Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 12
 MARGARET DRABBLE AtÍTHOK OF THE RADIANT WAY A Natural •fú-r coHfkteia , í»ml HurvtrUomly iaomplirfifd \ ÍMTH' ntnvl - Ixttuitta HrvU'ir Erlend bóksjá Fyrsta stjömu- bjarta nóttin ímyndiö ykkur jörö sem hefur margar sólir þannig aö einhver þeirra er alltaf á lofti. í slíkum heimi eilífs dags er nótt óþekkt fyrirbrigði. Hvemig myndi íbúum þessarar jaröar veröa viö ef örlögin hö- guðu því svo að á ríflega tvö þús- und ára fresti yröi um skeið sól- myrkri þannig aö aldimmt væri og stjörnubjartur næturhiminn blasti viö í fyrsta sinn? Isaac Asimov birti árið 1941 smásögu um þetta efni, Nightfall, og hefur hún af flestum verið tal- in besta vísindasmásaga allra tíma. Nú, hálfri öld síðar, hefur Asimov lagt í púkk meö Robert Silverberg og samið skáldsögu um sama efni. Hér er því lýst þegar nóttin kemur og tryllir íbú- ana og síðan tilraunum þeirra sem eftir lifa til aö byggja þjóð- félagið upp á nýjan leik. Hugmyndin er auðvitað bráðsnjöll og útfærslan með ágætum. Sagan er spennandi og læsileg og frásögnin sannferðug. NIGHTFALL. Höfundar. I. Aslmov & R. Silverberg. Pan Books, 1991. Vinkonur á ný- liðmim áratug Fyrir nokkrum árum sendi Margaret Drabble frá sér skáld- söguna The Radiant Way. Þar sagði frá lífsbaráttu og viðhorfum þriggja kvenna, Liz, Abx og Est- her, við upphaf áttunda áratugar- ins. Þær höfðu kynnst í háskólan- um í Cambridge meira en áratug áður og tengst vináttuböndum. A skólaárunum gerðu þær sér væntingar sem erfitt reyndist að uppfylla á galeiöu hversdagsins. Nú hefur Drabble litið inn til þeirra vinkvennanna nokkrum árum síðar, það er 1987. Margt hefur breyst í högum þeirra og áhugamálum, ekki síst hjá Alix sem hefur fengiö slíkan áhuga á fangelsuðum fjöldamorðingja að hún heimsækir hann reglulega. Þetta sérstæða áhugamál AIix veldur nokkrum sköpum í lífl hennar og er vinum hennar bæði umhugsunar- og áhyggjuefni. Sem í fyrri sögunni gefur Drabble hér margslungna og stundum gamansama mynd af breskum þjóðfélagsveruleika á nýliðnum áratug. A NATURAL CURIOSITY. Höfundur: Margaret Drabble. Penguin Books, 1990. DV Nauðgarinn á læknastofunni Læknirinn, John Story, var um ára- tuga skeið einn af máttarstólpum samfélagsins í þorpinu Lovell í Wy- omingríki í Bandaríkjunum. Hann kom til þessa 2500 manna bæjar, þar sem mormónar eru í meirihluta, sem ungur læknir og stundaði konur og karla, börn og gamalmenni, á læknastofu sinni í nærri þrjá áratugi. Hann fékk telpur til skoðunar þegar á skólaaldri og þær komu síðan til hans reglulega eftir því sem árin liðu og fengu „sér- fræðilega" meðferð. Bæjarbúar treystu honum eins og læknum ein- um er treyst af þeim sem hafa enga læknisfræðilega þekkingu. Samtímis var hann einn af trúar- leiðtogum staðarins sem forystu- maður sértrúarsafnaðar nokkurra hvítasunnumanna. Öfgakenndar skoðanir hans á mönnum og málefn- um féllu vel í kramið í íhaldssömu samfélagi eins og Lovell þar sem jafnvel Ronald Reagan var af sumum talinn hættulegur vinstrimaöur. Vantrú Með þetta í huga er ef til vill ekki að furða þótt margir áhrifamenn í Lovell ættu erfltt með að ímynda sér að eitthvað meira en lítið væri at- hugavert við framferði læknisins