Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 39
MÁ|rob;ÁfeuR^q.'ÓKTÓ^á;iW9! Fréttir —j .. — ■ ...' ......... ........■■■■ .......—— ■■■■■■ Alyktun fagmanna vegna nauðgunarmála: „Konur eiga að fá skoðun þótt kæra liggi ekki fyrir“ Fagmenn telja breytingu nauösynlega í heilbrigðiskerfinu vegna nauðgunar- mála. DV-mynd GVA Umræðuhópur fagmanna sem fjalla um nauðgunarmál leggur áherslu á að breytingartillaga verði lögð fram á þingi um 22. kafla al- mennra hegningarlaga inn nauðgun. Lögð er sérstök áhersla á að þegar kona kemur á slysadeild og óskar eftir skoðun vegna nauðgunar verði tafarlaust kallaður til kvensjúk- dómalæknir - hvort sem konan ætlar að kæra eða ekki. Skal það gert í Ijósi þess að læknisrannsókn sé nauðsyn- leg strax og að konur séu ekki alitaf í nægilega andlegu jafnvægi til að taka ákvörðun mn hvort þær . ætla að kæra. „í dag er enginn staður sem ein- staklingar geta leitað til um kvöld og helgar annar en slysavarðstofa, ef ekki er beinlínis um sakamál eða kæru að ræða,“ sagði Amar Hauks- son, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, í samtali við DV. „Þess vegna er bráðnauðsynlegt að setja á fót sérstaka móttöku sem hægt er að leita til vegna kynferðis- legs ofbeldis. Þetta telja þeir nauð- synlegt sem hafa unnið að þessum málum í gegnum árin og nauðgunar- málanefnd leggur til í sínum tillög- um,“ sagði Amar. Ályktun hópsins var gerð að lokn- um umræðum sem hafa staðiö yfir síðastiiðna tvo mánuði í Háskóla ís- lands. Umræðunum var komið af stað í kjölfar nýlegrar skýrslu nauðg- unarmálanefndar. Þátttakendur vom lögreglumenn, félagsfræðingar, rannsóknarlögreglumenn, sálfræð- ingar, læknar, lögreglufulltrúar og áhugamenn um þennan málaflokk. Ráðgjafahópur um nauðgunarmál og samtök um kvennaathvarf stóðu að umræðimum og var markmiðið að stiUa saman strengi þessara faghópa sem vinna með nauðguiiarmál. Þórir Steingrímsson rannsóknar- lögreglumaður sagði 1 samtah við DV að á vissum stöðum í heilbrigðis- kerfinu væri óþörf tregða sem tor- veldaöi rannsókn nauðgunarmála. „Kona sem kemur á slysavarðstofu í dag fær ekki sérfræðilega læknis- skoðim vegna nauðgimar nema með milligöngu lögreglu. Þessu verður að breyta. í dag eru ekki aðstæður fyrir sérfræðinga til að skoða konur með þessum hætti nema að kæra hafi verið lögð fram. Kvensjúkdómafræð- ingur, sem hefur sérkunnáttu í rétt- arfarslæknisfræði, verður að geta gripið inn í strax án þess að það vefj- ist fyrir í kerfinu,“ sagði Þórir. í ályktun hópsins segir „að kæra til lögreglu skuh ekki vera forsenda til öflimar rannsóknargagna og geymslu þeirra heldur skuh shk rannsókn fara fram tafarlaust, eins og um annan meiri háttar líkamsá- verka sé að ræða“. Einnig segir í ályktuninni að til að vinna gegn nauðgun skuli konum kennt að þær eru sterkari en þær telja sig vera og gert auðveldara fyrir með að kæra. Auk þess er bent á ýmsa þætti sem þarf að efla í þjóðfélaginu, s.s. fræðslu, samskipti og forvamarstarf á ýmsum stigum samfélagsins. -ÓTT Merming Hetjuljóð skáldsins Leikfélag Reykjavikur sýnir i Borgarleikhúsi: HÖLL SUMARLANDSINS Höfundur: Halldór Laxness Leikgerð: Kjartan Ragnarsson Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd: Steinþór Sigurösson Búningar: Guðrún Sigriður Haraldsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Sönglög: Jón Ásgeirsson önnur tónlist og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jó- hannsson „Mér fanst að úr því ég hefði skrifað hetju- Ijóð bæði soðningarinnar og