Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Qupperneq 18
18 91. Veiðivon „Mikil hætta steðjar að nátt- úrulegu laxastofnunum" - segir Sigurður Guðjónsson, deildarstjóri Veiðimálastofmmar „Vonandi verða laxar af uppruna- lega stofninum áfram í Elliðaánum þó hætturnar séu miklar sem steðja að ánni og fleirum hér í næsta ná- grenni Reykjavíkur," sagöi Sigurður Guðjónsson, deildarstjóri hjá Veiði- málastofnun, á opnu húsi hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur fyrir fáum dögum, en þar var rætt um hættuna sem steðjar að villtum laxastofnum. „Við hefðum mátt byrja tveimur árum fyrr með rannsóknir í veiðián- um, en við hófum þessar rannsóknir fyrst 1988 og svo síðasta sumar. Það hefur ýmislegt kpmið í ljós á þessum tveimur árum. í Elliðaánum hefur íjölgað mikið eldislaxi sem veiddist á stöng og reyndist vera 30,1% 1989, á móti 17% 1988. Á 20 árum væri hægt að ganga frá náttúrulegu stofnum Elliðaánna, ef við erum svartsýnir. Það sem okkur vantar að vita er hve mikið af laxinum hrygnir í ánni. Við erum famir aö frysta svil úr nokkr- um ám, ef ilia fer seinna meir," sagöi Sigurður ennfremur. Þessi tignarlegi hængur veiddist í Andakílsá í Borgarfirði og tók fluguna Gassa, þetta er enginn eldistittur. DV-mynd G.Bender Þær voru margar spumingamar sem lagðar voru fyrir Sigurð á fund- inum og greinilegt að veiðimenn eru orönir áhyggjufullir yfir þessu. Reyndar hafa „sumir“ bent á þetta fyrir löngu en enginn hefur hlustaö á þá. En það er kannski ekki of seint að gera eitthvað í málinu. Það kom fram í máli Sigurður að kví hér fyrir utan sundin er of nálægt veiðiá. En það er lítið hægt að gera. Fiskeldisævintýrið stendur sem hæst þessa dagana, en hver mun taka afleiöingum af þessu ævintýri þegar fram líða stundir? Þegar náttúrulegu laxastofnamir verða horfnir úr mörgum veiðiám og komnir ein- hveijir „villingar“ í ámar? Það veit ég ekki... Armenn bjóða upp á ýmislegtgóðgæti Ármenn, með Daða Harðarson fót- boltakappa í broddi fylkingar, sendu félagsmönnum fyrir fáum dögum glaðning. En Ármenn bjóöa upp á margt gimilegt og þá helst í silungs- veiðinni. Hlíðarvatn í Selvogi, Reyn- isvatn, Amarvatnsheiði, Vatnsdalsá, Laxá í Mývatnssveit, Svartá í Bárðardal, Svartárvatn, Grenlæk svæöi fjögur, Jónskvísl, Sýrlæk og Grenlæk svæði sjö í silungsveiðinni. Svo Grímsá, Þverá og Kjarrá í lax- veiðinni. En Armenn veiða eingöngu meö flugu. Félagsmenn hafa greini- lega úr nokkm að moða og eitt vekur athygli, Svartá í Bárðardal og Svart- árvatn. Heimildir okkar segja að allt aö níu punda urriðar hafði veiðst í þessari á. Góðir flskar það á fluguna. En Ármenn hnýta á fullu í félags- heimilinu Árósum þessa dagana og ræða málin því biðin styttist óöum í veiðitímann. Bjargvætturinn Orri Er Orri bjargvættur Vigfússon mætti á opið hús hjá Stangaveiðifé- lagi Reykjavikur fyrir fáum dögum var honum fagnað eins og bjargvætti veiöimanna. En Orri hefur víða farið og verið síðustu daga við saminga. Eða eins og Stefán A. Magnússon, formaður skemmtinefndar Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, sagði. „ Hér er mættur bjargvætturinn Orri Vig- fússon og hann mun verða á opnu húsi hjá okkur í mars. Þar mun hann skýra stöðu laxakvótamálsins," sagði Stefán í lokin. -G.Bender Finnur þú fimm breytingar? 39 - Mundirðu e«ir að fara með pakkann, sem ég lét þig hafa í morgun, í póst. Nafn:........ Heimilisfang: LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. JMAL TS aUÓAflflAJlUAJ Þjóðarspaug DV í skamm- deginu r A Sigríði Sjómaður einn af Suðurnesjum ákvað að skella sér í róður með bát frá Vestmannaeyjum er Sig- ríður hét. Óvíst var hvort úr yrði nema einn róður en vel mun hon- um þó hafa líkaö um borð og er hann hafði ákveöið að fara í ann- an róður sendi hann konu sinni svohljóðandi skeyti: „Verð áfram á Sigríði." Húddið á mér Úr tjónskýrslu varöandi um- ferðarslys: „Hann hjólaði beint fyrir fram- an húddið á mér svo að ég varð að keyra beint á hann." Allir eins Kunnur prestur komst eitt sinn svo að oröi: „Þaö er nóg að skipta bara um nöfnin í líkræðunum því eigin- leikamir og innrætið virðist alls staðar það sama.“ Trúaður Prestur einn í Hafnarfirði spurði eitt sinn fermingardreng að því hvort hann tryði á Jesú. „Já, og marga fleiri,“ sváraði stráksi. Myndirnar tvær viröast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kemur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriöum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau meö krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. Vinningar fyrir 39. getraun: 1. Vasadiskó með bassamögn- un aö verðmæti kr. 5.900,- 2. Vekjaraklukka aö verð- mæti kr. 1.900,- Vinningar fyrir 37. getraun: 1. Elta stereoferðatæki með tvöFóldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 2. Elta útvarpsvekjaraklukka að verðmæti 3.500,- Vinningarnir koma úr Ópus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkið umslagið með lausn- inni: Finnur þú fimm breytingar? 39 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir þrítugustv og sjöundu getraun reyndusi vera: 1. Kolbrún Bergþórsdóttir, Hringbraut 48,107 Reykajvík. 2. Ragnhiidur Haraldsdóttir, Vesturbergi 78,111 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.