gagnvart mörgum kvensjúkling- anna, einkum þó þeim sem voru mormónatrúar, hvað þá að þeir vildu trúa því að hann hefði í skjóli að- stöðu sinnar sem læknir áreitt fjölda kvenna kynferðislega og haft kyn- mök við margar þeirra árum saman á meðan hann þóttist vera að rann- saka þær. John Story var einfald- lega, að þeirra áliti, hafinn yfir grun- semdir um þess háttar framferði. Lengi vel neituðu konurnar sjálfar að trúa því sem gerðist á læknastof- unni, hvað þá að tala um það við kynsystur sínar eða maka. En þegar þrjár mæðgur áttuðu sig loks á því að læknirinn hafði notað síendur- teknar undirlífsskoöanir á þeim á læknastofunni til að hafa við þær kynmök hófst málarekstur sem skipti bæjarbúum snarlega í tvo hat- ursfulla hópa. Að lokum var læknir- "A HORRIFYINGLY GRIPPING STORY... APAGE-TURNER... ' S OLSEN IS A MASTER OF THE TRUE CRIME BOOK" —Jonathan Kellefman, author of_______________ inn settur á bak við lás og slá fyrir endurteknar nauðganir. Jack Olsen hefur samið margar bækur um glæpi í Bandaríkjunum og kann því til þeirra verka. Hann hefur kannað öll gögn þessa óvenju- lega máls og rætt ítarlega við helstu málsaðila. Hann rekur söguna állt frá því fyrstu kærur á lækninn koma fram þar til lokaniðurstaöa málsins lá fyrir, en píslarganga kvennanna sem kærðu lækninn stóð mikinn hluta síðasta áratugar. Ótrúleg fáfræöi Það sem vekur mesta furðu við lestur þessarar frásagnar er að lækn- ir skuli geta misboðiö sjúklingum sínum með þeim hætti sem John Story gerði í ríflega tvo áratugi án þess að nokkuð væri gert til þess að stöðva hann. Ýmsum var þó ljóst hvað gerðist bak viö lokaðar dyr læknastofunnar á þessu langa tíma- bili. Reyndar hafði kæra komið fram á hann löngu fyrr, en vinir læknisins í valdastöðum sáu til þess að ekkert var með hana gert. í langflestum tilvikum virðast sjúklingar læknisins ekki hafa áttað sig á því fyrr en eftir ítrekuð brot, jafnvel í mörg ár, hvað hann gerði við þær. Þetta þykir auðvitað ótrú- legt nú á tímum, en í Lovell og ýms- um öðrum smábæjum mormóna í Bandaríkjunum er enn langt í tuttug- ustu öldina að því er varðar fræðslu og þekkingu almennings á líkaman- um og öllu því sem lýtur að kynferð- ismálum. Það er ótrúlegt en satt að sumar konurnar áttuðu sig fyrst á því á brúðkaupsnóttina, þegar þær sæng- uðu fyrsta sinni með eiginmanni sín- um, hvað læknirinn hafði í raun og veru verið að gera við þær. Skjaldborg kerfisins Þær konur sem áttuðu sig á því hvað um var að vera leituöu snarlega til annarra lækna. En flestar sögðu ekki neitt, hvorki foreldrum, eigin- mönnum eða vinkonum, enda kyn- ferðismál ekki daglegt umræðuefni hjá mormónakonum. Er þó talið að jafnvel á annað hundrað konur hafi í tímans rás orðið fómarlömb lækn- isins. Þegar ein ijölskylda tók sig loks til og kærði lækninn snerist kerfiö hon- um til varnar. Stuðningsmenn Story neituðu einfaldlega að trúa því að ásakanirnar væru réttar og sögðu þetta taugaveiklunarrugl kvenn- anna. Sjálfur neitaði hann öllum sak- argiftum. Svo fór þó að lokum að svo margar konur sameinuðust um að kæra lækninn að eftirlitsnefnd lækna varð að taka málið fyrir. Þegar niðurstaða nefndarinnar lá fyrir hófu opinberir aðilar undirbúning málaferla sem enduðu