Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Side 14
- ' %Míbk1tít^%:1^:Y6fei;á i^89. Spumingin Hvernig líst þér á Borgarleikhúsið? Arnar Gunnarsson: Ég hef cildrei haft áhuga á leikhúsi. Harpa Óskarsdóttir: Mér líst bara æðislega vel á það. Eyrún Jónsdóttir: Vel, það er ekki hægt annað. —' Guðrún Hálfdánardóttir: Mjög vel, ég hef þó ekki hugsað mér að sjá þau verk sem þar á að sýna. Finnur Haraldsson: Borgarleikhúsið er mjög falleg bygging og ég vona að hún verði leiklistinni til góðs. Lesendur Verkalýðsfélögin eru óþörf „Nú fer kannski aö flæöa undan mörgum þessara félaga", segir m.a. í bréfinu. - Frá fundi verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi 1. maí sl. Helgi Kristjánsson skrifar: Það er nú loksins komið að því sem ég og margir aðrir hafa haldið fram, að verkalýðsfélögin hér á landi brjóti lög á Jandsmönnum með því að slúkka svo að segja hvern einasta vinnandi mann til þess aö vera með- limur einhvers verkalýðsfélags. - Og nú fer kannsld að flæöa undan mörg- um þessara félaga. Það er sem sé komið á daginn að íslensk stjómvöld hafa fengið mjög alvarlegar athuga- semdir frá sérfræðingum félags- málasáttmála Evrópu en að honum eru íslendingar aðilar. Þar segir að íslendingar hafl brotið greinar þessa sáttmála. Ein þeirra er einmitt um það m.a. aö eJtki megi skerða frelsi einstaklinga til að neita því að vera í verkalýðsfélögum. Á lúnn bóginn má ekki heldur skerða frelsi verka- fólks og atvinnurekenda til að stofna sín hagsmunafélög - kjósi þau að gera það. Þetta á því að vera frjálst á hvom veginn sem er. Hér hafa menn á vinnumarkaði veriö nánast hundeltir eftir að þeir hafa ráðiö sig í vinnu til að fá þá (og vinnuveitanda) til að greiða gjöld til einhvers verkalýðsfélags. Enginn hefur þorað að mótmæla þessu og því látið undan þrýstingi talsmanna verkalýðsfélaganna. En það em fleiri en þessi grein fé- lagsmálasáttmálans sem við íslend- ingar höfum brotið. Eitt er það að sérhver einstakJingur á rétt á at- vinnuleysisbótum, án tilhts til þess hvort hann er í verkalýðsfélagi eða ekki. Þetta er sniðgengið gróflega hér á landi með því aö neita um atvinnu- leysisbætur til annarra en þeirra sem eru í verkalýðsfélagi. Vinnulöggjöf íslendinga er talin orðin einkar. gamaldags og næsta úrelt. Það er því ekki furða þótt lagt sé hart að okkur við að komast út úr miðaldaskipulaginu sem ríkir í þessum efnum hér á landi. - En það verður við ramman reip að draga ef að líkum lætur. Verkalýðsforingjar og stjómir stéttarfélaga munu nú líkt og félagsmálaráðherra telja að þetta mál þurfi nú „nánari skýringa" við, „svo að fólk átti sig á um hvað málið snýst“, eins og ráðherrann komst að orði í svari sínu um athugasemdir sérfræðinga félagsmálasáttmála Evrópu! Þessir sömu aðilar munu eflaust reyna að malda í móinn og færa rök fyrir því að þessar greinar félagssátt- málans eigi ekki við hér á landi, eða eitthvað í þá áttina. Það verða áreiö- anlega m£u*gir fundir haldnir um þetta og nefndarskipun þar á ofan, síðan ferðalög nefndarmanna á ráð- stefnur erlendis til að kanna hvort ekki sé smuga til að losna undan augljósum ákvæðum sem vemda hinn almenna borgara á vinnumark- aði í heimalandinu. Þetta mætti hins vegar leysa með þeim einfalda hætti að gefa út reglu- gerð til að frelsa launþega og losa þá undan skylduþátttöku í verkalýðs- félögum sem era hvort eð er algjör- lega óþörf. — rrrr" Frá sýningunni i Glaumbergi í Keflavik. - Einar Júl. með hljóönemann og María Huldardóttir og Jóhannes Backmann i einu dansatriðanna. Góð sýning í Glaumbergi Skúli Sigurðsson skrifar: Ég fór ásamt konu minni á fram- sýningu á „Rokki, svita og pylsaþyt" sem nú er verið að sýna í Glaum- bergi í Keflavík. Þessi sýning er alveg frábær í alla staði. Efnisþráðurinn er einfaldur en kemur kunnuglega fyrir sjónir. - Þetta er saga af sveita- stráknum Lúðvik. Hann kemur til höfuðborgarinnar, kynnist þar fólki og verður hrifinn af stúlkunni Fríðu. Misskilningurinn er á sínum stað, hann verður aö lagfæra og Lúðvík breytist skyndilega í „töffara“. í þessu hlutverJd er JóJiannes Back- mann og fer hann á kostum allan tímann. Þama era þekktir söngvarar, svo sem þau Einar Júl., Anna Vilhjálms, Bjami Ara og Haraldur Helgason. Og ekld má gleyma „Rokkabillí"- bandinu. - Kynnir er Gunnlaugur Helgason. Þarna var allt eins og best verður á kosið; skemmtun, matur og dans- leikur, ásamt góðri þjónstu