lög-
reglustöðina í Keflavík í mótmæla-
skyni við þær aðgeröir lögregluyfir-
valda að loka Hafnargötúnni í Kefla-
vík - þar sem keyrður er rúnturinn.
Mikill fjöldi bíla safnaðist einnig fyr-
ir utan heimih bæjarstjóra og lög-
reglustjóra í Keflavík og þeytti bíl-
flautur í hálfa klukkustund. Talið
var aö flestir íbúar Keflavíkur og
Njarðvíkur hefðu ekki getað sofið
þar til hamaganginum linnti um flög-
urleytið í fyrrinótt. Stungin vom göt
á hjólbarða tveggja lögreglubíla og
bílalestir keyrðu m.a. um íbúðar-
hverfi, - framhjá sjúkrahúsinu og
dvalarheimili aldraðra með miklum
óhljóðum og gauragangi. Að því
loknu söfnuðust bílar og margir fót-
gangandi að lögreglustöðinni og
flautuðu óspart. Þegar lögreglan
hafði talað við einn þeirra sem taldir
vora forsprakkar aögerðanna fór ó-
látunum brátt að linna.
Rúntinum var lokað með steypu-
tunnum strax á föstudagskvöldið og
hafði lögreglan þá afskipti af fimm
bílum sem virtu lokunaraögerðimar
að vettugi. Að sögn lögreglunnar var
heldur rólegt í miðbænúm þá þar
sem háldið var skólaball Fjölbrauta-
skólans í Festi í Grindavík það kvöld.
A laugardagskvöldið var Hafnargöt-
unni svo lokað aftur rétt fyrir mið-
nætti og braust þá mikil óánægjualda
út sem stóö yfir þar til klukkan að
ganga fimm í fyrrinótt. Mikið hefur
verið hringt til lögreglunnar og
kvartað yfir þessum aðgerðum sem
sköpuðu mikið ónæði fyrir íbúa
svæðisins.
-ÓTT
Þrír slösuðust er bílar sem komu úr gagnstæðri átt skammt austan við Skíðaskálann í Hveradölum lentu í mjög
hörðum árekstri á laugardaginn. Þar sem slysið varð eru þrjár akreinar og var ökumaður Citroen bifreiðar að
fara fram úr er hann missti stjórn á bílnum i hálku. Lenti hann á sendibil sem kom á móti. ökumaður í Citroen-
bílnum handleggsbrotnaöi og slasaðist i baki, farþegi skarst á höfði. Talið er að öryggisbelti hafi bjargað lífi
þeirra. ökumaður sendibílsins siapp með minni háttarmeiösl. -ÓTT/DV-mynd S
Samstaða EFTA-ríkjanna að aukast:
i
Fríverslunarsamningur við EB
helst talinn koma til greina
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„Það er ljóst að það hefur verið
unnið gífurlega mikið starf og ég
held aö alhr séu sammála um að
okkar menn sem í þessu era hafa
haldið vel á málum og það er almenn
ánægja með það. Það hefur náðst
miklu meiri samstaða milh EFTA-
ríkjanna en áður var og öll viröast
sætta sig við það aö ræða sem slík
sameiginlega við EB,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra en í gær var haldinn sérstakur
fundur ríkisstjómarinnar um undir-
búning viðræðna EFTA og Evrópu-
bandalagsins. Sagði Steingrímur að
á fundinum hefði verið farið yfir
gang viðræðnanna.
„Það er ljóst að það era íjöldamarg-
ir fyrirvarar hjá einstökum ríkjum
og þá sérstaklega okkur og Sviss-
lendingum. Það er því alls ekki svo
að EFTA-ríkin séu öll komin í eina
sæng.
Okkar fyrirvarar era að sjálfsögðu
sterkastir varðandi fiskinn. Þó að
þessu sé náð inn hjá EFTA þá er fisk-
ur ennþá talinn með landbúnaðar-
vörum hjá EB og býr sjávarútvegur
þar við gífurlega styrki. Hvort sem
við fáum fríverslun með fisk eða ekki
þá er það alveg óviðunandi fyrir okk-
ur.“
Þrýstingur vaxandi
á íslensk fiskimið
- Hafa orðið einhverjar breytingar
á afstöðu til aðgangs að fiskimiðum
okkar?
„Við höfum staðið mjög ákveðið á
því atriði og við höfum talið að það
sé að aukast skilningur á því að það
er ekki um að ræða að selja fiskveiði-
heimildir fyrir fríverslun. Okkar iðn-
aðarvamingur er fiskur og það verð-
ur að vera frelsi fyrir hann gegn
frelsi fyrir ffamleiðslu hinna þjóö-
anna. Eg hefði talið vaxandi skilning
á þessu en hitt er annað mál að þess-
ar þjóðir era búnar að eyðileggja sín
fiskimið nokkum veginn alveg.
Þrýstingur er þess vegna vaxandi frá
þeim sem þar hafa starfað við sjávar-
útveg.“
- En verða fiskveiðamar sá að-
göngumiði sem við verðum að
greiða?
