Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 11
Ul
„Ég var fimm ára þegar ég byrjaði
að læra á flðlu og það var vegna
áhrifa frá móður minni, Emu Más-
dóttur fiðlukennara, og eldri systur
minni, Sigurlaugu, sem var þá að
læra á fiðlu,“ segir Sigrún Eðvalds-
dóttir, 23ja ára fiðluleikari, sem mun
leika við opnun Listahátíðar í dag
og leika einleik á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands 13. júní. Sig-
rún þykir mjög efnileg og hafa marg-
ir talað um hana sem undrabarnið.
„Þegar ég var barn æfði móðir mín
sig mikið á fiðlu. Ég haföi mjög gam-
an af að hlusta á hana. Æth ég hafi
ekki haft þetta mikinn tónlistará-
huga,“ segir Sigrún ennfremur. Fað-
ir hennar, sem er skipstjóri, leikur
ekki á hljóðfæri en Sigrún segir hann
afar góðan hlustanda.
Sigrún telur það ekki hafa verið
mikiö mál að hefja tónhstamám svo
ung. „Áhuginn var sterkur,“ segir
hún. „Þó kom upp smátímabil að
mig langaði að hætta þar sem fiðlu-
kennslan var á sama tíma og bama-
tíminn í sjónvarpinu."
Fyrsta árið kenndi móðir Sigrúnar
henni en næsta ár á eftir fór hun í
Bamamúsíkskólann hjá Gígju Jó-
hannsdóttur. Sigrún viðurkennir að
fiðluleikurinn hafi verið nokkuð erf-
iður vegna þess hversu mikið mæðir
á öxlunum. „Maður venst þó stöð-
unni. Hreyfingamar em einhæfar og
nauðsynlegt að stunda sund eða
hlaup með.“
Sigrún er uppalin í Garðabæ og
stundaði nám í Garðaskóla og síðan
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ með-
fram tónhstarnáminu. Hún var að-
eins sautján ára gömul, og yngst, er
hún útskrifaðist úr Tónhstarskólan-
um. „Það er ekki hægt að gera allt í
einu og mig langaði mikið tíl að
mennta mig meira í tónhst. Þess
vegna tók ég þá ákvörðun að hætta
í fjölbraut og fara til Bandaríkj-
anna,“ segir Sigrún.
Bjó hjá frægum
fiðluleikurum
„Ég hélt utan í janúar árið 1984 og
fór þá tíl hjóna, fiðlukennara sem
heita Roland og Almita Vamos, en
Sigrún Eðvaldsdóttir fiöluleikari er aðeins 23ja ára en hefur samt náð mjög langt í fiðluleik. Hún er búsett í Banda-
ríkjunum en kom hingað til lands til að leika á Listahátið. DV-mynd Brynjar Gauti
hvoru. En þetta er auðvitað bara
draumur," segir Sigrún og hlær.
Kemst í stóra keppni
Sigrún hefur tekið þátt í þremur
keppnum á undanförnum árum en
segist aðeins hafa verið tilbúin í eitt
skiptið. Þrátt fyrir það hefur henni
alltaf gengið vel. í september hefur
Sigrún hug á að taka þátt í mikil-
vægri keppni í Indianapohsh. „Þetta
er mjög stór keppni í Ameríku og í
þriðja skipti sem hún er haldin. Ég
þurfti að skila kassettu með mér inn
en aðeins 66 komust inn af 150 um-
sækjendum. En þetta er erfið keppni
og ég verð að æfa mig eins og brjál-
æðingur i allt sumar. Önnur keppni
sem ég hef áhuga á verður í Finn-
landi í desember. Ef mín kassetta
verður tekin inn þar fer ég í keppn-
ina,“ segir Sigrún. „Verðlaunin í
keppninni í Indianapohsh eru 20 þús.
dollarar og einnig eru peningaverð-
laun fyrir annað og þriðjá sætið.“
Systir Sigrúnar, Sigurlaug, lauk
Bachelor gráðu í fiðluleik frá Tónlist-
arháskóla Manhattan í New York og
býr nú í Mexíkó þar sem hún spilar
á fiðlu. Sigrún segir að mjög margir
íslenskir nemendur séu nú í námi í
Bandaríkjunum í fiðluleik. „Sumir
koma heim aftur en aðrir setjast að
í útlöndum. Ég hef tekið eftir að það
er verulega mikill áhugi á tónlist á
íslandi. Mælikvarðinn á tónhstar-
kennslu og tónlistarmenn er mjög
hár hér á landi miðað við hversu
fámenn þjóðin er. Þetta er merkilegt.
