Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Side 10
MÁNUDAGUR ,30. OKTÓBER 1Ö89.! 5 10 Ullönd Nlxon í Kína Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, heidur ræðu í kvöldverðarboöi f Peking i gær. Simamynd Reuter Richard Nixon, maðurinn sem stuðlaði að diplómatísku sambandi milli Kína og Bandaríkjanna snemma á áttunda áratugnum, er kominn aftur til Peking til að reyna að bæta samskipti þjóöanna. En í veíslu, sem haldin var honum til heiðurs um helgina, fékk hann strax að heyra að kínversk yfirvöld kenna Bandarikjunum eingöngu um hin versnandi samskipti. Utanríkisráðherra Kina, Qian Qichen, sagði á laugardagskvöld, stuttu eftir komu Nixons til Peking, að kinversk yfirvöld væru hvorki hrifin af né ættu sök á vandamálunum. Hvatti ráðherrann Bandaríkjastjóm til þess aö breyta afstöðu sinni svo að samskiptin gætu fljótt orðiö eðlileg á ný. Í kjölfar íjöldamoröanna á Torgi hins himneska friðar í júní síðastliðn- um var samskiptum háttsettra embættismanna slitið og eínnig samvinnu á sviði hermála. Helsti stjómmólaandstæðingur Kína, Fang Lizhi, ieitaði skjóls í bandaríska sendiráöinu i Peking. Opinberlega er Nixon sagður vera í einkaerindum í Peking en hann mun gefa skýrslu um heimsókn sína. Felipe Gonzáles, forsætisráðherra Spánar, fagnar sigri. Það var ekki fyrr en undir morgun sem Ijóst var að flokk- ur hans myndi halda þingmeirihluta og einkenndist þvi kosninganóttin af mikilli spennu. Símamynd Reuter Kosningamar á Spáni: Sósíalistar Önniir fangauppreisn í Bandartkjunum Rúmlega níutíu fangar og sjötíu fangaverðir slösuðust í fangauppreisn í Holmesburg-fangelsinu í Fíladelfíu í Bandarikjunum á laugardagskvöld, að sögn yfirvalda. Að sögn talsmanns var bæði um að ræða beinbrot og hnífstungur. Tveir fangaverðir vom teknir í gíslingu í stuttan tíma en þeim var sleppt. Talið er að rekja megi uppreisnina aö einhveiju leyti til uppreisn- ar sem varð í Camp Hill fangelsinu í síðustu viku. Rúmlega eitt hundrað og tuttugu kílómetrar era á milli þessara tveggja fangelsi. Lofar launahækkun Á kosningafundi í gær, viku fyrir þingkosningarnar í Grikklandi, lof- aði fymum forsætisráðherra lands- ins, Andreas Papandreou, stuðn- ingsmönnum sínum að Sósíalista- flokkurinn myndi tryggja launa- hækkanir. Um hundrað og fimmtíu þúsund stuðningsmenn Papandreous hlýddu á hami vara við sígri Nýja Demókrataflokksíns sem myndi hafa í fór með sér mikið atvinnu- leysí og minni tekjur. Sakaði Pap- andreou leiötoga Nýja Demókrata- flokksins. Constantine Miisotakis, um að reyna að þvinga efnahags- stefnu Thatcher, forsætisráðhorra Bretlands, upp á Grikki. Dularfull sprengjutilræði Andreas Papandreou, fyrrum for- saetlsráðherra Grikklands, á kosn- ingafundl i gær. Símamynd Reuter náðu meirihluta Pétux L. Pétursson, DV, Barcelona: Niðurstöður spænsku þingkosning- anna einkennast af mjög svo áþer- andi vinstrisveiflu. Ótvíræður sigur- vegari er Izquierda Unida, flokkur sameinaðra vinstri manna, en hon- um tókst að nær þrefalda fylgi sitt. Þetta aukna fylgi er að mestu á kostnað sósíalista en dugöi þó ekki til að hinir síðarnefndu misstu meiri- hluta á þingi. Sósíalistar náðu algerum meiri- hluta í báðum deildum' spænska þingsins í þingkosningunum í gær. Sigurinn geta þeir þakkað slakri kjörsókn. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar ná þingmeirihluta og hefur hann aldrei verið naumari en nú. Lengi vel leit út fyrir að sósíalist- ar misstu meirihluta sinn og það var ekki fyrr en undir morgun aö hann kom í ljós. Kosninganóttin einkennd- ist því af mikilli spennu. Allar skoðanakannanir fyrir kosn- ingar voru samhljóða um að ef kjör- sókn yrði góð myndu sósíalistar tapa þingmeirihluta sínum. Þetta vissu einnig sósíalistar og er taliö aö ákvörðun þeirra um aö þoöa til kosn- inga á sunnudegi hafi miðast við þessar líkur. Venjan er að þoða til kosninga á virkum degi og er þá gef- ið frí frá vinnu