Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Page 48
Veðurhorfur á sunnudag og mánudag: Þykknar upp er líður á helgina Á hvítasunnudag er gert ráö fyrir fremur hægri sunnan- og suðvestanátt á landinu. Víöa verður léttskýjaö á Noröur- og Austurlandi, en skýjaö aö mestu og sums staðar smáskúrir eöa súld með köflum á Suöur- og Vesturlandi. Hiti veröur 10-18 stig. Horfur á annan í hvítasunnu: Austan- og suöaustanátt og skýjaö um mestallt land. Dálítil rigning á Suöur- og Suövesturlandi en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. LOKI Má ekki gefa húsinu í Tjörninni nafnið Ráðríki? Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Símí 27022 Frjalst, oháð dagblað LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Rífandi ganguri meirihluta- myndunum Samkomulag um meirihlutasam- starf virðist hafa náöst á Akranesi og á Húsavík. Á Akranesi er hlé í viöræöum Framsóknar og krata um helgina nema hvað gengið veröur frá samkomulagsdrögum til birtingar eftir helgi. A Húsavík var samkomu- lag um málefnasamning milh Fram- sóknar og Sjálfstæöisflokks tilbúið í gær og átti þá eftir að leggja þaö fyr- ir fundi í flokkunum. Samkvæmt heimildum DV virtist meirihluta- samstarf aöilanna vera í höfn. Á Eskifirði funduöu fulltrúar Framsóknar, Alþýðuflokks og Al- • þýðubandalags í gærkvöldi og var von á aö drög að samkomulagi um meirihlutasamstarf flokkanna gætu fæðst. í Borgamesi veröur fundað um helgina og útlit fyrir aö viöreisn verði mynduö. Á ísaflrði veröur rólegt í viðræðum en þar mun samkomulag um sam- starf krata og Sjálfstæðisflokks vel á veg komiö. í Ólafsvík veröur ekkert aö gerast í viöræöum Sjálfstæöis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. -hlh DV kemur næst út þriöjudaginn 5. júní. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag. Opiö mánudag frá kl. 18-22. Síminn er 27022. SKIflll»riAII 25050 SCNDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar fóphicky 1» Fned Chicken 171 Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirði Kjúklingar sem bragö er aö Opið alla daga frá 11-22 Atvinnumennska orðin alls ráðandi í íslenskri knattspymu: Félög greiða milljónir króna fyrir leikmenn einnig er farið að greiða bónus fyrir unna leiki í ár hefur mikið verið um það rætt að góðir leikmenn, sem skipt hafa umfélög í knattspyrnunni, fái stórfé fyrir. Ríku félögin séu tilbúin til aö greiða milljónir króna fyrir bestu leikmennina. Þessi umræöa hefur vaknað á ný eftir að Atli Eðvaldsson gekk til liðs við KR i fyrradag. Atli gerði i fyrra tveggja ára samning við tyrkneskt knatt- spymufélag. Fyrir þaö fékk hann mikla peninga eins og atvinnu- knattspymumenn fá þegar félög kaupa þá. Atli er hálfnaöur með samninginn viö tyrkneska félagiö en getur fengið sig lausan eigi að síður. Hann getur einnig farið til Tyrklands í haust og lokið sínum samningi og fengið launin sin. •Þennan samning varð KR að kaupa til að fá Atla í sínar raðir. Engin leið er að fá uppgefið hvert kaup- verðiö á Atla er en þar er um marg- ar milljónir króna að ræða. Fyrir að leika með Val sumariö 1988 fékk Atli 2 milljónir króna. Þetta fékk DV staðfest í gær. Síðan eru liðin tvö ár og Atli þar að auki með samning í höndunum við Tyrkina. Þá hefur DV fengið staðfest að bæði Fylkir og Breiðablik reyndu mikiö til að fá Pétur Ormslev til sín í vetur. DV hefur heimildir fyrir þvi aö Fylkir hafi boðið honum 1,5 milljónir króna fyrir að koma. Breiðablik bauð svipað. Fram tókst að halda Pétri. Toppleikmenn, sem skipt hafa um félög, fá frá 1,5 milljónum króna fyrir skiptin. Fullyrt er að lands- liðsmaöur kosti ekki minna en 2 milljónir króna ef félag ætlar að fá hann til sín. Margir frægir kappar hafa skipt um félag í ár. Nefna má Ólaf Gott- skálksson markvörð sem fór úr ÍA í KR. Ragnar Margeirsson sem fór í KR. Kiartan Einarsson úr ÍBK og Heimir Guðjónsson úr KR fóru i KA og fleiri mætti nefna. Þá eru sum félögin með júgóslav- neska leikmenn sem að vísu voru ekki keyptir en hafa mjög góð laun hjá félögunum íyrir að leika með þeim. Þá hefur DV það eftir öruggum heimildum að minni félögin, og það alveg niður í 2. deíld, séu farin að greiða leíkmönnum sinum bónus fyrir unna leiki. Eitt 2. deildar liö- anna greiðir sinum mönnum 8 þús- und krónur hverjum fyrir unninn leik. Það er því ekkert leyndarmál lengur að atvinnumennska í fullri alvöru hefur hafið innreið sína i íslenska knattspyrnu. -S.dór Gjaldheimtan lokar aðalskrif- í stofu Arnarflugs flug eðlilegt Það fer vel á með Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, og Davíð Oddssyni borgarstjóra er þeir skoða hið nýja ráðhús Reykjavikur. Reisugildi ráðhússins var í gær og í tilefni dagsins skoðuðu borgarfulltrú- ar og gestir hið fokhelda hús. Borgarfulltrúi Kvennalistans mætti hins vegar ekki og með því vildi listinn mót- mæla staðsetningu ráðhússins í Tjörninni. DV-mynd Brynjar Gauti Gjaldheimtan í Reykjavík lokaði aðalskrifstofum Amarflugs rétt fyrir klukkan fimm í gær vegna vanskila fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta starfsfólksins. Til að koma í veg fyrir lokun hefði fyrirtækið þurft að reiða fram um 7 milljónir króna. Það tókst ekki. Að sögn Óla Tynes, blaðafulltrúa Arnarflugs, veröur helgin notuð til þess að safna saman þessum fjár- munum og stefna forsvarsmenn fyr- irtækisins að því að skrifstofan verði opnuð upp úr klukkan níu á þriðju- dagsmorgun. Ef það tekst mun lok- umn lítil áhrif hafa fyrir viðskipta- menn Arnarflugs þar sem skrifstofan í Keflavík er enn opin og flug verður með eðlilegum hætti um helgina. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.