Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 18. MAÍ1991. Veiðivon Ætlar Davíð að enda borgar- stjóraferilinn í Elliðaánum? Hvort það verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og borgarstjóri, sem opnar Elliðaárnar fyrsta daginn, er ekki vitað með vissu á þessari stundu. En honum finnst það ekki leiðiniegt. ur í veiðivatni fyrir utan Reykjavík. Fiskurinn var fallegur og hélt mað- urinn að þetta væri lax. Hringdi hann í Morgunblaðið og mættu þeir á staðinn til að mynda laxinn. Reynd- ar hafði DV birt frétt nokkrum dög- um áður um fyrstu laxana í Hlíðar- vatni í Selvogi. En þaö kom annað í ljós þegar fiskurinn var skoðaður betur, þetta var 7 punda urriði. Hinn fallegasti fiskur, en bara alls ekki lax. Veiðitímaritin í fullri vinnslu Slagurirín á tímaritamarkaði veiði- tímaritanna er harður þessa dagana og vinna þau öll þessa klukkutíma að því aö fullvinna blöðin. Þetta eru Á veiðum, Sportveiðiblaðið og Veiði- maðurinn. Eitt blað kemur þarna nokkuð á eftir og er það Skotmark sem átti að vera komið út í mars. En ekkert bólar á því ennþá, hvað sem nú veldur því. Um innihald blaðanna er víst þagað þunnu hljóði. Til hamingju með afmaelið, Skagamenn Stangaveiðifélag Akraness varð 50 ára fyrir skömmu og héldu þeir Skagamenn veglegt afmæbshóf fyrir alla sem vildu mæta. Mættu margir veiðimenn á öllum aldri til þessa hófs. Til hamingju, Stangaveiðifélag Akraness. -G.Bender Tiltekt við veiðiárnar er nauðsyn áður en veiðitíminn hefst, eins og þeir Óiafur H. Ólafsson, Halldór Þórðarson og Guðmundur Halldórsson gera við Norðurá fyrir skömmu. DV-mynd Jón G. Það er draumur margra að fá að renna í Elliðaánum fyrstir, hvort sem þeir heita Davíð Oddsson for- sætisráðherra eða bara eitthvað allt annað. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og borgarstjóri, er einn af debugæj- unum í stangaveiðinni. Hann rennir oft fyrir lax á hverju sumri, hvort sem það er í Elliðaánum, Hafíjarð- ará, Svartá eða bara Krossá í Bitru. Hvort það verður síöasta embætt- istverk Davíös að opna Elliðaárnar þetta sumarið er ekki vitað með vissu en hann hefur áhuga á því. Hann fær alla vega að vera þegar borgarfull- trúar renna fyrir lax seinna í sumar. Allt aö komast á fullt í Hvammsvík í Kjós Allt er að komast á fullt i Hvamms- vík í Kjós þar sem Lögreglufélag Reykjavíkur hefur keypt staðinn. Núna í maí verður opið um helgar en strax í júní verður opið alla daga vikunnar. Það er regnbogasbungur- inn sem fæst til að taka agn veiði- manna. Þeir sem vilja geta farið í golf eða bara á hestbak sé áhugi á veiði ekki fyrir hendi. Laxinn varö að urriða Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um síðustu helgi var vel sótt og mjög fróðlegt. Margt skemmtilegt kom þar fram og voru sagðar margar veiðisögur. Eitt vakti þó mikla athygli, þegar veiðimaður einn mætti með lax og hugðist gefa hann sem vinning í happdrætti. En fiskinn hafði veiði- maðurinn veitt nokkrum dögum áð- Þjoðar- spaug DV Eyjólfur Hér er aö finna miður skemmti- Iega eftirmælavisu um mann nokkurn er Eyjólfur hét: Margir sakna eí munu hans, menn því betri dóu. Eyjólfur fór til andskotans í annarri viku góu. Bara skjót'ann Matthías Einarsson, sem var yfírlæknir við St. Jósefsspítala í mörg ár, allt til dauðadags, og Magnús Einarsson dýralæknir voru miklir kunningjar. Eitt sinn voru þeir að rífast um það, hvort erfíöara væri að lækna dýr eða menn. Magnús dýralæknir kvað það miklu erfiöara að lækna dýr þar sem þau gætu ekki sagt til eymslanna en Matthías sagði miklu auðveldara að fást við þau því ef ekkert fyndist meinið, þá skipuðu dýralæknarnir einfald- lega svo fyrir að dýrið skyldi skotið. Skömmu síðar veiktist Magnús dýralæknir og var Matthías kall- aður tii hans. Ekki gat Matthías fundið út hvað amaði að Magnúsi en skrifaði þó lyfseðil handa hon- um rétti hann konu Magnúsar og sagði um leið: „Ef þessi meðul duga ekki þá er ekkert annað að gera en að skjót’ann.“ Listaverka- sýning Nokkrum skólanemendum var eitt sinn boðið á nýlistasýningu á Kjarvalsstöðum, Tveirnemendur urðu brátt viðskila við hópinn og sáu allt í einu brotið gler og beygl- uð járn fyrir framan sig. Er kenn- arinn þeirra gekk að þeim, heyrð- ist annar nemandinn segja ótta- sleginn: „Komdu, Elb. Flýtum okkur í burtu áður en þeir halda að við höfum eyðilagt þetta.“ Finnur þú íimin breytingai? 105 Það er flugskip X39 sem kallar á stöðina. Ég er i einhverjum erfiðleik- Nafn:..... um með aö halda mér á réttri braut... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækumar sem er í verðlaun heita: Á eheftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 105 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og þriðju getraun reynd- ust vera: 1. Anna Guðrún Jósefsdóttir, Þangbakka 10,109 Reykjavík. 2. Jón Halldórsson, Njálsgötu 86,101 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.