Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 49
LAliGARDAGUP JL8. MAÍ 1991. Afmæli Þóra G. Hjaltadóttir Þóra Guðrún Hjaltadóttir, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, Holtagötu 9, Akureyri, er fer- tugídag. Starfsferill Þóra fæddist að Melstað í Miðfirði en flutti með foreldrum sínum að Hrafnagili í Eyjafirði 1954. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Reykholti í Borgarfirði 1967 og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Lauga- landi í Eyjafirði 1968-69. Á árunum 1970-80 stundaði Þóra skrifstofustörf hj á Bifreiðaverkstæð- inu Þórshamri hf. og hjá Endurskoð- unarstofunni Bókend og var síðan erindreki hjá Kjördæmisambandi framsóknarmanna í Norðurlandi eystra. Hún hóf störf sem vinnuha- græðingur hjá Alþýðusambandi Norðurlands 1980 en hún hefur veriö formaður samtakanna frá 1981. Þóra hefur átt sæti í miðstjórn ASÍ frá 1984 og hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum sem tengjast starfinu. Hún hefur átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins í nokkur ár, var um tíma í framkvæmdastjórn flokksins, var varaformaður SUF, formaður KFNE í eitt kjörtímabil og var í ýmsum öðrum ráðum og nefnd- um fyrir Framsóknarflokkinn. Þóra var varamaður í bæjarstjórn Akur- eyrar 1978-82 og varaþingmaður 1987-91. Hún sat í stjórn Utgerðarfé- lags Akureyringa hf. 1983-91. Fjölskylda Þóra giftist 8.11.1969 Gunnari Austfjörð en dóttir þeirra er Pálína Austfjörð Gunnarsdóttir, f. 8.5.1970, en hún er í sambúð með Sigurði Sigþórssyni. Þóra og Gunnar skildu. Þóragiftist 18.5.1986 Sigurjóni Hilmari Jónssyni,f. 11.7.1947,húsa- smíðameistara, en hann er sonur Jóns Gunnlaugs Sigurjónssonar og Birnu Finnsdóttur sem bæði eru látin. Sonur Þóru og Sigurjóns Hilmars er Hilmar Þór Sigurjónsson, f. 13.3. 1986. Börn Sigutjóns frá fyrra hjóna- bandi eru Jón Gunnlaugur, f. 4.12. 1965, íris Björk, f. 16.4.1969, og Birna Hrönn, f. 15.12.1972. Systkini Þóru: Bergur, f. 20.2.1948, rekur ásamt öðrum verslunina K. Auðunsson í Reykjavík, en seinni kona hans er Guðrún Júlía Haralds- dóttir skrifstofumaður; Ingibjörg, f. 21.5.1953, húsmóðir á Merkigili í Eyjafirði, gift Þorsteini Péturssyni b.; Benedikt, f. 11.8.1962, b. í Hrafna- gili; Ragnhildur, f. 28.10.1967, hús- móðir og leiðbeinandi í Grímsey, í sambúð með Alfreð Garðarssyni sjómanni. Foreldrar Þóru eru Hjalti Jósefs- son, f. 28.5.1916, b. í Hrafnagili í Eyjafirði, og Pálína R. Benedikts- dóttir, f. 21.7.1925, húsfreyja. Ætt Hjalti er sonur Jósefs, lengst af b. á Bergsstöðum, bróður Guðmundar á Auðunnarstöðum, afa Friðriks Sophussonar íjármálaráðherra. Jósefvar sonur Jóhannesar, b. á Auðunnarstöðum, Guðmundsson- ar. Móðir Jóhannesar var Dýrunn Þórarinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sigurðsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Jósefs var Ingibjörg Eysteinsdóttir, systir Björns í Grímstungu, afa Björns, fyrrv. alþingismanns á Löngumýri og langafa Páls, þingflokksfor- manns á Höllustöðum, Más, sýslu- manns í Hafnarfirði, og Ástu, móöur Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Móðir Hjalta var Þóra Guðrún Jóhannsdóttir, b. á Hofi í Hjaltadal, Jónssonar og Katrínar Lárusdóttur frá Langanesi. Pálína er dóttir Benedikts Líndal, óðalsb. á Efra-Núpi, Hjartarsonar, hreppstjóra á Efra-Núpi, Benedikts- sonar, hómópata í Hnausakoti, Ein- arssonar, b. í Núpsdalstungu, Jóns- sonar. Móðir Pálínu er Ingibjörg, systir Skúla, fyrrv. ráðherra. Ingibjörg er Þóra Guðrún Hjaltadóttir. dóttir Guðmundar, b. á Svertings- stöðum í Miðfirði og síðar kaup- félagsstjóra á Hvammstanga, Sig- urðssonar, b. á Svertingsstöðum, Jónassonar. Móðir Guðmundar var Ólöf Guðmundsdóttir, b. og smiðs á Síðu, Guðmundssonar. Móðir Ingi- bjargar Guðmundsdóttur var Guð- rún Einarsdóttir, b. og gullsmiðs á Tannstaðabakka í