Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 21
LAUGARÐAGUR 18. MAÍ 1991. 21 Haukfrán augu fylgjast með komandi kjarakaupum. DV-myndir S Fyrsta, ann- að og þriðja - DV á uppboði á óskilamunum „Gjörðu svo vel, góði.“ Aðstoðarmaður réttir heppn- um kaupanda nýjan hjólhest. Konan sem kallar á kaupendur og slær þeim nýjan hjólhest í fyrsta, annað og þriðja sinn. „Ég ætla að kaupa mér hjól. Ég er búinn að vera að safna pening- um sem ég fæ fyrir að bera út blöð og svo hef ég safnað tómum dós- um,“ sagði ungur rauðhærður pilt- ur við blaðamann DV í portinu bakvið Borgartún 7 á síðasta laug- ardag. Pilturinn var mættur ásamt um 150 öðrum hagsýnum íslend- ingum sem fengu þarna eitt af betri tækifærum ársins til þess að gera reyfarakaup. Hið árlega uppboð lögreglunnar á óskilamunum var nefnilega runnið upp. Veðrið var ekki upp á marga fiska, rigning- arsuddi annað veifið og hálfkalt en hinir hagsýnu létu það ekki á sig fá. Þarna mátti sjá alls konar fólk. Foreldrar voru með börnum sínum í reiðhjólaleit en langstærstur hluti óskilamunanna eru reiðhjól sem skilin eru eftir í reiðileysi á götum borgarinnar, sennilega flest tekin ófrjálsri hendi og síðan yfirgefm. Fjöldi hjólanna virtist vera eitt- hvað á annað hundraðið og eftir- væntingarfullir kaupendur rýndu inn í hauginn og teygðu hendur inn og tóku kunnáttusamlega um dekkin og hreyfðu til stýri og ped- ala. Þarna mátti sjá eiginkonu ráð- herra, þekktan arkitekt, alræmdan boðshaldarinn malaði eins og kaífi- kvörn og endurtók í síbylju, „fyrsta annað og...“ með mismunandi háum formerkjum. í fyrstu var stjórnandi uppboðsins dæmigeröur með skegg og gleraugu en íljótlega lét hann ungri stúlku eftir hamar- inn og gjallarhornið og þó tónninn hafi ef til vill hækkað í tónstiganum þá stýrði hún reyfarakaupunum af engu minni röggsemi en. lærifaðir hennar. Glæsilegustu fótstigafákar eign- uðust nýja eigendur fyrir allt niður í 3.000 krónur en þeirra allra fín- ustu fóru á tæp 20.000. Samt var erfitt að sjá muninn á þessum tveimur verðflokkum en sjálfsagt hafa þeir sem buðu sem ákafast haft meira vit á verðgildi hjólhesta en sá sem hér heldur á penna. Reiðhjólahaugurinn var ekki nema hálfnaður þegar DV yfirgaf svæðið og kliðurinn af síbylju upp- boðshaldarans rann saman viö umferðarniðinn. Ráðherrafrúin og arkitektinn urðu samferða út úr portinu og leiddu hvort sinn hjól- hest. Hamingjan felst ekki í því að eiga heldur að eignast og hvað er betra en að gera kjarakaup á kulda- legum laugardegi? -Pá Heppin móðir innsiglar kaup dags- ins. strætisróna og kunnan listamann ásamt syni sínum standa hlið við hlið og gramsa í haugnum. Allir virtust jafnir fyrir hinu sósíalska auga afsláttarguðsins. Rétturinn til að gera reyfarakaup er vissulega allra burtséð frá stétt og stöðu. Það mátti svo sannarlega gera góð kaup þarna. Reiðhjólin seldust eins og heitar lummur á hlægilegu verði þó engum stykki bros. Upp- FUIG (DXBwww^jr m Saga er með umboð fyrir AV/S bílaleig una hvar sem er í heiminum. Fyrsta flokks bílar fyrsta flokks þjónusta Einnig bjóðum við gott úrval íbúða og sumarhúsa víðs vegar um Evrópu. Lúxemborg .. .frá kr. 34.200,- laugardagar og fimmtud. - 2 vikur, flokkur A Daun Eifel og Biersdorf Draumastaðir fjölskyldunnar. Winterberg og Weingartner Gisting í sérflokki Kaupmannahöf n frá kr. 37.400,- Föstudagar - 2 vikur, flokkur A Amsterdam .. .frá kr. 37.400,- Fimmtud. - 2 vikur, flokkur A Við bjóðum einnig mjög gott úrval fyrsta flokks íbúðargistingar á Frönsku Rivierunni - staðir í sérflokki. Á Ítalíu erum við með gistingu við Gardavatniðog í Bibione Bandaríkin Verð á bíl á viku með kaskói og ótakm. akstri. Orlando Baltimore X-Geometro 8.700,- 14.500,- Z-Cavalier 10.200,- C-Buick Skylark 11.600,- 16.000,- V-Minivan 17.500,- 22.600,- Staðgreiðsluverð á gengi 1.5.'91 Miðað er við 5 saman.í bíl FERDASKRIFSTOFAN Suðurgótu 7 S. 624040 FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.