til aö fara á kjörstað. Nú, er kosið var á sunnudegi, sem einkenndist af sumarblíðu um allt land, voru það margir sem kusu að halda upp í sveit í staö þess að kjósa. Úrslit kosninganna voru sem hér segir: PSOE, ílokkur sósíalista, tapar átta þingsætum og nær naumum meirihluta með 177 þingsætí af 350. PP, flokkur hægri manna, jók fylgi sitt og fékk 106 þingsæti, einu fleira en 1986. CDS, miðflokkur Adolfo Su- árez, tapar 5 þingsætum og fær 14 menn kjöma. CIU, flokkur katalón- skra þjóöernissinna, hélt sínu, með 18 menn kjörna. IU, sameinaðir vinstri menn, juku fylgi sitt um 10 og eru nú með 17 menn á þingi. Þá tapaði stjómmálaarmur ETA, Herri Batasuna, einu þingsæti og er nú meö fjóra menn á þingi. í öldungadeild er meirihluti sósíal- ista afgerandi. Flokkurinn fékk með 109 menn kjörna. Hægri menn fengu 74, miðflokkur fékk 3, katalónskir þjóðernissinnar fengu 10, PNV, flokkur baskneskra þjóðernissinna, fékk 4 og Herri Batasuna fékk 3 menn. Kjördagur einkenndist af góöu veðri um allt land og rósemi. Kjör- sókn var rétt rúmlega 70 prósent, lít- iö eitt dræmari en í kosningunum 1986. Ofansagðar tölur eru til bráöa- birgða en yfirkjörstjórn hefur frest til sjöunda nóvember til að leggja fram þær endanlegu. Þá hafa flokk- arnir tveggja daga kærufrest. Endan- legar niðurstöður kosninganna verða því lagðar fram þann 12. nóv- ember. Níu dögum síðar kemur nýtt þing saman. Lögregtumaður kannar ummerkl sprengingarinnar i nágrenni spænska sendiráösins í Hollandi. Símamynd Reuter Hollenska lögreglan hefur farið fram á aöstoö spænskra yfirvalda við rannsókn á þremur dularfullum sprengjutilræðum gegn spænskum stjórnarerindrekum síðustu flóra dagana. Tvær sprenginganna, á föstu- dag, ollu töluverðum skemmdum á byggingum og slösuðu fimm menn. í síðustu viku sprakk sprengja i bifreið spænsks sijómarerindreka fyrir utan heimili hans í Haag. Enginn hefúr lýst ábyrgðinni á hendur sér. Öryggisvarsla í sendiráði Spánar í Haag hefur verið aukin mjög í kjöl- far sprenginganna. Hollensk dagblöð hafa velt þvi fyrir sér hvort aðskiln- aðarsínnar Baska séu hér á ferð en sendíherra Spánar í Hollandi segir ólíklegt að um kunn hryðjuverkasamtök hafi verið að ræða. Reutér Fjöldafundur í Soweto Suður-Afnka: Stuðningsmenn Afriska þjóðarráðsins með spjald þar sem Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, er sögð áttavillt. Var átt við afstöðu hennar til refsiað- gerða gegn suður-afrískum yfirvöldum. Simamynd Reuter Á einum íjölmennasta mótmæla- fundi, sem haldinn hefur verið í Suð- ur-Afríku, vom í gær lesin upp skila- boð frá Oliver Tambo, leiðtoga Af- ríska þjóðarráðsins, þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að halda áfram baráttunni fyrir frelsi. Um sjötíu þúsund manns höfðu safnast saman á fótboltavelli fyrir utan blökkumannahverfið Soweto í Jóhannesarborg tíl að fagna opin- berlega pólítísku fóngunum átta sem suður-afrísk yfirvöld létu nýlega lausa. Óhugsandi heföi verið að slík- ur fundur hefði verið leyfður fyrr en í síðasta mánuði þegar de Klerk for- seti gerði tílslakanir í sambandi við útifundi. Tambo, sem nú dvelst í London af heilsufarsástæðum, sagði í skilaboð- um sínum að stjóm de Klerk forseta gæti annað hvort leitt Suður-Afríku til glötunar eða til samningavið- ræðna milli hinna stríðandi afla. Enn væri ekki of seint fyrir de Klerk að verða einn af þeim sem stuðluðu að friði í landinu. Skilyrði Afríska þjóðarráðsins, sem bannað hefur verið frá 1960, fyr- ir viðræöum við suður-afrísk yfir- völd er lausn allra pólítískra fanga, að banninu við starfsemi þess og annarra samtaka verði aflétt og að neyðarástandslögin verði afnumin. Opinberlega var íjöldafundurinn í gær haldinn til að fagna frelsi fang- anna átta og á þeim forsendum var hann leyfður. En í reynd var fundur- inn allsherjar stuðningsyfirlýsing við Afríska þjóðarráðið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.