Hrútafirði, Skúlasonar. Þóra tekur á móti gestum á heim- ili sínu milli klukkan 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Hermann Sveinbjömsson Dr. Hermann Sveinbjörnsson, líf- og umhverfisfræðingur og fyrrv. aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Kjartansgötu 7, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Hermann lauk stúdentsprófi frá MH1970, B.Sc. prófi í líffræði frá HÍ1976, M.Sc. prófi í umhverfis- fræðum frá Miami University Ox- ford, Ohio 1978 og doktorsprófi í auðlindahagfræði frá John Hopkins University í Baltimore í Bandaríkj- unum 1983. Hermann starfaði hjá National Wildlife Federation í Washington 1977-78, sérfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins 1978-79 auk þess sem hann hefur unnið tímabundin störf fyrir Vatnarannsóknarstofnun Washington DC, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Landmæl- ingar íslands, Raunvísindastofnun HI, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og Skógræktarfélag Reykjavík- ur. Hann var deildarstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu frá 1983-87 og aðstoðar- maður sjávarútvégsráðherra 1987-91. Hermann hefur haldið árlega fyr- irlestra um orku- og auðlindamál við HÍ og við Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna í Reykjavík. Hermann var formaður umhverf- isnefndar ríkisstjórnarinnar 1983-84, ráðgjafi Alexanders Stef- ánssonar, þáv. félagsmálaráðherra um umhverfismál 1983-87, sat í Norrænu embættismannanefndinni um umhverfismál 1984-87, var ritari stóriðjunefndarríkisstjórnarinnar 1983-87, er stjórnarformaður Holl- ustuverndar ríkisins frá 1988, for- maöur Aflanýtingarnefndar sjávar- útvegsráðuneytisins frá 1989 og er varamaður í Rannsóknarráði ríkis- ins frá 1987. Hann er meðlimur í alþjóðafélagi umhverfis- og auð- lindahagfræðinga (AERE) og í Fé- lagi viðskipta- og hagfræðinga. Fjölskylda Hermann kvæntist 28.7.1979 Sól- veigu Láru Guðmundsdóttur, f. 13.11.1956, sóknarpresti á Seltjarn- arnesi, en hún er dóttir Guðmundar Benediktssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og konu hans, Kristínar Claessen, læknaritara og húsmóður. Börn Hermanns og Sólveigar Láru eru Benedikt Hermann, f. 31.1.1980, Kristín Anna, f. 7.7.1988, og Vigdís María, f. 13.7.1990. Systkini Hermanns eru Vigdís kennari, gift Gunnari Jónssyni, bónda á Egilsstöðum í Fljótsdal, Lóa Kristín viðskiptafræöingur, gift Karli Konráð Andersen lækni og Dagfinnur nemi. Foreldrar Hermanns eru Svein- björn Dagfinnsson, f. 16.7.1927, ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, og kona hans, Pálína Hermannsdóttir, f. 12.9.1929, hús- móðir. Ætt Sveinbjörn er sonur Dagfinns, dagskrárfulltrúa, Sveinbjörnsson- ar, b. á Grímsstöðum í Landeyjum, Guðmundssonar, b. þar, Svein- björnssonar. Móðir Dagfinns var Anna, systir Ingibjargar, móður Ingvars Vilhjálmssonar útgerðar- manns. Anna var dóttir Ólafs, b. á Bakka í Þykkvabæ, Árnasonar, bróður Guðbjargar, langömmu Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Borgarnesi. Móðir Sveinbjörns var Magnea Ósk Halldórsdóttir, b. í Árbæ í Ölfusi, Jónssonar, hrepp- stjóra í Þorlákshöfn, Árnasonar, formanns og hreppstjóra á Stóra- Ármóti, bróöur Magnúsar á Hrauni, langafa Aldísar, móður Ellerts Schram ritstjóra. Magnús var sonur Magnúsar, hreppstjóra í Þorláks- höfn, Beinteinssonar, lrm. á Breiða- bólstað Ingimundarsonar á Hólum, Bergssonar, ættfóður Bergsættar- innar Sturlaugssonar. Móðir Árna var Hólmfríður Árna- dóttir, systir Valgerðar, formóður Briem-ættarinnar, en móöir Jóns var Helga Jónsdóttir, lögsagnara á Stóra-Ármóti, Johnsen, bróður Val- gerðar, formóður Finsen-ættarinnar. Móðir Magneu var Þuríður Magn- úsdóttir, b. og hreppstjóra í Vatns- dal í Fljótshlíð, bróður Jóns, í Þor- lákshöfn. Bróðir Pálínu er Steingrímur, fyrrv. forsætisráðherra. Pálína er dóttir