Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Síða 9
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990.
9
Hvítasunnuhelgin:
Fáir ætla sér
út úr bænum
Hvítasunnuhelgin, sem jafnan er
talin fyrsta ferðahelgi ársins, virðist
ætla að verða með rólegasta móti ef
marka má ummæli þeirra sem DV
leitaði til. Ekki er vitað um neinar
útiskemmtanir og flestöll tjaldstæði
eru enn lokuð. Einnig er hálendið
víðast hvar lokað allri umferð. Ef
veður helst gott er gert ráð fyrir að
sumarhúsaeigendur fjölmenni úr
bænum.
Á Ferðaskrifstofu BSÍ fengust þær
upplýsingar að ekki væri gert ráð
fyrir mikilli aukningu farþega þessa
helgi. Tjaldstæði væru enn lokuð og
ekki ráðgert að opna þau fyrr en
aðra helgina í júní.
Innanlandsflug verður með hefð-
bundnum hætti og samkvæmt upp-
lýsingum Flugleiða er ekki gert ráð
fyrir auknum farþegafjölda.
Löggæsla í nágrenni Reykjavíkur
verður töluverð. Þrír vegaeftirlits-
bílar ásamt mótorhjólum, verða á
ferðinni og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar verður á sveimi.
Ætlarðu í útilegu um helgina?
Helga Sigrún Gísladóttir, 13 ára: „Það
er ekkert ákveðið. Æth ég verði ekki
bara heima og hjálpi mömmu og
pabba í nýju íbúðinni."
Sjöfn Þór, 14 ára: „Ég ætla heim til
Patreksfjarðar um helgina en ég er
hér í vikufríi. Ég held að alhr séu að
vinna fyrir vestan um helgina og fari
því ekki neitt.“
Nathan Richardsson, 13 ára: „Ég veit
það ekki. Það kemur bara í ljós. Ég
er ekki mikið fyrir útilegur og var
reyndar í Danmörku í fyrra og er á
leið þangað aftur fljótlega.“
Heimir Sveinsson, 16 ára: „Jú, ég
býst við að fara á Laugarvatn. Ég var
í Hveragerði í fyrra en fer htið í úti-
legur og hef ekki planað neina slíka
í sumar.“
( • • • nema bíllinn sem þú fœrð til umrdða þegar þúferð með Arnarflugi til Amsterdam)
Þú segir að þetta geti ekki átt sér stað. En líttu á málið með okkur hjá Arnarflugi.
2 Þú greiðir 27.880 krónur fyrir farið með Arnarflugi til Amsterdam
» fram og til baka. Ef þú ætlar að dvelja í viku í áfangastað, stendur þér jafnframt
í til boða bílaleigubíll í flokki B (Ford Fiesta/Peugeot 205)
o til umráða án nokkurs leigugjalds. Tilboðið stendur til 15. júní og miðast við
i. að ekki séu færri en tveir um bíl.
1 Með Arnarflugi margborgar sig að vera úti að aka.
ARNARFLUG
-flug og bíll ogferðalög