Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 46
54 Afmæli I. Þórðarson Hjalti Hjalti I. Þóröarson, tæknifræöingur hjá Fasteignamati ríkisins, Lækjar- hvammi 23, Hafnarfirði, veröur fimmtugur annan í hvítasunnu. Starfsferili Hjalti fæddist í Hólmavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Laugarvatni 1957, stúdentsprófi frá MA1961 og diplom. ing. frá Die Staatl. Ingenieurschule Giessen í Þýskalandi. Hjalti var mæhngarmaöur á mæl- ingardeild borgarverkfræðings 1968, starfaði sem tæknifræðingur við byggingu Búrfellsvirkjunar á vegum Fosskrafts hf. 1970 og 1971, vann við hönnunarstörf á sorpeyð- ingarstöðvum hjá IBW-Martin Incinerator Group E. Stroudsburg P.A. í Bandaríkjunum 1972-74, var tæknifræðingur hjá Hafnarfjarðar- kaupstað 1975, stundaði hönnunar- störf hjá verkfræðistofunni Hönnun hf. 1976-82 og hefur frá 1983 starfað hjá Öryggiseftirliti ríkisins (síðar Vinnueftirliti ríkisins). Fjölskylda Kona Hjalta er Guðrún Jónsdóttir, f. 29.5.1943, kennari við Flensborg- arskóla en hún er dóttir Jóns Ólafs- sonar, prófasts í Holti í Önundar- firði, og Elísabetar Einarsdóttur húsfreyju. Börn Hjalta og Guðrúnar eru Þor- steinn, f. 10.5.1967, nemi í málvís- indum við HÍ, og Sigurlaug, f. 2.5. 1976, grunnskólanemi. Systir Hjalta er Ásthildur Þórðar- dóttir, f. 10.3.1935, gift Guðmundi Benediktssyni en þau reka eigið raf- vélafyrirtæki á Long Island í Banda- ríkjunum og eiga tvö börn, Benedikt ogFanneyjuÖnnu. Bróðir Hjalta er Guðmundur Þórðarson, f. 9.5.1943, húsvörður í Laugarnesskóla, kvæntur Kristínu Hjalti I. Þórðarson. Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, Fanneyju, Þórð og Bjarna. Foreldrar Hjalta eru Þórður Guð- mundsson, f. 16.2.1913, múrari í Garðabæ, ogFanney Hjaltadóttir, f. 14.11.1913, húsmóðir. Ámý Guðrún Rósmundsdóttir Árný Guðrún Rósmundsdóttir hús- móðir, Efstalandi 4 í Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára 20. maí. Starfsferlll Árný er fædd í Bolungarvík og ólst þar upp fyrstu árin. Þegar hún var átta ára dó móðir hennar og fór Árný þá í fóstur til frænku sinnar, Steinunnar Sigurðardóttur, og manns hennar, Jóhannes B. Jóels- sonar, að Kleifarkoti í Mjóafirði og bjó hún hjá þeim til sextán ára ald- urs. Fyrstu búskaparár sín bjó hún á Drangsnesi við Steingrímsfjörö. Flutti síðan til Hólmavíkur en árið 1960 ílutti hún ásamt manni sínum til Reykjavíkur og hafa þau búið þar síöastliðin þrjátíu ár. Árný lauk venjulegu grunnskóla- námi. Hún hefur lengst af verið húsmóðir og sinnt barnauppeldi. Fjölskylda Ámý giftist 19. j úní 1943 Magnúsi Gunnari Jörundssyni, f. 3.10.1918, vélstjóra. Foreldrar hans eru Jör- undur Gestsson, fyrrv. hreppstjóri á Hellu við Steingrímsfjörð, nú lát- inn, og Anna Helga Magnúsdóttir sem nú er búsett í Danmörku. Börn Árnýjar og Magnúsar eru: Kristján H. Magnússon, f. 2.3.1939, vélstjóri og sendibifreiðastjóri í Reykjavík. Ánna Guðlaug Magnúsdóttir, f. 20.3.1942, ekkja og verslunarmaður. Aðalheiður Kr. Magnúsdóttir, f. 18.1.1945, hárgreiðslukona í Reykja- vík. Ingimundur R. Magnússon, f. 27.3.1951, byggingamaður í Reykja- vík. Gunnar Þór Magnússon, f. 24.4. 