Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Qupperneq 48
56 LAUGARDAGUR 18. MAf 1991. Afmæli Gunnlaugur B. Daníelsson Gunnlaugur Birgir Daníelsson, sölustjóri 0. Johnson & Kaaber hf., til heimilis að Kötlufelli 9, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Gunnlaugur fæddist í Reykjavík og ólst upp þar, í Ölfusinu og í Hveragerði. Hann stundaði nám við gagnfræðaskóla í Reykjavík, Hér- aðsskólann á Laugarvatni og út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum 1949. Þá stundaði hann námskeið í hótelstjórn við iðnskólann í Kaup- mannahöfn 1954-56. Gunnlaugur starfaði hjá Samein- uðum verktökum 1950, stundaði veitinga- og hótelstörf við Röðul hf. og Hotel Kong Frederik í Kaup- mannahöfn 1952-63 en hefur síðan verið sölumaður og síðan sölustjóri hjá 0. Johnson & Kaaber hf. Gunnlaugur var formaður Sölu- mannadeildar VR í átta ár, var rit- ari stjórnar LÍV í fjögur ár og hefur verið félagi í JC-hreyfmgunni í átta ár. Hann hefur starfað innan Sjálf- stæðisflokksins í þrjátíu ár, verið formaður Hverfafélags Fella- og Hólahverfis í fimm ár og varafor- maður fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík í tvö ár. Gunniaugur hef- ur starfað í Oddfellow-reglunni í sex ár og hefur verið formaður Lyfja- vöruhóps FÍS í þrjú ár. Fjölskylda Fyrri kona Gunnlaugs er Elín Ól- afsdóttir, dóttir Ólafs ðlafssonar veitingamanns og Helgu Jóhannes- dóttur. Gunnlaugur og Elín skildu. Sonur Gunnlaugs frá því fyrir hjónaband er Jens Kristján, f. 2.10. 1949, sölustjóri hjá Sól hf., búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur og eiga þau eitt barn. Börn Gunnlaugs og Elínar eru Guðmundur Ingi, f. 15.9.1951, sveit- arstjóri á Hellu, kvæntur Maríu Bush og eiga þau íjögur börn; Ólafur Þór, f. 12.1.1955, í þróttaþj álfari á ísafirði, kvæntur Svanhvíti Jó- hannsdóttur og eiga þau tvö börn; Gunnlaugur Birgir, f. 28.7.1956, tón- listarmaður í Reykjavík, kvæntur Signýju Guöbjarnardóttur og eiga þau fimm börn; Þórhallur Ölver, f. 19.4.1958, verslunarmaður í Reykja- vík, kvæntur Bertu Richter og eiga þau þrjú börn; Fanney, f. 7.7.1960, starfar við kvikmyndagerð í Seattle í Bandaríkjunum, var gift Guðjóni Guðj ónssy ni og eiga þau eitt barn. Gunnlaugurkvæntist20.2.1966 seinni konu sinni, Birnu S. Ólafs- dóttur, f. 7.2.1939, sölumanni og húsmóður, en hún er dóttir Ólafs Stefánssonar, bifreiðastjóra í Reykjavík, sem er látinn, og Guð- rúnar M. Brandsdóttur húsmóður. Seinni maður Guðrúnar og stjúpi Birnu var Einar J. Karlsson sjómað- ur sem einnig er látinn. Sonur Gunnlaugs og Birnu er Ein- ar Viðar, f. 10.8.1966, sölumaður hjá Sanitas, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Þóru Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. Hálfsystkini Gunnlaugs, sam- feðra, eru Grétar Bergmann, fuiltrúi hjá SÁÁ, kvæntur Guðlaugu Berg- mann; Guðlaugur Bergmann, kaup- maður í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Bergmann; Ásgeir