Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Qupperneq 26
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBJiJft 1989.
Iþróttir
Vetraríþróttahátíð á Akureyri:
Stef nt að komu heims-
frægra skautadansara
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Heimsfrægt danspar
Sovétmenn hafa geflö loforð fyrir
því aö senda á hátíðina mjög gott
verðlaunapar í listdansi á skaut-
um, par í fremstu röð í heiminum.
Margir aðilar hafa lagt þessu máli
lið og Alexander A. Kozlovsky, sem
er hátt skrifaður í sovésku íþrótta-
lífi, hefur gefið loforð um komu
þessara dansara til Akureyrar.
Skautasvellið verður einnig vett-
vangur íshokkíkeppni en stefnt er
aö því að koma á fót keppni Akur-
eyringa og Reykvíkinga. Á vél-
frysta svellinu veröa einnig fleiri
sýningar og uppákomur og trimm
fyrir almenning.
Undirbúningur er í fulium gangi
fyrir þriðju vetraríþróttahátíð
íþróttasambands íslands, sem
haldin verður á Akureyri dagana
23. mars til 1. apríl í vetur, en sum-
arhátíð verður síðan haldin í
Reykjavík næsta sumar.
Á hátíðinni á Akureyri verður
boðið upp á mikinn fjölda atriða.
Hæst ber komu heimsfrægs list-
danspars frá Sovétríkjunum en
einnig verður landskeppni í boð-
göngu, alþjóðleg mót bæði í nor-
rænum greinum og aipagreinum
og segja má að Akureyrarbær og
Hlíðarfjall verði undirlögð þá daga
sem hátíðin stendur yflr.
DV-mynd gk
í frjálsu formi og í keppnisformi
alla dagana sem hátíöin stendur
yfir og áfram mætti telja.
Mikill undirbúningur
Vetraríþróttahátíðamefnd ÍSÍ hef-
ur verið skipuð og hefur þegar
unnið mikið starf við undirbúning
hátíðarinnar. í nefndinni eiga sæti
Þröstur Guðjónsson, Hermann Sig-
tryggsson, Óðinn Ámason, Sigurð-
ur Aðalsteinsson og Baldvin Þór
Grétarsson. Þá starfa margar
nefndir að undirbúningi, svo sem
göngu- og skreytingamefnd, sem
sjá mun um skreytingar í bænum,
verðlaunaafhendingar og setning-
ar- og lokahátíð. Skemmti- og dag-
skrámefnd er starfandi og vöm-
og sögusýningamefnd sem sjá mun
um að koma á vöm- og sölusýningu
á íþróttabúnaði auk þess að sjá um
sögusýningu. Vetrarbúðanefnd
starfar og móttökunefnd. Fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar er
Þröstur Guöjónsson.
Ýmsar aðrar
uppákomur
Þetta er þriðja vetraríþróttahátíð
ÍSÍ en þær hafa verið haldnar á 10
ára fresti. Reiknað er með ýmsum
uppákomum öðmm en hér hefur
verið minnst á og stefnt að því að
hátíðin verði hin glæsilegasta sem
haldin hefur verið.
Alpagreinar
Eftir alþjóðlega skíðamótið, sem
haldið var í Hlíðarfjalli síðastliðinn
vetur, fékkst viðurkenning á að-
stöðunni þar fyrir slíka keppni og
sagði eftirlitsmaður mótsins þá að
aðstaðan öll væri á heimsmæli-
kvarða. Akure'yringar ráðast því
óhræddir í það á hátíðinni að boða
til alþjóðlegs móts í alpagreinum.
Alls verður um 8 mót að ræða og
fara fimm þeirra fram í Hlíðarfjalli
en þrjú á Dalvík. Reiknað er með
þátttöku góðra skíðamanna erlend-
• Nokkrir forsvarsmanna vetrariþróttahátiðar ÍSÍ á Akureyri með auglýsingaspjald hátiðarinnar.
is frá. Þá verður unglingamót í
alpagreinum, sýningar eru fyrir-
hugaðar og jafnvel stendur til að
sýningarlið frá Volvo mæti til leiks.
Sérstök dagskrá verður fyrir böm
og skíðatrimm á svigskíðum og auk
þess verða sérstakar æfingabúðir
fyrir unglinga.
K*\
• Það verður mlkið um að vera f Hlfðarfjalli þá daga sem hátfðin stendur yfir.
Landskeppnií göngu
Efnt verður til landskeppni í skíða-
göngu karla og hefur landsliðum
Englands og Danmerkur verið boð-
ið til keppninnar. Þá hafa aðilar í
Finnlandi og Austurríki sýnt
áhuga á að senda keppendur. Einn-
ig verður alþjóðleg^ mót bæði í
karla- og kvennaflbkki, sérstakt
unglingamót, skíðatrimm á göngu-
skíðum fyrir böm sem áhuga hafa.
Þá er verið að athuga með „ski-
cross“-keppni en slík keppni fer
fram í göngubrautum þar sem
glímt er við ýmsar þrautir. Vetrar-
búðir verða starfræktar og hugsan-
legt er að keppt verði í skíöastökki.
Margtfteira á dagskrá
Margt annað er fyrirhugað þá daga
sem hátíðin stendur yfir. Hesta-
menn úr Létti munu sýna hesta
sína á ís, kynnisferðir verða á hest-
um um bæinn og almenningi gefst
jafnvel kostur á að fara í ferðir um
bæinn í vögnum sem dregnir verða
af hestum.
Landssamtök vélsleðamanna
munu vera að skipuleggja sérstaka
keppni eri einnig verður sýning á
vélsleðum og ýmsar uppákomur
sem tengjast vélsleðaíþróttinni.
Sýning verður á vetraríþróttmn
fyrir fatlaöa, skátar standa fyrir
fjallgöngum, útilegu og fleira, fyrir-
lestrar verða, skemmtanir í bæn-
um, boðið verður upp á útiveru í
hinum ýmsu vetraríþróttagreinum