1957, sjómaður í Reykjavík. Árný átti einn son áður en hún giftist Magnúsi, Hörð Snævar Sæ- mundsson, f. 27.9.1936, hann lést 1966. Árný og Magnús eiga tuttugu og þrjú barnabörn og fjórtán barna- barnabörn. Árný átti sjö alsystkini og eru þrjú Arný Guðrún Rósmundsdóttir. þeirra á lífl og fimm fóstursystkini. Foreldrar Árnýjar voru Rós- mundur Helgi Pálsson, f. 4.11.1874, d. 7.6.1958, sjómaður, og Guðlaug Árnadóttir, f. 12.9.1885, d. 2.5.1925, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Bolungarvík. Til hamingju með afmælið 18. maí Bergþóra Eggertsdóttir, Bjarmastíg 1, Akureyri. 60 ára Sigríður Þórðardóttir, Reykjaheiðarvegi 4, Húsavík. 50 ára 80 ára Sigurbergur Frímannsson, Skíðsholti, Hraunhreppi. 75 ára Viglundur Amljótsson, Aðalstræti 4, Akureyri, 70 ára Haltdór Þorsteinsson, Miðstræti 7, Reykjavík.. Jóhanna Stefánsdóttir, Hólagötu 3, Njarövík. Elín B. Thoroddsen, Boðagranda 4, Reykjavík. Álfhildur Stefánsdóttir, Aðalgötu 9, Sígluflröi, Rósa Gisladóttir, Þinghólsbraut 52, Kópavogi. Gunnar Jónsson, Breiðabiiki 9, Neskaupstað. Sverrir Haraldsson, Skriðu, Skriöuhreppi. Eysteinn Aðalsteinsson, Hlíðarvegi 3, Siglufirði, 40 ára Þórður H. Hilmarsson, Arnarhrauni 12, Hafnarfirði. Svanhildur Guðmundsdóttir, Dalseli 38, Reykjavík. Kristinn Ingólfsson, Logafold 54, Reykjavik. Þórunn Kristinsdóttir, Heiðargerði 39, Reykjavík. Jón Pétursson, Fannafold lþ9, Reykjavík. Alda Konráðsdóttir, Kaldaseli 8, Reykjavik. Kjartan Sigurgeirsson, Hlíðargötu 51, Fáskrúðsfirði, Vigdis Jónsdóttir, Hátúni 10A, Reykjavík. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurrós Sveinsdóttir, fyrrum formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi 13. maí, verður jarðsungin frá Hafnarfjaróarkirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti Sólvang njóta þess. Sveinn Magnússon Kristín Magnúsdóttir Erna Fríða Berg tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Andlát Helga Gunnarsdóttir, tónlistarfræö- ingnr, Brekkustíg 3, Reykjavík, lést fimmtudagskvöldið 16. maí. Þórólfur Jónsson frá Stóru-Tungu í Báröardal andaðist í sjúkrahúsinu á Húsavík 16. maí. Óskar F. Jónsson, Þingvöllum, Ak- ureyri, andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu, Akureyri, 15. maí. Geir Arnesen efnafræðingur, Hvassaleiti 63, andaðist að heimili sínu 16. maí. Fermiiigar Gaulverjabæjarkirkja Ferming í Gaulverjabæjarkirkju á hvítasunnudag, 19. maí, kl. 14.00. Prestur Úlfar Guðmundsson: Ingveldur Geirsdóttir, Gerðum Magnús Másson, Dalbæ LAUGARDAGUR 18. MAÍ1991. Myndgáta________________pv -----EVÞOR— Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Lausn gátu nr. 30: Skóhom. © 03/ -svv. Heydalakirkja, Breiðdal Ferming í Heydalakirkju, Breiðdal, hvítasunnudag, 19. maí nk., kl. 14.00. Prestur sr. Gunnlaugur