Hermanns Jónassonar for- Brandur Jón Stefánsson Brandur Jón Stefánsson, fyrrv. vegaverkstjóri, Kirkjuvogi 3, Vík í Mýrdal, verður áttatíu og fimm ára annan í hvítasunnu. Starfsferill Brandur fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hann kynntist öllum almennum sveitastörfum þess tíma og byrjaði rétt eftir fermingu að fara í sjóróöra á opnum árabátum frá Sandinum. Þá var Brandur á vertíð- um í Vestmannaeyjum. Brandur tók eitt af fyrstu ökupróf- unum hérlendis og keypti sér bíl 1927 en það var jafnframt fyrsti bíll- inn austur í Mýrdal. Hann hóf ári seinna áætlunar ferðir frá Vík að Markarfljóti og með reiðslu þaöan á hestum aö Hlíðarenda á móts við bifreiðastöð Steindórs. Brandur stundaði síðan sérleyfisferðir næstu tuttugu og níu árin, ýmist með öðr- um eða einn. Hann hóf rekstur gisti- húss í Vík 1942 og rak það ásamt konu sinni í fimmtán ár. Þá tók hann aö sér vegaverkstjórn í Mýr- dalnum 1942 og starfaði hjá Vega- gerðinni síðan. Fljótlega stækkaði umsjónarsvæði Brands og síðustu ár hans hjá Vegagerðinni var hann héraðsstjóri yfir vegum í Vestur- Skaftafeílssýslu. Brandur var m.a. formaður Ung- mennafélagsins Garðarshólma um tíma en á þeim árum stundaði hann mikið íþróttir, einkum sund. Hann stofnaði Flugbjörgunarsveitina í Vík og var formaður hennar fyrstu árin. Þá var hann einn af stofnend- um Leikfélagsins Suðra og er eini heiðursfélagi þess. Brandur hefur ætíð átt heima í Mýrdalnum að undanskildum sjö árum er hann bjó í Reykjavík. Fjölskylda Brandurkvæntist 28.11.1932 Guð- rúnu Jóhannesdóttur, f. á SRjögra- stöðum á Fljótsdalshéraði 13.5.1914, d. 19.1.1988, en hún var dóttir Jó- hannesar Jónssonar, b. á Skjögra- stöðum, og konu hans, Jónínu Jóns- dóttur. Böm Brands og Guörúnar eru fjögur. Þau eru Jóhannes Stefán, f. 20.3.1933, forstjóri í Garðabæ, kvæntur Þuríði Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn; Hrönn, f. 1.10. 1935, húsmóðir í Vík í Mýrdal, gift Guðjóni Þorsteinssyni og eiga þau fiögur börn; Birgir, f. 17.5.1941, raf- virki í Hafnarfirði, kvæntur Jó- hönnu Þórhallsdóttur og eiga þau tvö börn og eitt fósturbarn; Hörður, f. 25.2.1948, bifreiðastjóri á Blöndu- ósi, kvæntur Grétu Siguijónsdóttur og eiga þau tvö börn. Brandur átti sjö systkini en þrjú þeirra eru látin. Systkini hans: Ástríður, f. 14.10.1903, d. 30.3.1989, húsmóðir að Litla-Hvammi, gift Sig- urði B. Gunnarssyni og eru böm þeirra fiögur; Ámý Sigríður, f. 6.5. 1905, húsmóðir í Vík, gift Jóni Þor- steinssyni og eiga þau eitt bam; Þuríður Guðrún, f. 14.10.1907, d. 1.5. 1982, húsmóðir í Vík, gift Jóhanni Páli Tómassyni og eiga þau þijú böm; Baldur, f. 22.11.1911, fyrrv. b. að Hvammbóli í Mýrdal; Gunnar, f. 21.7.1915, d. 7.4.1984, b. í Vatns- skarðshólum, kvæntur Unni G. Þor- steinsdóttur og em böm þeirra fimm; Helga, f. 19.9.1917, húsfreyja í Hvammbóli; Vilborg, f. 31.5.1921, Brandur Jón Stefánsson. fyrrv. sýslumannsfrú í Vík, nú bú- sett í Reykjavík, gift Jóni Kjartans- syni og eiga þau tvö böm. Foreldrar Brands vom Stefán Hannesson, f. 16.3.1876, d. 30.12. 1960, bamakennari og b. í Litla- Hvammi, og Steinunn Helga Áma- dóttir, f. 12.9.1891, d. 20.8.1964, hús- freyja. Brandur veröur að heiman á af- mælisdaginn. Dr. Hermann Sveinbjörnsson. sætisráðherra og konu hans, Vigdís- ar Oddnýjar Steingrímsdóttur, byggingameistara í Rvík, Guð- mundssonar frá Svalbarða á Álfta- nesi. Móðir Vigdísar var Margrét Þorláksdóttir, af Húsatóftaætt í Grindavík. Hermann verður að heiman á af- mælisdaginn ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta Rimlagluggatjöld í yfir 20 litum. Sérsniöin fyrir hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á íslandi fllFiabiep Síðumúla 32 - Reykjavík - Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 12 - Keflavík - Sími: 92-12061.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.