Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 20
20 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Hrói höttur í síðustu viku var frumsýnd í Bretlandi myndin Robin Hood um samnefnda sögupersónu. Þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að samtímis er verið aö kvikmynda aðra mynd um Hróa hött sem ber heitið Robin Hood: Prince of Thieves og verður hún frumsýnd 17. júlí næstkom- andi. En er ekki verið að bera í bakka- fullan lækinn með því að gera tvær myndir um sömu sögupersónuna með svona stuttu millibili? Það er ekki skoðun aðstandenda mynd- anna og raunar voru uppi áætlanir á tímabili um að gera einar íimrn myndir um Hróa hött sem átti að frumsýna á þessu ári. Sem betur fer verða þær aðeins tvær. En allt bendir til þess að sam- keppnin um hylli áhorfenda verði ójöfn. Fyrri myndin hefur hlotiö frámunalega lélega dóma þar sem sagt er að Hróa hött vanti þann léttleika og lífsgleði sem hafi verið aöalsmerki hans í eldri myndum. í stað þess er gert meira úr þeirri siðferöilegu skyldu sem rekur Hróa áfram í baráttu hans fyrir þeim sem minna mega sín. Hörkusamkeppni Leikstjórinn John Irvin hefur mikla reynslu að baki sem hann öðlaöist á sínum yngri árum þegar hann vann fyrir breska sjónvarpið. Hann hefur einnig leikstýrt mynd- um á borð við Champions og Ham- burger Hill sem fjallaði um Víet- namstríðið. Samt sem áöur nær hann aldrei góðum tökum á efnis- þræðinum og þrátt fyrir tilheyr- andi skylmingar og slagsmál tekst honum aldrei að lyfta myndinni upp úr meðalmennskunni. Þaö er fátt frægra leikara í mynd- inni en það er Patrick Bergen sem leikur Hróa hött. Samkvæmt þessu ætti að vera auðvelt fyrir seinni myndina að skjóta þeirri fyrri ref fyrir rass, ekki síst þegar haft er í huga að sjálfur Kevin Costner fer með hlutverk Hróa hattar. Síöan þetta var ákveöið hefur Kevin hlotið óskarsverðlaunin fyr- ir mynd sína Dances with Wolves. Það er heldur ekkert til sparað því Kevin Costner myndin kostar um það bil þrefalt meira en Patrick Bergen útgáfan og telst því réttilega til stórmynda. Slagur í Hollywood En hvernig byijaði þetta kapp- hlaup um Hróa hött? Það hófst þegar Joe Roth, sem starfaði áður hjá óháða kvik- myndaframleiðandanum Morgan Creek, réð sig sem einn af yfir- mönnum 20th Century Fox kvik- myndaversins í Bandaríkjunum. Hann fann þar handrit að mynd um Hróa hött og gaf strax grænt ljós á framleiðslu hennar. En innan mánaðar höfðu af ein- hverjum ástæðum fjórir aðrir aðil- ar lýst áhuga sínum á að gera einn- ig mynd um Hróa hött. Meðal þeirra var m.a. fyrrverandi vinnu- veitandi Joe, Morgan Creek, ásamt kvikmyndarisanum TriStar. Strax hófst mikil keppni meðal þessara aðila um aö gera besta kvikmyndahandritið og síðan ekki síður um að finna hinn „rétta“ Hróa. Svo virðist vera sem flestir hafi komist að þeirri niöurstöðu að Ke- vin Costner eða Mel Gibson væru hæfastir til að skila hlutverki Rob- in Hood, því báðir fengu þeir hvorki meira né minna en tilboð um aö leika í þremur af þessum fimm myndum. Jafnvel Patrick Bergen fékk tvö tilboð. fyrirtækiö ákvað að bjóða tiltölu- lega óþekktum 39 ára leikstjóra, sem aðeins á aö baki tvær myndir sl. tíu ár, að leikstýra Robin Hood: Prince of Thieves. Það sem reið baggamuninn var að þessi leikstjóri, sem ber heitið Kevin Reynolds, er góðkunningi Kevin Costner. Myndin skyldi veröa stórmynd og ekkert til þess sparað. Þegar upp var staðið hljóðaði kostnaðaráætl- unin upp á eina 3 milljarða króna. Ráð undir rifi hverju En Fox var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Það var reynt að ná samningum við Mel Gibson en án árangurs. Sarah Radclyffe, hinn breski framleiðandi Róbin Hood myndarinnar fyrir Fox, var því sett í mikinn vanda. „Raunar var staðan sú: Hvernig er unnt að keppa við Kevin Costner?", hefur verið haft eftir Sarah. „Það er að- eins hægt með mönnum eins og Mel Gibson og ... raunar veit ég ekki um neinn annan.