Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Fréttir Síðasti fundur samráðsnefndar um kvótafrumvarpið: Flestir vilja tengja kvóta við byggðarlög - nær allir aðilar skiluðu séráliti eða bókunum diskframleiöanda vill að kvóta út- hafsrækju verði skipt milli veiða og vinnslu. Félag smábátaeigenda vill að nýir smábátar, sem koma inn í flotann, skerði ekki rétt og afla þeirra sem fyrir eru. Flestir eru á því að vigta eigi allan afla hér heima, þar á meðal ísflskafla sem fluttur er út. Þá vilja nokkrir að útflutningur á ísfiski, hvort heldur er í gámum eða með skipum, verði takmarkaður. Þar ber mönnum þó ekki saman um með hvaða hætti á að gera það. Sumir vilja setja á útflutningskvóta, aðrir að kvótaskerðing þeirra, sem flytja út ísfisk, verði aukin. Þegar frumvarpið kemur til kasta Alþingis má búast við deilum og það ekki minni deilum en urðu þegar lögin um stjómun fiskveiða, sem nú eru í gildi, voru afgreidd. -S.dór Ragnar Kjartansson í Sakadómi Reykjavíkur: 4 —— 7 / Kvennalisti Alþý&ubandalag Samt. um jafnr. og fh. Verkamannasamb. Borgaraflokkur Alþýöuflokkur 1 Farm. og fiskims. Is. Sjómannas. fslands Alþýöubandalag Verkamannasamb. Borgaraflokkur Kvennalistl Félag smábátaeig. Alþý&ubandalag Verkamannasamb. Kvennalisti DVJRJ j Síðasti fundur samráðsnefndar- innar um kvótafrumvarpið var hald- inn ■ í gær. Nær allir þeir stjórn- málaflokkar og hagsmunasamtök, sem fulltrúa eiga í nefndinni, skiluðu séráliti eða bókunum. Ljóst er að því fer víðs fjarri að nokkurt samkomu- lag sé um þau drög að frumvarpi til stjórnunar fiskveiða sem sjávarút- vegsráðuneytiö hefur samið og verið hefur til meðferðar í nefndinni. Það sem er mest áberandi í séráliti og tillögum þeim, sem lagðar voru fram í gær, er hve margir vilja tengja kvóta byggðarlögum í stað þess að hann fylgi veiðiskipi eins og nú er. Flestir benda á að núverandi kerfi hafi í för með sér stórfellda byggða- röskun sem geti haft alvarlegar af- leiðingar. Þá er nokkur andstaða gegn því að hægt sé að selja kvóta. Þar fer fyrir Farmanna-og fiskimannasamband Islands sem neitar að styðja frum- varpið vegna þessa. Sjómannasam- bandið er andvígt kvótasölu en segist samt styðja frumvarpið vegna margra veigamikilla þátta í því. Fulltrúi Félags rækju- og hörpu- DV Rannsóknarlögreglustióri: Tel þetta vera innanhússmál Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri sagði við DV að hann vildi ekki tjá sig um þann ágrein- ing sem upp hefur komið á milli hans og rannsóknarlögreglu- manna. „Þetta er mál sem ég tel að sé innanhússmál,“ sagði Bogi í samtali við DV. Eins og fram kom í DV á fimmtudaginn hafa deilurnar meðal annars staðið um ákvörð- un rannsóknarlögreglustjóra um skipulagsbreytingar varðandi vaktafyrirkomulag sem starfs- menn eru ósáttir viö. Einnig ríkir óánægja vegna yfirlýsingar Boga frá 2. janúar. Þá tilkynnti hann starfsmönnum á fundi aö breyt- ingunum yrði frestað til 1. maí - en þeir sem væru óánægðir meö breytingarnar heföu því tíma til að segja starfi sínu lausu með venjubundnum fyrirvara. Á fundi fyrir jólin höfðu rann- sóknarlögreglumenn samþykkt að sinna ekki bakvöktum ef breytingarnar tækju gildi 1. jan- úar. Eftir tilkynningu Boga þann 2. janúar var síðan samþykkt að fella bakvaktabannið úr gildi og gefa aðilum frá dómsmálaráðu- neytinu svigrúm til að leita sátta hjá deiluaðílum. Dómsmálaráð- herra setti þrjá menn í málið og hafa þeir haldiö tvo fundi með rannsóknarlögreglustjóra og full- trúum starfsmanna. -ÓTT Fimmtán bílar i árekstrum á Hellisheiði Fimmtán bílar lentu í árekstr- um á Hellisheiði í mjög slæmu skyggni, hálku og skafrenningi síðdegis í gær. Þrennt var flutt á slysaddld en enginn var þó talinn