Einnig er svo skemmtilegt við íslend-
inga að þeir hlusta vel á tónhst. Mað-
ur finnur góðu straumana."
Sigrún hefur leikið inn á þijár plöt-
ur. Geisladisk með íslensku verki
eftir Hafliða Hallgrímsson með Sin-
fóníunni, þá lék hún á plötu fyrir
Vímulausa æsku og einnig fór hljóð-
ritun fram er hún lék í keppninni í
Þýskalandi.
Alltaf yngst
í dag er stór stund fyrir Sigrúnu
því hún á að spha viö opnun Listahá-
tíðar. „Þetta er mjög spennandi því
ég mun leika Carmen með Sinfóníu-
Snjall fidluleikari:
íslendingar kunna að hlusta
- segir Sigrún Eðvaldsdóttir sem mun leika á Iistahátíð
þau hafa komið hingað tíl lands og
haldið tónleika. Þau eru yndislegt
fólk. Ég bjó hjá þeim í fimm mánuði
og þau undirbjuggu mig fyrir nám í
Curtis tónhstarháskólanum í Phila-
delphiu. Þessi hjón eru bestu kennar-
ar sem ég hef nokkurn tíma haft Og
hafa hjálpað mér mest. Þau búa núna
í Minnesota og ég heimsæki þau oft,“
segir Sigrún.
I fjögur ár stundaði hún fiðlunám
í Curtis Institute of Music og lauk
þaðan Bechelor of Music prófi árið
1988. „Ég get ekki neitað því að það
var erfitt að fara að heiman svona
ung og heimþráin plagaði mig alltaf
og gerir oft enn.“
Curtis tónlistarskóhnn er mjög
virtur skóh en htih. Það er mjög erf-
itt að komast þar að en þeir sem eru
svo heppnir þurfa ekki að greiða
skólagjöld. Þegar Sigrún sótti um
voru allmargir umsækjendur en hún
var sú heppna því nemendum er
aldrei fiölgað í skólanum. Einn kemst
inn í stað eins sem útskrifast.
Bauðst að spila
í kvartett
„Þegar ég útskrifaðist langaði mig
ekki að halda áfram og taka masters-
gráðu. í svona skólum er maður
númer, ekki manneskja. Ég var orðin
leið á að vera númer og langaði þess
vegna að halda áfram í einkatímum.
Það má bara því miður ekki í sam-
bandi við lánasjóðinn né heldur sem
útlendingur í Bandaríkjunum. Regl-
ur þar segja manni að vera annað-
hvort í vinnu eða skóla.
Þegar ég var að velta hlutunum
fyrir mér var hringt í mig og mér
boðið að vera fyrsti fiöluleikari í
Miami strengjakvartettinum. Ég fór
að gamni mínu í prufu og leist mjög
vel á og gat því ekki sagt nei. Það var
ekki ætlun mín að verða kvartett-
leikari. Nú hef ég verið í Miami
strengjakvartettinum í tvö ár og það
hefur verið mjög skemmtilegur tími.
Við komum m.a. hingað til lands í
fyrrasumar á hundadögum og lék-
um. Þó þetta hafi verið góður tími
er ég samt að hætta,“ segir Sigrún.
„Það er ekki bæði hægt að vera í
kvartett og komast áfram sem ein-
leikari. Tími minn á Flórída var lær-
dómsríkur. Ég kenndi um tíma í Tón-
listarskólanum á Miami og hafði
mjög gaman af því.“
Sigrún segir að þaö hafi verið mik-
il viðbrigði að flytja frá Philadelphiu
ttl Miami á Flórída. „Það er eins og
allir séu í sumarfríi á þessum stað
og því erfitt að einbeita sér. Auk þess
hefur fólk þarna ekki mikið vit á
menningu en Miamibúar eru að
reyna að byggja listalífið upp. Nú er
ég hætt og á næstunni ætla ég ekkert
að gera nema æfa mig og fara í
keppni.
