Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Útlönd Leiðtogafimdur risaveldanna: Miðar í samkomulagsátt Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti sagöi í gær að vel miöaöi í afvopnun- arviöræðum risaveldanna og að verulegur árangur heföi náðst í viö- ræðum hans og George Bush Banda- ríkjaforseta í gær í átt til samkomu- lags um fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna þjóðanna. Þá náðist sam- komulag milli landanna sem gæti Itíitt til banns á framleiðslu efna- vopna um allan heim. Sovéski forsetinn kvaðst telja að þessi fundur yrði mjög mikilvægur, jafnvel mikilvægari en nokkur annar fundur sem leiðtogar risaveldanna hefðu haldið. Það kæmi í ljós á morg- un þegar forsetamir halda viðræð- um sínum áfram. Eitt meginverkefna forsetanna á þessum leiðtogafundi risaveldanna er að leysa ágreiningsefni þjóðanna varðandi svokallaðan Start-sáttmála eða samning um viðamikla fækkun langdrægra kjarnorkuvopna risa- veldanna. Þegar DV fór í prentur í gærkvöldi var ekki ljóst hvort forset- arnir myndu undirrita drög að sam- komulagi um slíka fækkun eins og vonast hafði verið til. Bandarískir embættismenn sögöu í gærdag að ekki væri um alvarlegan ágreining milli ríkjanna að ræða en skömmu áður en DV fór í prentun Gorbatsjov Sovétforseti og Bush Bandaríkjaforseti takast i hendur fyrir fund sinn i Hvita húsinu í Washington í gær. Símamynd Reuter Eiginkonur forseta risaveldanna, þær Raisa Gorbatsjova (til hægri) og Bar- bara Bush, fluttu báðar ávörp við skólaslit hins virta Wellesley-skólans i gær. Símamynd Reuter settust utanríkisráðherrar þjóðanna niður til óvænts fundar tO að reyna að leysa þau deiluefni sem enn voru til staðar. í gærkvöldi var ekki ljóst hvort þeim hefði tekist ætlunarverk sitt. Samningur um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna myndi leiða til þrjátíu prósenta fækkunar lang- drægra vopna, að mati sérfræðinga. Fastlega er talið að samkomulag um fækkun efnavopna risaveldanna sé nú í höfn. Bush kvaðst í gær telja að þjóðirnar litu þessi mál sömu aug- rnn og sagði það mikilvægan áfanga. Fyrir fundinn sagði Gorbatsjov að sovésk yfirvöld sæju ekkert því til fyrirstöðu að bandarískir hermenn væru í Evrópu. Sovéski forsetinn, sem ræddi við leiðtoga bandaríska löggjafarþingsins áður en hann og Bandaríkjaforseti ræddust við í gær, sagði aö á þessum tímum örra og stórbrotinna breytinga í Evrópu væri nauðsyn að viðhalda stöðug- leika í álfunni. Því væri nauðsyn á að Bandaríkin hefðu herlið á megin- landinu. Sovétforseti hafnaði gagnrýni þingleiðtoga demókrata og repúblik- ana á efnahagsþvinganir sovéskra ráðamanna gegn Litháum og sagði að hann vildi það eitt að Litháar fylgdu ákvæðum sovésku stjórnar- skrárinnar hvað varðar sambands- sht við ríkjasamband Sovétríkjanna. Þá gagnrýndi hann bandarísk stjóm- völd fyrir að veita Kína bestu við- skiptakjör þrátt fyrir blóðbaðið á Torgi hins himneska friöar í Peking í fyrra. Sovétmenn höfðu vonast til að fá bestu viðskiptakjör við Banda- ríkin en Bush hefur sagt að til slíks komi ekki fyrr en Gorbatsjov sest að samningaborðinu með Litháum. Fyrir fund þeirra Bush og Gor- batsjovs lá fyrir að alvarlegasta ágreiningsefni þeirra yrði hernaöar- leg staða sameinaös Þýskalands. Bandaríkin og aðildarríki Nato, Atl- antshafsbandalagsins, vilja að Þýskaland eigi fulla aðild að Nato f kjölfar sameiningar en Sovétmenn hafa ítrekað lýst sig andvíga slíkum hugmyndum. Sovétforseti hefur gef- ið í skyn að dregið hafi í sundur með risaveldunum í þessu máli og að framfor hafi orðið í viðræðunum um Þýskaland. í gærkvöldi var ekki ljóst hvort viðræöur forsetanna um fram- tíöarhorfur Þýskalands hefðu minnkað gjána sem er milli risaveld- anna til þessa máls. Reuter KVARTMÍLUKLÚBBURINN sími 674530 ^ KVARTMILUKEPPNI verður haldin í Kapelluhrauni sunnudaginn 3. júní kl. 14.00. Keppendur verða að mæta fyrir kl. 12.00. Beriín sameinuð að nýju Yfirvöld í Austur-Berlfn til- kynntu í gær að þau myndu leggja af alla landamæravörslu í austurhluta Berlínar frá og með 1. júli næstkomandi. Þar með verður BerMn í reynd sameinuð háttí þremur áratugum eftir að Berlínarmúrinn skipti borginni í tvennt. Síðastliðinn miðvikudag til- kynntu austur-þýskir ráðamenn að frá og með 2. júlí mundu allir vegir, sem skomir voru í sundur er koramúnistar reistu hinn ifl- ræmda múr, opnaöir á nýjan leik. Opnun veganna tekur gildi sama dag og áætlaö er aö myntbanda- lag þýsku ríkjanna taki gUdi. Rcutcr Banna breskt nautakjöt Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi bönnuðu í gær innflutning nauta- kjöts frá Bretlandi og fetuðu þar með í fótspor Frakka sem bönn- uðu allan slíkan innflutning fyrr í vikunni. Þá ráðlögöu belgísk yfirvöld fólki í gær að neyta ekki bresks nautakjöts þar til rann- sókn á því hvort mönnum stafaði hætta af neyslu þess hefði farið fram. Ástæða þessa er að veiki, sem heijar á miðtaugakerfi og heila nautgripa og svipar til riðuveiki í sauðfc, hefur fundist í breskum nautgrípum. Vegna þessa máls hefúr Evrópubandalagið boðað landbúnaðarráöherra aðildar- ríkjanna á neyðarfund á mið- vikudag. Bandalagið hefur hótað að beita lagalegum aðgerðum gegn þeim löndum sem banna innflutning á bresku kjöti. Bændasamtökin í Bretiandi, sem og breska landbúnaðarráöu- neytið, segja innflutningsbannið ólöglegt og óþarft. Talsmaður ráðuneytisins segir að mönnum stafi ekki hætta af neyslu breska nautakjötsins. Reutci Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóósbækurób. 3,0 Ailir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 lb 18mán.uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 lb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14.25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Útlán tilframleiðslu isl.krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Cverðtr. maí 90 14,0 Verðtr. maí 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúní 2887 stig Lánskjaravisitala maí 2873 stig Byggingavisitala maf 541 stig Byggingavisitala mai 169,3 stig Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,896 Einingabréf 2 2,672 Einingabréf 3 3,224 Skammtímabréf 1,659 Lífeyrisbréf 2,461 Gengisbréf 2,133 Kjarabréf 4,853 Markbréf 2.579 Tekjubréf 1,983 Skyndibréf 1,452 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.358 Sjóðsbréf 2 1.769 Sjóðsbréf 3 1,645 — Sjóðsbréf 4 1,397 Vaxtasjóðsbréf 1,6635 Valsjóðsbréf 1,5635 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugieiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Olíufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.