alvarlega slasaður. Fyrsti áreksturinn varð þegar sex bílar lentu saman skammt frá Litlu kaffistofunni á fjórða tíman- um í gær. Fremsti bíllinn haf'ði stoppað vegna skyggnisins og svo kom hver bíllinn á fætur öðrum þar til fjórir bilar höfðu rekist saman. Ökumaðurfimmtabilsins náði að stoppa þegar hann sá í hvað stefndi en ökumaður bílsins sem á eftir kom náði ekki að stööva og voru bílarnir þá orðnir sex. Þrennt var flutt á slysadeild úr fjóröa bílnum. Níu bílar lentu svo í árekstri 1 tvennu lagi við svokallaða vetr- arbraut í Svínahrauni. Fimm bíl- ar lentu þá saman í snjókófinu og tókst ökumönnum ekki að komast hjá árekstri. Stuttu á eftir komu svo fjórir bílar og tókst ökumanninum sem þar fór fremst að stöðva en þrír sem komu á eftir sáu hann ekki fyrr en of seint. -ÓTT Eins oq að fara úr sex ára bekk og út í IHið - að fara frá Skeljungi til Hafskips „Samstarf okkar Björgólfs var mjög náið fyrstu árin. Þetta var enginn venjulegur rekstur og engin venjuleg vandamál sem við vorum að glíma við. Ég var áður fulltrúi forstjóra hjá Skeljungi. Það var eins og að fara úr sex ára bekk og út í hið raun- verulega líf. Hjá Hafskipi vorum við að glíma við erfiðleika dag og nótt. Skapgerð okkar er með ólíkum for- merkjum. Þetta reyndi á okkur báða. Samband okkar var orðið dálítið teygt. Við vorum oft þreyttir og minnkuðum samskiptin til að fórna ekki okkar gamla vinskap," sagði Ragnar Kjartansson, fyrrverandi stjómarformaður í Hafskipi, þegar Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari, spurði hann um samskipti hans vð Björgólf Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóra Hafskips. í máli Ragnars kom meðal annars fram að hann hefði ætlaði að hætta störfum fyrir Hafskip. Vegna þess vanda sem félagið var í komst hann hvergi. Eftir að Ragnar varð stjórn- arformaður stýrði hann aðallega ís- landssiglingum Hafskips, eða gamla Hafskips, eins og hann orðaði það. Albert Guðmundsson sendiherra var stjórnarformaður á undan Ragn- ari. Ragnar sagði að ekki hefði verið ætlunin að tveir forstjórar yrðu við fyrirtækið til frambúðar enda tíðkaö- ist slíkt ekki hér á landi. Atburða- ídómsa]num Sigurjón M. Egilsson rásin leiddi til þess að Ragnar varð stjórnarformaður eftir að Albert varð ljósmóðir ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsens. Ragnar sagði að eftir að Albert hætti sem stjórnarformaður heíöi stjóm Hafskips orðið mjög virk. Hann sagði að Albert hefði haft þann leiða ósið að oflofa forstjórana tvo og þaö hefði komið í veg fyrir eölileg- ar umræður innan stjórnarinnar. Utvegsbankinn Ragnar Kjartansson sagði að hann heföi, þegar ljóst var að skuldir viö Útvegsbankann væm hærri en veð- in, boðið að tekin yrðu veð í við- skiptakröfum Hafskips en þær gátu verið 110 til 150 milljónir árlega. Ragnar sagöi þetta erfitt í fram- kvæmd en framkvæmanlegt eigi að síður. Hann sagði að til hefði verið fordæmi fyrir slíku erlendis frá. Ragnar sagðist alltaf hafa litið á sig sem nokkurs konar fulltrúa Útvegs- bankans þar sem hann hefði farið til starfa hjá Hafskipi fyrir orð bank- ans. Hann sagði að ef bankastjóramir hefðu lokað á öll viðskipti við Haf- skip á þeim tíma hefði hann tekið upp lyklakippuna og afhent þeim lyklana aö skrifstofu félagsins. Haf- skip fékk ekki ný lán eftir þetta. Tek- in voru veð í öllu sem hugsast gat nema viðskiptakröfunum. Á þessum tíma hófust viðræður milli Ragnars og Harðar Sigurgests- sonar, forstjóra Eimskipa, um náiö samstarf eða jafnvel samruna félag- anna. Ragnar sagði að Björgólfur Guð- mundsson hefði aldrei verið hrifinn af Eimskipafélaginu en hann hefði samt tekið þessum fréttum vel. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.