Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 47
LAUéÁítÐÁlCrlJR Í8. MÁÍ 1991. 55 pv____________Heimurinn og ég Það er eitt að vera Bjarg- vættur eða Bjargvættur. Bjargvætt- urinnfr Bjargvætt- urinn Það er mikill munur á því að vera Bjargvættur á íslandi og Bjar- vættur í Ameríku. Mikill munur Einar Oddur íslenski Bjargvættur- inn heitir Einar Oddur Kristjáns- son. Einar Oddur braust til frægðar, alla leið frá Flateyri, fyrir fáeinum árum, þegar hann fékk það verk- efni aö hjálpa ríkisstjórn, og hug- sjónum hennar, úr einhverri klípu. Ég man ekki í svipinn í hverju sú hjálp var fólgin. McCall Bandaríski Bjargvætturinn heitir McCall, ekta Englendingur minnir mig, og var að finna í fram- haldsþáttum fyrir sjónvarp, sem sýndir voru á Islandi. Mig minnir að hann hafi bjargað mörgum frá glötun, í hverjum þætti, og útdeilt réttlæti á báðar hendur, einsog bjargvættum ber jú að gera. svo hjartaáfall, fyrir ekkiv margt löngu, og mér er til efs að hann sé maður til að bjarga neinum fram- ar, nema helst sjálfum sér. íslenski Bjargvætturinn er hins- vegar hæstráðandi í Vinnuveit- endasambandinu, og hann sagði á Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson aðalfundi félagsins í vikunni, að því miður væri ekki mikil stemning fyrir því meðal vinnuveitenda, að hækka launin í haust, og launafólk yrði því að bjarga sér á þjóðarsátt- inni enn um sinn. Þetta sannar ótvírætt að það er eitt að vera Bjargvættur á Islandi og Bjargvættur í Ameríku. Munurinn Einar Oddur frMcCall Bandaríski Bjargvætturinn fékk Munurinn er sá, að Bandaríski Bjargvætturinn vildi veg lítilmagn- ans sem mestan. Varla er það hugsjón Einars Odds, Bjargvættar vinnuveitenda. Afmæli Erla G. Sigurðardóttir Erla Guðrún Sigurðardóttir, gangavörður í Langholtsskóla, Austurbergi 14 í Reykjavík, verður sextug á morgun, 19. maí. Starfsferill Erla fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk hefðbundinni skóla- göngu. Erla lék handbolta með kvennadeild Fram frá 1946 til 1958. Hún var alla tíö markvörður og vann liðið íslandsmeistaramót kvenna fimm ár í röð frá 1950 til 1954. Einnig vann það nítján mót í röð frá 1948 til 1954. Erla var sæmd gullmerki Fram á áttatíu ára af- mælifélagsins. Eftir að Erla giftist helgaði hún sig húsmóðurstörfum og barnauppeldi þar til hún hóf störf sem gangavörð- ur við Langholtsskóla árið 1968 og hefur hún starfað þar óslitið síðan. Fjölskylda Erla giftist 17. nóvember 1951 Magnúsi Gísla Þórðarsyni, f. 25.6. 