eftir nokkur ár með sakfell- ingu læknisins og fangelsun. Olsen lýsir þessu máli öllu í afar læsilegri frásögn sem er laus við æsingar og hlutdrægni. Hann hefur rætt ítarlega við einstaklinga í báð- um fylkingum; jafnt konurnar sem báru vitni gegn lækninum sem og hann Sjálfan og ijölskyldu hans. Bókin er ekki aðeins vel samin frá- sögn af ótrúlegum atburðum heldur einnig merkileg lýsing á lífi og við- horfum fólks í bandarískum smábæ þar sem trúarbrögð fáfræðinnar eru höfð að leiðarljósi. „DOC“. Höfundur: Jack Olsen. Dell Publishing. 1990. Metsölukiljur Bretland NO ONE HERE GETS OUT ALIVE. 6. GARDENS OF ENGLAND & WALES 1991. Skáldsögur: 1. Rosamunde Pllcher: SEPTEMBER. 2. Mary Wesley: A SENSIBLE LIFE. 3. Bret Easton Ellis: AMERICAN PSYCHO. 4. Grant Naytor: BETTER THAN LIFE. 5. H. E. Bates: THE DARLING BUDS OF MAY. 6. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 7. Terry Pratchett: DIGGERS. 8. Catherine Cookson: THE WINGLESS BIRD. 9. Sally Beauman: DARK ANGEL. 10. lan McEwan: THE INNOCENT. Rit almenns eðlis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE 2. PROMS ’91. 3. Ðtll Frindall: PLAYFAIR CRICKET ANNUAL 1991. 4. David Hessayon: THE BEDDING PLANT EXPERT. 5. Hopkins & Sugerman: 7. Rosemary Contey: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 8. Drtvlng Standards Agency: YOUR DRIVING TEST. 9. Bitl Watterson: THE REVENGE OF THE BABY- SAT. 10. D. Grant & J. Joico: FOOD COMBINING FOR HEALTH. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danielle Steel: MESSAGE FROM NAM. 2. Thomas Harría: THE SILENCE OF THE LAMBS. 3. Thomas Harris: REO DRAGON. 4. Domínick Dunne: AN INCONVENIENT WOMAN. 5. Michael Blake: DANCES WITH WOLVES. 6. Slephen Klng: THE STAND. 7. Peter David: VENDETTA. 8. Robert Ludlum: THE BOURNE ULTIMATUM. 9. Arthur Hatley: THE EVENING NEWS. 10. Janet Oailey: MASQUERADE. 11. Tom Robbins: SKINNY LEGS AND ALL. 12. Sue Miller: FAMILY PICTURES. 13. Robert B. Parker: STARDUST. 14. Nancy Price: SLEEPING WITH THE ENEMY. 15. Dana Fullor Ross: CALIFORNIA GLORY. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 2. George F. Will: MEN AT WORK. 3. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 4. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 5. Jeck Anderson & Dale Van Atta: STORMIN’ NORMAN. 6. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 7. Jorry Hopklns & Danny Sugerman: NO ONE HERE GETS OUT ALIVE. 8. Belly Mahmoody, Wllliam Hoffer: NOT WITHOUT MY DAUGHTER. 9. Aline af Homanones: THE SPY WENT DANCING. 10. Carlton Smlth & Thomas Gulllen: THE SEARCH FOR THE GREEN RIVER KILLER. 11. S. Jill Ker Coneway: THE ROAD FROM COORAIN. (Byggt á New Vork Timos Book Rcviow) Danmörk Skáldsögur: 1. Johannes Meltehave: SKUFFELSER DER IKKE GIK I OPFYLDELSE. 2. Jean M. Auel: HULEBJÐRNENS KLAN. 3. Anne Karin Elstad: MARIA, MARIA. 4. Fay Weldon: MÆNDS UV OG HJERTER. 5. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 6. A. de Saint Exupery: DEN LILLE PRINS. 7. Rigmor Thor: JEG HAR LEVET OG ELSKET. 8. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 9. Hans Solvhoj: R0DT PA HVIDT. 10. Hans Lyngby Jepsen: ELSE MED EN ENGELS ANSIGT. (Byggt á Politlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.