Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 31
MÁNÍJDAGUR 30. OKT.ÓBER 1989. Fréttir Tónlistarnám er vinsælt meðal nemenda grunnskólanna á Akranesi. Rúm- lega 13 af hundrpði þeirra sem engar íþróttir stunda eru í tónlistarskólanum. Tónlistarskólinn Akranesi. DV-mynd Garðar Tónlistarskólinn vinsæll Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Af öðrum áhugamálum en íþróttum nýtur tónlistarskólinn mestra vin- sælda hjá grunnskólanemendum á Akranesi. í könnun Kristins Reim- arssonar kemur fram að rúmlega 13 af hundraði þeirra sem ekki stunda íþróttir eru í tónlistarskólanum. Sambærileg tala fyrir þá sem stunda íþróttir er átta prósent. í könnun Kristins, sem gerð var í 4.-9. bekk, kemur fram að tæplega 30 af hundraði þeirra sem stunda íþróttir eru í einhveijum öðrum fé- lagasamtökum eða hafa önnur áhugamál. Hjá þeim sem engar íþróttir stunda er þessi tala hins veg- ar rúmlega 40 af hundraði. Hjá þeim síðarnefndu er tónlistar- skólinn sem fyrr segir vinsælastur en næstir honum koma skátamir og KFUM og KFUK. Næg vinna á Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: „Það er nóg að gera eins og er bæði í þorski og rækju. Um framhaldið ,er ekki gott að segja en það er alveg af og frá að fólki verði sagt upp hjá okkur,“ sagði Láms Ægir Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hóla- ness á Skagaströnd, í samtali við DV nú í vikunni. „Það er lítið eftir af kvóta en Skagaströnd ástandið er hreint ekki verra en oft áður, nema þá sem nemur þessari 10% skerðingu sem gengur yfir alla. Línuveiðar hjá bátunum gætu bætt það upp ef þær ganga vel. Það þýðir ekki annað en vera ánægður með það sem maður hefur í dag. Við höfum ekki þurft að kvarta undan lélegri veiði eða hráefnisskorti það sem af er árinu," sagði Lárus Ægir. Unglingar á Akranesi: Rúmlega helmingur stundar íþróttir Garðar Guðjónsson, DV, Akranesá: Tæplega 57 af hundraði grunnskóla- nemenda á Akranesi stunda íþróttir af einhverju tagi. Knattspyrna er greinilega langvinsælasta íþrótta- greinin því rúmlega 40 af hundraði stunda knattspyrnu. Þetta kemur fram í könnun sem Kristinn Reim- arsson íþróttakennari hefur gert méðal nemenda í 4.-9. bekk grunn- skólanna á Akranesi. Næst knattspymunni að vinsæld- um kemur handknattleikur sem stundaður er af um fimmtungi nem- enda. Tæplega fimmtungur nemenda stundar sund og badminton. Fijálsar íþróttir komast ekki á blað hjá krökkunum enda varla hægt að segja að aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta sé fyrir hendi. Hins vegar kemur skýrt fram í niðurstöðum könnunarinnar að áhugi er fyrir iðk- un frjálsra, bæði hjá þeim sem þegar em í íþróttum og þeim sem ekki stunda íþróttir nú. Greinilegur munur kemur fram á kynjunum í könnun Kristins. Af þeim sem stunda íþróttir eru strákar tæplega 60 prósent. Samkvæmt könnun Kristins virðist sem sund oé~ blak séu dæmigerðar stelpuíþróttir. Strákar eru hins vegar í miklum meirihluta meðal iðkenda knatt- spyrnu, handknattleiks, körfuknatt- leiks, badmintons og golfs. Mikil er tæknin Regína Thorarensen, DV, Selfosá: Mikil er tæknin, það má nú segja. Þegar ég var á dögunum hjá skrif- stofustjóra Verslunarfélagsins Hafn- ar hér á Selfossi kom framkvæmda- stjórinn, Kolbeinn Kristinsson, inn til okkar á mikilh hraðferð. Hann tók þar póstfax, langt skeyti frá Þýska- landi. „Þetta gengur fljótt fyrir sig,“ sagði Kolbeinn, „nokkar mínútur að fá þetta með póstfaxi en tekur okkur hálfan mánuð að hafa bréfaviðskipti til Þýskalands." Síðan sneri hann sér að skrifstofustjóranum og sagði: „Nú sendum við pöntunarlistann á morg- un.“ Auðvitað fer hstinn gegnum þetta apparat en þó tæknin sé mikil virð- ast flestar verslanir beijast í bökkum og eiga í miklum erfiðleikum að ná endum saman. Margar á hvínandi kúpunni. Flestir kvarta en samt er alltaf verið að bæta við fleiri verslun- um hér. Ekki áhugi á útibúi á Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: Á fundi Sigurðar E. Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar ríkisins, með bæjarráði Akureyrar á dögunum kom fram að stofnunin hefur ekki áhuga á að koma á fót útibúi á Akureyri. Hins vegar lýsti Sigurður vilja Húsnæðisstofnunar á samningum við Akureyrarbæ um aö bærinn tæki að sér að annast þjónustu og upplýs- ingastarf fyrir stofnunina. Akveðið var að fela þriggja manna nefnd að gera tillögur um framan- greint samstarf og er miðað við að Akureyri tillögur nefndarinnar liggi fyrir 15. nóvember. í nefndinni verða fulltrú- ar frá Húsnæðismálastjóm, Stjórn verkamannabústaða og Akur- eyrarbæ og hefur Sigfús Jónsson bæjarstjóri þegar verið thnefndur fulltrúi Akureyrarbæjar í nefndinni. TILBOÐSVERÐ Á ^ifAWWILliO VERKFÆRUM ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.