Stefánsson. Organisti Lenka Máté. Fermd verða: Árni Björn Guðmundarson, Sæbergi 13 Daöi Hrafnkelsson, Sólvöllum 18 Hrafnkell Freyr Lárusson, Gilsá Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Sólbakka 10 Jónas Fjalar Kristjánsson, Asvegi 7 Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir, Gljúfraborg Flateyrarkirkja Ferming í Flateyrarkirkju á hvíta- sunnu, 19. maí, kl. 11.00. Prestur sr. Gunnar Björnsson. Fermd verða: Birkir Jónas Einarsson, Drafnargötu 6 Guðjón Svanur Hermannsson, Brimnes- vegi 12 Hrefna Sigríður Reynisdóttir, Ólafstúni 9 Kristján Torfi Einarsson, Sólbakka Þorsteinn Sigurösson, Drafnargötu 14 Þórir Traustason, Drafnargötu 17 Önundur Hafsteinn Pálsson, Ólafstúni 6 Tilkyimingar Glerlistasýning Nú um hvítasunnuhelgina mun Margo J. Renner frá Vestmannaeyjum vera með lifandi glerskúlptúrsýningu í Eden, Hveragerði. Á sýningu þessari gefst gest- um kostur á aö sjá gler breytast í alls konar listaverk. Margo verður viðstödd á laugardag, sunnudag og mánudag, 18.-20. maí, frá kl. 13-19. Handboltaskóli Fram Handboltaskóli Fram verður starfræktur í júní og verða haldin fiögur námskeið og stendur hvert þeirra yfir í tvær vikur. Námskeiðin eru sem hér segir: 3.-14. júní kl. 9-12 og kl. 13-16, 18.-28. júní kl. 9-12 og 13-16. Skólinn er jafnt fyrir stelpur sem stráka á aldrinum 6-13 ára, þ.e. fædd 1978-1985. Guðríður Guðjónsdóttir mun hafa yfirumsjón með skólanum. Innritun fer fram alla virka daga til 24. maí kl. 16-18 á skrifstofu handknattleiksdeildar Fram við Safamýri. Þátttökugjald er kr. 3000 og greiðist við innritun. Upplýsingar eru gefnar í síma 680344 á milli kl. 16-18. Félag eldri borgara Dansleikur í Goðheimum annan í hvíta- sunnu kl. 20. Lokaö í Risinu mánudag, annan í hvítasunnu. Farin verður dags- ferð 25. maí nk. í Selvog, Herdísarvík og Hveragerði. Nánari upplýsingar á skrif- stofu félagsins. Listviðburður í Hrísey Á hvítasunnudag verður opnuð mynd- listar- og ljósmýndasýning í kaffistofu frystihússins en aödragandi sýningar- innar er sá að til Hríseyjar komu tveir myndlistarmenn, þau Eygló Harðardóttir og Magnús Guðmundsson úr Reykjavík, og hófu kennslu í grunnskólanum á alls konar handmennt. Einnig var öðrum eyjarskeggjum, ungum sem öldnum, boð- ið upp á námskeið á kvöldin. 18 manns frá 25-60 ára sýna nú afrakstur vetrar- ins. Bílasýning Kvartmílu- klúbbsins Kvartmílukúbburinn stendur árlega fyr- ir sýningu á bifreiðum og öðrum öku- tækjum, bæði breyttum og upprunaleg- um. Að þessu sinni er sýningin haldin í bifreiðageymslu hins nýja og stórglæsi- lega ráöhúss Reykjavíkurborgar. Mark- mið sýningarinnar er að sýna áhorfend- um það nýjasta og merkilegasta í breyt- ingum á ökutækjum. Sýningin verður opnuð í dag kl. 13 og er opinn kl. 22, á hvítasunnudag kl. 13-22 og á mánudag kl. 13-20 en það er jafnframt síðasti sýn- ingardagur. Aðgangseyrir er kr. 500 og frítt fyrir börn innan 12 ára aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.