sauðskepnunn- ar þá yrði ég líka að skrifa hetjuljóð skálds- ins, ekki einhvers sérstaks stórskálds með heimilisfáng og síma í bókmenntasögunni, né skálds sem betur hefði ort en önnur skáld, heldur þess skálds, sem var og er og verður á íslandi og í öllum heiminum." Þessi litla grein er upphaf kafla úr Skálda- tima Halldórs Laxness, sem birtur er í leik- skrá með Höll sumarlandsins. Ólafur Kára- son Ljósvíkingur er þetta skáld. Hann er umkomulaus og smáður, píslarvottur með barnshjarta, sem þarf að þola iha meðferð, háð og spott hvar sem hann fer. En hann á sér athvarf í fegurð himinsins og ein htil kompa, sem hann párar kvæðin sín í, er honum meira virði en allt annað forgengilegt dót. Höh sumarlandsins er leikin á stóra svið- inu í Borgarleikhúsinu, beint framhald Ljóss heimsins sem frumsýnt var fyrr í vikunni á litla sviðinu. Kjartan Ragnarsson samdi leikgerðir beggja verkanna upp úr tveimur fyrstu bók- um Heimsljóss. Á litla sviðinu var valin djarfleg leið, hlaðin af vísunum og táknum, th túlkunar á æskuárum skáldsins, og tókst með miklum ágætum. Á stóra sviðinu er Höh sumarlandsins færð í leikbúning undir stjórn Stefáns Baldurs- sonar. Þar er að ýmsu leyti farin hefðbundn- ari leið, texti þessa hluta skáldverksins ligg- ur vel við úrvinnslu og persónuflóran er makalaus. Kjartan nýtir texta bókarinnar vel og er víða ágætur hraði í sýningunni, þó að sjálf- sagt heföi mátt stytta hana eitthvað og þétta þar sem teygist um of á lopanum. Verkin tvö eru alveg sjálfstæð og hvort um sig stendur vel fyrir sínu. Hins vegar er ástæða til að hvetja aha til þess að sjá báðar sýningamar, sem eru eins og tvær hhðar á sama peningi, óijúfanlega tengdar en gjöró- hkar að ytra formi og uppbýggingu. í Höh sumarlandsins fer fram sögu Ólafs Kárasonar þar sem skihð var við hann í Ljósi heimsins. Stökkbreyting hefur orðið á hög- um hans þó að vandséð sé hvort sú breyting Atriði úr leikritinu Höll sumarlandsins sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsi. sé mikið til batnaðar. Hann, sem var áður karlægur á baðstofuloftinu á Fæti undir Fót- arfæti, hefur hlotið yfirnáttúrlega lækningu og er laus úr klóm kvalara sinna. En í stað- inn er hann nú kominn upp á náð og mis- kunn íbúa Sviðinsvíkur. Þorpsbragurinn er með eindæmum lág- kúrulegur, náungakærleikur nánast óþekkt fyrirbrigði og fáir- sem taka máh skáldsins. Yktar persónur og atvik skerpa andstæður og þarna stíga fram á sjónarsviðið margir þekktir karakterar úr bókinni. Stefán Baldursson leikstjóri hefur alla víð- áttu stóra sviðsins undir, sviðsmyndin er opin og plássið nýtt fyrir hreyfingu og hraða. Steinþór Sigurðsson gerir leikmyndina og notar ýmsa möguleika, sem gefast í nýja húsinu, á skemmtilegan og frumlegan hátt og ekkert skortir í ljósabúnaði, sem Lárus Björnsson stjórnar. Fullkominn tæknibúnaður freistar þó um of og stundum var skotið yfir markið þar sem einfaldar lausnir hefðu farið betur. Það virk- aði t.d. hálíklaufalega þegar verið var að hífa orgehð upp og niður, hringsviðið var óþarf- lega mikið keyrt og skipskoman var mis- heppnuð enda flissuðu áhorfendur þegar gríöarlegt stefnið birtist aht í einu á sviðinu. Sífelld hlaup og stökk alveg upp úr þurru voru líka fremur í samræmi við gleði yfir öhu þessu mikla plássi heldur en að þau kæmu beinlínis leiknum við. Heildarblærinn á þessu mikla verki skap- ast þó fyrst og fremst af persónunum og ber Leiklist Auður Eydal þar hæst Ólaf sjálfan, leikinn af Þór H. Túh- níus. Hann hefur prýðhegt útlit