Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 3
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. 3 DV Fréttir Skólanefndarformaður Reykhólaskóla: Gagnrýnin á skólastjórann kom okkur í opna skjöldu SUBARU LEGACY 4WD FRÁBÆR FERÐABÍLL til afgreiðslu strax „Fjölmiðlar eru ekki réttur vettvang- ur til að leysa viðkvæm mál á borð við það sem komið hefur upp í tengsl- um við Reykhólaskóla. Ég harma þá umfjöllun sem var í DV á fimmtudag- inn um þetta mál og tel reyndar að þar sé ekki farið alls kostar rétt með staðreyndir. Fullyrðingar um of- stjórn skólastjórans og ranglátan aga koma okkur gjörsamlega í opna skjöldu," segir Steinunn Rasmus, formaður skólanefndar Reykhóla- skóla. í frétt DV var greint frá því að harð- ar deilur væru milli skólayfirvalda og margra foreldra barna í skólan- um. Deilurnar standa fyrst og fremst um þá stjórnunarhætti sem settur skólastjóri hefur innleitt á undan- fömum tveim árum. Foreldrar saka skólastjórann um of ranglátan aga og of mikla stjórnsemi. Á þriðja tug foreldra hafa krafist þess að skólastjórinn verði ekki end- urráðinn næsta skólaár. Ekki mun þó reyna á þessa kröfu foreldranna því skólastjórinn hefur ákveðið að hætta störfum. Sömu ákvörðun hafa kennarar skólans tekið. Einn leið- beinandi, sem starfaði við skólann síðastliðinn vetur, mun þó hafa tekið þá ákvörðun að sækja um starf við skólann næsta skólaár. í kjölfar fréttar DV sendi skóla- nefnd Reykhólaskóla frá sér fréttatil- kynningu. Þar er fullyrt að í frétt DV sé ekki farið rétt með staðreynd- ir. Því er haldið fram að almennt séð hafi ekki risið harðar deilur milli foreldra og skólayfirvalda. Þvert á móti hafi samstarf foreldra og starfs- fólks skólans veriö með miklum ágætum. Einnig er því mótmælt að allir kennarar skólans hafi sagt upp störfum. Vegna þessarar fréttatilkynningar frá skólanefndinni vill DV taka fram að blaðið stendur við þá frétt sem það birti síðastliðinn fimmtudag. Þó vili DV taka til greina athugasemd sem borist hefur frá einum hreppsnefnd-5 arfulltrúa, Katrínu V. Þóroddsdótt- ur. Hún segir að sú traustsyfirlýsing á skólastjórann, sem send hafi verið í nafni hreppsnefndar til allra íbúa hreppsins og greint var frá í frétt DV, hafi ekki verið rædd né samþykkt af nefndinni. Því sé ekki hægt að líta á þau skrif sem traustsyfirlýsingar frá hreppsnefndinni. -kaa Atvinnuleysi er fjórðungi minna enífyrra í apríl síðastliðnum voru að jafnaði 1.750 manns atvinnulaus eða um 1,3 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum. Samkvæmt þessu hefur skráöum atvinnuleysis- dögum fækkað frá mánuðinum á undan. Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu í apríl voru tæplega 38 þúsund eða um 1600 dögum færri heldur en í mars. Sé litið til apríl- mánaðar í fyrra er skráð atvinnu- leysi nú um íjóröungi minna en mið- að við síöustu fimm ár er atvinnu- leysið nú ellefu þúsund dögum yfir meðaltali. í frétt frá vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins kemur fram að í apríl reyndist atvinnuleysið ívið meira hjá konum heldur en körlum. Að meðaltali voru 1,5 prósent kvenna atvinnulaus en 1,3 prósent karla voru atvinnulaus. Verst var atvinnuástandið á Norð- urlandi vestra en þar reyndust 4,1 prósent kvenna og 3,2 prósent karla vera atvinnulaus. Best reyndist at- vinnuástandið á Vestfjörðum en þar voru 9 karlmenn atvinnulausir en engin kona. Á höfuðborgarsvæðinu reyndust 0,9 prósent mannaíla á vinnumarkaði atvinnulaus. -kaa Búnaður í Subaru Legacy er m.a. • Sítengt fjórhjóladrif og hátt og lágt drif. • 16 ventla vélar, 1.8 eða 2.2L • 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. • Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli. Fimm gíra handskipting eða 4ra gíra sjálfskipting. • Aflstýri og veltistýri. • Samlæsing í hurðum og afturhlera. • Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. • Rafdrifnir speglar. • Höfuðpúðar á aftursætum. • Upphituð afturrúða með rúðuþurrku og sprautu. • Þvottasprautur á ökuljósum. • Aflhemlar, diskabremsur. „Hill holder" samtenging bremsu og kúplingar í brekku. • Útvarpsloftnet og hátalarar í hurðum. • Hæðarstilling ökuljósa í mælaborði. Aktu ekki út í óvissuna. - Aktu á Subaru. Subaru er náttúrukær. Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 sími 91-674000 Subaru Legacy stallbakur Subaru Legacy skutbill ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.