1929, varöstjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Magnús lést 1. júní 1979. Foreldrar hans voru Þórður Kr. Magnússon, f. 5.10.1895, d. 1969, og Guðrún Gísladóttir, f. 15.3.1894, d. 1962. Börn Erlu og Þórðar eru: Sigurður Rúnar, f. 11.4.1952, verkamaður og stjórnarmaður í Dagsbrún, kvæntur Ingibjörgu Kr. Einarsdóttur. Börn þeirra eru Erla Kristrún og Einar Bergmann. Guðrún Þóra, f. 14.1.1956, banka- fulltrúi, gift Erni ísleifssyni ílug- manni. Börn þeirra eru Olafur Órn og Magnús Gísli. Þórður Axel, f. 5.11.1961, línumað- ur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Guðni Karl, f. 19.6.1964, bífvéla- virki, Maki hans er Guðbjörg Auður Benediktsdóttur og eiga þau eina dóttur, Sunnu Ýr. Systkini Erlu eru: Jóhann Eyr- bekk, f. 15.10.1928, rafvirkjameist- ári, kvæntur Laufeyju Bjarnadóttur ogeigaþautvö börn. Benedikt Eyfjörð, f. 2.12.1929, flug- vélvirki, kvæntur Auði Lellu Eiríks- dóttur. Þau eignuðust tjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Kolbrún Kristín, f. 26.1.1936, bankagjaldkeri, gift Höskuldi Elías- syni og eiga þau þrjú börn. Hrefna, f. 30.7.1948, bankafulltrúi, gift Ólafi Björnssyni og eiga þau tvö börn. Foreldrar Erlu eru Sigurður Giss- ur Jóhannsson, f. 11.6.1902, d. 11.8. 1990, pípulagningameistari, og Sig- rún Benediktsdóttir, f. 11.5.1906, Erla Guðrún Sigurðardóttir. húsmóðir, sem býr nú að Hátúni 13 íReykjavík. Ætt Sigurður Gissur var sonur Jó- hanns Guðmundssonar, bónda á Gamla-Hrauni við Eyrarbakka, og fyrri konu hans, Guðrúnar Runólfs- dóttur frá Arnkötlustöðum í Holt- um. Sigrún, móðir Erlu, var dóttir Benedikts, bónda í Hjaltadal í Fnjóskadal, Sigurðssonar, bónda á Draflastöðum. Þórhallur Bergmaim Þórhallur Bergmann Björnsson húsasmiður, Vallholti 15 á Akra- nesi, verður sextugur 20. maí. Starfsferill Þórhallur er fæddur á Skaga- strönd. Hann fluttist með foreldrum sínum og systrum til Akraness árið 1938 og hefur átt heima þar síðan. Hann nam húsasmíði við Iðnskóla Akraness. Meistari hans var Andrés Árnason trésmíöameistari. Þórhall- ur hefur unnið lengst af við iðn sína. Hann var formaður Trésmíöafé- lags Akraness 1981-1984 og var í framkvæmdastjórn Sambands byggingarmanna á sama tíma. Þórhallur var formaöur sveins- prófsnefndar í húsasmíði í Vestur- landsumdæmi frá 1980 til 1990. Hann hefur verið umsjónarmaður orlofs- búðanna í Svignaskarði frá 1984. Fjölskyida Þórhallur kvæntist 1955 Ingu Helgadóttur frá Siglufirði. For- eldrar hennar voru Klara Jónsdóttir og Helgi Sigfússon skipstjóri. Þórhallur og Inga eignuðust þrjú börn. Þau eru: Klara Valdís, f. 21.8. 1955, skrifstofumaður. Hún er gift Vigfúsi Pálssyni, f. 25.12.1955, skrif- Þórdís ívarsdóttir, fyrrv. hús- freyja að Króki í Biskupstungum, erníræðídag. Starfsferill Þórdís fæddist að Þóroddsstöðum í Grímsnesi en fór á fyrsta ári í fóst- ur að Minni-Borg til Ólafs Ásgríms- sonar og konu hans, Guðrúnar Björnsdóttur. Þaðan fluttu þau að Norðurkoti í Grímsnesi en frá 1910 var Þórdís ahn upp hjá fóstursystur sinni, Kristínu Jónsdóttur, og manni hennar, Jóni Vigfússyni, sem þá tóku við búi í Norðurkoti. Þórdís réð sig í kaupavinnu til Egils Egilssonar á Galtalæk í Bisk- upstungum 1924 en þar kynntist hún mannsefni sínu, syni Egils. Þau hjónin hófu búskap að Króki í Biskupstungum og bjuggu þau þar allan sinn búskap eða til 1977. Þá tók fóstursonur