“ Fox fór að velta fyrir sér að sýna myndina aðeins í Evrópu en gera þess í stað þrjá klukkutíma sjón- varpsþætti fyrir Bandaríkin. Það var á þessu stigi sem leitað var til Patrick Bergen. „Þar sem þetta átti að vera sjónvarpsþátta- röð í Bandaríkjunum var hægt að kalla á aðra deildina,“ hefur verið haft eftir Bergin. „Eða neðsta hlut- ann úr fyrstu deild,“ leiðréttir hann sig eftir smá umhugsunar- frest. Fox í Bandaríkjunum samþykkti síðan Patrick Bergen sem Hróa hött, setti kostnaöarþak sem var um 60% lægra en upphafleg áætlun og gaf síðan grænt ljós. Sígild sögupersóna Hrói höttur hefur alla tíð verið vinsælt kvikmyndaefni. Líklega er þekktasta útgáfan hin sígilda mynd The Adventures of Robin Hood, þar sem Errol Flynn fór á kostum í hlutverki hans. Myndin var gerð 1938 og tekin í lit svo atriðin í Skíri- skógi og Nottingham kastalanum voru einstaklega áhrifamikil á þeim tíma. Raunar má rekja fyrstu myndina um Hróa hött til 1909 þótt fyrsta myndin sem eitthvað kvað að væri 1922 útgáfan með Douglas Fair- banks. Það er hægt að telja upp ótal Rob- in Hood kvikmyndaútgáfur eins og Banditt of Sherwood Forest (1946) þar sem Cornel Wild lék son Robin Hood, Prince of Thieves (1948), Ta- les of Robin Hood (1952), þar sem Robert Clark lék Robin Hood, Men of Sherwood Forest (1956), Son of Robin Hood (1959), Sword of Sher- wood Forest (1961) og svo A Chal- lenge for Robin Hood (1973). Einnig áttu þau góðan sprett Sean Conn- ery og Audrey Hepbum 1976 undir stjórn Richard Lester í myndinni Robin and Marion. Það hefur einnig verið gerður fjöldi sjónvarpsþátta um kappann eins og 165 hálftíma þættir sem hófust 1955 undir nafninu Robin Hoood, þar sem Richard Greene lék Robin og svo sjónvarpsþáttarööin Robin of Sherwood, sem hóf göngu sína 1984. Að lokum má geta þess að Walt Disney gerði árið 1973 teiknimynd- ina Robin Hood. Það má því segja að aödáendur Hróa hattar hafi úr miklu að velja til samanburðar þegar þessar nýju útgáfur af hinum sívinsæla Hróa hetti birtast á tjaldinu hérlendis. Kevin Costner í hlutverki Hróa hattar. Patrick Bergin í hlutverki Hróa hattar. Atriði úr Hróa hetti. Málin skýrast Þegar ljóst var að stóru kvik- myndaverin ætluðu sér í fullri al- vöru að láta sverfa til stáls ákváðu tveir af minni framleiðendunum að pakka saman og játa sig sigraða. TriStar, sem er í eigu Colombia kvikmyndaversins, dró sig síðan í hlé nokkrum mánuðum seinna eft- ir að hafa ráðið Marshall Hersko- tivz sem leikstjóra og eytt óhemjufé í undirbúning. Herskotivz var í miklum vandræðum með að finna leikara til að leika Hróa hött og þegar hann í lokin stakk upp á Kevin Kline leist TriStar ekki á blikuna og viðurkenndi sig einnig sigrað. Þá voru bara Fox og Morgan Creek eftir. Umsjón Baldur Hjaltason Fox ráðgerði að gera myndina í Kalifomíu og áætlaði kostnað upp á eina 2,2 milljarða íslenskra króna. Þeir réðu leikstjórann John McTieman, sem á að baki myndir eins og Die Hard og The Hunt for the Red October. Þar aö auki tilkynntu þeir aö Kevin Costner yrði í aðalhlutverk- inu. Miklar sviptingar En raunin varð önnur. í samtali við kvikmyndaritið Empire er haft eftir leikstjóranum John Irvin: „John McTieman vildi aöeins leik- stýra myndinni ef hann fengi Kevin Costner. Þegar Kevin ákvað að hafna boðinu var hann út úr mynd- inni.“ Svo virðist sem Morgan Creek hafi fundið besta mótleikinn þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.