Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. 17 DV íslands- banka-bikar- Sunday Times tvímenningskeppnin Bridge keppnin 1991 Skráning stendur nú yíir í ís- landsbanka-bikarkeppnina og er skráð á skrifstofu Bridgesam- bandsins í síma 689360. Skráning- arfrestur er tii mánudagsins 27. maí. Rétt er að benda á að það er ekki skilyrði að skrá sveitina á síðasta degi og vel hægt að gera þaö fyrr. Það er reyndar mjög æskilegt að skráning fari fram sem fyrst til að auðvelda skipu- lagningu keppninnar. Sumarbridge'91 Spilað verður í sumarbridge fjórum sinnum í viku í sumar. Á mánudögum verður spilaður Mitchell og byrjað kl. 18.30. Á þriðjudögum verður einnig spil- aður Mitchell-tvímenningur og byrjað á sama tíma. Á miðviku- dögum verður lögð aðaláhersla á byrjendur. Svipað snið er á þeirri spilamennsku og í Bridgefélagi byrjenda nema hvað byrjað verð- ur klukkutíma fyrr en venjan er í vetrarstarfmu. Á fimmtudögum verður hefð- bundin riðlakeppni, husið verður opnað kl. 17.00 og fyrsti riðill hefst um leið og hann fyllist og svo koll af kolli. Kvöldgjaldið veröur þaö sama og í fyrra, 450 krónur á spilara fyrir kvöldið. Kaffiveitingar verða með sama sniði og verið hefur í vetur og hægt að fá heitar samlokur ef svengdin sverfur að. Fyrsta kvöldið í Sumarbridge 1991 verð- ur fimmtudaginn 23. maí næst- komandi og eru aliir velkomnir. -ÍS Chemla og Perron frá Frakklandi sigruðu með yfirburðum Boðsmót enska stórblaðsins Sunday Times var haldið fyrir stuttu og í fyrsta sinn frá upphafi keppninn- ar voru peningaverðlaun í boði. Keppni þessi er óopinber heims- meistarakeppni í tvímenningi því jafnan er boðið til keppninnar bestu pörum heimsins á hverjum tíma. Hafa bestu bridgespilarar heimsins sóst eftir boði heiðursins vegna og ekki þurft peningaverðlaun til að draga að. Keppt er eftir svo kallaðri Butler-aðferð, þ.e. sveitakeppni- útreikningi og eru unnir impar síðan yfirfærðir í vinningsstig. Sextán pör tóku þátt í mótinu og spiluðu þau 15 umferðir með 9 spilum, en 60 vinn- ingsstig voru til skiptanna í hverjum leik. Úrslit urðu þessi: 1. Chemla-Perron, Frakklandi 561 2. Gordon-Schapiro, Englandi 495 3. Martel-Stansby, USA 490 4. Forrester-Robson, Englandi 481 5. Rodwell-Meckstroth, USA 473 6. Wolff-Hamman, USA 459 7. Shoaib-Ullah, Pakistan 459 8. Nippgen-Rohowsky, Þýskal. 459 9. Mari-Replinger, Frakkl. 456 10. Horton-McCall, Engl.-USA 438 11. Chagas-Branco, Brasilía 426 12. Garozzo-Eisenberg, USA 420 13. Ludewig-Bitschene, Þýskal. 409 14. Mahmood-Rosenberg, Engl. 398 15. Karenicov-Ariazarov, USSR 391 16. Crouch-Hobson, England 385 Það stingur í augun að sjá nöfn eins og Chagas, Garozzo og Zia Mahmood í neðri helmingi en það gefur ein- hverja hugmynd um styrkleika mótsins. Yngri spilarar þekkja ef til vill ekki nafn Boris Schapiro en fyrir nokkr- um áratugum voru hann og Terence Reese taldir besta bridgepar í heimi um árabil. Schapiro hefir skrifað um bridge í Sunday Times í áratugi og er nú á 81. aldursári. Líklega hefir það vegið þyngra um þátttökurétt hans en kunnátta hans en hins vegar gerði hann sér lítið fyrir og náði öðru sæti ásamt spilafélaga sínum, Skot- anum Irving Gordon. Hann skaust upp í annað sætið á síðasta spilinu, fram úr Bandaríkjamönnunum Martel og Stansby. Bridge Stefán Guðjohnsen Við skulum líta á spilið. V/A-V ♦ Á 4 ¥ - ♦ ÁKD743 + Á D G 5 2 ♦ K G 8 ¥ D 10 9 5 4 ♦ 8 + 9 7 6 4 t U IU 0 O o ¥ K G 8 7 ♦ 9 6 2 ♦ 972 ¥ Á 6 3 2 ♦ G 10 5 ♦ 10 8 3 Með Schapiro og Gordon í n-s og Hor- ton og McCallum í av, gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar * dobl 4 hjörtu pass pass 5 hjörtu pass 5 grönd dobl pass pass 6 lauf pass pass 7 lauf pass pass * 5-5 1 hálitum Það kom í hlut Gordon að spila þessa hörðu alslemmu og líklega heflr hann óttast að trompið lægi illa eftir opnun vesturs. Hann drap hjartaútspilið með ás og kastaöi spaða úr blindum. Síöan spilaði hann laufaþristi ef laufkóngur skyldi vera einspil hjá vestri. Það gekk eftir og slemman skreið heim. Schapiro er ekki dauður úr öllum æðum enn þótt hann sé 15 árum eldri en næstelsti kepp- andinn. Stefán Guðjohnsen BILASÝNING VERÐUR HALDIN í BÍLAGEYMSLU RÁÐHÚSSINS VIÐ TJÖRNINA UM HVÍTASUNNUNA, DAGANA 18.-20. MAÍ1991 SÝNINGARTÍMI LAUGARDAG HVÍTASUNNUDAG MÁNUDAG 18. MAÍ KL. 13.00-22.00 19. MAÍ KL. 13.00-22.00 20. MAÍ KL. 13.00-20.00 Á sýningunni verða allir spræk- ustu, fljótustu, hraðskreiðustu, fallegustu, furöulegustu, kraft- mestu, virðulegustu og sérstæð- ustu bílar og ökutæki landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.