þeirra hjóna og kona hansviðbúinu. Fjölskylda Þórdís giftist 26.9.1925 Agli Egils- stofumanni, og eiga þau tvö börn, Baldvin og Bryndísi. Björn Bergmann, f. 11.7.1956, húsasmiöur. Hann er kvæntur Sig- ríði Sigurðardóttur, f. 13.11.1946. Sigríður á tvo syni af fyrra hjóna- bandi, Daníel og Sigurð Haralds- syni. Ingþór Bergmann, f. 8.5.1973, nemi. Þórhallur á tvær systur, Soffiu og Ólínu. Soffía er gift Jóni Halldón Jónssyni og eiga þau níu börn. Ólína er gift Kristni Gunnlaugssyni og eiga þau þrjú börn. Þær eru báðar búsettar í Keflavík. Foreldrar Þórhalls eru Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.6.1906, hús- móðir, og Björn Bergmann Jónsson, f.12.3.1906, d. 12.1.1964. Ætt Faðir Björns Bergmanns var Jón Jóhann Bjarnason sjómaður. Hann var fæddur að Höföahólum á Skaga- strönd. Foreldrar hans voru Bjarni Tómasson og Sigurlaug Gísladóttir. Móðir Björns var Ólína Sigurðar- dóttir ljósmóðir. Hún var fædd á Þingeyrum í Húnaþingi og voru for- eldrar hennar Sigurður Ólafsson og Steinunn Eyjólfsdóttir. syni, f. 14.7.1898, d. 9.1.1984, b. að Króki, en hann var sonur Egils Eg- ilssonar, b. á Galtalæk, og Steinunn- ar G. Guðlaugsdóttur sem flutti í Tungurnar 1899 frá Þverá á Síðu. Börn Þórdísar og Egils eru Stein- unn Egilsdóttir, f. 3.9.1927, d. 29.4. 1947; Egill Egilsson, f. 26.8.1929, kvæntur Bóthildi Hauksdóttur og eiga þau fjórar dætur, Dísu Maríu, Ástlúldi, Sólrúnu ogFreyju; Grétar Egilsson, f. 6.9.1930, kvæntur Ásdísi Hjörleifsdóttur og eiga þau þrjú böm, Sigrúnu Hjördísi, Kára og Smára; Jóna Kristín Egilsdóttir, f. 29.11.1942, gift Kára Sveinssyni og eru börn Jónu Þórdís Helga Ingi- bergsdóttir, Agla Björk Ólafsdóttir og Auðbjörg Hildur Káradóttir. Fóstursonur Þórdísar og Egils er Magnús Heimir Jóhannesson, f. 3.7. 1949, kvæntur Sigríði Margréti Baldursdóttur og eru dætur þeirra Vilborg, Jóhanna, Áslaug og Fanney Þóra. Systkini Þórdísar: Vilhjálmur Þórhallur Bergmann Björnsson. Foreldrar Kristínar voru Helga Jónsdóttir og Guðmundur Bjarni Jónsson. Guðmundur Bjarni var fæddur að Lokinhömrum viö Arn- arfjörð. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson frá Auðkúlu í Arnarfirði og Kristín Guðmundsdóttir frá Með- aldal í Dýrafirði. Helga var fædd að Botni í Súg- andafirði. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson frá Tindi í Miðdal í Strandasýslu og Soffía Eiríksdóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi. Þórhallur og Inga taka á móti gest- um milli kl. 16 og 19 á afmælisdaginn á sumardvalarstaðnum. Þórdis ívarsdóttir. Hinrik ívarsson; Geirrún ívarsdótt- ir; Vilborg ívarsdóttir; Hjörleifur ívarsson; Geir ívarsson; Guðrún ívarsdóttir. Foreldrar Þórdísar: ívar Geirsson og Jónína Margrét Þorsteinsdóttir á Eyrarbakka. Þórdís tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í Aratungu í Biskups- tungum frá klukkan 14.30. Þórdís ívarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.