í hlutverkið en mér fannst vanta á harmræna dýpt í túlk- uninni. Hann lýsir hins vegar ágætlega barnslegri trúgirni, hrifnæmi og ráöleysi skáldsins. Þór túlkaði líka vel bágborið lík- amlegt ástand Ólafs, sem hefur htið að gera í grjótburð, svo vesall sem hann er. Textinn er mikill og krefst nákvæmni í flutningi og þar má engu orði halla. Edda Heiðrún Backman leikur Vegmeyju. Leikur hennar er blæbrigðaríkur og ferskur en dálítið yfirkeyrður á stundum. Engu að síður er þetta í hehdina einkar nærfæmisleg og sannferðug mynd. Edda túlkaði bæði gleði hennar og kvíða af innileik. Þau Ólafur eru fórnarlömb fátæktar og ranglætis og saman áttu þau Þór einkar falleg atriði. Önnur kona, sem hefur afgerandi áhrif í lífi Ólafs á þessum tíma, er skáldkonan Hólmfríður á loftinu. Guörún Ásmundsdóttir var hreinasta perla í hlutverkinu og hóf þessa persónu upp í æðra veldi. Ég hefði gjarna vhjað sjá marga fleiri ná þessu plani í túlkun sinni. Ekki þar fyrir. Margir gerðu prýðhega og göldruðu fram persónur af síðum bókarinn- ar. Þorsteinn Gunnarsson virtist ekki finna alveg réttan tón til að byija með, leikur hans var of farsakenndur, en smám saman þéttust tök hans á persónunni og þá var líka Pétur þríhross lifandi kominn á sviðið, hlægilegur og hættulegur í senn. Kumpánar hans eru leiknir af Theódór Júlíussyni (maður Hólmfríðar) og Pétri Ein- arssyni (Júel J. Júel) og þræddu báðir túlkun sem var réttum megin við strikið þó að báð- ar þessar persónur bjóði upp á ennþá meiri skopgervingu. Ég felldi mig ekki við vissa tilhneigingu til að yfirdrífa, bæði í átt að farsa og einnig í afkáraskap. Meðferð vesahnga eins og Hóls- búðardísu ætti fremur að vekja hroh og meðaumkun meö þeim sem svo ih örlög hljóta heldur en hálfgerðan hlátur. Einhvern veginn tókust tengingar ekki og innkomur hennar voru stundum eins og út í hött, henni skaut upp og svo var hún jafnskjótt horfin. Miðilsfundurinn var dæmi um alltof yfir- drifinn stíl sem hvorki var fyndinn né sann- færandi. Sigrún Edda Björnsdóttir galt reyndar fyrir þetta sama í allri túlkun sinni á Þórunni í Kömbum þó að einkum keyrði um þverbak á andafundinum. Það má segja að persónur eins og oddvitinn (Jón Hjartarson), séra Brandur (Gish Hall- dórsson) og faöir Vegmeyjar (Jón Sigur- björnsson) hafi stokkið alskapaðar fram á sviðinu. Þær Valgerður Dan, Ása Hhn Svav- arsdóttir og Inga Hhdur Haraldsdóttir héldu hka kórrétt á spilunum. Þær lögðu til einkar vel unnar smámyndir hver á sinn hátt og Kristján Franklín Magnús túlkaði Örn Úlfar ’skýrt og þekkilega. Hins vegar fannst mér leikmáti Þrastar Leós Gunnarssonar í hlut- verki Eilífðardaða of yfirdrifinn. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir hannar búninga. Leiksvið Hahdórs Laxness er miklu stærra en eitt íslenskt smáþorp og meðal annars þess vegna er ekki ástæða til þess að amast eins við klæðnaði og búningum sem ekki voru alltaf í samræmi við það sem gerð- ist á sögutímanum í íslenskum þorpum og sveitum. Kórrétt eftiröpun er greinilega ekki það sem sóst er eftir við hönnun þeirra held- ur að ná fram áherslum og undirstrika lag- skiptingu þjóðfélagsins. Höh sumarlandsins er afskaplega einlæg sýning og nær vel til áhorfenda. Lög Jóns Ásgeirssonar voru í hinum rétta anda og flutningur yfirleitt ágætur. Þá er miklum áfanga náð og sannarlega hægt að „rölta af sér ólund“ með því að bregða sér í Borgarleikhús og njóta þar kvöldstunda með Leikfélaginu og Laxness. -AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.