„Þá er hann nú orðinn ansi dýr.
Ég myndi nú bara spyija sjálfan mig
að þvi hvort ekki séu fleiri og aðrir
sem vilja fiskinn og þurfa ekki þenn-
an aðgöngumiða. Japanir era að leita
að fiski úti um allan heim.“
- En hver telur Steingrímur að verði
líkleg niðurstaða viðræðna við EB?
„Tollabandalag hefur nú eiginlega
verið lagt til hliðar í þessum viðræð-
um. Menn hafa rætt um ffíverslun
en ekki tollabandalag sem er miklu
auðveldcira í allri meðferð. Það væri
þá jafnvel fríverslun eins og er innan
EFTA núna.“
- Hvert er helsta áhyggjuefni íslend-
inga?
„Menn hafa áhyggjur af því að erf-
itt muni reynast að ganga frá frí-
verslun með fisk. Og menn hafa
áhyggjur af því að innan EB era gíf-
urlegir og vaxandi styrkir við sjávar-
útveg í erfiðleikum. Þetta hefur
breiðst út um allt Evrópubandalagið.
Þannig aö þaö er ljóst að þetta verður
erfitt því að þegar við flytjum út fisk
til vinnslu þá fer hann í vinnslu í
stórlega niðurgreiddum vinnslu-
stöðvum Evrópubandalagsins. Sam-
keppnisstaða okkar er erfið að þessu
leyti og þetta velur vaxandi áhyggj-
um án tillits til þess hvort samningar
takast eða takast ekki.“
-SMJ
Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri 1 Keflavík:
Þýðir ekkert
að fara í stríð
„Mér skilst að fjöldi bíla hafi flaut-
að fyrir utan heimili mitt í nótt. En
það var enginn heima þannig að eng-
inn var til að svara þeim,“ sagði
Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri
í Keflavík, í samtali við DV í gær.
„Mér sýnist að það sé ekki sé hægt
að leysa þetta mál nema skapa ein-
hveija aðstöðu fyrir krakkana. Þetta
era vel aldir og þróttmiklir krakkar
af Suðumesjum og það þýðir ekkert
að fara í stríð við þá. Að vísu er einn
og einn unglingur sem sem verður
til vandræða. T.d. vora rúöur brotn-
ar fyrir þijú hundruð þúsund krónur
fyrir tveimur vikum. Það varskipuð
nefnd til að kanna hvað hægt væri
að gera en þaö virðist vera erfitt að
finna út hvað er best. Við þurfum að
ræða viö krakkana, t.d. við nemend-
aráð Fjölbrautaskólans og Holta-
skóla,“ sagöi Guðfinnur. -ÓTT
Einn úr hópi mótmælenda:
Löggan læsti að sér
og dró fyrir gluggana
„Þeir réðu ekki við neitt enda viö
við svo marga að kljást. Lögreglu-
menn læstu bara að sér á lögreglu-
stööinni og drógu fyrir gluggana á
tímabili. Bflarnir keyröu bara eins
og hver vildi, á móti einstefnu með
blikkandi gulum viðvöranarljósum
og litu ekki við stöðvunarskyldu.
Öllum hindunarbúkkunum var bara
ratt í burtu og nokkrir keyrðu svo
upp eför,“ sagði 18 ára gamall dreng-
ur úr Keflavík í samtali við DV. Hann
tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn
lokunaraðgerðum lögregluyfirvalda
í Keflavík í fyrrinótt.
„Ég heföi ekki viljaö hafa alla þessa
bíla flautandi fyrir utan gluggann hjá
mér - það hefur varla nokkur getað
sofiö í bænum á meðan á þessu stóð.
Það vora öragglega hundrað bílar
sem flautuðu. En þetta era undarleg-
ar aðgerðir. Það voru brotnar rúður
í bænum fyrir skömmu en ég get
ekki skflið hvers vegna ökumenn
eiga að gjalda þess. Þetta eru asnaleg-
araðgerðir. -ÓTT
Pétur Einarsson, flugmálstjóri er hér sestur við flugherminn og nýtur tilsagn-
ar kennara. DV-mynd GVA
Nýr flughermir
Nýr flughermir var kynntur á
laugardaginn - er hann til húsa í
gamla flugtuminum á Reykjavíkur-
flugvelli. Flughermirinn, sem er í
eigu Flugtaks hf., þjónar bæði sem
kennslutæki og þeim sem vilja halda
sér í þjálfun.
Eitt slíkt tæki hefur verið í notkun
hér á landi lengi, er það flughermir
sem er í eigu Flugleiða hf. Sá er aftur
á móti kominn nokkuð til ára sinna
og gefur ekki eins mikla möguleika
og nýi flughermirinn.
Útfærsla á flugherminum er í lík-
ingu við stjómborð minni tveggja
hreyfla flugvéla sem notaðar era til
farþegaflutnings innanlands. Kemur
flughermirinn til með aö nýtast flug-
mönnumsemogflugnemum. -HK