Einleikur er framtíðin
Til að verða einleikari verð ég að
sigra keppni og eiga umboðsmann. Á
þeim tveimur árum sem ég hef leikið
með kvartettinum hef ég gert upp
hug minn um áframhaldið. Mig lang-
ar að vera einleikari og veit núna að
ég get það. Trúin á sjálfa mig hefur
styrkst," segir Sigrún ennfremur.
- Finnst þér þú hafa fullnumað þig
í fiðluleiknum?
„Nei, ekki beint. Ég er alltaf að
læra eitthvað nýtt. Hins vegar er ég
orðin það sjálfstæð að einn fiðlutími
í mánuði nægir mér. Auk þess er ég
þrjósk og hef það sterkar skoðanir
að það gæti jafnvel verið óþægilegt
að fara í fleiri fiðlutíma."
Óskastaða Sigrúnar um þessar
mundir er einleikur og henni hefur
hlotnast sá heiður að minnsta kosti
einu sinni á ári að hreppa það hnoss
á tónleikum. Hún tók þátt í keppni
sem haldin var í Þýskalandi árið 1987
og lenti í öðru sæti. „Það var mjög
gott því ég fékk tónleikaferð um
Þýskalandi út frá þeirri keppni.
Einnig fór ég á Bienalen, fyrir unga
norræna sólóista, árið 1986 og það
var einnig gott því þá heyrði fólk í
mér og ég var beðin að spfia. Ég þarf
að spila fyrir nógu mikið af fólki og
vera dugleg í keppnum, því miður
er það mjög mikilvægt. Allir um-
boðsmenn flykkjast á keppnir og
næla sér í einhvern sem þeir hafa trú
á,“ segir Sigrún.
„En þetta er gífurlega erfitt. Maður
þarf sjálfur að halda og vita að mað-
ur geti gert þetta. Kannski getur eitt-
hvað óvenjulegt hjálpað eins og að
ég sé frá íslandi. Annars er ég búin
að sjá marga góða einleikara svo
hverfa þeir allt í einu og aðrir koma
í staðinn. Mig langar samt að reyna
í nokkur ár. Ég þarf að athuga hvort
svona þf eigi við mig - maður þarf
bara að vera svo sterkur.“
Brúðkaup á næsta ári
Sigrún segir 'að ísland sé of lítiö
fyrir sig sem fiðluleikara, sérstak-
lega einleikara, og þess vegna er hún
ekki á heimleið. „Ég vil eiga heima
miðsvæðis þar sem stutt er í allt.
Kærasti minn, Leigh, býr í Indiana-
polish og þangað er ég að flytja en
við ætlum að gifta okkur á næsta
ári. Sá staður er mjög góður fyrir
mig.
Ég á mér þó þann draum að þegar
ég eldist komi ég heim, maðurinn
minn fái starf í Sinfóníuhljómsveit-
inni og ég spili á tónleikum öðru
hljómsveit íslands en ég hef aldrei
leikið það verk áður með hljómsveit
en oft með píanóleikara. Einnig mun
ég leika nútímafiðlukonsert 13. júní
en ég hef aldrei áður spilað sem ein-
leikari fyrir íslendinga. Ég er mjög
spennt vegna þess.“
Á sínum tíma var Sigrún yngsti
nemandinn sem útskrifaðist úr Tón-
listarskólanum og hún á það met
ennþá. Hún segist vera vön því að
vera alltaf yngst og þó hún sé óvenju-
ungur einleikari finnst henni ekki
mikið til koma. „Mér finnst ég ekk-
ert sérstaklega ung, 23ja ára,“ segir
hún. Þegar hún er spurð um gpnur
störf eða áhugamál í gegnum tíðina
svarar hún því til að enginn tími
hafi gefist fyrir annað en fiðluna.
- Hefur þú þá ekki gert neitt annað
í lífinu en spila á fiðlu?
„Nei, eiginlega ekki. Það er heil-
margt sem mig langar að gera en það
verður bara aö bíða. En ég lifði eðli-
legu lífi miðað við jafnaldra mína. í
Bandaríkjunum eru krakkar hins
vegar undir stöðugri pressu með æf-
ingar og allir eiga að verða bestir.
Ég fór þónokkuð á tónleika sem barn
og það var gott. Það mætti leggja
meiri áherslu á tónlistarkennslu í
grunnskólanum. Ég er viss um að
það myndi vekja upp áhuga hjá þeim
börnum sem eru músíkölsk," segir
Sigrún Eðvaldsdóttir." -ELA