Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989.
13
Skallagrimsgarður verður sextugur á næsta ári og af því tilefni verður efnt
til átaks í umhverfismálum í Borgarnesi. DV-mynd Garðar
Borgames:
Átak í umhverfismálum
Garöar Guöjónsson, DV, Akranesú
„Borgarnes er að vísu snyrtilegur
bær nú þegar en því verður að halda
við. Skallagrímsgarður verður sex-
tugur á næsta ári og því var ákveðið
að tileinka þaö ár fegrun umhverfis-
ins,“ sagði Oli Jón Gunnarsson, bæj-
arstjóri í Borgarnesi, í samtali við
DV.
Bæjarstjórn Borgarness samþykkti
nýlega að gera árið 1990 aö ári um-
hverfisins og verður af því tilefni
gert átak í umhverfismálum í sam-
vinnu við félög, stofnanir og fyrir-
tæki í bænum.
Óli Jón sagði í samtali við DV að
stefnt væri að því að slá upp veislu
í Skallagrímsgarði næsta sumar í til-
efni af afmælinu og átakinu sem þá
á að verða lokiö.
Ólafsflörður:
Einstakt að geta mal-
bikað á þessum árstíma
Gylfi Kristjáusson, DV, Akureyii:
„Það hafa verið talsverðar fram-
kvæmdir hér í sumar á vegum bæjar-
ins,“ segir Bjarni Grímsson, bæjar-
stjóri á Ólafsfirði.
„Ætli það hafi ekki verið malbikað-
ir hér á bilinu 10-12 þúsund fermetr-
ar á götum og stæðum og einkaaðilar
voru aö malbika nú nýlega stæði hjá
sér. Það er einstakt að það sé hægt á
þessum árstíma.
Við erum byrjaðir af krafti á
grunni fyrir nýtt íþróttahús sem
verður mikið mannvirki. Við ætlum
að ljúka viö að sprengja í vetur þann-
ig að hægt verði að grafa fyrir sökkl-
um og steypa næsta sumar. Þessi
bygging verður heljarmikið mann-
virki. Þar verður m.a. löglegur hand-
boltavöllur svo það verður einnig
hægt að æfa aðrar íþróttagreinar
sem taka minna rými, eins og körfu-
bolta og badminton, svo eitthvað sé
nefnt.
Þá höfum við einnig lokið við að
þökuleggja nýjan grasvöll og setja í
hann hitalagnir. Eftir er að ganga frá
nánasta umhverfi vallarins og skipu-
leggja íþróttasvæðið endanlega og
girða það. „Þetta eru miklar fram-
kvæmdir og taka í hjá okkur eins og
hvað annað en vdð kvörtum ekki
undan því. Við höfum að vísu ekki
greitt mikið niður af skuldum upp á
síðkastið en vdð höfum ekki heldur
safnað þeim upp og aukum þær ekki
mikið þrátt fyrir allar þessar fram-
kvæmdir," sagði Bjarni.
^mmmmmmmmmmmm^
* AMC/JEEP
ER BÍLLINN ÞINN TILBÚINN TIL VETRARAKSTURS?
STARFSMENN OKKAR HAFA ÁRATUGAREYNSLU í
VIÐHALDI AMC OG JEEP BIFREIÐA.
Það er hagkvæmni og öryggi í að láta fagmenn,
sem þekkja bílinn þinn, annast um hann.
Tímapantanir í síma 77200 + 77395
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
SMIÐJUVEGI 4C
^ KÓPAVOGI
Fréttir
Landsbankinn lætur óháðan aðila gera úttekt á Sambandinu:
Varðar um stöðu þeirra og styrk
„Endurskoðun hf. hefur verið falið
að meta efnahag og fjárhag Sam-
bandsins og þær áætlanir sem það
er að gera um rekstur sinn,“ sagði
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans.
Bankinn hefur falið Endurskoðun
hf. meðal annars aö meta rekstrará-
ætlanir Sambandsins. En er það ekki
nýjung hjá bankanum að kalla til
þriðja aðÚa til svona verka, Sverrir
Hermannsson?
„Ég býst vdð því. Við teljum ástæðu
til að leita aðstoðar utanaðkomandi
aðila. Við höfum að vísu ágætum
mönnum á að skipa. Okkur þykir
þetta auka hlutleysið. Sambandið er
búið að vera stæsti viðskiptavinur
bankans um áratuga skeið, eins og
allir vita. Það getur verið að menn
séu orðnir fastir í farinu með vdðhorf
sín og mat og því vdljum vdð fá ný
augu til að hta yfir þetta, annað er
það nú ekki.“
- Segir þetta að staða Sambandsins
sé verri en talið var?
„Nei, alls ekki. Það vita allir að
þeir hafa átt í erfiðleikum. Það ber
alls ekki að meta þetta á þá vísu.“
- Þetta er gert vegna kaupa ykkar á
Samvdnnubankanum, ekki rétt?
„Vissulega er það. Þegar vdð erum
að versla vdð aðila og ganga undir
nýjar skuldbindingar við hann þá
varðar okkur um stöðu hans og
styrk.“
- Hefur gagnrýnin á kaupin á Sam-
vdnnubankanum orðið til þess að
þetta er gert?
„í hverju hefur þessi gagnrýni ver-
ið fólgin, með leyfi?“
- Meðal annars að kaupverðið sé of
hátt.
„Það eru rakalausar fullyrðingar
og út í bláinn og ég hef hvergi séð
eina einustu röksemd fyrir því. Ekki
örla á henni. Þessir menn vita ekki
um hvað þeir eru að tala. Þeir eru
bara að fá sér skotfæri í pólitík."
-sme
n Ultra
Hampers
■m
M ■
BLEIUR
Rakadrægur kjarni
að framan
Rakadrægur kjarni
í miðju
Stórkostleg nýjung
fyrir litla
Stráka og Stelpur
Þægilegri - passa betur
en nokkru sinni fyrr.
þó bleian sé vot
eru þau þurr
Einkaumboð
íslenJkUÍÍÍ
Tunguháls 11. Sími 82700.
FERÐATÆKI, GEISLADISKA,
ÖRBYLGJUOFNA og margt fleira.
Okkar annáluðu hagstæðu verð eru
sínum stað og alltaf einhver
sértilboð í gangi. Það borgar sig að
líta við i OPUS. Verið velkomin, næg bílastæði.