Bergmann, umbrotsmaöur hjá Odda. Hálfsystkini Gunnlaugs, sam- mæðra, eru Kristjana Möller, fé- lagsráðgjafi í Noregi; Björn Möller, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Guðfríði Guðmundsdóttur; Kristján Ásgeir Möller, smiður í Reykjavík, kvæntur Steinunni Hjartardóttur; Steinunn Þorsteinsdóttir húsmóðir, gift Geir Gíslasyni. Foreldrar Gunnlaugs: Daníel Bergmann bakarameistari, og Þur- íður Tryggvadóttir Möller húsmóð- ir. Gunnlaugur var alinn upp hjá Kristjönu Guðlaugsdóttur og TryggvaBjörnssyni, móðurforeldr- um sínum, og hjá móðursystur, Fanneyju Tryggvadóttur. Guðlaugur og Birna munu taka á Gunnlaugur Birgir Danielsson. móti gestum í Lions-salnum að Sig- túni 8 frá klukkan 17-19 á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 19. maí Kristján Þorláksson, Glitvangi 27, Hafnarfirði. 90 ára Borghildur Guðjónsdóttir, Ytri-Fagradall, Skarðshreppi. 50ára Aðalsteinn Ingólfsson, Logafold 190, Reykjavík. Magnús Sveinbjörnsson, 70 ára Magnús Magnússon, Háaleitisbraut 54, Reykjavík. Þórarinn Sigurmundsson, Nýbýlavegi 40, Kópavogi. Grashaga 14, Selfossi. 40 ára Eiríkur Brynjólfsson, Ægisíðu 129, Reykjavík. Þórður Einarsson, 60 ára Erla Bótólfsdóttir, Drápuhlíð 38, Reykjavík. Huida A. Kristjánsdóttir, Engihlíð 20, Ólafsvík. Hjörleifur Hjörleifsson, Njörvasundi 5, Reykjavík. Nýhýlavegi 50, Kópavogi. Magnea Steingrímsdóttir, Langholti 12, Akureyri. Þorsteinn Jónsson, Sóleyjargötu 5, Vestmannaeyjum. Guðmundur Karl Tómasson, Efstahrauni 18, Grindavík. Friðþjófur Þorgeirsson, Krókahrauni 14, Hafnarfirði. Til hamingiu með afmælið 20. maí. Sigrún Björgvinsdóttir, Hamrageröí, Eiðahreppi. Sigi-íður Benny Guðjónsdóttir, Einholti 7, Reykjavik. 90 ára Þórdis ívarsdóttir, Króki, Biskupstungnahreppi. 50 ára 85 ára Jostein Eiden, Blönduvirkjun, Svinavatnshr. Arnþrúður Eiríksdóttir, Hraunbæ 48, Reykjavik. Sigmundur Björnsson, Hvannavöllum 6, Akureyri. Guðmundur Sigfússon, Sauðanesi, Torfalækjarhreppí. Ingibjörg Jónsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 75 ára 40 ára Jón H. Magnússon, Fornusöndunt, V-Eyjafjallahreppi. Ellen Ingibjörg Árnadóttir, Bæjartúni 5, Kópavogi. Olga Soffia Siggeirsdóttir, Súluhólum 2, Reykjavík. Páll Gunnarsson, 70 ára Guðrún Sigurðardóttir, Bakkagötu 22, Presthólahreppi, Guðrún veröur stodd hjá dóttur sinni að Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum á afmælisdaginn. Björn Bergþórsson, Veisu, Hálshreppi. Lynghaga 13, Reykjavík. Friðfinnur S. Sigurðsson, Vallargötu 15, Þingeyrí. 1 riðn Valdimarsdóttir, Garðarsvegi 18, Seyðisfirði. Anna Sigurðardóttir, Hamrahlið 28, Vopnafiröi. Magnús Ólafsson, Huldulandi 44, Reykjavík. Jón Sigfús Sigurjónsson, Hófgerði 5, Kópavogi. Sigurður Ragnarsson, Lágúhlíö, Mosfellsbæ. Sveinn Þorkelsson, Suðurgötu 34, Sandgerði, Berit Helene Johnsen, Hallormsstað, Vallahreppi. Hiidur Sigurbjörnsdöttir, Breiövangi 40, Hafnarfirði, 60 ára Sigurlaug Barðadóttir, Álfhólsvegi 125, Kópavogi. Laufcy Kristjánsdóttir, Blöndutilíð 13, Reykjavík. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Fellsmúia 2, Reykjavík. Annu Þórðurdóttir, Miöhrauni 2, Miklaholtshreppi. Skúli H. Jóhannsson Skúli Hlíökvist Jóhannsson kenn- ari, Sunnubraut 14 í Búðardal, verð- ur fimmtíu ára 20 maí. Starfsferill Skúli er fæddur í Búðardal og ólst þar upp til tólf ára aldurs-en fluttist þá til Reykjavíkur. Hann fluttist aft- ur til Búðardals 1969 og hefur búið þar síðan. Hann lauk námi frá Gagnfræða- skóla verknáms 1958, námi í hús- gagnasmíði árið 1964 frá Iðnskólan- um í Reykjavík og í húsasmíöi frá sama skóla 1969. Skúli fékk meist- araréttindi í báðum þessum grein- um árið 1973 og vann við þær um árabil. Hann lauk námi frá Kenn- araháskóla íslands 1986-og hefur kennt við Grunnskólann í Búðardal frá 1973, fyrst sem stundakennari en síðan sem fastráðinn. Hann hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Fjölskylda Skúli kvæntist 14. nóvember 1964 Guðrúnu Maríu Björnsdóttur, f. 6.7. 1941, kennara. Foreldrar hennar eru Björn Magnússon, sem nú er látinn, og Bergþóra Árnadóttir, búsett á Akureyri. Börn Skúla og Guörúnar eru: Björn Hlíökvist, f. 11.8.1964, bygg- ingartæknifræðingur í Reykjavík. Maki hans er Sigrún Guðjónsdóttir frá Hömrum í Haukadal og eiga þau einn son, Skúla Hlíðkvist, f. 13.11. 1986. Kristín Hlíðkvist, f. 11.8.1968, nemi við Kennaraháskóla íslands. Bergþóra Hlíðkvist, f. 26.5.1971, nemi í Menntaskólanum við Sund. Systkini Skúla eru: Bjarni Hlíö- kvist, f. 14.4.1930, verkstjóri í verksm. Vírneti í Borgarnesi, kvæntur Guðnýju Þorgeirsdóttur. Una Svanborg, f. 17.4.1934, skrif- stofumaður í Afurðarsölu Sam- bandsins í Reykjavík. Maki hennar er Kristinn Steingrímsson. Ómar Hlíðkvist, f. 10.1.1946, fram- kvæmdastjóri Samskipa. Hann er kvæntur Sesselju Hauksdóttur. Skúli Hlíðkvist Jóhannsson. Foreldrar Skúla eru: Jóhann Bjarnason, f. 18.10.1902, d. 1972, frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, og Þur- íður Skúladóttir, f. 12.3.1907, hús- móðir, frá Gillastöðum í Laxárdal. Þau bjuggu í Búðardal um árabil en síðar í Reykjavík. Jóhann var versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Hvammsíjaröar í Búöardal og síðar starfsmaður hjá Bréfaskóla SÍS í Reykjavík. Skúli veröur að heiman á afmælis- daginn en hjónin munu halda upp á sameiginleg stórafmæli sín 6. júlí nk. á heimili sínu í Búðardal. Georg Michelsen Georg Bernhard Michelsen bakara- meistari, Miðleiti 1 í Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára 20 maí. Starfsferill Georg fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann hóf nám 1930 í bakaraiðn á Sauðárkróki hjá Snæ- birni Sigurgeirssyni og var þar í þrjú ár. Hann var síðan í eitt ár hjá Jóni Simonarssyni, Bræðraborgar- stíg 16 í Reykjavík; þar sem hann útskrifaðist sem bakarameistari árið 1934. Þá fór Georg í framhalds- nám til Danmerkur. Hann ílentist þar og