Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 29
LAUGA|ipAGl/R.18,MAÍ 1991, 37 • • . 1 ÍÉMílillPP Halldór Bragason sjálfur. DV-myndirRaSi Péfur Tyrfingsson sæmir Halldór sérlegri blúsoröu. Rafmagnaður grátur Blús, mæöusöngvar, tregatónlist: þetta eru nafngiftir á einfóldu af- brigöi amerískrar tónlistar sem á sér fjölda áhangenda um heim all- an. Tónlistarmönnum og unnend- um rafmagnaðrar tónlistar vefst iöulega tunga um tönn þegar þeir eru beðnir aö skilgreina tónlistar- tegund þessa nákvæmlega. „Þetta er svona nokkurskonar rafmagnaöur grátur,“ sagöi þekkt- ur blúsari í samtali við DV á tón- leikum á Púlsinum sl. flmmtudags- kvöld. Einhverskonar grátur er þaö vissulega. Textar blúslaga eru, meö örfáum undantekningum, þunglyndislegir sorgaróöir þar sem grátið er yfir svikum í ásta- málum, atvinnuleysi, ástvinamissi eöa einhverju af þeim toga. Undir söngnum er rafmagnsgítar sem leiðir undirspilið og þykir sá slyng- astur sem getur túlkað tilflnningar söngsins af mestri innlifun með tónflækjum og fingraflmi. Uppruna blúsins má rekja til Ameríku í lok síðustu aldar þegar afrískir tregasöngvar þrælanna runnu saman við evrópska tónlist,- arhefö. Þar varð blúsinn til. Fimmtudagur á Púlsinum Það er fimmtudagur á Púlsinum, tónlistarbar við Vitastíg, sem hefur undanfarna mánuði veriö ein helsta gróðrarstía lifandi tónlistar og athvarf þeirra sem hana stunda. Á Púlsinum er að þessu sinni verið að leika blús, Hvítan sunnu blús, í tilefni væntanlegrar kirkjuhátíðar með sama nafni. Á sviðinu er hljómsveitin Vinir Dóra en sveitin hefur verið vaxtarbroddur þeirrar blúsvakningar sem átt hefur sér, stað á íslandi síðasta ár. En hver er þessi Dóri? „Ég hef heyrt að margir haldi að þessi hljómsveit heiti í höfuðið á einhveijum sem er dáinn,“ segir leiðtogi sveitarinnar milli laga. „Ég vil því nota tækifærið og nota orð skáldsins sem sagði; allar sögu- sagnir um ótímabært andlát mitt eru stórlega ýktar.“ Það er Halldór Bragason sem stofnaði umrædda blússveit ásamt - DV á blústónleikum með Dóra og vinum hans vinum sínum fyrir tæpum tveimur árum. Halldór virðist vera um þrít- ugt, meðalmaður á hæö, þvengmjór í gallabuxum og skyrtu með úfinn hármakka sem nær vel niður fyrir axlir. Blúsari og hugsjónamaður, þjóðsagnapersóna í þröngum heimi tónlistarmanna, sem virkar hroka- fullur á ókunnuga. Undrabörn og aldnirpopparar Halldór kynnir meðlimi sveitar- innar en þar er fremstur í flokki Guðmundur Pétursson gítarleikari sem hefur verið kallaður undra- barn vegna leikni sinnar og ungs aldurs og nýlega sagður í erlendu fagtímariti einn tíu bestu gítarleik- ara í heimi. Það er óþarfi að hanga í undabarnsnafnbótinni þegar Guðmundur er annars vegar því hann er löngu hættur að vera efni- legur, löngu orðinn góður. Mjög góður. Ljóshærður með sítt hrokk- ið hár og stendur álútur með gítar- inn. Grindhoraður. Þaö mætti halda að íslenskir blúsarar syltu heilu hungri. Bakvið trumburnar situr rauð- og þunnhærður fyrrum Stuðmað- ur, Ásgeir Óskarsson, og við bass- ann stendur Haraldur Þorsteins- son. Það eru sennilega að verða 20 ár síðan þeir voru saman í rokk- sveitinni Eik sem þá þótti sú merk- asta og aðeins fáir útvaldir pældu til botns. Síðan eru liðin mörg ár og þeir félagar leika nú einfaldari en þó erfiðari tónlist en Eikin gerði í Tjarnarbúö forðum tíð. Fáirútvaldir áheyrendur Það eru ekki margir á Púlsinum, má segja að það séu fáir en útvald- ir áheyrendur því þéir eru komnir til þess að hlusta en ekki til þess að drekka eins og hinn hefðbundni íslenski fastagestur. Það er rífandi sala í kaffi á barnum og menn sitja og klappa eftir hvert sóló Guð- mundar sem áreynslulaust lætur gítarinn snökta, kveina eða jafnvel hágráta eftir sem við á. Maður í Andrea Gylfadóttir og Guðmundur Pétursson stílla saman strengina og raddböndin. Pétur Tyrfingsson stendur næstum þvi á haus af innlifun. ótrúlegri framfór sem virðist aldrei spila sama frasann tvisvar. Flestir