í hví- vetna. Fyrir þetta allt greiddum viö 5000 kr. fyrir okkur tvö. - Það var góð tilbreyting að fara frá Reykjavík út á landsbyggðina að þessu sinni, þótt ekki væri lengra en til Keflavík- ur. Áróðursþættir gegn Austur-Evrópu Vinstrisinni skrifar: Stöð 2 hefur nýhafið sýningar á erlendri þáttaröð í sex hlutum um lönd Austur-Evrópu en þeir eru sýndir seint á þriðjudagskvöldum. - Hafði mér ekki dottið annað í hug en hér væri um að ræða vandaða heimildarþætti er myndu fjalla um sögu og menningu þessara landa á hlutlausan hátt og tækju ekki síður fyrir hið jákvæða í stjómkerfi þeirra en það sem miður hefur farið. En það er nú ööra nær! Hér era komnir á skjáinn hatursfullir áróð- ursþættir þar sem veist er harkalega að stjómvöldum Austur-Evrópuríkj- anna og sósíalisminn, lífsskoðun margra milljóna manna um heim allan, troðinn í svaðið. Til þess era notaðar útslitnar hægriklisjur frá tímum póhtískra ofsókna Mc Carty-tímabilsins í Bandaríkjunum á hendur sósíahst- um og marxistum, khsjur sem ég hefði síst búist við að íslensk sjón- varpsstöö teldi skyldu sína að út- breiða. Ekki veit ég af hvaða hvötum þeir á Stöð 2 sýna þetta en með því hafa þeir ekki aðeins flekkaö ímynd stöðvarinnar, að mínu mati, og móðgað íslenska vinstrimenn held- ur einnig sett á sig póhtískan stimpil. Llkamsrækt á kostakjönun: Hrópandi óréttlæti „Ein hress“ skrifar: í síðustu viku bauð Eróbikk-stúdíó Jónínu og Ágústu starfsfólki Borgar- spítalans og Flugleiða 3 mánaða kort í hkamsræktinni á kostakjöram - fyrir 6000 krónur. Þar sem ég starfa hjá hvoragu þessara fyrirtækja þarf ég aö borga fyrir nákvæmlega sömu þjónustu 10.450 krónur. Það má að sjálfsögðu deila um rétt- læti tilboðsins gagnvart okkur hin- um en frá mínum bæjardyram séð er hér um hrópandi óréttlæti að ræða. Þetta er eins og sniðið eftir ríkisgeiranum. - Það er sama hvort þjónustan er í formi guðaveiga eða leikfimi, ahtaf skal einhver hópur greiða minna en aðrir. Ég skora á Eróbikk-stúdíó Jónínu og Ágústu að bjóða okkur hinum sömu kjör og það bauð starfsfólki Borgarspítalans og Flugleiða. Fyrir- tæki Jónínu og Ágústu er mjög þarft og um leið gott en svona fréttir geta farið fyrir brjóstið á manni - og hækkað blóðþrýstinginn! - Kær kveðja og von um að allir verði settir undir sama hatt. Lesendasíða DV hafði samband við ofangreint fyrirtæki og ræddi við annan eiganda þess. Þar kom fram að Eróbikk-stúdíó þeirra Jónínu og Ágústu byði hverju því fyrirtæki, sem hefði innan sinna vébanda 25 þátttakendur eða fleiri, svokahaðan magnafslátt og til þess þyrfti einnig að kaupa miðana eða kortin á sama tíma. Efbréfritari er þátttakandi í slíkum hópi nýtur hann að sjálfsögðu sömu kjara. - Verðið, sem bréfritari gefur upp sem sitt gjald, er verð fyrir ein- stakhnga og gildir fyrir alla jafnt. Dúfnadrit og eftirlit „Ein óhress“ skrifar: Á þaki húss okkar sem er sambýl- ishús í einu af nýrri hverfum borg- arinnar hefur aðsetur mikið dúfna- ger. í ljós kemur að dúfnahópur þessi er búinn að helga sér pláss á þakinu yfir svölunum hjá okkur og gerir auðvitað öll sín stykki þar þegar honum hentar. Dúfnadritið er í hrúgum á þakinu, sest í renn- uraar á húsinu og svo á svalirnar. Dúfur þessar koma frá dúfnakofa þarna í grenndinni og virðast þær ekki vera undir neinu eftirhti. Það er leitt til þess að vita að fólk tekur ekki tillit til nágranna sinna eða annarra og því tel ég að setja þurfi strangar reglur um svona hluti til þess að fólk geti varið sig óþægind- um sem aörir valda. Útigrih, sem viö voram búin aö kaupa, var sett niður í geymslu. Málning brennur undan skítnum úr dúfunum, en mest erum við hrædd við smápöddur sem virðast fylgja í kjölfarið á þessum ófögn- uði. - Við treystum því aö í þessari borg Davíðs séu til reglur og einnig eftirht sem geti létt af okkur þess- um óþægindum. Lesendasíða DV hafði samband við Hreinsunardeild Reykjavíkurborg- ar. Þar könnuðust menn við máhð, einmitt úr því hverfi sem hér mun átt við. Taldi viðmælandi að þetta mál ætti að vera leyst nú þegar. Nákvæmar reglur eru ekki til stað- ar um dúfnahald í borginni en aö sjálfsögðu ber þeim sem halda dúf- ur að vernda umhverfið fyrir ágangi þeirra. Þeir hjá hreinsunar- dehdinni era cdlir af vilja gerðir til að koma til aðstoðar ef um er beð- ið. - Það ætti aö vera léttir fyrir þá sem þessa plágu hafa þurft að þola.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.