kom ekki heim til íslands fyrr en eftir stríð árið 1946. Georg setti á stofn brauðgerð í Hveragerði 1946 sem hann nefndi Hverabakarí. Hann rak hana í 33 ár, þar til hann seldi hana, 1979, og flutti til Reykjavíkur. Georg hefur unnið í Myllunni síðan eða í ellefu ár. Georg var fréttaritari Morgun- blaðsins í Hveragerði. Hann sat í hreppsnefnd í tólf ár og var formað- ur barnaverndarnefndar í Hvera- gerði. Fjölskylda Georg kvæntist 17. maí 1942 Jytte Karen Michelsen, f. 28.6.1923. For- eldrar hennar voru Georg Petersen veitingamaður og Elly Petersen sem bjuggu í Kaupmannahöfn. Þau eru bæðilátin. Börn Georgs og Jytte eru: Edda Maríanna, fráskilin. Hún á tvær dætur, Önnu, sem er gift á Spáni, og írisi sem er gift Valdimar Skarp- héðinssyni. Linda Susanne, gift Ögmundi Friðrikssyni. Börn þeirra eru Rósa Hrönn, Georg Rúnar, Sara og Hall- dóra. Sandra Díanna, gift Guðjóni Rúnarssyni. Börn þeirra eru Rúnar Gauti, Finna, Katla og Frost. Georg átti ellefu systkini en á nú sex bræður á lífi og eina systur. Foreldrar Georgs voru Jörgen Frank Michelsen, f. í Horsens í Dan- mÖrku25.1.1882, d. 16.7.1954, Úr- smíðameistari og kaupmaður á Sauðárkróki, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, f. 9.8.1886, d. 31.5.1967, húsmóðir. Ætt Jörgen var sonur Jens Michelsen múrarameistara og konu hans, Kar- enarMichelsen. Guðrún var dóttir Páls, b. á Draflastöðum í Eyjaflrði, Ólafsson- ar, b. á Gilsbakka, Benjamínssonar. Móðir Páls var María Jónasdóttir, b. í Meðalheimi, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Gunnlaugsdóttir, b. á Draflastöðum, Sigurðssonar, b. á Þormóðsstöðum, Jónassonar, b. í Syðri-Gerðum í Stóradal, Jónssonar, b. í Gerðum, Einarssonar. Móðir Jónasar í Syðri-Gerðum var Helga, systir Jós- efs, langafa Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóhannesar, afa Jóhanns Sigurjóns- sonar skálds og Jóhannesar, afa Benedikts Árnasonar leikstjóra, föður Einars í Sykurmolunum. Þá var Jósef langafi Jóns, langafa Sig- Georg Bernhard Michelsen. rúnar, móður Kristjáns Karlssonar skálds. Enn var svo Jósef langafi Ingiríðar, langömmu Steins Stein- arr. Loks var Jósef langafi Finns Jónssonar ráðherra, afa Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. Annar bróðir Helgu var Jónas, móðurafi Jónasar Hallgrímssonar og langafi Kristínar, ömmu Krist- jáns og Birgis Thorlacius. Þá var Jónas langafi Friðbjörns, afa Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Þriðji bróðir Helgu var Davíð, lang- afi Páls Árdal skálds, afa Páls Árdal heimspekings og Steingríms Thor- steinssonar prófessors. Davíð var einnig langafi Jóns Magnússonar forsætisráðherra. Þá var Davíð langafi Sigríðar, langömmu þeirra Inga Hrafns og Hannesar Péturs- sonar skálds. Helga var dóttir Tóm- asar, b. að Hvassafelli, Tómassonar, ættfóður Hvassafellsættarinnar. Móðir Kristínar Gunnlaugsdóttur var María Siguröardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.