hér eru rótgrónir aðdá- endur sveitarinnar og því heima- vanir hér. Aðrir stinga í stúf enda sérstaklega komnir til að hlusta á gamlan poppara, Halldór Gunnars- son, sem í kvöld stígur á sviðið eft- ir margra ára hlé. Gamlir unnend- ur hans hafa því klætt sig uppá í tilefni kvöldsins og sitja og bíða eftir sínum manni sem kemur og spiiar nokkra blúsa á munnhörpu. Hér mætti sjálfsagt nota klisjuna um að hann hafi engu gleymt eftir öll þessi ár en ég veit ekkert um það. Blúsfjölskylda og formaður orðunefndar Halldór kynnir næsta meðlim blúsfjölskyldunnar og Pétur Tyrf- ingsson, faðir Guðmundar, stígur á sviðið með gítar á öxlinni. Pétur er eins og eldra módel af undra- barninu, horaður, nefstór og lotinn í herðum. Honum finnst óskaplega gaman og lætur eins og trúður á sviðinu þegar hann syngur Hootc- hie-Koothie Man og stekkur um pallinn og vantar ekkert nema að hann standi á haus. Áhorfendur fagna en Pétur verður alvarlegur og heldur stuttan ræðustúf. „Þaö tíðkast í góðum fjölskyldum eins og þessari að þegar einhver meðlimur skarar fram úr þá er haft samband við orðunefnd og lagt til að viðkomandi fái Fálkaorðuna fyrir störf sín. Allar þjóðir, allar fjölskyldur og ailir vinahópar hafa innan sinna vébanda einn sveimhuga draum- óramann sem hrindir stórkostleg- um hlutum í framkvæmd með því að hlusta ekki á ráö annarra um hvað sé raunhæft eða skynsamlegt. Við eigum einn svona sem heitir Halldór Bragason og ég ætla fyrir hönd íslenskra blúsmanna að sæma hann orðu fyrir afrekin.“ Að þeim orðum töluöum dregur Pétur úr pússi sínu plastpoka með sérlegri orðu sem hann segist hafa keypt í vúdú- galdrabúð í Louisiana í Ameríku. Þetta segir hann að sé svokölluð Mojo Hand en mojo mun vera galdratákn. Þennan vernd- argrip hengir Pétur um háls Hali- dórs Bragasonar og rekur honum síðan rembingskoss á báðar kinnar eins og sovéskur þjóðhöfðingi. Síð- an syngja þeir félagar saman I got my mojo workin... og áheyrendur ganga kurteislega af göflunum. Söngkona þjóðarinnar Halldór Bragason kynnir söng- konu þjóðarinnar, nokkuð virðuleg nafngift, en Andrea Gylfadóttir stendur samt upp og tekur sér stöðu. Andreu þarf varla að kynna nánar eftir söng hennar með hljómsveitum eins og Grafik og Todmobile. Flínk söngkona, Andrea, og hefur bréf upp á það. Fljótlega dregur til tíðinda þegar luralegur náungi með sitt hár í tagli og gleraugu eins og bókavöröur ryðst upp á sviðið í miðju lagi. Öll- um á óvart er maðurinn ekki rek- inn öfugur niður aftur heldur réttir Halldór honum gítarinn sem hann snarar um hálsinn og spilar eins og sá sem valdið hefur. Hér er nefnilega kominn Björgvin Gísla- son sem einhverjir muna eflaust eftir frá blómaskeiðinu með Nátt- úru, Pelican og fleiri hljómsveitum. Björgvin hefur ferðast um þver Bandaríkin og endilöng sem gítar- isti fyrir þekktan blúsara og sýnir nú að sitthvað læra menn á ferða- lögum. Áheyrendur fagna aö von- um og nú er andrúmsloftið farið að lykta af því óvænta. Andrea trompar áhorfendur gjörsamlega upp úr skónum þegar hún í síðasta laginu syngur með gitarleik Guðmundar og verður erfitt að heyra hvað er rödd Andreu og hvað er Fender Stratocaster þeg- ar klassíkskóluð röddin eltir lipra fingur undrabarnsins upp gítar- hálsinn og saman svífa þau langt yfir því sem eðlilegt má teljast. Hreint ótrúleg raddbeiting. Hefði Jagger verió íslendingur Það er komið fram yfir löggiltan lokunartíma þegar Vinir Dóra og Andrea eru klöppuð upp og raula einn blús enn. Andrea fer en Dóra finnst svo gaman að spila að hann verður að svífa einu sinni í Jump- in’ Jack Flash og syngur það eins og Mick Jagger hefði gert ef hann heföi verið íslendingur. Sjarminn fellur þegar ljósin kvikna og reykskýin blasa við yfir tómum ölkollum. Áhorfendur rölta út í vornóttina með síðustu tóna grátandi gítars bergmálandi í höfð- inu. Það er vinnudagur á morgun og klukkan langt gengin tvö. Því- líkurblús. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.